Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUUAQUR, 29, OKjT.ÓBUR 1991 c33 Nýjar íbúðir fyrir aldraða afhentar NÝJAR íbúðir fyrir aldraða við Hraunbæ 103 í Reykjavík voru afhentar Félagi eldri borgara á föstudag. í húsinu eru 29 þriggja herbergja íbúðir og 17 tveggja herbergja, auk húsvarðaríbúðar. Heildarstærð hússins er um 4.700 fermetrar. Verð á íbúðum, uppreiknað miðað við vísitölu í okt- óber 1991 er 7,7 milljónir fyrir 107,5 fermetra þriggja herb'ergja íbúð, en 6,480 milljónir fyrir tveggja herbergja íbúð, sem er 83,3 fermetrar. Öryggiskerfi er í hverri íbúð, í holi, svefnherbergi og á baði og er það tengt húsvarð- aríbúð. Einnig er í hverri íbúð brunaviðvörunarkerfi og bruna- slöngur eru á hverri hæð. í and- dyri hússins er sjónvarpsmyndavél, sem tengd er sjónvarpskerfi húss- ins og er því hægt að sjá hver er að .hringja, áður en opnað er. Þá er gervihnattardiskur í húsinu og hægt að stilla á erlendar sjónvarps- stöðvar, sé þess óskað.’ í frétt frá Byggingafélagi Gunn- ars og Gylfa kemur fram, að með vorinu verði opnuð þar 550 fer- metra þjónustumiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar. Þar verði hægt að fá ýmsa þjónustu, s.s. hár- greiðslu, fótsnyrtingu, læknisað- stoð, félagsráðgjöf, föndur og léttar æfingar, auk þess sem þar verður matur í matsal, í tengslum við úti- vistarsvæði með skjólveggjum og setbekkjum á móti suðri og í vestur. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin- þann 21. apríl í fyrra. Byggingafélag Gylfa og Gunnars sá um framkvæmdir. Húsið er hannað af Guðmundi Gunnlaugs- syni, arkitekt, verkfræðistofan Fer- 111 sá um burðarþolshönnun, lagnir eru hannaðar af verkfræðistofu Þráins og benedikts, rafmagns- hönnuður var Thomas Kaaber, málarameistari Elvar Ingason, píp- ulagnir annaðist Siguijón Einars- son og rafvirki var Þráinn Ingólfs- son. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gylfí Hilmarsson og Gunnar Þorláksson, hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, aflienda Guðmundi Jóhannessyni, formanni hússtjórnar, í iniðið, lykla að íbúðum aldraða við Hraunbæ 103. Borffarstjórn: Tillögn um endurmat á Sorpu vísað frá TILLÖGU Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar- flokks, um að borgarstjórn beiti sér fyrir gagngeru endurmati á gjaldskrá, starfsháttum og rekstri Sorpu bs. var vísað frá á síðasta fundi borgarsljórnar á fimmtudag í fyrri viku. Tillögunni var vísað frá með tíu atkvæðum meirihluta borgarstjórnar gegn fimm atkvæð- um minnihlutans á þeim forsendum að í greinargerð sem fylgdi henni kæmu fram ýmsar rangar fullyrðingar. Tillaga Siguijóns Péturssonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalags, um endurmat á gjald- skrá fyrirtækisins svo og tillögu frá borgarfulltrúum Nýs vettvangs varðandi starfshætti þess, var vísað til borgarráðs til frekari athugun- í greinargerð sem fylgdi tillögu Sigrúnar segir að í ljósi fenginnar reynslu sé óhjákvæmilegt að endur- meta gjörsamlega gjaldskrá, rekst- ur og starfshætti fyrirtækisins. Starfsemi Sorpu bs. hafi verið ætlað að stuðla að bættri sorphirðu og aukinni umhverfísmenningu þar Náttúruverndarráð: Rjúpnaveiði stunduð á vél- knúnum farartækjum NATTURUVERNDARRAÐ minnir rjúpnaveiðimenn á, að allur óþarfa akstur utan vega og merktra slóða þar sem nátt- úruspjöll geta orðið, sé bannað- ur. Einnig sé bannað að stunda ■ Dlt. GUÐRÚN KVARAN orðabókarritstjóri flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands þriðjudaginn 29. október kl. 17.15 í stofur 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Lög um íslensk mannanöfn og er flutt- ur