Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 2N*¥gtiiifrIafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skerðingu hætt Deilur hafa staðið um nokk- urt skeið á milli ríkis- valdsins og þjóðkirkjunnar vegna skerðingar á sóknar- og kirkjugarðsgjöldum. Gjöld þessi eru innheimt við stað- greiðslu skatta fyrir þjóðkirkj- una og eiga að renna til safnað- anna. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ákvað að skerða þessar lögbundnu tekj- ur þjóðkirkjunnar við fjárlaga- gerð fyrir árið 1990. Því var þá heitið, að skerðingin yrði aðeins í eitt ár, en sama sagan endurtók sig við fjárlagagerð- ina fyrir 1991, þó með þeirri breytingu, að kirkjugarðs- gjaldið var skert um 20% í stað 15% áður en hætt við 5% skerð- ingu á sóknargjöldum. Þessi sama skerðing bitnaði einnig á greiðslum til annara trúfélaga og á Háskólasjóði. Þjóðkirkjan mótmælti þessum aðförum harðlega og þáverandi stjórn- arandstaða tók undir mótmæl- in, enda er það fráleitt, að inn- heimtumenn geti með sjálf- dæmi skert þá upphæð, sem þeir hafa til innheimtu. Morgunblaðið tók undir mótmælin vegna skerðingar- innar á sínum tíma, sem þrengdi að fjárhag safnað- anna, auk þess sem það er óþolandi með öllu fyrir skatt- greiðendur, að ríkið taki í ríkis- sjóð peninga sem greiddir eru til ákveðinna og afmarkaðra verkefna samkvæmt lögum. Nægir þar að nefna upptöku ríkisins á sérstökum eignar- skattsauka, sem lagður var á til að kosta byggingu Þjóðar- bókhlöðunnar, sem enn stend- ur ófullgerð. Það sama gerðist raunar um sérstakt gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, sem fellt var inn í staðgreiðsl- una, en ríkið skilaði ekki nema að hluta til sjóðsins. Þetta gjald var síðan að fullu fellt inn í tekjuskattinn án þess að ein einasta króna rynni í Fram- kvæmdasjóð aldraðra. Vegna fjárskorts sjóðsins lagði ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar sérstakan nefskatt á og hófst innheimta hans sumarið 1990. Ekki tók þá betra við, því ríkissjóður gerði upptækan ríflega þriðjung þess fjár, sem þessi nefskattur skilaði. í ljósi þessa er ekki óeðli- legt, að þjóðkirkjan hafi óttast að skerðingin á gjöldum henn- ar yrðu varanleg, ekki sízt þar sem núverandi ríkisstjórn mun halda skerðingunni áfram' á næsta ári. Biskupinn yfir ís- landi gagnrýndi núverandi valdhafa sérstaklega á- kirkju- þingi fyrir að aðhafazt annað í þessu máli en þeir létu í veðri vaka í stjórnarandstöðu. Þorsteinn Pálsson, kirkju- málaráðherra, tók af skarið í ræðu sinni á kirkjuþingi sl. föstudag. Þar lýsti hann því yfír, að skerðingunni á tekjum kirkjunnar verði hætt frá og með fjárlagaárinu 1993. Þor- steinn sagði m.a.: „En við fjárlagagerð næsta árs verður þessi tekjustofn óskertur eins og ég skýrði bisk- upi fyrir nokkru frá að í undir- búningi væri. Kirkjunnar menn vita, að það er ekki alltaf hlaupið að því að kveða niður. drauga, sem vaktir hafa verið upp, en það verður eigi að síð- ur, að því er þennan varðar, gert við næstu fjárlagagerð, sem verður sú fyrsta sem þessi ríkisstjórn vinnur að með full- um undirbúningstíma." Yfirlýsing kirkjumálaráð- herra um lausn þessa deilu- máls er fagnaðarefni og enn- fremur yfirlýsing hans um, að í nánustu framtíð muni hefjast viðræður um jarðeignir þjóð- kirkjunnar, sem er gamalt deilumál ríkis og kirkju. Það er augljóst, að þjóðkirkj- an og söfnuðir hennar verða að hafa traustan fjárhag til að geta sinnt skyldum sínum. Á þessu ári skilar ríkið 509 krón- um mánaðarlega fyrir hvern einstakling til þjóðkirkjunnar og sömu upphæð til annara trúfélaga, eða Háskólasjóðs fyrir þá sem eru utan trúfé- laga. Þessi upphæð er miðuð við þá 20% skerðingu á kirkju- garðsgjöldum sem gildir í ár, en þau nema um 127 krónum á mann. Gjöldin renna beint til safnaðanna, en í flestum tilfellum fara safnaðarstjórnir með umsjón