Morgunblaðið - 29.10.1991, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.10.1991, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 * Fundur Alþjóðamálastofnunar HI um EES Samningnrinn hluti af frjáls- ræðisþróun síðustu áratuga - segir Asgeir Daníelsson hagfræðingur FRUMMÆLENDUR á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla íslands síðastliðinn laugardag voru sammála um að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið muni hafa í för með sér ávinning fyrir islensk- an sjávarútveg. Skiptar skoðanir voru hins vegar um hve mikill þessi ávinningur væri og hvort of miklu væri fórnað fyrir hann. Frummælendur voru Ásgeir Daníelsson hagfræðingur, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Kristín Einarsdóttir alþingismaður og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. Ávinningur íslendinga minni en annarra EFTA-þjóða? I ræðu sinni benti Ásgeir Daníels- son hagfræðingur á að réttast væri að bera EES-samninginn og þá hagþróun sem af honum leiddi, við þá þróun sem hefði orðið þótt hann hefði ekki verið gerður. Samningur- inn væri í raun hluti af þróun sem hefði átt sér stað í Evrópu undanf- arna áratugi og miðaði að því að auka frjalsræði í viðskiptum þjóða á milli. íslendingar hefðu hins veg- ar farið sér hægar í þessum efnum > en ýmsar aðrar þjóðir og myndi samningurinn tvímælalaust hraða þessari fijálsræðisþróun hér á landi. Ásgeir sagði að ákvæði samn- ingsins um tollaívilnanir væru ís- lendingum tvímælalaust mjög í hag. Hins vegar værí aðgangur að innri markaði EB ekki jafn mikil búbót fyrir ríki þar sem öflugasta atvinnu- greinin er sjávarútvegur, eins og hann væri fyrir ríki þar sem sjávar- útvegur væri ríkisstyrktur og öflug- ar iðnaðar- og þjónustugreinar væru fyrir hendi sem styrktu einnig stöðu sína með óheftri aðild að innri markaðnum. í samningagerðinni var ekki fallist á 'kröfur EFTA um að sjávarafurðir yrðu flokkaðar með iðnaðarvörum og um þær giltu sömu reglur um óhindruð viðskipti og gilda varðandi iðnaðarvörur. Sagði Ásgeir að_ í þessu feldist sá kostnaður sem íslendingar þyrftu að bera af EES-samningnum. Það væri að vísu ekki kostnaður miðað við núverandi ástand en það væri kostnaður miðað við þau skilyrði sem aðrir aðilar að samningnum njóta fyrir þær vörur og þjónustu sem eru mikilvægastar í þeirra þjóð- arbúskap. Ásgeir minnti á að samningarnir gætu aukið samkeppni í íslensku atvinnulífi til muna. Það gæti allt eins komið innlendum fyrirtækjum til góða og stuðlað að framþróun sem ella hefði ekki orðið. EES- samningarnir flýttu einnig fyrir því að fjármagnsflutningar til og frá væri að gefa. í öðru lagi skipti máli hjvort þær heimildir sem gefn- ar væru eftir, hefðu á sér alþjóðleg- an blæ. I þriðja lagi skipti máli hve víðtækt umrætt valdaafsal væri. Stefán tald að með EES-samningn- um væri vafasamt að telja að verið væri að fela stofnunum EES laga- setningarvald, hið formlega vald yrði sem áður eftir hjá Alþingi. Ennfremur sagði Stefán Már að aðild að EES bryti ekki í bága við íslensku stjórnarskrána. EES-samningar skref til EB-aðiIdar Kristín Einarsdóttir alþingismað- ur og formaður Samstöðu um óháð íslands, viðurkenndi að með EES-samningnum hefði talsvert Frá fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ um ísland og EES. Frá vinstri: Ásgeir Daníelsson hagfræðingur, Stefán Már Stefánsson prófessor, Kristín Einarsdóttir alþingismaður, Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra og Gunnar G. Schram fundarstjóri. Gegnt Umferðamiðstöðinni sími 19800 og 13072 CRAFT of Sweden Gullfallegur sænskur vetrarfatnaður Heilir