Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 NIC JANIK DRflGTIR p B 1 o R 1 S £ T T SAMKVÆMIS FATNADUR FAXAFENI 5 f • Æi jnttg BULg m nwbifrife | Metsölublað á hverjum degi! VINNUVERND Vinnuvernd í íslenskum skólum eftir Lárus Jón Guðmundsson Lengi býr að fyrstu gerð. Börn- in okkar eru framtíðin. Framtíðin verður því bjartari sem við búum betur að þeim. Öll börn ganga langan mennta- veg og dvelja meira og minna innan skóla- veggja vetr- arlangt í 10 ár a.m.k. Það varð- ar því beinlínis þjóðarheill að börnunum líði vel í skólanum og útskrifist heil og þroskuð á sál og líkama. Af því leiðir að það eru jafnmiklir þjóðarhagsmunir að alit sem hugsanlega gæti skað- að velferð skólabarnsins verði fyrirbyggt, — tímanlega. Hagfræði Procrustesar í Grikklandi hinu forna var eitt sinn sérlega slyngur þjófur sem hét Procrustes. Hann hafði þann háttinn á starfa sínum að bjóða gesti sínum tvo kosti, að sofa í gestarúminu og borða frítt eða borga veittan mat og drykk fullu verði. Flestir völdu fyrri kostinn en þá setti Procrustes eitt skilyrði í viðbót, gesturinn varð að passa nákvæmlega í rúmið. Eftir góðan gjörning var gestinum vísað í svefnhús þar sem stóðu tvö rúm, annað mjög langt en hitt afar stutt og hæfði hvorugt hæð gests- ins. Nú rann upp ljós, jafnvel fyr- ir hinum heimskasta gesti, annað hvort yrði teygt rækilega úr hon- um eða tekið neðan af fótleggjum til að hann passaði í rúmið. Þar eð hvorugur kosturinn heillaði varð gesturinn meira en feginn að greiða hveija þá upphæð sem Procrustesi hugnaðist að setja upp og bjargaði þannig heilsu sinni. Andi Procrustesar hefur til skamms tíma svifið yfir vötnum í íslenskum skólabyggingum og gerir e.t.v. enn. Alltof oft var gert ráð fyrir að barnið lagaði sig að skólanum (lesist: rúmum Proc- rustesar) i stað þess að húsgögn og annað innanstokks væri sniðið að líkamsmálum barnskroppsins. Sígilt dæmi er tvísetna skólastof- an þar sem 6 ára börn og stálpað- ir unglingar nota sömu borð og stóla. Yngri börnin ná ekki með iljarnar niður á gólf og þurfa að teygja sig upp á borðið á meðan unglingurinn rekur hnén upp und- ir borðbrún og húkir fram á stíla- bókina sína. Smávaxin sex ára stúlka og hálffullorðinn „langint- es” sitja við sama borð. Afleiðing- arnar eru margvíslegar og engin þeirra til hagsbóta fyrir þjóðar- haginn hvað þá barnið sjálft. Að reiða vitið í þverpoka Annað dæmi er skólatöskurnar sem nemendur nota. í dag nota langflest börn töskur sem þau bera á bakinu en samt eru enn til skólatöskur sem bornar eru í ól yfir öxl eða sem haldið er á í annarri hendi. Rannsóknir sýna að barn sem heldur á töskunni sinni í t.d. hægri hendi þarf að halla líkamanum til vinstri til að vega á móti þunga skólabókanna og spenna til þess vöðvana vinstra megin hryggjar töluvert meira en þá hægra megin, rétta af höfuðið (sem annars hallaði líka til vinstri) til að geta horft og halda vöðvum hægri axlagrindar og handleggjar í stöðugri spennu til að missa ekki töskuna, svo eitthvað sé nefnt. Útkoman er dauðþreytt bam með skakkan hrygg og auma vöðva sem þurfa meira en tvöfalt meiri orku til að bera töskuna á þennan hátt en ef barnið bæri skólatöskuna á bakinu. I þokkabót hefur barnið bara aðra höndina fijálsa sem hentar ekki athafna- sömum aldri. Sú einfalda ráðstöf- un að barnið noti baktösku í dag gæti því sparað bæði óþægindi og peninga á morgun. Sannkölluð „heilsukaupmáttaraukning”. Siggi órólegi Fleiri dæmi má nefna. Börn eru vön (eða vanin á) að sitja alltaf í sömu sætunum, jafnvel ár eftir ár. Siggi vill sitja fremst í glugga- röðinni af því að hann sat þar í fyrra. Skólataflan er hins vegar bara á einum vegg. Siggi litli gæti því þurft að snúa höfðinu alltaf í sömu átt og jafnvel snúa sér í sætinu og sitja hálfskakkur til að sjá hvað kennarinn er að bauka upp við töfluna. Þetta gæti valdið Sigga litla óþægind- um en það er líka næg ástæða til að grípa í taumana. Kennarinn er verkstjórinn í bekknum. Góður verkstjóri hugsar um velferð manna sinna. Ef Sigga litla líður illa í stólnum gæti það komið fram í óróleika og truflað hina nemend- urna. Ef Gunnu og Jóni líður líka illa