Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 44
44 M,ORGUNBLAÍ)IÐ,ÞRIÐJUDAGyR 29. OKTÓBER 1991 1 Sigríður G. Sæmunds- dóttir — Minning Fædd 26. september 1920 Dáin 19. október 1991 í dag verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði amma okkar, Sigríður Guðný Sæmundsdóttir. Andlát hennar bar mjög brátt að, það er varla að við trúum því að hún amma okkar sé dáin. Mannkostir og dugnaður ömmu kom fram í öllum hennar verkum, hún var annáluð fyrir myndarskap við heimilisstörfin og hannyrðir léku í höndum hennar alla tíð. í augum ömmu var ekkert verk svo lítilfjörlegt að það verðskuldaði ekki vandvirkni. Þegar hún færði börnum okkar peysur og vettlinga var það alltaf listilega útprjónað, og sýndi vel hversu smekkleg hún var. Öllum dætrum okkar færði hún fallega heklaða kjóla og fylgdu gjarnan með eins kjólar á dúkkurnar þeirra. Börnum okkar sýndi hún mikla hlýju og hafði áhuga á öllum þeirra málum. Varla leið sú vika að hún kæmi ekki til okkar allra út á Seltjarnarnes. Núna í seinni tíð kom hún í strætisvagni frá Hafn- arfirði og lét hvorki veður né vinda stöðva sig, undruðumst við oft dugnað hennar og seiglu. Tryggð og ættrækni ömmu var slík að aðdáun vakti, aldrei brást það að amma kæmi í heimsókn á afmælis- dögum okkar og skipti þá engu máli þótt engin væri veislan. Nokkur undanfarin ár höfum við systurnar farið saman með öll börnin í sumarbústað á Laugar- vatni, og komu afi og amma oft í heimsókn, og höfðu þau greini- lega gaman af því að vera úti í náttúrunni og njóta samverunnar við börnin. Síðustu árin starfaði amma mikið í systrafélagi Víðistaða- kirkju og veitti það henni ómælda ánægju. Nýlega fór hún í dagsferð með konunum í félaginu og skemmti sér konunglega, það vit- um við vegna þess að hún hló svo mikið þegar hún lýsti hinum ýms- um uppákomum sem þær lentu i, að við gleymum því ekki í bráð. Við vitum að vináttan og samstarf- ið í systrafélaginu var ömmu mik- ils virði. Oft var fjölmennt á heimili afa og ömmu þegar fjölskyldan hittist á tyllidögum og afmælum, og var alltaf jafn gaman að koma á þeirra fallega heimili. Við viljum að lokum þakka ömmu Siddu fyrir alla umhyggj- una og hlýjuna sem hún sýndi okkur og börnunum okkar í gegn- um árin. Við munum minnast hennar með virðingu og þakklæti því hún var okkur öllum svo góð. Elsku afi Doddi. Missir þinn er mikill og biðjum við þess að Guð gefi þér styrk á erfiðri stund. Jóna Kolbrún, Hafdís Hrönn og Bryndís Bára. Ég vil með fáeinum orðum minnast mikillar sómakonu, Sig- ríðar Sæmundsdóttur, sem lést snögglega laugardaginn 19. októ- ber. Eg varð þeirrar ánægju að- njótandi að hafa hana sem ná- grannakonu um 13 ára skeið. Sig- ríður bjó ásamt eiginmanni sínum Þórði Guðmundssyni á Hjallabraut 13 í Hafnarfirði, þau hjón áttu íbúð andspænis minni á stigagang- inum og var alla tíð mikill sam- gangur milli heimila okkar. Sigríð- ur á móti eins og við fjölskylda mín kölluðum hana var margfróð og víðlesin og skemmtileg í við- ræðu, og nutum við þess oft þegar hún kallaði okkur yfir í kaffi og úrvals bakkelsi af bestu gerð. Við Sigríður störfuðum saman í kven- félagi Víðistaðasóknar og hvöttum hvor aðra í því starfi, og þótt stundum væri ég þreytt og löt að vinnudegi loknum, og ætlaði vart að nenna á fund var engin undan- komuleið þegar frú Sigríður var mætt við dyrnar í sínu fínasta pússi og spurði hvort við værum ekki að verða seinar. Á föndur- kvöldunum duldist engum er til sáu einstök vandvirkni og list Sig- ríðar við hannyrðir, eins ber heim- ili hennar fagurt vitni listsköpunar hennar á því sviði. Ég vil þakka Sigríði fyrir alla hlýju í minn garð og minna, og þakka henni einstaklega ánægju- leg kynni, og bið henni guðs bless- unar. Oktavía < Klara Olsen Arna- ' dóttír - Minning Fædd 12. október 1921 Dáin 12. október 1991 I dagverður vinkona mín Klara Olsen Árnadóttir, Faxabraut 6, Keflavík, borin til hinstu hvílu frá Keflavíkurkirkju. Klara var fædd í Reykjavík 12. * október 1921, en foreldrar hennar voru Ólöf Einarsdóttir og Árni Árnason bæði búsett í Reykjavík. Klara ólst upp hjá móður sinni og tveimur systkinum hér í Reykja- vík, en bróðir hennar hét Ragnar Ólsen og lést 1979 en eftir lifir systir hennar Margrét Olsen Árna- dóttir, sem einnig býr í Keflavík. Klara lagði gjörva hönd á margt á yngri árum og var hvarvetna talinn góður starfskraftur vegna vandvirkni sinnar, dugnaðar og glaðværðar. Meðal annars vann hún við framleiðslu- og eldhús- störf um árabil hjá Bjarna Kristjánssyni, veitingamanni í . Verkamannaskýlinu hér í Reykja- vík. Árið 1976 flyst Klara svo til Keflavíkur vegna atvinnu sinnar Blómaskreytingar Skreytingarþiónusta Muniðað blóm gleðja Miklatorgi sími 622040 Breiðholti sími 670690 Opiðalladagakl. 