Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.10.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991 45 Margrét Eggerts- dóttír - Minning Fædd 28. desember 1897 Dáin 17. október 1991 Fimmtudaginn 17. október var mér tilkynnt að amma mín hefði látist í Hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi. Hún hefði orðið níutíu og fjögurra ára nú í desemb- erlok. Það veit enginn hvenær kallið kemur til ferðarinnar yfir móðuna miklu, en þegar hár aldur og veik- indi fara saman, má ávallt búast við því, fyrir suma er það lausn. Allt fram að unglingsárum mín- um áttu amma og afi heima í sama húsi og fjölskylda mín. Samgangur var óneitanlega mikill milli fjöl- skyldnanna. Amma virtist ávallt hafa nægan tíma fyrir barnabörn- in. Fyrsta stöfunarkennsla mín fór þar fram með bandprjónsaðferð- inni yfir myndasögum dagblað- anna. Hún raulaði oftlega vísur og lagstúfa fyrir munni sér og fór með á sinn rólega hátt barnagælur sem við höfum í dag fyrir okkar börnum. í seinni tíð hef ég æ betur gert mér grein fyrir því af hve mikilli nærgætni amma kom fram við sálir þær sem voru að læra fru- matriði í spilum. Þolinmæði henn- ar við að leyfa okkur að vinna virtust engin takmörk sett og gat eitt spil tekið drjúga stund. Hún amma kenndi líka nægju- semi, það sem maður hafði og átti, það var best. Hún var af þeirri kynslóð sem tók mótlæti af festu og seiglu, vissum að betri tímar væru á næsta leiti. Meðbyr var tekið með stillingu og jafnaðar- geði. Þegar svo nánir deyja er sem hluti af einhverju innra með manni hverfi og tómíeiki, söknuður og sorg fylli þar upp. Hún amma unni fögrum hlutum og hafði gam- an að gróandanum á vorin, þegar líf kviknar. Nú er haust, byrjun vetrar, lífið leggst í dvala, skyldi þá ekki vera góður tími til að fara í ferðina miklu og eilífu? Tryggvi Magnús Þórðarson Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. ÍBS.HELGASQNHF ISTEINSMIÐJA ¦ SKEMMUVEGI48. SlMI 76677 Hinn 17. þ.m. lést tengdamóðir mín Margrét Eggertsdóttir í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á 94. aldursári eftir langvarandi veikindi. Margrét fæddist í Bolungarvík 1897, dóttir hjónanna Eggerts Reginbaldssonar og Júlíönu Har- aldsdóttur. Frá Bolungarvík flyst hún 3ja ára gömul með foreldrum sínum að Kleifum í Seyðisfirði, þar sem hún ólst upp í stórum systkina- hópi en þau urðu alls 13 og var Margrét sú fjórða í röðinni. Snemma varð hún, eins og þá var títt, að taka þátt í almennum sveita- og heimilisstörfum. Á Kleif- um ar mikið myndar- og menning- arheimili, tónlist var þar í hávegum höfð, gestagangur var þar mikill og mikið um að vera. Þarna lærði Margrét að leika á orgel. Á Kleif- um var forskóli fyrir sveitina, þangað kom ungur maður, Tryggvi Jónsson frá Fjallaskaga í Dýra- firði, sem kennari við skólann. . Dvöl hans þar leiddi til nánari kynna hans og Margrétar, sem varð til þess að þar með hafði hún valið sér sinn lífsförunaut. Þau giftust 30. sept. 1918. Lífshlaup Margrétar og Tryggva er lengra og viðburðaríkara en svo að hægt sé að gera því viðhlítandi skil í stuttu máli, en til að stikla á stóru þá bjuggu þau á nokkrum stöðum, oft skamman tíma í einu, sennilega eftir atvinnumöguleikum á hverjum stað. Þeir staðir sem ég veit að þau hafa búið á eru Reykjavík, en þar bjuggu þau í Unuhúsi, þaðan flytjast þau til Dýrafjarðár, fyrst að Mýrum, þá til Þingeyrar og síðan að Læk. Árið 1925 fluttu þau til Flateyrar. Þar byggðu þau sér hús sem þau nefndu Tryggvaskála. Á Flateyri stundaði Tryggvi alla þá vinnu sem til féll, m.a. stundaði hann útræði á eigin trillu, þá var ekki horft í soðningu til þeirra sem þröngt var í búi hjá. Við komuna til Flateyrar höfðu þau eignast 4 dætur, Sigríði og Elínu, sem eru tvíburar, Unni og Önnu. Þar eignuðust þau 5. dóttur- Bíómastofa triöfimá Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið ö!l kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við ölf tflefni. GjafavöTur. —______------.