Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B mtttmlifafeife STOFNAÐ 1913 248. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hallinn á sænsku fjárlögunum: Ekki 5,8 - heldur 378 miUjarðar ÍSK Stokkhólmi. Reuter. HALLINN á sænsku fjárlögunum á yfirstandandi fjárlagaári, 1991-92, verður um 378 miUjarðar ÍSK en ekki 5,8 miHjarðar eins og fyrri ríkis- stjórn jafnaðarmanna gerði ráð fyrir þegar fjárlagadrögin voru fyrst kynnt í janúar síðastliðnum. Skýrði sænska ríkisendurskoðunin frá þessu í gær en ríkisstjórn borgaraflokkanna kveðst ekki ætla að hvika frá fyrirhuguðum skattalækkunum þrátt fyrir þennan viðskilnað fyrri stjórnar. „Til að ná tökum á fjárlagahall- anum verður að auka hagvöxtinn í landinu og lægri skattar stuðla að því," sagði Anne Wibble fjármálaráð- herra en hlutur skatta í þjóðartekjun- um er hvergi hærri en í Svíþjóð meðal aðildarríkja OECD. Ríkisstjórn borgaraflokkanna, sem tók við völd- um að loknum kosningum í septemb- er, ætlar einnig að skera niður ríkis- útgjöldin á þessu fjárlagaári um 145 milljarða ÍSK. EES-samningur: Staðfest- ur 18. nóv. Brussel. Frá fréttaritara Morgunbiaðsins, Kristófer M. Kristinssyni. SAMKVÆMT heimildum í Brussel er stefnt að því, að samkomulagið um Evrópska efnahagssvæðið verði staðfest 18. nóvember næst- komandi í Brussel. Aðalsamninga- menn bandalaganna beggja, Frí- verslunarbandalags Evrópu, EFTA, og Evrópubandalagsins, EB, munu þá setja stafi sína undir það. Hér verður ekki um að ræða end- anlega staðfestingu en hún fer fram með fyrirvara um samþykki þjóð- þinga og Evrópuþingsins þegar loka- texti samningsins liggur fyrir, undir árslok eða snemma á næsta ári. Lík- legt er, að íslendingar verði þá í for- svari fyrir EFTA. Er nú unnið að því að ganga frá texta samkomulags- ins, sem náðist í Luxemborg, en 5. nóvember verður tekið til við grein- ar, sem snerta sjávarútveginn sér- staklega. Almennt hafði verið búist við illum tíðindum af fjárlagahallanum og þeg- ar þau komu brugðust bankar og aðrar lánastofnanir við með því að hækka nokkuð vexti á skammtíma- lánum. Ulf Jakobsson, hagfræðingur Svenska Handelsbanken, sagði í gær, að þessi mikli halli, um 3% af áætlaðri þjóðarframleiðslu 1992, auðveldaði ekki ríkisstjórninni að koma á nauðsynlegum umbótum í efnahagslífinu. I skýrslu sænsku ríkisendurskoð- unarinnar segir, að tekjur ríkisins á þessu fjárlagaári, sem hófst 1. júlí, verði 4.350 milljarðar ÍSK, 160 millj- örðum minni en gert var ráð fyrir í fjárlögunum þegar þau voru sam- þykkt í júní, en útgjöldin 4.728 millj- arðar, 165 milljörðum meiri en áætl- að var. Þá áætlar ríkisendurskoðun, að hallinn á síðasta fjárlagaári, 1990-91, hafi verið um 330 milljarð- ar ÍSK. / opinberri heimsókn í Noregi NTB Davíð Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, fóru í gær í opinbera heimsókn til Noregs í boði Gro Harlem Brundtlands forsætisráðherra. Munu þau eiga viðræður um ýmis sameigin- leg hagsmunamál frændþjóðanna en auk þess mun Davíð ræða við forseta Stórþingsins, utanríksmála- nefnd þess og borgarstjóra Óslóar. Þá gengur hann á fund Haralds Noregskonungs. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra en í gær skoðuðu þau hjónin Óslóarborg og nutu viðþað leiðsagnar Brundtlands. Sjá „Óskandi að EES treysti samstöðu Norðurlanda" á miðopnu. Ráðstefnan um frið í Miðausturlöndum: Skorað á ísraela og araba að friðmælast barnanna vegna Madrid. Reuter. V ^ RAÐSTEFNAN um frið í Mið- austurlöndum hófst í gær í Madrid á Spáni en þetta er í fyrsta sinn í 43 ár eða frá stofnun ísraelsrikis, að ísraelar og allir arabískir nágrannar þeirra koma saman til samningafundar. Felipe „Eldflóðið steypist ofan hlíð" Bandaríska geimferðastofnunin birti í gær óvenju skýrar myndir frá Venusi en þær voru teknar úr geimfarinu Magellan. Þessi mynd er af Maat Mons, öðru stærsta eldfjalli á reikistjörnunni og því eina, sem talið er virkt, og eins og sjá má liðast mikill hraunstraumur niður hlíðina. Venus, ástarstjarnan svokallaða, er annars heldur óvist- legur staður, alsettur útbrunnum eldgigum og gígum eftir loftsteina og á láglendi er hitinn um 482 gráður á celsíus. Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, setti ráðstefnuna en að því loknu fluttu þeir ávarp, Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti og Míkbaí! Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna. Sagði Bush, að lausn á deílunum um land væri forsenda friðar í Miðausturlöndum en á fundi, sem Bush átti fyrr um morguninn með Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels, ítrekaði Shamir, að ísraelar myndu hvorki skila aftur hernumdu svæðunum né stöðva landnám gyðinga þar. I ræðu sinni sagði Bush, að friður í Miðausturlöndum þyrfti ekki að vera fjarlægur draumur og hét því, að Bandaríkjamenn myndu ekkert til spara, hvorki fé né fyrirhöfn, til að tryggja, að friður og framfarir héldust hönd í hönd. „Árum og áratugum saman höf- um við séð skelfinguna í augum barnanna, við höfum séð fólk missa ástvini sína, börnin sín, systkini og foreldra, við höfum séð allt of mikið af hatri en of lítið af kærleika. Ef við höfum ekki þrek til að gleyma sjálfra okkar vegna, skulum við gera það fyrir börnin," sagði Bush í tilfinningaþrunginni ræðu yfir samningamönnum ísraela og araba. Tóku hvorirtveggju ræðunni mjög vel en Bush lagði áherslu á, að sam- komulag um skiptingu lands væri forsenda friðar og vitnaði til álykt- Við upphaf ráðstef nunnar ana Sameinuðu þjóðanna númer 242 og 338 en þær kveða á um, að her- numdu landi skuli skilað og öryggi ríkjanna tryggt. Hann nefndi þó ekki sérstaklega hugmyndina um „land fyrir frið", sem er ísraelum þyrnir í augum. Gorbatsjov og fulltrúi Evrópu- bandalagsins, Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, tóku undi/ með Bush og skoruðu á araba og ísraela að láta þetta einstæða tækifæri til að koma á friði ekki úr greipum sér ganga. „Á átökunum í Miðausturlöndum má kenna mark kalda stríðsins en nú þegar því er lokið á að vera unnt að leysa þessar deilur," sagði Gorbatsjov en það andaði þó köldu milli ísraela og araba í súlnasal konungshallarinnar, þar sem ráð- stefnan er haldin. Vildi aðeins Amr Moussa, utanríkisráðherra Egypta, heilsa Shamir, forsætisráðherra ísraels, með handabandi við kom- una. Skömmu áður en ráðstefnan hófst ítrekaði Shamir á fundi með Bush, að ísraelar ætluðu ekki að láta ,af hendi það land, sem þeir lögðu und- ir sig í stríðinu 1967, eða stöðva flutninga gyðinga til hernumdu svæðanna. Um þetta snúast þó meginkröfur arabísku sendinefnd- anna. Þúsundir manna komu saman víða í Miðausturlöndum í gær, í Jórdaníu, Líbanon, íran og Líbýu, til að mótmæla samningaviðræðun- um í Madrid og á hernumdu svæð- unum börðust palestínskir andstæð- ingar viðræðnanna við þá landa sína, sem þeim eru hlynntir. Hvatti Ali Akbar Mohtashemi, leiðtogi harðlínumanna í íran, múslima um allan heim til að drepa arabísku samningamennina í Madrid og sagði þá réttdræpa samkvæmt lögum trú- arinnar. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem á meginheiður- inn af friðarráðstefnunni, kvaðst í gær vona, að tvíhliða viðræður ísra- ela og araba gætu hafist strax að ráðstefnunni lokinni eða eftir fjóra daga. Ekki hefur þó enn samist um hvar þær fari fram. Sjá fréttir á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.