10-21 og var búsett þar upp frá því til dauðadags en síðustu árin gegndi hún verkstjórastörfum í sameigin- legri kaffiteríu íslenskra og er- lendra starfsmanna á Keflavíkur- flugvelli. Einnig var Klara vel lát- in og duglegur starfsmaður, sem rakti störf sín af meðfæddri skyldurækni og samviskusemi svo lengi sem heilsa og kraftar ent- ust. Klara varð fyrir því alvarlega hjartaáfalli eftir að hún komst á sjötugsaldur og náði sér aldrei fyllilega eftir það, þó að hún stæði meðan stætt var. Klara eignaðist tvö börn sem bæði eru uppkomin og gift, þau Ólöf Ólafsdóttur, f. 11. september 1939, og Sigurð Vilhelm Olafsson, f. 2. nóvember 1937. Bæði böm Klöru eru dugnaðar- og mann- dómsfólk og voru móður sinni til ánægju og stuðnings í lífinu. Svo vel vildi til, að Ólöf dóttir hennar er nýflutt hingað til lands ásamt bandarískum eiginmanni sínum eftir búsetu erlendis og varð það henni mikill styrkur í veikindun- um. Barnabörn Klöru og barna- barnabörn eru nú orðin mörg, og hélt Klara sambandi við þann hóp Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. t Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför SIGURVEIGAR VIGFÚSDÖTTUR, Freyjugötu 38. Steinunn Pétursdóttir, Birgir Jónsson og barnabörn. Lokað eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 29. október 1991 vegna jarðarfarar HJÁLMARS VILHJÁLMSSONAR fyrrverandi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðu- neytmu. Félagsmálaráðuneytið. allt til hinstu stundar. Við Klara vorum vinkonur í hálfan fimmta áratug og gleymi ég því aldrei hve annt henni var um mig og fjölskyldu mína alla tíð. Það var gæfa mín að kynnast svo góðri konu sem Klara var og fá að verða henni samferða í nærri hálfa öld. Ég flyt börnum hennar og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur frá mér og börn- um mínum. Megi hún hvíla í friði. Kristín Kristinsdóttir Okkur bræðurna langar til að minnast í örfáum orðum hennar Klöru, en hún andaðist 21. þessa mánaðar. Andlát hennar bar skjótt að en einungis nokkrum dögum áður höfðum við bræðurnir skroppið saman suður til Keflavíkur til þess að samgleðjast henni á sjötíu ára afmæli hennar. Þá var hún, sem alltaf, hress og kát og síst grun- aði okkur að þetta yrði síðasta samverustund okkar með henni. Klara var af þeirri manngerð sem aldrei virtist reiðast. Lífs- gleði, bjartsýni og velvilji voru hennar aðalsmerki. Samveru- stundir okkar bræðranna með henni Klöru voru margar, sérstak- lega á okkar yngri árum, og allar ánægjulegar. Hún hafði einkar gott lag á börnum og vissi upp á hár hvernig ætti að gleðja barns- hjarta. Þær eru því margar gleði- stundirnar sem við höfum að minn- ast, stundir sem aldrei munu gleymast. I hugum okkar og hjörtum mun minning hennar lifa áfram, ekki vegna ætternis hennar eða mikilla verka, heldur vegna hjartahlýju hennar og elsku. Um leið og við sendum börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur, viljum við þakka Guði þá gæfu að hafa fengið að kynnast henni Klöru. Megi Guð blessa minningu hennar. Pétur og Gunnar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (Vald. Briem) LEGSTEBNAR VETRARTILBOÐ -3 g&§8(æ® Grcinít HELLUHRAUNI 14-220 HAFNARFIRÐI • SIMI 652707 OPIÐ 9-18. LAUGARDAGA FRÁ'KL. 10-15. Erfidrykkjur íhl/legu og notalegu umhverfi Við höfum um intbil tekið að okkur að sjá um erftdrykkjur fyrir allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu íleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplarétwr með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marslpantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu. FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIÐIR RCYKIAVlKUHFI.UGVet.tl. 101 HCrKJAVlK SlMt : 9 1-22322 Okkur langar til að kveðja elsku ömmu okkar, Klöru Olsen Árna- dóttur, með nokkrum orðum. Alltaf var hún til staðar fyrir okkur systkinin og var okkur góð. Við og fjölskyldur okkar eigum margs að minnast, því ferðirnar til ömmu hafa verið margar og var þá mikið spjallað eða spilað og alltaf var eitthvað góðgæti til handa langömmubörnunum. Nú þegar amma er horfin yfir móðuna miklu viljum við, makar okkar og börn, þakka henni sam- fylgdina, minning hennar mun búa í hjörtum okkar allra um ókomin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Stefán, Sigga, Friðrik, Arni og Clara. Nafn greinarhöf- undar féll niður Nafn höfundar, eins þriggja, sem skrifuðu minningargrein í blaðið sl. föstudag, um Sigurveigu Gutt- ormsdóttur, féll niður. Undir greininni átti að standa: Sigríður Th. Erlendsdóttir, Vigdís Finnboga- dóttir, Bergljót Ingólfsdóttir. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Gullfallegur salur til leigu í Fossvoginum hentugur fyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70 BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. yiéiiMw^i Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.