Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 32
MORGÚNBIAÐIÍ) ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1991 Morgunblaðið/Rúnar Þór 200 sýningar á Næturgalanum L-eikarar frá Þjóðleikhúsinu hafa verið á ferð í Eyja- fírði með sýninguna Næturgalann, en 200._sýningin á verkinu var í gær í Víkurröst á Dalvík. Á sýning- unni voru börn úr grunnskólunum á Dalvík og í Hrísey, Árskógsskóla og Húsabakkaskóla og voru þau að vonum ánægð með heimsókn leikaranna. í lok sýningarinnar færðu börnin leikurunum blóm í tilefni af sýningunum 200 og loks sungu börn og Ríkísútvarpið á Akureyri: Deildarstjóri ósk- ar eftir flutningi DEILDARSTJÓRI Ríkisútvarpsins á Akureyri, Bjarni Sigtryggsson hefur óskað eftir því að verða fluttur til í starfi innan útvarpsins. Hann mun taka við nýjum verkefnum hjá útvarpinu innan skamms og staða hans á Akureyri verður auglýst laus til umsóknar fJjótlega. Heimir Steinsson útvarpsstjóri sagði að deildarstjórinn hefði óskað eftir tilflutningi í starfi og við því hefði orðið. Hann muni taka við nýjum verkefnum hjá útvarpinu í Reykjavík og yrði staða hans nyðra auglýst fljótlega. Bjarni kom til starfa sem deildar- stjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri 1. júní síðastliðinn. Á síðustu vikum hefur orðið vart samstarfsörðug- leika milli deildarstjórans og starfs- manna útvarpsins á Akureyri, en hluti þeirra íhugaði uppsagnir í kjölfar þeirra. Málið hefur með þessum hætti verið til lykta leitt og munu starfsmenn sætta sig við þá lausn sem fundin hefur verið. Mývatnssveit: Fundur um fram- tið Kísiliðjunnar Dalvík: Björgunarsveit í viðbragðsstöðu vegna leitar að tveimur stúlkum Fundust sofandi í bændagistingu LOGREGLAN á Dalvík svipaðist um eftir tveimur ungum konum á sunnudagskvöld, en þær lögðu af stað frá Akranesi síðdegis og ætl- uðu að ná síðustu ferð ferjunnar Sævars yfir til Hríseyjar kl. 21.30 um kvöldið. Þar sem þær höfðu ekki látið vita af ferðum sínum eins og ráð var fyrir gert var farið að óttast um þær. Björgunarsveitar- menn á Dalyík voru tilbúnir að hefja leit er af þeim fréttist í bænda- gistingu á Árskógsströnd. Björn Víkingsson varðstjóri lög- reglunnar á Dalvík sagði að ætt- ingjar hefðu beðið lögregluna að svipast um eftir stúlkunum þar sem þær hefðu ekki látið vita af sér eins og um hafði verið rætt. Þær lögðu af stað síðdegis frá Akranesi og ætluðu til Hríseyjar. Hringdu þær frá Laugalandi á Þelamörk um kl. 9 um borð í ferjuna til að spyrjast fyrir um hvort möguleiki væri á að bíða eftir þeim stundarkorn. Þær skiluðu sér ekki á bryggjuna á Árskógssandi og sagði Björn að óttast hefði verið þær hefðu ekið útaf. Björgunarsveit hefði verið kölluð út til leitar ef til kæmi og hefði fjöldi manns verið í viðbragðs- stöðu er fréttist af stúlkunum sof- andi í bændagistingu á Árskógs- strönd. „Þær gleymdu að láta vita af sér, ég held að það sé sjaldan ofbrýnt fyrir fólki að láta vita af sínum ferðum," sagði Björn. Björk, Mývatnssveit. Síðastliðinn föstudag var haldinn fundur með starfsfólki Kísiliðjunnar í Mývatnssveit. Hófst hann kl. 13 í húsakynnum fyrirtækisins. Fundarstjóri var Róbert Agnarsson, bauð hann alla velkomna á fundinn. Um- ræðuefni fundarins var framtíð Kisiliðjunnar. