Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31 ‘ OKTÓBÉR 1Ö9Í 1*7 l að kommúnismi kæmist á í Júgó- slavíu. Styrjöldin kostaði miklar fórnir. Hatrið milli Króata og Serba fékk lausan tauminn. Mikið hefur verið gert úr því, hversu Ustase notuðu tækifærið undir hernámi Þjóðverja til að ná sér niðri á Serbum. Víst er um það að þeir sýndu mikla grimmd, en Serbar drógu heldur ekki af sér. Þegar leið að lokum styrjaldar- innar flúði um hálf milljón manna yfir landamærin til Austurríkis und- an herjum Títós. Hvarvetna þar sem þeir komu í króatískt þorp var öllum útrýmt. Þess vegna flúði fólkið und- an þeim. En Bretar, sem þá höfðu hernámsvöld í Kárnten, settu fólkið upp í lestir, lugu að því að það væri á leið í búðir á Ítalíu, en sendu það yfir landamærin til Júgóslavíu. Þar tóku hermenn Títós á móti fólk- inu, létu það grafa sínar eigin graf- ir og síðan var fólkið skotið á graf- arbakkanum. Þannig voru drepin að minnsta kosti 200 þúsund manns, mest Króatar, og mest al- mennir borgarar. Þannig hófst ógnarstjórn Títós í Júgóslavíu. Ríki hans var að nafn- inu til sambandsríki sex lýðvelda og tveggja sjálfsstjómarsvæða, Vojvodina og Kosovo (sem er byggt Albönum). En í raun var það undir alræðisstjórn Kommúnistaflokksins og leynilögreglunnar undir Aleks- andar Rankovic. En Tító var leið- togi flokksins og hafði einræðisvald. Tító kemst til valda Tító hafði Sovétvaldið að bak- hjarli, enda hafði hann komist til valda með beinum tilstyrk Rauða hersins. En árið 1948 lenti hann upp á kant við Stalín og fór þá að gera tilraunir með hinn svokallaða „sósíalisma.” Samtímis því var öllu andlegu lífi í landinu haldið í heljar- greipum. Hver sá sem gerði sig sekan um minnstu gagnrýni, að ekki sé talað um að impra á sjálf- stæði Slóveníu eða Króatíu, var umsvifalaust hirtur inn fyrir múrana. Á eyju í Adríahafí voru fangabúðir í sovézkum stíl. Tító hélt ríkinu saman með óheyrilegri grimmd og hörku. Þegar hann dó risu upp öll þau öfl, sem reyrð höfðu verið í viðjar allan valdatíma hans. Verkalýðsráðasósíalisminn var keyrður í skriffínnskubönd. Honum lauk að síðustu með algjöru efna- hagslegu hruni. Þegar svo var kom- ið að ekki réðst lengur við efnahags- ástandið og verðbólgan hafði rokið upp í 4.000% kom í ljós að öll sam- anlögð marxísk þekking þjóðarinn- ar dugði ekki til að tjónka við glund- roðann. Á endanum varð að sækja sérfræðing til Þýzkalands, sem sagði fyrir um það, hvað gera skyldi til að draga úr verðbólgunni. Flokk- urinn tvístraðist og tapaði völdum. Slóvenía og Króatía lýstu yfír sjálf- stæði. Serbnesk þjóðremba blossaði upp. Tító hlóð undir her og lögreglu. Herforingjamir (sem flestir em Serbar) sáu fram á, að fríðindi þeirra og forréttindi væm í hættu. Þeir vilja tryggja stöðu sína í rík- inu, og Stór-Serbía myndi þurfa bæði á öflugum her og leynilög- reglu að halda. Þess konar ríki virð- ist vera mörgum (þó ekki öllum) lýðræðisleiðtogum Evrópu að skapi. Höfundur erprófessor í heimspeki við Háskóla Islands. ...miðstöðvardælur, neyslu- vatnsdælur, kjallaradælur, djúpdælur ofl. eigió