og tvískiptir Verð st. 120 - 130 kr. 6.880,- gallar " " 140 - 150 kr. 7.880,- " " 160-170 kr. 8.880,- 'iortfatnaður 100% vind- og vatnsþéttur Heilir og tviskiptir gallar Úlpur Pólarpeysur landinu yrðu fijálsir og stuðluðu þannig að auknum stöðugleika í hagstjórninni. Ennfremur veitti það íslendingum aðhald að tengjast náið hagkerfum þar sem meiri stöð- ugleiki ríkir. EES-reglur fá ekki lagagildi sjálfkrafa í framsögu Stefáns Más Stefáns- sonar prófessors var lagaleg hlið evrópsks efnahagssvæðis borin saman við réttarreglur Evrópu- bandalagsins. Sagði Stefán að EES byggði að mörgu leyti á sömu efn- is- og stofnanareglum og EB. EES tæki til að mörgu leyti til sömu efna og Rómarsamningur EB en þó ekki að öllu leyti. Væri til dæm- is hægt að nefna að EES tæki ekki til landbúnaðar og viðskiptastefnu. Stefán taldi líklegt að EES réttar- reglur verði dýnamískar eða fram- sæknar því verið sé að skapa einn markað sem sömu reglur eiga að gilda á. EES reglur munu ekki fá sjálfkrafa lagagildi eins og EB regl- ur fá innan Evrópubandalagsins. Þær reglur sem verða því sam- þykktar innan stofnana EES þurfa því fyrst að fá eðlilega afgreiðslu hjá Alþingi áður en þær öðlast laga- gildi hér á landi. Um það hvort hinar svokölluðu EES-reglur sem hljóta afgreiðslu Alþingis hafi forgang fram yfir landslög sagði Stefán að hægt væri að svara bæði játandi og neit- andi. Þær hefðu ekki sama forgang og EB-reglur í EB löndunum. Það yrði þó að túlka allar innlendar réttarreglur í samræmi við þær reglur sem settar verða af stofnun- um EES. Það þýddi að EES-reglur fá nokkurs konar forgang með þessum hætti. Landsrétt á alltaf að túlka til samræmis við þjóða- rétt. Með nýlegum dómi Hæstarétt- ar væri til dæmis gengið mjög langt í því að túlka íslensk ákvæði til samræmis við þjóðaréttarákvæði. Stefán Már taldi þá spurningu ekki hafa mikla þýðingu hvort full- veldisafsal fælist í aðild að EES. í fullveldisrétti hvers þjóðríkis feldist tiltekinn pakki af heimildum sem hægt væri að gefa eftir en brýnt væri að menn gerðu sér ljóst um hvers konar eftirgjöf væri að ræða. I fyrsta lagi gæti verið um að ræða eftirgjöf á valdi sem hefðbundið áunnist í fisksölumálum. Hins vegar hefðu stjórnvöld valið þann kost að láta umræðuna um samninginn öðru fremut' snúast um fisk en meginatriði hans vörðuðu lög og reglur innri markaðar EB. Því væri mikilvægt að tollaniðurfellingar á sjávarafurðum réðu ekki afstöðu manna tirsamningsins. I húfi væri mun mikilvægara atriði sem væri afsal á sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar og mikilvægustu stjórntækjum í efnahagsmálum. Einnig væri hægt að nefna opnun íslenska vinnumarkaðarins fyrir útlendingum og rétt evrópskra fjármagnseigenda til að stofna og kaupa fyrirtæki í öllum greinum atvinnulífs að sjávarútvegi undanskildum. Mikil hætta væri á að fyrirvarar og undanþágu um þessi atriði dygðu skammt þegar á hólminn væri komið, enda væru dómarar frá EB-ríkjum með meiri- hluta í EES-dómstólnum sem skera á úr um ágreiningsefni. Kristín taldi einnig að forkaups- réttur ríkis og févana sveitarfélaga á jarðnæði skipti ekki miklu máli þegar á reyndi og að þessir aðilar gætu ekki staðist samkeppni við erlenda aðila. Það væri umhugsun- arefni fyrir íslendinga að hin EFTA-ríkin litu aðeins á EES sem áfanga á leiðinni í Evrópubandalag- ið og með samþykkt EES-samn- ingsins væru þeir að stíga svipað skref. Á fundinum mótmælti Kristín því sem hún kallaði einhliða áróður utanríkisráðherra um EES og aug- lýstur væri á kostnað skattgreið- enda. Önnur sjónarmið um EES fengju hins vegar ekki að njóta þessa „bestu kjara” og væri því augljóst að ráðherra notaði skattfé til að kosta eigin áróður. íslendingar hagnast á gagnkvæmum veiðiheimildum í máli Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra kom fram að með auglýsingum utanríkisráðu- neytisins væri verið að sinna ákveð- inni upplýsingaskyldu sem stjórn- völdum bæri skylda til að inna af hendi. Utanríkisráðherra sagði það al- gjörlega á misskilningi byggt að með EES-samningnum yrði útlend- ingum auðveldað að ná tangarhaldi á íslenskum náttúruauðlindum. Með samningnum fengju erlendir aðilar engan rétt til fjárfestingar eða eign- arhalds á fyrirtækjum sem störfuðu í útgerð, fiskvinnslu eða orku- vinnslu. Það væri einnig á misskiln- ingi byggt að með því að heimila fiskiskipum EB-ríkja veiðar á ís- landsmiðum væri vikið frá grund- vallarstefnu íslendinga um veiðar útlendinga við landið. Belgar og Færeyingar hefðu til dæmis um árabil haft takmörkuð veiðiréttindi á íslandsmiðum. Með EES-samn- ingnum væru íslendingar ekki að samþykkja einhliða veiðiheimildir heldur væri EB heimilað að veiða allt að 3.000 karfaígildi innan ís- lenskrar lögsögu sem skiptust á milli langhala og karfa en í staðinn fengju íslendingar að veiða 30.000 tonn af loðnu af þeim kvóta sem EB þefur keypt af Grænlendingum. Ef íslendingar gætu ekki, af ein- hveijum ástæðum, nálgast loðnuna væri frá því gengið-að þeim yrði bætt það upp, annaðhvort með veiðiheimildum úr öðrum kvótum EB eða með niðurfellingu á um- ræddum karfaígildum. Sagði ráð- herra að formlega væri um slétt skipti að ræða en í raun bæri EB skarðan hlut frá borði. Samkvæmt mati íslendinga jafngilda 3.000 karfaígildi, 15.600 tonnum af loðnu. Vegna þessa hefðu íslend- ingar því fengið „bónus” sem jafn- gilti 10.-15.000 karfaígildum og hefðu samningamenn EB ekki upp- götvað þennan afleik fyrr en tveim- ur dögum eftir lok samninga. Ráðherra sagði að samningurinn snerti landbúnaðarmál aðeins að litlu leyti. Með honum væru sjötíu tegundir af Suður-evrópsku græn- meti settar á lista yfir það sem heimilt værý að flytja inn til EES- ríkja. Hvað íslendinga varðaði væri ekkert á þessum lista sem ekki mætti flytja inn fyrir. Hins vegar hafi samningamönnum EB ekki verið kunnugt um það en íslensku samningamennirnir hafi látið eins og þeir væru að færa miklar fórnir með því að gefa undan að þessu leyti. ---------------- Óson-nefnd; Notkun klór- flúors minnk- ar um 32% og halona um 60% ÓSON-nefnd hefur skilað skýrslu til umhverfisráðherra um notkun klórflúorkolefna og halona hérlendis á síðasta ári en bæði þessi efnasambönd eru óson-eyðandi. Nefndin telur að árið 1990 hafi notkun klórflúor minnkað um 32% en halona um 60% sé miðað við notkunin eins og hún var árið 1986. í skýrslunni kemur m.a. fram að það verður meginverkefni nefndarinnar á næstunni að semja áætlun um hvernig draga megi enn úr notkun þessara efna og koma á virku eftirliti með aðgerð- um. Klórflúor er einkum notað í kælikerfum og varmadælum, harðfroðueinangrun og úðavörum. Halonar eru einkum notaðir í slökkvikerfum. Heildarnotkun klórflúors á síðasta ári hérlendis nam 133 tonnum en halona-notk- unin nam 33 tonnum. Nefndin segir að samkvæmt framkvæmdaáætlun, sem hér var komið á fót 1986 til að draga úr notkun þessara efna, hafi notkun- in ekki dregist nægilega mikið saman á síðustu tveimur árum. Verði það verkefni nefndarinnar að að semja áætlun til að ráða bót á þessu en íslendingar eru skuld- bundnir, samkvæmt ákvæðum Montreal-bókunarinnar 1986, til að draga úr notkun klúorflórkol- efna um 50% fyrir árið 1995.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.