Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDA'GUR 31. OKTÓBER 1991 Grunur um fjárdrátt í einni verzlana ATVR VERZLUNARSTJÓRA og aðstoðarverzlunarstjóra áfengisútsölunnar við Lindargötu í Reykjavík hefur verið vikið frá störfum um óákveð- inn tíma vegna gruns um fjárdrátt í verzluninni. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins leikur grunur á að peningum hafi verið stungið undan og birgðir færðar upp á móti í bókhaldi verzlunarinnar. Mis- ræmi kom í ljós í vörutalningu í fyrradag. Rannsóknarlögregla ríkis- ins fer með rannsóknina. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaks- Játa inn- flutning á 200 g af amfetamíni STÚLKA og piltur, bæði tvítug og nú búsett á Suðureyri, hafa játað fyrir rannsóknarlögreglunni á Isafirði að hafa í byrjun sumars flutt 200 grömm af amfetamíni til landsins í félagi við 18 ára stúlku frá Akranesi. Efnið var keypt í Amsterdam, en yngri stúlkan flutti það til landsins í gegnum Gautaborg. Efniskaupin og ferðirnar voru fjármögnuð með ■ útgáfu innistæðulausra tékka fyrir um hálfa milljón króna, af þremur tékkareikningum sem önnur stúlkan stofnaði sérstaklega í þessu skyni. Efnið var uppurið þegar lögregla komst á snoðir um málið. Þorra þess hafði fólkið dreift í Reykjavík, en hluta hafði það tekið til eigin neyslu. Gramm af amfetamíni er nú selt á um 5.000 krónur á svörtum mark- aði, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. verzlunar ríkisins, er verzlunar- stjórinn persónulega ábyrgur fyrir rekstri útsölunnar, og var það aðal- ástæðan fyrir því að mönnunum var vikið frá störfum. „í þessu felst engin fullyrðing um að þeir beri ábyrgð á þessu í reynd, að öllu eða einhveiju leyti,” sagði Höskuldur í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að vörutaln- ing hefði ekki farið fram vegna þess að menn grunaði að neitt væri misjafnt í bókhaldi verzlunar- innar, heldur væru fyrirvaralausar vörutalningar hluti af innra eftir- liti fyrirtækisins. I talningunni kom hins vegar mikill munur birgða og bókhalds í ljós, að sögn Höskuld- ar. Ekki er ljóst um hversu langan tíma hinn meinti fjárdráttur hefur átt sér stað. Rikisendurskoðun hefur bókhald verzlunarinnar við Lindargötu nú til meðferðar, auk þess sem kært hefur verið til Rannsóknarlögregl- unnar. Enginn hefur verið yfir- heyrður vegna málsins enn sem komið er. Morgunblaðið/Rúnar Þór Súlan EA fer á loðnuveiðar á föstudag og er verið að gera skipið klárt. Þeir Þórður Jóhannsson, Haraldur Hermannsson og Guðmundur Júliusson voru að gera við vökvakerfi í kranan- um í gærmorgun. Ætlum að veiða loðnu og mikið af henni - segir Sverrir Leós- son útgerðarmaður SÚLAN EA heldur til loðnuveiða á föstudag, en verið að gera skipið klárt til veiða. Nótin verð- ur hífð um borð á föstudags- morgun og síðan haldið á miðin. Sverrir Leósson útgerðarmaður Súlunnar sagðist vera bjartsýnn á að loðnuveiðar myndu ganga vel á vertíðinni. „Við ætlum að veiða loðnu og mikið af henni,” sagði Sverrir, en hann kvaðst þess full- viss að nóg væri af loðnu í sjónum nú. Súlan hefur oft komið með fyrsta loðnufarminn til Krossaness og sagði Sverrir að menn stefndu að því á þessu hausti líka.