í tilefni af gildistöku nýrra mannanafnalaga 1. nóvember nk. Guðrún Kvaran er doktor í nafna- fræði frá háskólanum í Göttingen. Hún sat í 'nefnd þeirri sem samdi frumvarp til nýju laganna og er nú formaður Mannanafnanefndar. Hún hefur stundað rannsóknir á mannanöfnum undanfarin ár og skrifað greinar um þau í fræðirit. Ásamt Sigurði Jónssyni cand.mag. hefur hún samið yfirlitsrit um ís- lensk mannanöfn sem væntanlegt er á næstu vikum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. fuglaveiðar á vélknúnum farar- tækjum, þar með töldum fjór- hjólum, vélsleðum og þyrlum. í fréttatilkynningu frá Náttúr- verndarráði segir að því berist árlega upplýsingar um að veiði sé stunduð á vélknúnum farartækj- um og leitað verði eftir því að Landhelgisgæslan fylgist með umferð á helstu íjúpnaveiðistöðum á næstunni. Að sögn Þórðar Sigurðssonar hjá lögreglunni í Borgarnesi hafa þeir ekki orðið varir við að fólk fari til veiða á vélknúnum tækjum enda sé það alls ekki algengt. Mikið sé þó um ijúpnaskyttur í Borgarfirði sem margar hveijar eru í sumarbústöðum. Lögreglan á Selfossi hefur sömu sögu að segja. „Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af ijúpnaskyttum í ár. Það er mjög lítið um að veiðimenn noti vélsleða og fjórhjól. Við höfum a.m.k. ekki orðið varir við slíkt,” sagði Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi. sem opnir haugar yrðu aflagðir. Á þessu hafi hins vegar orðið inikill misbrestur. „Gjaldskrá fyrirtækisins er því miður þannig, að spilliefni skila sér ekki og þeim er hent í sjó eða kom- ið fyrir með öðrum hætti. Gjald- skráin’ knýr gámafyrirtækin til að koma með sorp í stórum gámum, því standa stórir gámar opnir dög- um saman á meðan verið er að safna í þá, öllum til ama nema varginum,” segir í greinargerð með tillögunni. Þar segir jafnframt að innvegið magn sorps sé mun minna en gert hafi verið ráð fýrir, þannig að ljóst sé að verulegu magni sorps hljóti að vera fyrirkomið með öðrum hætti. „Ekki reynist unnt að bagga allt sorp, s.s. fiskúrgang o.fl., og því er eftir sem áður verulegt magn sett á opna hauga,” segir í greinar- gerðinni. Loks segir að óhjákvæmilegt sé að hefja brennslu sorps í einhveijum mæli. „Það er sorglegt til að þess að vita að fyrirkomulag, sem átti að bæta umhverfismenningu og stuðla að umhverfisvernd, hefur í veigamiklum atriðum orðið til hins gagnstæða. Borgarstjórn ber því að hafa forgöngu um gagngerar breytingar til að ná upphaflegum tilgangi,” segir í greinargerðinni. I frávísunartillögu frá borgar- stjórnarfulltrúum Sj álfstæðis- flokks, sem samþykkt var á fundin- um, segir að í tillögu Sigrúnar komi fram ýmsar fullyrðingar m.a. um magn innvegins sorps sem séu bein- línis rangar. T.d. hafí sorpmagnið verið áætlað 99.000 tonn árlega en áætlun miðað við síðustu fimm mánuði bendi til að magnið verði 91.000 tonn árlega. „Starfsemi móttökustöðvarinnar í Gufunesi, urðunarstaður í Álfsnesi svo og þjónusta sex nýrra gáma- stöðva (verða átta) á höfuðborgar- svæðinu bera augljóslega vitni um stóraukna umhverfisvernd og um- hverfismenningu, þannig að fullyrð- ingar Sigrúnar Magnúsdóttur um hið gagnstæða eiga sér enga stoð í raunveruleikanum,” segir í frávís- unartillögu sjálfstæðismanna. Á fundinum var samþykkt með fímmtán samhljóða atkvæðum áð vísa tillögu Siguijóns Péturssonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalags, til frekari athugunar í bórgarráði en tillagan felur í sér að borgarstjórn beiti sér fyrir breytingum og endur- mati á gjaldskrá Sorpu. Við endur- matið skuli það haft að leiðarljósi að allt sorp og spilliefni verði flutt til