Morgunblaðið - 29.10.1991, Page 34

Morgunblaðið - 29.10.1991, Page 34
MOiiGjUNBiyuHt). yipSHPTlAn/INNljUF ;WL*ÁWu?¥jW 39,, qktobeií 1,991 M Ráðstefna AIESEC ísland heldur náms- stefnu um mengun íhöfunum Námsstefnan er hluti af stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið á vegum félags í Háskóla íslands FORMANNARÁÐSTEFNA alþjóðasamtaka viðskipta- og hagffræði- nema, AIESEC, verður haldin hér á landi dagana 28. október tU 4. nóvember. I tengslum við ráðstefnuna mun AIESEC ísland standa fyrir námstefnu þar sem rætt verður um mengun í höfunum. Formannaráðstefnan, sem er 'fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem AISEC íslandi heldur er, að sögn aðstandenda hennar, stærsta ráð- stefna sem haldin hefur verið á vegum félags í Háskóla íslands. Til ráðstefnunnar koma u.þ.b. 70 formenn víðsvegar að úr heimin- um, t.d. frá Perú, Kolumbíu, Ind- landi og Suður- Afríku. í dag, þriðjudag, kl. 17-20, verður í tengslum við ráðstefnuna haldin námsstefna á Holiday Inn hótelinu, þar sem rætt verður um mengun í höfunum. Fundarstjóri verður Þráinn Eggertsson, pró- fessor, en ræðumenn verða Gunn- ar G. Schram, prófessor, Guðjón Atli Auðunsson, frá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins og Davíð Egilsson frá Siglingamálastofnun. Einnig mun Egyptinn José Sotto, sitja námsstefnuna, en hann starf- ar hjá Sameinuðu þjóðunum. AIESEC eru stærstu ópólitísku stúdentasamtök heims með full- trúa í 700 háskólum í 71 landi og með yfir 50.000 meðlimi. Markmið samtakanna er að auka skilning og friðsamleg samskipti milli þjóða og stuðla að frumkvæði einstakl- ingsins og virðingu hans fyrir menningu og viðhorfum annarra þjóða. Að sögn aðstandenda AI- ESEC hérlendis hyggjast samtök- in ná þessum markmiðum með alþjóðlegum stúdentaskiptum, sem gefa háskólastúdentum hag- nýta og gagnlega reynslu. Sam- tökin standa einnig fyrir ráðstefn- um víðsvegar um heiminn þar sem fólk frá ólíkum löndum og menn- ingarsvæðum kemur saman til að vinna að alþjóðlegum verkefnum. Hótel Morgunblaðið/Ámi Sæberg HOTEL — Viðskiptavinir Hótels Leifs Eiríkssonar fá afslátt hjá nokkrum veitingahúsum, matsölustöðum og bílaleigu gegn framvísun lykilkorts. síftasto HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ! * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? * Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? * Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér allt nám með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? * Vilt þú ná betri árangrí á prófum með bættri tækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á síðasta námskeið ársins sem hefst miðvikudaginn 30. október. Skráning í síma 641091. NÁMSKEIÐ MEÐ ÁBYRGÐ Á ÁRANGRI! HRAÐLESTRARSKOUNN CE 10 ÁRA -Sm Nýjung hjá Leifi Eiríkssyni HÓTEL Leifur Eiríksson hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða viðskiptavinum sínum afslátt hjá nokkrum veitinga- og skemmtistöð- um og bílaleigu í Reykjavík. Þessa dagana er verið að kynna fólki tilboðið sem er í gildi til ársloka 1992. Meðal þess sem tilboðið felur í sér er 40% afsláttur af matseðli hjá veitingastöðunum Argentínu, Naustinu og Písa. Á L.A. Café og Tveimur vinum fær fólk 25% af- slátt af mat og frítt inn á allar uppákomur og tónleika. Gullni han- inn býður 20% afslátt af matseðli og Café Opera 15%. Borgarvirki býður 10% afslátt af drykkjarföng- um. Viðskiptavinir Leifs Eiríkssonar fá frítt inn á skemmtistaðinn Casa- blanca á föstudagSkvöIdum og 50% afslátt á laugardagskvöldum. Þá býður staðurinn upp á forgangsröð líkt og skemmtistaðurinn Amma Lú. Þá útvegar hótelið gestum sín- um bílaleigubíla á lágu verði. Finnbogi Ásgeirsson, hótelstjóri Leifs Eiríkssonar, sagði að þessa dagana væri verið að kynna fólki málið. „Við erum stoltir af að geta boðið viðskiptavinum upp á þessi kjör sem gilda fyrir alla gesti okkar gegn framvísum lykilkorts.” m HEWLETT PACKARD HP Á ISLANDI HF - þar sem framtíðin er í lit Þrír þrælgóðir prentarar frá Hewlett Packard á tilboðsverði HP Paintjet litaprentari kr. 69.800,- Mörg hundruð litir. Sérstaklega hentugur fýrir glærur og annað kynningarefni. HPDeskJet 500 bieksprautupFentari kr. 39.800,- Frábær ritvinnsluprcntari mcð gæði geislaprentara. Hljóðlaus, fyrirferðarlftill og hentar vel á skrifborðið. HP LaserJet III geislaprentari kr. 169.600,- Afkastamikill fýrir skrifstofuna, vinnur verk sitt hratt hljóðlaust og skilar afbragðs prentgæðum. Örtölvutækni býður nú tímabundið nokkra prentara frá Hewlett Packard á sérstöku tilboðsverði. Prentararnir frá Hewlett Packard eru í fremstu röð hvað varðar prentgæði, úrval, afköst, upplausn, áreiðanleika, litaúrval og endingu. Emm einnig með á tilboðsverði: HP PaintJet XL, A3 litaprentara, kr. 169.800,- HPDeskWriter, ritvinnsluperentara fyrir Macintosh, kr. 39.800,- HP Laserjet IHD, 2ja bakka geislaprentara, kr. 249.000,- Verð em miðuð við staðgreiðslu með VSK og gengi USD. ÖRTÖLVUTÆKNI Tölvukaup hf. • Skeifunni 17 • Sími 687220 • Fax 687260

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.