þjónustu- verkstæði, ráðgjöf og fag- þekking tryggja þér nagkvæmasta valið f fjárfestingu á dælu.. . ioi ISLEIFUR JONSSON -med Þér í veitun vatns- I0LH01TI 4 SIMI 410140 Fyrirspurn til Halldórs Laxness leikstjóra eftir Erling E. Halldórsson Kæri Halldór! í einum af hinum miklu menningargerðarþáttum sem RÚV er tekið að flytja, og sendir út reglubundið á laugardög- um, gott ef hann heitir ekki „Yfir Esjuna” - og þykir ýmsum hátt flogið - komu saman nokkrir málglaðir menn (og konur) að ræða um sviðsetningu þína á Dúfnaveislunni, sem unnin var fyrir Borgarleikhús. Einn í hópn- um - doktor í barnabókmenntum, ef undirritaður veit rétt! - leiklist- ar-gagnrýnandi í sundurleitustu málgögnum, hafði mjög á orði hve meðhöndlun þín (og Þorsteins) á pressaranum hefði haft djúp áhrif á sig. Hún sagði þessi túlkun hefði opnað sér nýja sýn á aðrar bækur Halldórs K. Laxness og nefnir til Atómstöðina og Brekkukotsannál, ef rétt er munað!... Svipuð skoðun mun hafa komið fram í öðrum skrifum um sviðsetninguna ... Eins og fullkunnugt ec er heil- agleiki þessarar einstöku persónu, og annarra af líkum toga í verkum Halldórs, rakinn til taóisma af ýmsum, aðrir nefna til íslenska afdalamenn á liðnum tíma, en sjálfur mun Halldór K. Laxness hafa bent á Fjallræðuna sem fyrir- mynd ... Undirrituðum þótti mjög for- vitnilegt að frétta af þessu „endur- mati”, en hvergi hefur komið fram í hveiju það er fólgið, og þar sem engin tök eru fyrir hann að sjá hina rómuðu sýningu í Borgarleik- húsi, vegna fjarvistar frá heima- slóðum, leyfir hann sér að bera fram eftirfarandi spurningar, í von um þú látir svo lítið að svara: 1. Hvernig verður endurmati þínu best lýst? 2. Fyrst um endurmat er að ræða hvernig var „pressarinn” - og aðrar persónur Halldórs K. Laxness í þeim dúr - áður met- inn, að þínum dómi? Skoðun þína á þessu mun vera nauðsynlegt að vita til að átta sig á endurmatinu! Hætt er t.d. við að hin undurfagra smásaga „Tryggur staður” dragi dám af því, eða hvað? og breyti um svip í samræmi við „pressar- ann”. Með fyrirfram þakklæti. Höfundur er ieikstjóri og rithöfundur. BERÐU HANN SAMAN VIÐ ÞAÐ BESTA. 1991 Bíll ársins í Danmörku (Samtök danskra bílagagnrýnenda) Gullna stýrið í Þýskalandi (Bild am Sonntag) Val ársins 1990 í Finnlandi (Tuulilasi) Okkar bíll ársins 1990 í Englandi (Auto Express) Kristal stýrið í Portúgal (Volante) Besti nýi bíll ársins 1991 í Noregi (Félag Bílaeigenda) Bíll ársins 1990 í Noregi (Dagbladet) Bíll ársins í Evrópu 1991 á Ítalíu (Samtök ítalskra bílagagnrýnenda) Vinsælasti bíll ársins á Spáni (Radio Motor) Sérhönnuð fjölliðafjöðrun tekin beint úr hinum fullkomna Nissan 300 ZX sportbíl. 4ra laga lakkáferð sem hentar sérstaklega vel fyrir Islenskar aðstæður. Sýning laugardag og sunnudag 1400-1700 Komdu og reynsluaktu Ingvar Helgason hf Sævarhöföa 2 sími 91-674000 2,0 I. 16 ventla vél sem skilar miklu afli og er jafnframt Ijúf, hljóðlát og sparneytin. Grunnmálmur Cation electrodeposition Miðlag málningar Aðallag málningar Glært lakk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.