eyðingar hjá Sorpu. Auk þess . að athugað verði sérstaklega hvort rétt væri að leggja gjald á innkaup efna, sem mjög kostnaðarsamt sé að eyða, og nýta gjaldið síðan til að kosta eyðingu þeirra, þannig að förgunarkostnaður verði hluti af kostnaðai’verði efnanna en ekki Connie Shih hjá Tónlistarfélaginu RKÍ sendi hálfa mill- jón til Júgóslavíu RAUÐI kross íslands hefur sent Alþjóðaráði Rauða krossins fímm hundruð þúsund krónur sem eiga að renna til aðstoðar fórnarlömb- um styrjaldarinnar í Júgóslavíu. Sendinefnd Alþjóðaráðsins hefur verið að störfum í Júgóslavíu frá því að stríðið braust út í vor, en er nú að stórauka starfsemi sína enda verður ástandið í landinu sífellt alvarlegra. Framlag Rauða kross íslands rennur til kaupa á hjálpargögnum, til dæmis lyfjum og svokölluðum fjölskyldupökkum. Pakkarnir inni- halda mat, hreinlætisvörur og ein- föld leikföng og verða þeir afhentir fólki sem hrakist hefur á vergang vegna stríðsins. Ætlunin er að senda alls 90 þúsund pakka á næstu dögum. Á undanförnum vikum hefur Al- þjóðaráð Rauða krossins sent 8 tonn af lyfjum og sjúkragögnum til Júgó- slavíu. Birgðunum var skipt jafnt á milli Belgrad og Zagreb og er þeim dreift af Júgóslavneska Rauða krossinum og Króatíudeild Rauða krossins í Júgóslavíu. STARFSÁR Tónlistarfélagsins hefst í kvöld í Islensku óper- unni. Þá mun kínversk-kanadíski píanóleikarinn Connie Shih halda tónleika, sem hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru sónötur eftir Mozart og Beethoven (Wald- stein), Ballada í G-dúr eftir Chop- in, L’Iles Joyeuse eftir Debyssy og Mefistovals nr. 1 eftir Liszt. Þótt ung sé, aðeins 17 ára, hefur Connie Shih talsverðan feril að baki, því hún kom fyrst fram opinberlega í heimaborg sinni Vancouver 6 ára gömul og hefur síðan komið víða fram vestan hafs, bæði á einleiks- tónleikum og með mörgum fremstu hljómsveitum þar. Aðrir tónleikar verða þriðjudag- inn 12. nóvember þar sem Olaf Bar bariton og Geoffrey Parsons píanó- leikari flytja ljóð um ástina við lög eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Mendelssohn, Schubert, Brahms og Wolf. í‘ tengslum við þá tónleika mun Geoffrey Parsons halda nám- skeið í Gerðubergi fyrir söngvara og píanóleikara dagana 13. og 14. nóvember. þurfi að greiða sérstaklega fyrir að koma með þau til eyðingar. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt samhljóða að vísa til borgar- ráðs tillögu frá borgarfulltrúum Nýs vettvangs sem felur í sér að taka þurfi upp fyrirkomulag á gjald- töku vegna eyðingar spilliefna sem tryggja muni betur en nú að spilli- efnum verði skilað til eyðingar. í tillögunni segir að nauðsynlegt virð- ist að gjaldtakan fari fram við kaup á efnunum til að ná þessu markmiði. Tillagan felur jafnframt í sér að íbúum Reykjavíkur verði gert auð- veldara að losa sig við flokkað sorp og að athugað verði samstarf við aðila sem vinna að landgræðslu um að nýta garðaúrgang og annan líf- rænan úrgang úr húsasorpi. SIEMENS Öflug rvksuqg! VS91153 • Stillanlegur sogkraftur (250 - 1100 W). • 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. • Fjórföld sýklasía í úlblæstri. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. • SIEMENS framleiðsla || tryggir endingu og gæði. || • Verð kr. 17.400,- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Connie Shih Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleiki munu halda þriðju tónleika Tónlistarfélagsins 11. janúar og flytja verk eftir Schu- bert, Cassadó, Rachmaninov og Paganini. Allir tónleikarnir verða haldnir í íslensku óperunni. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.