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Eiður Guðnason umhverfisráð- herra mættu á fundinn, ennfremur Björn Friðfinnsson, Jón Gunnar Ottósson og Magnús Jóhannesson, ásamt stjórnarmönnum Kísiliðjunn- ar og fleiri gestum. Fyrst héldu ráðherrarnir stuttar framsöguræður, síðan tóku starfs- menn Kísiliðjunnar til máls og skýrðu mjög vel sín sjónarmið og sumir beindu spurningum til ráð- herranna sem þeir svöruðu jafnóð- um. Þá voru iðnaðar- og umhverfis- ráðherrum afhentir undirskriftal- istar frá starfsfólki Kísiliðjunnar og ennfremur listar með nöfunum 23 félagsmanna í Veiðifélagi Mý- vatns, þar sem lýst er eindregnum stuðningi við áframhaldandi starf- semi Kísiliðjunnar. Fundurinn fór mjög vel fram og var fróðlegur, fundarslit voru um kl. 14 þar sem aðkomumenn þurftu að mæta á fund á Húsavík kl. 15. Fjölmenni var og veðurblíða síðasta dag sumars. Kristján ------------»_»-?------------ Slægjufundur Mývetninga Björk, Mývatnssveit. NÍJ hefur blítt og gott sumar kvatt og vetur heilsað. Mývetn- ingar héldu sinn hefðbundna slægjufund í Skjólbrekku fyrsta vetrardag, hófst hann kl. 14 með helgistund sr. Arnar Frið- rikssonar. Síðan var sest að kaffiborði og góðu meðlæti. Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri flutti slægjuræðu, Steinþór Þráinsson stjórnaði almennum söng og fleira var sér til gamans gert. Um kvöld- ið var dansleikur. Kris^ján Einn tekin á 148 km hraða EINN ökumaður var sviptur ökuleyfi fyrir of hraðan akstur á Olafs- fjarðarvegi um helgina. Þá varð harður árekstur við gangbraut á Hörgárbraut um miðnætt á laugardagskvöld. Ökumaðurinn sem sviptur var leyfinu mældist á 148 km hraða á Óiafsfjarðarvegi á laugardags- kvöld, en þar er leyfílegur hámarks- hraði 90 km. Lögreglan á Dalvík tók einnig fj'óra ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og mæld- ust tveir þeirra á 121 km hraða á Ólafsfjarðarvegi. Harður árekstur varð um mið- nætti á laugardagskvöld við gang- braut á Hörgárbraut skammt utan við Glerárbrú. Bifreið hafði verið stöðvuð til að hleypa gangandi veg- farendum yfír götuna þegar bíl varð ekið aftan á hana. Kastaðist bifreiðin upp á umferðareyju og er talin ónýt. Hinn bíllinn stór- skemmdist. Engin meiðsl urðu við áreksturinn. Geðverndarfélag Akureyrar Ráðgjöf Geðverndarfélag Akureyrar verður með ráðgjöf á Gránufélagsgötu 5 mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-12 fyrir. hádegi og þriðjudaga kl. 17-20. Sími 27990. Opið hús verður alla miðvikudaga frá kl. 20-22. Allir velkomnir. Geymið auglýsinguna. Morgunblaðið/Rúnar Þór Búnaðarbankinn gefur Skákfélaginu fræðirit Skáksveit Búnaðarbanka íslands sótti Skákfélag Akureyrar heim um helgina. í kappskák sigruðu bankamenn 5V2 - 4'/2, en í hraðskákkeppni á sunnu- dag sigruðu heimamenn með miklum yfirburðum, 140 - 60. Árið 1987 færði Búnaðarbankinn Skákfé- laginu ýmis helstu fræðirit um skák í tilefni af húsa- kaupum félagsins. Um helgina færði bankinn Skák- félaginu helstu rit sem hafa bæst við síðan. Á mynd- inni, sem tekin var af þessu tilefni eru frá vinstri: Albert Sigurðsson, Iieifur Jósteinsson, Þór Valtýs- son, formaður S.A., Benedikt Baldursson, formaður skáknefndar Búnaðarbankans, og Margeir Péturs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.