kirkjugarða. í höf- uðborginni eru Kirkjugarðar Reykjavíkur þó sérstök stofn- un. Fjárhagur safnaðanna eru mjög mismunandi eftir fjolda sóknarbarna. Þar sem fjárhag- ur leyfir eru kirkjugarðssjóð- irnir sums staðar notaðir til að greiða niður útfararkostnað og er það vel, því það er ekki tilgangurinn með álagningu sóknar- og kirkjugarðsgjalda að kirkjan safni í sjóði. Umræður á aðalfundi SAL um hlutabréfaviðskipti: Hlutabréfakaup lífe eiga eftir að aukast i KAUP lífeyrissjóða á hlutabréfum eiga óhjákvæmilega eftir að aukast í framtíðinni, en hlutabréfaeign lífeyrissjóða hérlendis er mjög lítil samanborið við hlutabréfaeign lífeyrissjóða erlendis eða innan við 2% af heildareignum. Þá er mjög æskilegt að Verðbréfaþing íslands eflist og nauðsynlegt er að lífeyrissjóðirnir móti reglur um hvernig standa eigi að hlutabréfakaupum til að halda áhættu í lágmarki og með hvaða hætti lífeyrissjóðirnir hafi áhrif á rekstur félaganna vegna hlutabréfaeignar sinnar. Þetta var meðal þess sem kom fram í erind- um Gunnars J. Friðrikssonar, formanns Sambands almennra lífeyris- sjóða, og Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra sambandsins, á aðalfundi SAL í gær, þar sem sérstaklega var fjallað um framtíðina í þessum efnum. Gunnar sagði að íslensk hlutafé- lög myndu þurfa að auka hlutafé sitt á næstu árum til að standast aukna og harðnandi alþjóðlega sam- keppni. Einstaklingar hér réðu ekki við þetta en fyrirtækin myndu þurfa að finna markað fyrir hlutabréfin hér eða erlendis. Eðlilega beindist athyglin að lífeyrissjóðunum því þeir væru stærsta uppsprette fjár- magns í þjóðfélaginu. Ábyrgð stjórna lífeyrissjóðanna væri mikil að ávaxta það fé sem þeim væri trúað fyrir, eins vel og nokkur kost- ur væri. Það yrði að taka mið af öryggi og þægindum ávöxtunar og minna öryggi og meiri óþægindi ættu að skila sér í hærri ávöxtun. Það væri flókið og erfitt fyrir ein- staka sjóði að svara spurningum um arðsvon og áhættu varðandi einstök fyrirtæki. Augljóslega yrði að grandskoða ársreikninga þeirra, auk þess að hafa hliðsjón af framtíðar- möguleikum, stjórn og öðru sem hefði áhrif á hag fyrirtækisins. Ann- ar möguleiki væri að kaupa hlut í hlutabréfasjóðum, þar sem áhættan dreifðist milli margra fyrirtækja. Þá væri hægt að leita álits verðbréf- amiðlara en gallinn væri sá að þeir væru ekki óháðir, þar sem þeir væru bæði i því hlutverki að veita ráðlegg- ingar og annast hlutaabréfasjóði. Þá gerði Gunnar að umtalsefni hvort starfsmenn eða stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að taka sæti í stjórnum hlutafélaga í krafti hluta- bréfaeignar sjóðsins. Rakti hann það sem tíðkaðist erlendis í þessum efn- um og kom fram að í fæstum tilvik- um heimila sjóðir að fulltrúar þeirra sitji í þessum stjórnum. Sagði hann það yfirleitt reglu að menn sætu ekki í stjórnum tveggja peninga- stofnana samtímis. Það væri í flest- um tilvikum óæskilegt og auðvelt að sýna fram á hagsmunaárekstra. Seta i stjórnum hlutafélaga væri í mörgum tilfellum vel launuð, auk metorða og hlunninda, og hætta væri á að fulltrúi tæki hagsmuni sína af setu í stjórn hlutafélags fram yfir hagsmuni lífeyrissjóðsins. Auk þess væru reglur um innherjavið- skipti þess eðlis að erfitt væri að samræma setu í stjórn lífeyrissjóðs setu í stjórn hlutafélags. Gunnar sagði að lífeyrissjóðirnir ættu frem- ur að beita áhrifum sínum til að styðja óháða fulltrúa og aðhaldið kæmi fram í virku eftirliti. Hrafn Magnússon gerði í upphafi erindis síns að umtalsefni þær breyt- ingar sem hefðu orðið á ávöxtunar- möguleikum sjóðanna frá því þeir hófu göngu sína 1970. Áttundi ára- Sveitarstjórn Skútustaðahrepps: Hrein fölsun á niðurstt í umsögn Náttúruvernd SVEITARSTJORN Skútustaðahrepps telur að í umsögn Náttúru- verndarráðs um nefndarálit Sérfræðinganefndar um Mývatns- rannsóknir, sem