Morgunblaðið - 29.10.1991, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 29.10.1991, Qupperneq 47
ars Vilhjálmssonar, en mig langar samt til að minnast hans. Hann var frábær lögfræðingur, hafði það sem kallað er ,júridískt nef’, réttsýnn og vandaður maður. Hann hafði samúð með þeim sem stóðu höllum fæti í þjóðfélagiriu og því var það mjög réttmæt ráðstöfun Steingríms Steinþórssonar ráðherra, að gera hann að forystumanni félagsmála með þjóðinni. Steingrímur Stein- þórsson er einn ágætasti maður, sem ég hef kynnst. Fyrir mér var gott veganesti að fá að njóta handleiðslu Hjálmars Vilhjálmssonar og ríki- dæmi að eiga hann að vini. Stundum rifjaði hann upp atvik frá æskuárum sínum á Seyðisfirði og mér er minn- isstætt þegar hann talaði um ferm- ingarbróður sinn, Gunnlaug Sche- ving listmálara, sem þá gekk undir seinna nafni sínu, Óskar. Ég gæti trúað því, að Hjálmar Vilhjálmsson hafí heillað ungar meyjar á sínum yngri dögum, en hafi ekki gefið sér lausan tauminn, það var ekki hans háttur. Strax að loknu embættis- prófi kvæntist hann Sigrúnu Helga- dóttur, sem reyndis honum frábær lífsförunautur, sem hann virti og mat mikils. Gleðimaður var Hjálmar þótt hann hafí aldrei séð rósfingraða morgun- gyðju eftir að hafa látið vín andann hressa. Hann hafði alla tíð fararheil og á góða ferð framundan yfir Fjarðar- heiði framhaldslífsins. Ég votta hon- um virðingu og vandamönnum sam- úð mína. Gunnlaugur Þórðarson Þau voru mér þung spor er ég, ásamt konu minni og tengdamóður, fór niður á Landspítala til að kveðja tengdaföður minn í hinsta sinn. Þó að mér sé þungt fyrir brjósti þá get ég ekki látið hjá líða að færa á blað eitthvað af öllu því þakklæti og öllum þeim yndislegu minningabrotum sem í hugann koma, þegar ég lít yfir þann hluta lífs míns er ég fékk notið samvistar við tengdaföður minn. Hjálmar fæddist að Hánefsstöð- um í Seyðisfjarðarhreppi. Hann lauk lögfræðiprófi árið 1929, þá 25 ára gamall, eftir tiltölulega skamma skólagöngu. Sumarið 1929 var Hjálmar að Hánefsstöðum, en gerð- ist um haustið fulltrúi hjá Ara Arn- alds, bæjarfógeta á Seyðisfirði. Þann 1. jan. 1930 varð hann bæjar- stjóri á Seyðisfirði og gegndi því embætti til ársins 1936, hann varð sýslumaður Rangæinga, með bú- setu að Gunnarsholti. Hinn 1. júlí 1937 tók Hjálmar við embætti bæj- arfógeta á Seyðisfirði af Ara Arn- alds ásamt embætti sýslumanns í N-Múlasýslu og starfaði Hjálmar þar eystra þar til hann varð skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu hinn 1. janúar 1953 en embættinu var síðar breytt í embætti ráðuneyt- isstjóra. Starfi ráðuneytisstjóra gegndi Hjálmar í 20‘/z ár, eða þar til hann óskaði að láta af því starfi hinn 1. júlí 1973. Um öll þau fjölmörgu nefndar- störf sem Hjálmari voru falin á lífs- leiðinni, svo sem að málefnum sveit- arfélaga, almannatrygginga, fatl- aðra og annarra félagsmála, læt ég aðra er betur þekkja til þar um að skrifa enda er þar af fjölmörgu að taka. Ég kynntist tengdaföður mínum fýrst snemma árs árið 1973 og er mér efst í huga hlýjar og innilegar móttökur þeirra hjóna, og fékk ég strax þá tilfmningu að í þeim væri að fínna óvenju gott og heiðarlegt fólk. Síðan eru liðin 18 ár og þau eru ófá skiptin sem ég hef þakkað skapara mínum fyrir að hafa fengið að vera samvistum við þau Hjálmar Vilhjálmsson og konu hans, Sigrúnu Helgadóttur. A þessari stundu minnist ég með þakklæti allra þeirra stunda sem Hjálmar eyddi með mér, vil spjall um landsins gagn og nauðsynjar, um pólitík, um málefni fatlaðra og ekki síst um samvinnuhreyfinguna, en hún var honum sérstaklega hug- leikin og mátti þar ekki orði á halla. Kímnin og stríðnin voru sterkir þættir í skapgerð tengdaföður míns og var alltaf grunnt á báðum þess- um þáttum í öllum hans samtölum, í