Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 10
iao ^bitóuW'Éíl^ÐÍÐ MiWjtiÁÓÍlá SÍ. ÓiWóBER' Íí)91 Myndlist frá Grænlandi Myndlist EiríkurÞorláksson Undanfarin mánuð hefur staðið yfir í Norræna húsinu mikil dagskrá um Grænland, sögn þess og menn- ingu að fornu og nýju. Meðal annars hafa verið sýndir leikþættir og kvik- myndir, haldnir fyrirlestrar, vísna- tónleikar og grænlenskt rokk mun hljóma um næstu helgi, bæði í Reykjavík og á Akureyri; loks hefur myndlistarsýning frá Grænlandi staðið yfir í sýningarsal Norræna hússins frá 5. október. Þessi dagskrá er árangur samstarfs Norræna húss- ins í Reykjavlk og Norrænu stofnun- arinnar á Grænlandi. Sýningin „Myndlist frá Græn- landi” telur rúmlega eitt hundrað verk úr safni Astri Heilmann, sem lést á miðju þessu ári. Astri bjó á Grænlandi í rúma þijá áratugi, og starfaði lengst af sem lektor við Kennaraskóla Grænlands, aðallega í listgreinum. Hún hafði þannig mikil áhrif á heila kynslóð af kennurum, sem áttu eftir að annast listfræðslu í skólum, en hún var einnig sjálf lista- maður og meðiimur í listafélagi í Nuuk. Hún safnaði grænlenskri list með það í huga að kynna hana er- lendis og þau fjölbreyttu tjáningar- form, sem þar er unnið með. - Sú sýning sem hér er á ferðinni hefur áður verið sett upp í Færeyjum og á fjölmörgum stöðum í Danmörku, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til íslands. Á sýningunni eru verk eftir um þijátíu grænlenska listamenn, sem tilheyra mismunandi kynslóðum. Þarna getur meðal annars að líta dúkristur, ætingar, akvatintur, sáld- þrykk og vatnslitamyndir, svo nokk- uð sé nefnt, svo og verk eftir Astri Heilmann unnin með olíu á rekavið. Sýningin er vegna þessa nokkuð fjöl- breytt, en ber þrátt fyrir það með sér ákveðinn heildarsvip, sem í hug- um áhorfenda tengist óneitanlega lífsháttum á Grænlandi. Það sem einkum skapar þessi tengsl eru myndefnin, sem flestir list- amannanna haf valið að takast á við. í þeim er náttúran afar áberandi þáttur, og einkum er það ísinn og hafíð sem birtast sem ríkjandi öfl í umhverfi Grænlendinga. I mörgum tilvikum er fjallað um litadýrð íssins, líkt og sést í vatnslitamyndinni „ísjakar” (nr. 13) eftir Astri Heil- mann, en í öðrum eru það fjöllin sem heilla, t.d. í „Heimþrá” (nr. 42) eftir Nýjar íbúðir SELTJARNARNES Nú er tækifæri að eignast nýja íbúð á Seltjarnarnesi Til sölu mjög vandaðar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir við Tjarnarmýri á Seltjarnarnesi sem afh. tilb. u. trév. og málningu með öllum milliveggjum, hlöðnum og pússuð- um (ekki spónap.). Að utan verður húsið fullfrág. og málað. Lóð verður tyrfð. íb. er með rúmg. suðursvölum. Stæði í bíla- geymslu fylgir hverri íbúð. Hluti íb. fokh. nú þegar. Fyrstu íbúðirnar verða afh. í febrúar '92. Teikningar og byggingarlýsing liggja frammi á fasteignasölu. ©FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, Borgartúnl 31,106 Rvk., 1.824260. Lögfr.: Pétur Þór Slgurðaton hdl., Sími 624250 BYGG& BYGGINGAFELAG GYLFA S G U N N A R S Til sölu í Hafnarfirði Suðurgata: Sem nýtt og glæsilegt timburhús. 163 fm íbúð á hæð og í risi. 36 fm kjallari og 35 fm bílskúr. Skúlaskeið: Vandað timburhús 244 fm, hæð, kjallari og ris. Tvær íbúðir. Bílskúr Mjög góður staður við Hellisgerði. Öldutún: 2ja hæða 153 fm 6 herb. raðhús. Góður bílskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 50764. ODAL fyrirtækjasala Skeifunni 11A ® 679999 Lögmaður: Sigurður Sigurjónsson hrl. Eigendur fyrirtækja ath.! Nú höfum við hjá fasteignasölunni Óðal farið af stað með fyrirtækjasölu. Við leggjum áherslu á vönduð vinnu- brögð og góða þjónustu. Ef þú ert í söluhugleiðingum á þínu fyrirtæki þá vinsamlegast hafðu samband við okkur. Ávallt heitt á könnunni. Kveðja. Jón G. Sandholt, Svanur Jónatansson, Jón Þór Ingimundarson. Anne Lise Lavstram. Slík minni ganga í gegnum verk margra þeirra listamanna, sem hér ber fyrir augu. Annað sem einkennir sýninguna tengist mjög lífsbaráttunni í landinu, en það eru myndir af dýrum, sem í hugum Græníendinga hafa skiljan- lega fyrst og fremst verið veiðidýr og tákn um þá lífsafkomu, sem þeir hafa þurft að beijast fyrir. Hreindýr, fulgar, moskusuxar, selir, snæhérar, hvítabirnir og refir sjást hér á veggj- unum í fjölda mynda eins og „ísbjörn og refur” (nr.99) eftir Aka Hoegh, þar sem lífsbaráttan kemur skýrt fram. Þetta er glögglega til vitnis