„Ég sagði þegar loðnuleitin hófst, að við ætl- uðum að fínna loðnu og veiða loðnu, við fundum hana og nú er komið að næsta versi, að veiða hana. Ég spái góðri vertíð, enda hefur maður lært það í lífinu að það fer bæði illa með mann sjálfan og aðra að mála veröldina alltaf svarta. Ef maður hefur ekki trú á því sem maður er að vinna við, þá verður bara að skipta um vinnu,” sagði Sverrir. VIÐSKIPTABLAÐI Morgun- blaðsins í dag fylgir 4 síðna blaðauki um áhrif samnings- ins um Evrópska efnahags- svæðisins á íslenskt viðskipt- alíf. I blaðinu er greint frá áhrifum samningsins, taki hann gildi hér á landi, á íslenskan iðnað, þjónustu og verslun. Fjallað er sérstaklega um áhrifin á fjár- málaþjónustuna og á starfsemi tryggingafélaganna sem er ekki með þeim hætti sem gefur hefur verið til kynna. Stórkaupmenn skrifa ríkisskattstjóra vegna innkaupaferða íslendinga: Fara fram á að endurgreiddur vsk. erlendis verði innheimtur hér FIS vill að aðstöðumunur verslunar hér og erlendis verði jafnaður TEKJUTAP ríkissjóðs vegna innkaupaferða til útlanda nú í haust gæti numið 750 milljónum króna samkvæmt útreikningum Félags ís- lenskra stórkaupmanna. Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri FÍS, segir að stórkaupmenn vilji að aðstöðumunur verslunar hér og erlend- is verði jafnaður til að koma í veg fyrir að erlend ríki fái þessar skatttekjur og að vinna verslunarfólks flytjist úr landi. Einnig leggi félagið til að virðisaukaskattur verði lagður á flugfarseðla og ákveð- ið hefur verið að fara fram á það við ríkisskattstjóra að virðisauka- skattur sem endurgreiddur hefur verið erlendis verði innheimtur hér á landi í samræmi við tvísköttunarsamning íslands við aðrar þjóðir, þ. á m. Bretland. í útreikningnum er reiknað með að 25 þúsund íslendingar fari utan í þessum erindum í haust og hver þeirra eyði jafngildi eitt þúsund sterl- ingspunda eða 100 þúsund krónum. Samkvæmt því flyst verslun fyrir 2,5 milljarða úr landi og gagnstætt öðr- um innflutningi myndar þessi inn- flutningur hvorki skattstofn né skattskyldan hagnað, að því er segir í frétt frá FÍS. Ennfremur segir að ef þessi verslun ætti sér stað innan- lands myndu 600 milljónir renna í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, auk þess sem þeir sem versla erlend- is komast hjá því að greiða 125 millj- ónir í aðflutningsgjöld eða jafnvel enn meira því sjálfsagt sé einkum sótt í þann vaming sem beri hæstan toll. Til viðbótar má gera ráð fyrir að sveitafélög tapi 25 milljónum króna vegna lægra aðstöðugjalds. Stefán Guðjónsson sagði aðspurð- ur um þetta að félagið vildi að starfs- skilyrði verslunar hérlendis yrðu leið- rétt. þannig að þau yrðu sambærileg starfsskilyrðum verslunar í nágrann- alöndunum. Ef það yrði gert væru þeir vissir um að íslensk verslun myndi standa sig í samkeppninni. Þar mætti nefna til dæmis skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og fleiri gjöld sem legðust einungis á verslunina eða væru til muna hærri hér á landi en erlendis. „Við höfum einnig bent á aðrar leiðir, til dæmis þá að leggja virðis- aukaskatt á flugfarseðla, en þeir eru nú undanþegnir honum. Það myndi draga úr áhuga almennings á þessum ferðum og myndi einnig gefa ríkis- sjóði íslands svigrúm til að jafna og lækka virðisaukaskatt á almennum neysluvörum sem fólk er helst að sækjast eftir. Þannig yrði verðlag þeirra sambærilegra við það sem er í nágrannalöndunum. Annað sem við erum með í undirbúningi er að fara fram á það við ríkisskattstjóra að hann hafi samband við skattyfirvöld í þeim löndum sem við erum með tvísköttunarsamning við, eins og nú nýlega við Bretland, og óski eftir því að fá lista með nöfnum þeirra Islend- inga sem hafa fengið virðisauka- skattinn endurgreiddan nú nýlega, og geri þá það sem ráð er fyrir gert í tvísköttunarsamningnum að hann rukki landann fyrir virðisaukaskatt- inn hér heima,” sagði Stefán. 