Morgunblaðið - 29.10.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.10.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 37 Myndin er tekin af nýju svæði sem unnið var í sumar. Grasfræi var sáð í endaðan maí og flötin var slegin átta sinnum í sumar. VETURNÁTTASPJALL Þriðjudagskvöld eru fjölskyldukvöld hjá okkur á Pizza Hut. Þá bjóðuin við upp á okkar geysivinsælu fjölskyldupizzu, sem er heil máltíð fyrir 4 til 6. Með fjölskyldupizzunni fáið |*ið að auki fría könnu Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 227. þáttur Nú er lokið besta sumri sem kom- ið hefur lengi. Þó dálítill söknuður sé í sálinni, vegna þess að það er runnið í aldanna skaut, er samt sem áður tími hvíldar í nánd fyrir garð- yrkjumanninn. Þegar lokið er við að ganga frá gróðri undir veturinn, hlúa að þeim plöntum sem ungar eru og nýkomnar út í alvöru lífsins, skýla þeim sem í raun tilheyra heit- ara loftslagi, en eru yndi og stolt ræktandans, og setja niður haust- lauka getur garðyrkjumaðurinn með góðri samvisku dregið sig inn í hlýjuna. Meðan snjólögin hækka og breið- ast sem sæng yfir plönturnar, og kári gamli hvín á rúðunni, er farið yfir verk sumarsins, athugað hvað betur mætti fara, hvað beri að var- ast, og næsta sumar skipulagt. Þessi tími er líka ágætur til að sá, þ.e. þeim fræjum sem hafa dval- arstig og þurfa að frjósa eins og reynirinn okkar og lewisíurnar og margar tegundir tijáa og fjölærra plantna. Þau tíu ár sem ég hef starfað sem garðyrkjumaður á ísafirði hef ég orðið áþreifanlega vör við hve áhugi hefur aukist á umhverfis- vernd og fegrun, ekki bara hjá hin- um almenna íbúa heldur einnig hjá þeim mönnum sem stjórna bæjar- málunum. Sérstaklega hefur þessi afstaða orðið ljósari nú síðastliðin tvö ár. Áhrifín eru stórkostleg, því að það eykst ekki bara ánægja og gleði borgaranna, heldur verður öll dagleg umgengni um kaupstaðinn betri. Ferðamannastraumurinn hefur aukist og ráðstefnuhald í kaup- staðnum hefur aldrei verið meira en síðan átakið i fegrun hófst. Ver- ið er að byggja upp ferðamanna- þjónustuna, til dæmis er verið að lagfæra tjaldstæði inni í bænum við menntaskólann, sem er Edduhótel á sumrin. Þar var sléttað, gerðar flatir og gróðursett skjólbelti. í framtíðinni, vonandi sem fyrst, er áætlað að byggja útisundlaug við nýtt og glæsilegt íþróttahús sem stendur við hliðina á menntaskólan- um og verður þá komin draumaað- staða fyrir ferðafólk þar. Annað tjaldstæði er inni í Tunguskógi og er meiningin að laga það næsta sumar og planta skjólbeltum. Vestfirðir eru nú að komast á kortið sem ferðamannastaður, enda höfum við margt að bjóða hér fyrir vestan, hrikalega fegurð fjallanna, víða mikla gróðursæld og magn- þrungna kyrrð. Auk þess eru marg- ir forvitnir að skoða kúluhúsið. Nú er líka^ ioksins farið að lesa hitatölur frá Isafirði, að vísu aðeins tvisvar á dag og eingöngu í útvarp- inu, en þar með snarhækkuðu hita- tölumar héðan, og ókunnugir hafa ekki á tilfinningunni að þeir séu á leiðinni til suðurheimskautsins ef þeir voga sér á Vestfjarðakjálkann. Ég hef líka þá trú að með jarð- göngunum og Dýrafjarðarbrúnni verði vegirnir lagðir þannig að manni finnst ekki að maður búi á heimsenda. Sumarið í sumar var eins og áður sagði eitt hið allra besta í mörg ár. Gróður var einstaklega vöxtulegur, ætti að vera vel búinn undir veturinn, vonandi erum við á leið inn í hlýrra tímaskeið líkt og var á árunum milli 1950 og 1960, þegar vetur voru vetur og sumrin voru góð og hlý. Þarna fylgir þó böggull skammrifi, því skordýrin Ijölga sér hraðar og meira í þessum hlýindum en ella, aldrei hefur verið annar eins lúsafaraldur, roðamaur, maðkur og allt sem nöfnum tjáir að nefna en einmitt í sumar, og það er afskaplega leiðinlegt að þurfa að nota eitur á þessi dýr því maður Drifbúnaður fyrir spil o.f I. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER drepur líka í leiðinni nytjadýr eins og hunangsflugur og þau rándýr sem eru náttúrulegir óvinir óvær- unnar. Eki getur maður horft upp á lúsa- blesa eins og brekkuvíði bókstaf- lega hverfa í lúsagin fyrir augunum á manni. Vetur konungur kom með hvelli mánudaginn 31. september og eins og er, er allt útlit fyrir að hann sé kominn til að vera. Hér á ísafirði er allt orðið alhvítt af snjó, engin veit hvernig veturinn verður en við mannfólkið erum líkt og plönturnar vel búin undir hann full af minning- um um yndislegt hlýtt sólskinssum- ar, sem mun örugglega fleyta okkur langt fram á næsta vor. af Pepsí svo allir hafi nóg að drekka. Gerið ykkur dagamun og komið á Pizza Hut í kvöld. Athugið, þetta tilboð er tímabundið. Ptaa H “Hut , Hótel Esju • auðurlandsbraut 2 • Sími 680809. FORÐIST VERÐHÆKKUNINA! 11,25% vörugjald á frá og meðQ nóvember Eftir 1. nóvember nk. hækkar verð á parketi verulega vegna ákvörðunar stjórnvalda. Algengustu parketgerðir hækka um + 400-500 kr. á fermetra Ef þú ert að huga að parketkaupum, skaltu bregðast tímanlega við og spara þér tugi þúsunda á þínu gólfi. í Teppabúðinni færðu hið frábæra norska BOEN-PARKET í eik, beyki, aski, hlyn, merbau, iroko og fjölda annarra viðartegunda. Við afgreiðum parketið og alla fylgihluti til þín fljótt og vel - beint af lager eða sérpantað. Komdu og fáðu vandaöan myndalista með verðlista. Þú finnur hentugt og fallegt framtíðargólf í BOEN-PARKETI. TEPPABUÐIN origi LAUGARD06UM ní KL. 10-14. Gólfefnamarkaðurinn, Suðurlandsbraut 26, símar 681950 og 814850

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.