í sínum stólum verður truflun- in meiri. Ef kennarinn skammar börnin, „krakkar, sitjið kyrr í sætunum,” er þetta orðið hegðun- arvandi. Það gæti undið upp á sig hefur á líkamsstöðuna að halda á handtösku í stað þess að bera baktösku. (Fitting the task to the man, an ergonomic approach, e. E. Grandjean, London 1982). á þann hátt að Siggi litli fái þá einkunn að hann sé órólegur og trufli aðra nemendur. Siggi er orðinn vandræðagepill. Með því að færa börnin á milli sæta með vissu millibili má hindra a.m.k. þessa atburðarás, börnin venjast fjölbreytni, kynnast e.t.v. betur og verða opnari fyrir breytingum. „Allir á fætur” Líkaminn er skapaður til að hreyfa sig. Börn eru „hreyfandi” dæmi um það. Hreyfíng er líka nám. Að stökkva yfir leikfimihest er bara dæmi um hreyfingu. Að skríða undir leikfimihestinn er jafngott dæmi um hreyfingu. Ef skólakennarinn léti krakkana standa á fætur í miðjum tíma og gera nokkrar létttar teygjuæfing- ar, hoppa á staðnum og anda djúpt myndu þeir „órólegu” fá útrás fyrir uppsafnaða þörf sína á hreyfingu og hinir hefðu bara gott af henni. Ollum (kennaranum líka) liði betur á eftir og vinnufrið- ur yrði tryggður. Skólinn er fyrir barnið Vinnuvernd í skólum er ekki nýjasta tíksuslagorðið. Vinnu- vernd í skólum er þjóðhagsleg nauðsyn. Lélegur aðbúnaður á skólaárum getur kostað einstakl- inginn (= þjóðfélagið) mikil óþæg- indi og íjárútlát seinna á ævinni. Sú hugsun að barnið eigi að laga sig að skólanum er hættuleg og stuðlar ekki að velferð barnsins. Skólinn á í bókstaflegir merkingu að laga sig að barninu og þörfum þess. Þessi grein nefnir einungis nokkur dæmi um hvað gæti farið betur, þú sem þetta lest fínnur fleiri ef þú horfír með opnum huga og af áhuga á framtíð skóla- barna Islands. Höfundur er sjúkraþjálfari og starfar að vinnuvernd. Gleymum ekki þjóðemi okk ar o g skyldum við landið eftír Itelga Geirsson Því er oft haldið fram af þeim sem virðast æstir í að miðla útlend- ingum sjálfstæði íslending, að ef við gerum það ekki, munum við einangrast og stærri þjóðir mundu þá láta þennan sjálfstæðisþráa bitna á okkur. Útlendingar mundu þá ekki telja okkur þjóð meðal þjóða, mundu ekki kaupa sjávaraf- urðir okkar og yrðu að öðru leyti hinir verstu við okkur. Ég tel þetta sjónarmið hina mestu firru og jafnvel þveröfugt við rapnveruleikann. Vinir og frændþjóðir okkar, beggja vegna Atlantshafsins, eru hreinlega ekki þau kvikindi, sem þessir spekingar alþjóðahyggjunnar vilja halda fram. Flest þetta fólk er erfingjar vestrænnar menningar eins og Islendingar, og er því í eðli sínu hlynnt frelsi og sjálfstæði ein- staklinga og þjóða. Vestrænir menn virða dáðir lítilmagnans sem berst fyrir réttum málstað, sem frelsi og sjálfstæði hlýtur að vera. Ég held því fram að útlendar þjóðir muni styðja göfuga viðleitni íslendinga við að halda frelsi og sjálfstæði sínu. Og þá að halda einkarétti sínum á landi sínu, íslandi. Einangrun er ekki möguleg þó sumir fegnir vildu, enda í raun ekki æskileg. Islendingar munu alltaf taka rö- skan þátt í menningarstraumum evrópskra manna og sem fyrr leggja þar til dijúgan skerf, eins og sagan sannar. Ef við höldum rétt á málum, þá mun verslun síður en svo hraka, þó við höldum_ fast í frelsi og sjálf- stæði okkar. Útlendingar þurfa allt sem íslendingar hafa að bjóða, en það sem við þurfum frá þeim getum við keypt ef við höfum efni á því. Það þarf enginn að segja manni að fískurinn okkar, raforkan okkar, ferska drykkjarvatnið okkar, hreint andrúmsloftið okkar , eða víðáttu- mikla og fallega landið okkar, haldi ekki gildi sínu meðal útiendinga, sem okkar sjálfra, þó íslendingar haldi frelsi, sjálfstæði og þjóðerni sínu, og þó íslendingar varðveiti einkarétt sinn í föðurlandi sínu. Við verðum ætíð að vera varkár og þolinmóð í samningagerðum okkar við útlendinga. Mistök í sjálf- stæðis-, frelsis- og þjóðernismálum íslendinga, eru ekki auðveldlega afturtekin. Við megum ekki gleyma þjóðerni okkar og skyldum okkar við það. Við verðum að skilja að þjóðernið er í raun það sem hefur skapað þjóðina. Við höfum því óumflýjan-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.