leik og í starfí. Margar stundirnar sátum við að tafli og eru þær stund- MOÉGÚNBIÁÐIf) ÞRIÐJUDACÍÚft1 29* OKTÚBÉR táól '47 ir mér einkar hugleiknar, því þar naut hans létta lund, gáski og kímni sín hvað best. Mína fyrstu tilsögn með golfkylfurnar fékk ég hjá hon- um og var honum mjög umhugað um að ég næði tökum á íþróttinni mér til ánægju, svo mjög að hann eftirlét mér kylfusettið sitt þegar hann treysti sér ekki lengur til að spila þessa eftirlætisíþrótt sína. Margir muna Hjálmar frá golf- vellinum, fyrst í Oskjuhlíð og síðar í Grafarholti. Við þessa íþrótt nutu sín þau skapgerðareinkenni hans sem svo mjög einkenndu hann í öllu hans daglega lífi og í öllum hans störfum, en það var nákvæmn- in, heiðarleikinn, þrautseigjan og drengskapurinn, en þó kannski fyrst og síðast heiðarleikinn og drengskapurinn. Að öðrum embætt- ismönnum ólöstuðum, dreg ég í efa að annar betri embættismaður hafí starfað á vegum hins opinbera, hvort sem er hjá bæjarfélagi eða hjá ríki. Þessir eiginleikar entust Hjálmari til hans síðasta dags. Það var á dugnaðinum og þrautsegjunni sem honum tókst að komast hjá því að verða að dvelja nokkurn tíma í hjólastól, sem þó sennilega flestir hefðu freistast til að gera, þar sem fætur og líkamsþrekið báru hann ekki lengur en þess í stað þjálfaði hann sig með því að ganga, með stuðningi við göngugrind og við handriðið á svölunum sínum, hring eftir hring eftir hring og gaf þar aldrei eftir, nánast hvernig sem viðraði. Þrátt fyrir það að líkams- þrekið og sjónin væru farin að dap- rast, þá var skýrleikinn og sálar- þrekið óskert og fram til hins síð- asta lék hann sér með tölur, enda var reiknikúnstin honum alltaf sem léttur leikur. Ég er Hjálmari innilega þakklát- ur fyrir árin 18 og mun ég ætíð minnast hans í hvert sinn er ég heyri góðs manns getið. Guð fylgi honum á þeim leiðum sem hann nú fetar, styrki hann og leiði og Guð blessi Sigrúni tengdamóður mína sem staðið hefur við hlið hans í um 60 ár og annst hann af svo mikilli ástúð og dugnaði í öllum hans veik- indum að með ólíkindum er og börn- in hans, þau Björgu, Helga, Vil- hjálm og Lárus. Þeirra missir er vissulega mestur, en verum Guði þakklát fyrir allar yndislegu og góðu minningamar sem við eigum um Hjálmar Vilhjálmsson. Reimar Charlesson Góður maður er genginn. Gott er að minnast Hjálmars Vilhjálms- sonar, frænda míns, þegar leiðir skiljast, því hann var heill maður, traustur og hlýr. I mínum huga og margra annarra er eftirlifandi eig- inkona hans, Sigrún Helgadóttir, tengd þeim minnum með órjúfan- legum hætti. Síðari hluta ævinnar hafa þau hjónin búið í Reykjavík þar sem Hjálmar gegndi þýðingarmiklu ábyrgðarstarfi í Stjórnarráði ís- lands. En Austfirðingur var hann að uppruna — rætur bernskuára lágu djúpt í jörð áa hans að Hánefs- stöðum — og á Seyðisfirði haslaði hann sér völlinn fyrri helming starfsævinnar. Fjölskyldurnar á Hánefsstöðum voru mannmargar þessi árin. Og Hjálmar átti einnig frændgarð í Mjóafirði þar sem bjuggu tvær móðursystur hans og jafnmargir föðurbræður. Allt það fólk átti á ferðum sínum í kaupstaðinn víst athvarf hjá Sigrúnu og Hjálmari meðan þau bjuggu á Seyðisfirði. Og ef til vill hafa fáir úr þeirri sveit drepið oftar á dyr að Sunnuhvoli þau misseri en foreldrar mínir. Sjálfur hlaut ég ungur þau forrétt- indi að dveljast vetrarlangt hjá hjónunum á Sunnuhvoli sem æ síð- an hafa tekið mér opnum örmum nær helst sem mig bar að garði. Og atvik féllu svo að Margrét kona mín naut hins sama. Ung fór hún að heiman og á Seyðisfjörð til vetr- arvistar að Sunnuhvoli — og veturn- ir urðu tveir. Ég veit aðrir minnast Hjálmars frænda míns á kveðjudegi og greina frá lífshlaupi hans. Með þessum fátæklegu orðum vil ég aðeins þakka fyrir mig og mína, já, við Margrét