—______ ina, Ragnheiði. Foreldrar Margrét- ar höfðu tekið tvíburana í fóstur. Seinna tóku þau Margrét og Tryggvi dótturdóttur sína, Lillý Jónsdóttur, í fóstur. Foreldra Tryggva, Jensínu Jens- dóttur og Jón Gabríelsson, tóku þau á sitt heimili þar sem þau nutu ástríkis og umönnunar síð- ustu ár ævi sinnar. Heimili þeirra var alltaf opið ættingjum og vinum til gistingar þegar þörf var á. Gott þótti að heimsækja fjöl- skylduna í Tryggvaskála, enda var þar oft gestkvæmt og glatt á hjalla. Margrét hafði mikið yndi af söng ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóðum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími686220 GUSTAVSBERG Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg i baðherbergið GUSTAVSBERG Fæstihelstu igarvönuvepi umlandallt. og tónlist og var m.a. í kór. Hún var mjög félagslynd og starfaði mikið í kvenfélaginu Brynju og sat hún m.a. sem fulltrúi félagsins á kvenfélagasambandsþingum. Mörg voru handtök hennar í kvenfélagsgarðinum því hún var mikil ræktunarkona. Hannyrðir og saumaskapur léku í höndum henn- ar og var mér sagt að þegar hún var í heimahúsum á Kleifum, þá innan við tvítugt, hafi hún m.a. saumað fermingarkjóla á yngri systur sínar. Frá Flateyri fluttu þau í Kópa- vog árið 1948 og byggðu sér hús að Vallartröð 3. Eftir komuna suð- ur gerðist Margrét ein af stofnend- um Kvenfélags Kópavogs og varð hún síðan heiðursfélagi þess. Frá Vallartröð 3 fluttu þau í Bræðratungu 21 og þar bjuggu þau síðan þar til Tryggvi lést 10. nóv. '71. Skömmu eftir andlát hans flutti hún inn á heimili fósturdóttur sinnar, Lillýar og Erlendar, á sama stað, og var þar til ársins 1983 en þá dvaldist hún til skiptis hjá dætrum sínum og fósturdóttur. Árið 1986 fluttist hún alveg til okkar Ragnheiðar. í febrúar 1987 fluttist húnjr'nýstofnað sambýli fyrir aldraða að Skjólbraut la þar sem hún naut heimilislegrar umönnunar ásamt 13 öðrum vist- mönnum. í október 1990 var heilsa hennar þannig að hún var lögð inn á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Þá var fljótlega séð hvert stefndi og þar var hún svo þegar kallið kom. Ég hef mjög bjartar minningar um tengdamóður mína, hún var hreinskilin kona, afar skilningsrík og trygglynd. Skyldurækin var hún og vandvirk við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mjög bamgóð og eiga börnin okkar og barnabörn fagrar minningar um ömmu sína. Við dvöl hennar hjá okkur þá kynntist ég betur hennar frábæru mannkostum. Þrátt fyrir veikindi hennar tapaði hún aldrei sínu ljúfa geði og skapstillingu. Hún var mjög jákvæð og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Kona mín, Ragnheiður, hefur oft haft orð á því að hún muni aldrei eftir því að þeim hafi orðið sundurorða en á milli þeirra var mjög kært. Ég þakka sannri sómakonu sam- fylgdina. Blessuð sé minning henn- ar. Þórður Guðnason SIEMENS-gæð/ ÓDÝRAR OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóðar og á mjög góðu verði. HS 24020 HN 26020 ¦ Breidd 60 sm ¦ Breidd 50 sm ¦ Grill ¦ Grill ¦ 4 hellur ¦ 4 hellur ¦ Geymsluskúffa ¦ Geymsluskúffa Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. • Húsavík: Öryggi sf. • Borgarnes: Glitnir. • Þórshöfn: Norðurraf. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvitárskála. • NeskaupstaAur: Rafalda hf. • Hellíssandur: Verslunin Blómsturvellír. • ReyAarfjörAur: Rafnet. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmundss • Stykkishófmur: Skipavík. • Brefðdalsvik: Rafvöruv Stefáns N. Stefánss. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssona r. • HÖfn í Hornarfirfti: Kristall. • ÍsafjörAur: Póllinn hf. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson. # Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga. • SauAárkrókur: Rafsjá hl # Selfoss: Árvirkinn hf. • SiglufjÖrAur: Torgið hf. • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, • Akureyri: Sir hf. QIWilTI-JÆ. • Keflavik: Ljosboginn. KIADI AKin OtVII 1 rfoc IMv/r%LMI>IU NÓATÚNI 4 ¦ SÍMI 28300 OKTOBERTILBOÐ 20-40% stgr. AFSLÁTTUR MIKIÐ URVAL! ia VerslunarhÚS Faxafeni 11, sími 686999 SÉRVERSLUN MEÐ STÖK TEPPI OG MOTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.