ráðið afhenti umhverfisráðherra í byrjun októ- ber, komi fram hrein fölsun á niðurstöðu nefndarinnar. Telur sveitarsrjórnin að sumum túlkunum og staðhæfingum Náttúru- verndarráðs sé ekki hægt að finna stað í nefndarálitínu og að ráðið gefi sér hver áhrif breyttra setflutninga í Mývatni séu og verða án þess að það sé stutt rannsóknum eða mælingum. Arnþór Garðarsson, formaður Náttúruverndarráðs, segir að engar falsan- ir séu í umsögn Náttúruverndarráðs, en þar sé um aðrar áherslur að ræða en sveitarstjórnin, sem hefði hagsmuni af Kísiliðjunni, hefði viljað sjá. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið að deginum ljósara væri að falsan- ir væru á ferðinni í umsögn Náttúruverndarráðs. Hann sagði fölsunina felast í því að ekki væri hægt að lesa annað út úr umsögn- inni en að það væri niðurstaða sér- fræðinganefndarinnar að aukning á ákomu niturs í vistkerfi Mývatns væri áhyggjuefni. Formaður Veiðifélags Mývatns: Yfirlýsingin er veiði- félaginu óviðkomandi HEÐINN Sverrisson, formaður Veiðifélags Mývatns, segir að yfir- lýsing 23 einstaklinga í félaginu, þess efnis að þeir telji ekkert því til fyrirstöðu að Kísiliðjan starfi áfram í Mývatnssveit, sé Veiðifélagi Mývatns með öllu óviðkomandi. Hann segir ekki hafa verið fjallað formlega um skýrslu sérfræðinganefndar um Mý- vatnsrannsóknir í veiðifélaginu, þar seni staðið hafi á því áð fá nógu mörg eintök af skýrslunni til að kynna félagsmönnum. „Þarna er um lítinn meirihluta félagsmanna að ræða sem skrifuðu undir þessa yfirlýsingu, en þó eru þeir ekki með meirihluta veiðirétt- ar. Fæstir þeirra sem skrifuðu undir hafa svo mikið sem séð skýrsluna, þannig að þarna er um svolítið frumhlaup að ræða og er það félaginu allsendis óviðkom- andi," sagði Héðinn. Hann sagði að stjórn veiðifélags- ins hefði óskað eftir viðræðum við ráðherra um þetta mál, en ætlunin hafi verið að fjalla um það á form- legan hátt í félaginu áður, og það yrði gert svo fljótt sem kostur væri. „Þetta er af og frá og einmitt um hið gagnstæða að ræða, því sérfræðinganefndin sá ekki eftir mjög ítarlegar Umræður ástæðu til að setja inn í sitt álit að þetta væri áhyggjuefni. Sérfræðinga- nefndin skilur eftir einn óvissu- þátt, sem er áhrif breyttra setflutn- inga um vatnið sem dælingin veld- ur, en nefndin tekur skýrt fram að ekki hafi unnist tími til að rann- saka afleiðingar þessa þáttar þar sem þær staðreyndir komu svo seint fram í rannsóknum nefndar- innar, og það sé verkefni frekari rannsókna. Aftur á móti tekur Náttúruverndarráð þennan óvissu- þátt og gerir mjög mikið úr honum og segir hverjar afleiðingarnar séu orðnar og hverjar þær muni verða. Að mati sveitarstjórnarinnar er þetta ekki stutt rannsóknum eða mælingum. Þá er umsögn stjórnar Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn nokkuð" það sama upp á teningnum, en þeir telja ljóst að breytingar á setreki valdi verulegri hnignun á undirstöðu lífsskilyrða í Mývatni. Þessi fullyrðing er ekki studd rannsóknum eða mælingum fremur en hjá Náttúruverndar- ráði," sagði hann. Sigurður sagði að sveitarstjórn Skútustaðahrepps teldi að sannanir fyrir því að starfsemi Kísiliðjunnar væri að spilla lífríkinu í Mývatni þyrftu að vera mjög sterkar og skýrar þar sem verið væri að fjalla um líf og tilveru einstaklinga og mikla efnahagslega starfsemi. „Við látum okkur ekki nægja að nefndir eða ráð giski á eða álykti um hluti þar sem ekki eru til rannsóknir eða mælingar til stuðnings," sagði hann. Arnþór Garðarson, formaður Náttúruverndarráðs, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann teldi aso föls i me: þet þaí frat af j ræ< döj kar Þac um að fra sér sta gjö anc allt ale, ir £ ski ert ert rur hai i stjc ráð set me hai tali my og ant að inn er: hel un og áh; ski af að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.