þökkum af heilum huga dýrmæíar minningar um þær stundir sem við höfum notið undir handleiðslu Sigrúnar og Hjálmars og í samfylgd með þeim. Við þau umskipti sem orðin eru biðjum við Hjálmari blessunar og sendum Sig- rúnu og hópnum þeirra öllum inni- legar kveðjur. Vilhjálmur á Brekku. Fleiri greinar um Hjálmar Vil- hjálmsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Eiginmaður minn, BRYNJÓLFUR HALLGRÍMSSON, Sunnubraut 37, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. október kl. 13.30. Þórhalla Frlðriksdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUNNLAUGSSON fyrrum bæjarritari á Siglufirði, til heimilis að Naustahlein 10, Garðabæ, andaðist föstudaginn 25. október. Minningarathöfn fer fram í Garðakirkju fimmtudaginn 31. október kl. 13.30. Útförin verður gerð frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 4. nóvem- ber kl. 13.30. Gunnlaugur Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Gunnlaug Jakobsdóttir, Kalla Malmquist og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, KLARA ÓLSEN ÁRNADÓTTIR, Faxabraut 6, Keflavík, verður jarðsungin í Keflavíkurkirkju í dag þriðjudaginn 29. október kl. 14.00. Sigurður V. Ólafsson, Bára Guðmundsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Róbert Benitez, Margrét Ólsen Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GÍSLASON, Vesturvegi 15b, Vestmannaeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 25. október. Guðrún Guðjónsdóttir, Helgi Sigmarsson, Ágúst Guðjónsson, Gunnlaugur Guðjónsson, Ágústa Ágústsdóttir, Gísli Guðjónsson, Guðrún Alexandersdóttir, Reynir Guðjónsson, Dagbjört Erna Guðjónsdóttir, Stefán Sævar Guðjónsson, Sif Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ANDREWS ÞORVALDSSONAR, Hátúni 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á hjarta- og öldrunardeild- um Borgarspítalans fyrir góða umönnun. Sigrún Andrewsdóttir, Grétar Áss Sigurðsson, Kristín Andrewsdóttir, Kristján Jóhannsson, Hulda Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR HJÖRLEIFSDÓTTUR frá Mel í Staðarsveit, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Kristjánsdóttir, Elín Kristjánsdóttir, Magðalena Kristjánsdóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Matthildur Kristjánsdóttir, Hjörleifur Kristjánsson, Erlendur Kristjánsson, Stefán Kristjánsson, Sigurður Kristjánsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Guðrún Helga Steingrímsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Guðlaugur Gfslason, Óskar Vigfússon, Sigrún Gunnarsdóttir, Árdís Björnsdóttir, Guðmundur Alfonsson, Kristín Bergsveinsdóttir, Dagmar Oddsteinsdóttir, Gréta Bergsveirísdóttir, Erna G. Einarsdóttir, Arnar Guðmundsson, Snorri Ágústsson, + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU STEPHENSEN, Steinunn Ragnheiður Stephensen, Guðrún Theódóra Sigurðardóttir, Áslaug Stephensen, Guðmunda og Finnur Stephensen, barnabörn og langömmubörn. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem . auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR FREYSTEINSDÓTTUR, Víðilundi 20, Akureyri. Bjarni Jóhannesson, Baldvin Jóh. Bjarnason, Róshildur Sigtryggsdóttir, Freysteinn Bjarnason, Ingibjörg Árnadóttir, Bjarni Bjarnason, Friður Gunnarsdóttir, Árni Bjarnason, Steinunn Sigurðardóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Sigríður María Bjarnadóttir, Ólafur Sigurðsson, Jóhannes Gunnar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR frá Flateyri, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 29. október kl. 13.30. Eiín T ryggvadóttir, Sigriður T ryggvadóttir, Unnur Tryggvadóttir, Anna Tryggvadóttir, Ragtiheiður Tryggvadóttir, Þórður Guðnason, Lillý Jónsdóttir, Erlendur Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.