64 starfsmönmim Flug- leiða sagt upp störfum Bjarni Jóhannsson Þórður Örn Karlsson Sjóslysið við Hornafjarðarós: Leit enn árangurslaus LEIT að Þórði Erni Karlssyni skipstjóra sem hvarf þegar skólaskipið Mímir fórst við Hornarfjarðarós á mánudag var haldið áfram í gær án árangurs. Lík Bjarna Jóhannssonar fannst skömmu eftir slysið á mánudag en leit að Þórði hefur staðið óslitið frá birtingu til miðnætt- is undanfarna daga. SEXTIU og fjórir starfsmenn Flugleiða hafa fengið uppsagnarbréf nýlega eða verður sagt upp nú um mánaðamótin. Um er að ræða 28 starfsmenn í ýmsum deildum, sem sagt er upp vegna aðhalds og sparn- aðar í rekstrinum, og 36 starfsmenn í farþegaafgreiðslu á Keflavíkur- flugvelli, sem sagt er upp vegna endurskipulagningar. Einar Sigurðs- son, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að útlit sé fyrir að félagið nái ekki markmiðum sínum um 3-4% hagnað á árinu og svo geti farið að rekst- urinn standi í járnum. Alls tóku um 35 manns þátt í leit- inni sem stóð í allan gærdag og fram undir miðnætti. Voru fjörur gengnar allt frá Papósi að Hálsaósi en leitar- skilyrði voru slæm að sögn Siguijóns Gunnarssonar hjá Björgunarsveitinni á Höfn. Nokkrir menn hafa komið frá Keflavík björgunarsveitarmönn- um til aðstoðar og tekið þátt í leit- inni. Hefst leit að nýju í birtingu í dag en á morgun verður leitarsvæðið stækkað. Sjópróf vegna slyssins fara fram á föstudag. „í Leifsstöð stendur fyrir dyrum endurskipulagning og jafnvel útboð á hluta verksins. Möguleikar í því efni verða kannaðir á næstu þremur mánuðum. Við gerum ráð fyrir að með einum eða öðrum hætti verði margir endurráðnir þar," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. „Þar eru margir hæfir starfsmenn, og það stendur ekki til að fækka um öll þessi störf.” Hann sagði að hinar 28 uppsagn- irnar væru sparnaðaraðgerðir. „Ann- ars vegar stefnir í að félagið nái ekki þeim markmiðum, sem það set- ur sér um hagnað á árinu. Það eru markmið, sem félagið hefur sett sér vegna þess að það er að ljúka gríðar- legri endurnýjun flugflotans og verð- ur að tryggja hagnað til að standa undir henni. Allt stefnir í að þau markmið náist ekki á árinu, þannig að við leitum allra leiða til spamaðar hér innanhúss,” sagði Einar. Hann sagði að Flugleiðir hefðu einsett sér að hagnast um 3-4% á árinu, en það myndi greinilega ekki nást. Rekstur- inn gæti staðið í járnum, eða örlítill hagnaður orðið. Hins vegar sagði Einar að Flug- leiðir byggju sig nú undir þyngri róður og harðari samkeppni flugfé- laga í Evrópu. „Við gerum ráð fyrir vaxandi eríendri samkeppni inn á íslandsleiðina. Flugfélög um alla Evrópu eru nú að fara ofan í rekstur- inn hjá sér. Flugleiðir hafa reyndar náð ákveðnu forskoti, því að fyrir fjórum árum fórum við að stokka upp hveija rekstrareininguna á fætur annarri. Starfsfólki hefur því fækkað talsvert mikið undanfarin ár, en að mestu leyti hefur það náðst með því að ráða ekki í stöður, sem hafa losn- að,” sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.