um hversu mikilvæg náttúrutengslin hljóta alltaf að vera fyrir veiðimanna- samfélagið - tengsl sem vilja rofna fljótt hjá iðnaðarsamfélögum. Það er einkum á einu sviði, sem segja má að íslensk myndlist og grænlensk tengist, og má ætla að það sé sameiginlegt öllum norrænum samfélögum, en það er í mikilvægi birtunnar. Sólin, máninn og stjöm- urnar eru mikilvægir þættir í fjölda mynda hér, og minna á að eftir langa og dimma nótt kemur bjart vor og sumar eilífrar birtu; þá nýtur Græn- lands þeirrar náttúrustemningar, sem fmnst vart annars staðar. Sýningunni „Myndlist frá Græn- landi” í sýningarsölum Nörræna hússins lýkur sunnudaginn 3. nóvember. Aka Hoegh: ísbjörn og refur. Æting. 1985. Athyglisverður píanóleikari Tónlist Jón Ásgeirsson Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags- ins á þessu starfsári voru haldnir í íslensku óperunni sl. þriðjudag. Ungur píanóleikari, Connie Shih, frá Kanada, lék verk eftir Mozart, Beethoven, Chopin, Debussy og Liszt. Fyrsta viðfangsefnið var són- ata í C-dúr, K330, eftir Mozart. Connie Shih, sem er aðeins 17 ára, lék þessa silfurtæru tónlist af mik- illi tilfinningu fyrir opinskáu tón- máli Mozarts. í Waldstein-sónötunni, eftir Beethoven, kom enn skýrar fram hversu Shih er eiginlegt að leika með sterkar andstæður í styrk og áherslum og upphefja háttbundið hljóðfall til undirstrikunar á ýmsum blæbrigðum. Margir heimspekingar hafa haldið því fram að tónlist sé mál tilfmninganna og skilningur manna sé túlkun á þeim áhrifum, sem þeir upplifa sem áheyrendur. Leyndardómur tilfinninganna verð- ur aldrei afhjúpaður eða numinn með einum eða öðrum hætti og í Connie Shih tónlist, eins og Ballöðunni nr. 1 eftir Chopin, nægir ekki að leika nóturnar, því þar er kallað til okkar úr dulardjúpum tilfinninganna. Hvort allir heyra þann seið með sama hætti og Connie Shih, skiptir engu, heldur það að hún magnar fram sína eigin mynd og þar er hún sannfærandi. KRINGWN KRINGWN KBIHeNM KBIHeNM MARKAÐSTORG KRINGLUNNAR Markaðstorg Kringlunnar hefur nú starfað í hartnær 4 ár á 3. hæð Kringlunnar, Kringlunni 8-12 Nú fyrir jólin er besti sölutíminn okkar. Þær verslanir og heildverslanir, sem áhuga hafa á að koma og selja vöru sína á markaðstorginu, hafi samband sem allra fyrst í síma 678857 milli kl. 1 3 og 1 8 virka daga eða í síma 642425 eftir kl. 19.00 á kvöldin. Markaóstorg Kringlunnar er markaóur sem er opinn allt árió. KRINGMN KRINGMN KBIMeNM KBIHeNM í Eyju gleðinnar eftir Debussy kveður við annan tón en í tónlist eftir Chopin og Beethoven. Þar er verið að fást við túlkun og útlistun á mynd og þó þessi myndræna umsköpun í tónlist sé þrungin af tilfínningu, er hún fyrst og fremst leikur, þar sem ekkert er sagt bein: um orðum, aðeins gefið í skyn. I túlkun Shih á Eyju gleðinnar vant- aði nokkuð á þessa glæsilegu mynd- lýsingu og flutningurinn, tæknilega vel útfærður, var einum of þrung- inn. Tónleikunum lauk með fyrsta Mefistóvalsinum eftir Liszt. Þar fór þessi unga stúlka á kostum og lék þetta erfiða verk af glæsibrag. Það er engum vafa undirorpið að Connie Shih er „virtúós” í bestu merkingu orðsins, ræður yfir mikilli tækni og hefur náð tökum á mjög persónu- legri túlkun og er óhrædd við að ganga í því efni eins langt og hægt er. Það er þessi vogun, sem er heill- andi í leik hennar og reyndar mikil- væg, því margbrotin listfjölmiðlun nútímans hefur ieitt af sér alþjóð- lega stöðlun, er síðan hefur umtum- ast í kröfu, sem fjötrað hefur marg- an efnilegan listamanninn, þá hann villtist af leið, í leit sinni að dular- máli listarinnar. Connie Shih hefur fundið sína leið og í Ieik má heyra óma dvergmála úr hulduheimum hinnar eilífu fegurðar. -------------------- ■ Á TVEIMUR VINUM í kvöld, fimmtudaginn 31. október, verða tónleikar með Orgli og flytur hljómsveitin eigið efni. Föstudags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Loðin rotta en sú sveit hefur tekið breytingum að undan- förnu og má þar m.a. nefna nýjan bassaleikara sem er hljóðmaðurinn Bjarni Bragi. Sunnudag til mið- vikudags skemmtir bandaríska söngkonan, gítar- og munnhörpu- leikarinn Cindy Smith. Hún er þekkt kráarsöngkona í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna og er núna á ferð um Evrópu til að skemmta. Hún flytur blandaða tónlist, blús, rokk, kántrí svo eitthvað sé nefnt. VZterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.