Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 19 Öflunarhvötin eftir Magna Guðmundsson Það verður að teljast harla merkilegt, að lærdómsmaður í ís- lenzkri tungu og fombókmennt- um, Sigurður Guðmundsson skóla- meistari, gerði í ræðu við skólaslit Menntaskólans á Akureyri árið 1929 skarpa skilgreiningu á kenn- ingum Adams Smiths (1723-90). Ræðan er birt í bókinni „Á sal” og er gott lestrarefni fyrir hag- fræðinga í dag. Þar segir m.a.: „Faðir vísindalegrar þjóð- megunarfræði, Adam Smith, taldi öflunarhvöt mannanna (erhvervs- drift) sveigja þá til fésýslu og framleiðslu. Samkvæmt kenningu hans miða þeir allt við sjálfs sín hagnað og ágóða. Hann gerði afla- hvötina, að nokkru leyti, friðhelga. Löggjöf og ríki yrði að gefa henni sem víðast svigrúm.” Skólameistarinn bendir á, að margir hafi hneigzt að þessari skoðun, stjómmálamenn og fræði- menn. „Þeir fluttu, með þrótti og þunga, þann fagnaðarboðskap, að eigingirni og sjálfselska væri mesta stórveldi í mannlegum huga.” Nefnir hann séra Arnljót Ólafsson, sem ritaði „Auðfræði”, og Jeromy Bentham, heimspeking njrtsemdarkenningarinnar. Síðan varpar hann fram þeirri spurn- ingu, hvort ekkert orki á menn til dyggilegrar ráðsmennsku og vandvirkni, nema fjárhagsleg fríð- indi, silfur og gull. Henni svarar hann fyrst með þeim orðum, að dýrstu verðmæti verði ekki keypt: mannúð og bróðurþel, dýravemd, ættjarðarást. Hann telur, að fátt sé yfirleitt sanni og staðreyndum fjær en sú fullyrðing, að menn geri allt bezt fyrir fé. Hið gagn- stæða sé einmitt sannleikur. „Allt hið bezta, sem mennirnir hafa skapað, hafa þeir aldrei fyrir pen- inga gert.” Þannig nefnir hann listir og bókmenntir, vísindi og uppgötvanir, sem margir hafi stundað við fátækt og þægind- askort. Orðrétt stendur þar: „Man nú enginn sögu bók- mennta vorra í fomöld? Hið versta í bókmenntum vomm fornum, dróttkvæðin, var gert fyrir kon- ungshylli og guli. Hið bezta í þeim, fomsögur vorar og Eddukvæði, var hvorki gert fyir ritlaun né orðstír góðan. Líklega dettur eng- um í hug, að Völuspá hafi verið ort fyrir skáldlaun og frægð. Margt hefir höfundur Njálu fagurt gert og skemmtilegt. En fegurst þykir mér það þó af honum gert, að hann lét eigi nafns síns getið við þetta mikla verk.” Skólameistari nefnir fleiri hvatir legar skyldur við þjóðerni okkar; fyrir hönd forfeðra okkar, núlifandi íslendinga og afkomenda okkar. Sú menning sem þjóðernið skapar, skiptir miklu máli, og er raunveru- lega spegill þess atgervis sem í þjóð- erninu býr. Það er auðséð að þjóð og þjóðerni em í grundvallaratrið- um eitt og hið sama. Því er lítils virði að tala um frelsi og sjálfstæði, hagvöxt og menn- ingu, sögu og íslenska tungu, tækni og iðnað, sjávarútveg og landbún- að, veiðileiðsögu og menntun, eða aðra tilvemþætti Islensku þjóðar- innar, ef sjálf undirstaða tilveru hennar, þjóðernið, er ekki tekið með í reikninginn. Því er og verður alltaf, frum- skylda okkar Islendinga að varð- veita þjóðernið, sem allt annað byggist á. Svo hægt sé að vernda þjóðernið, þ.e. íslensku þjóðina, menningu og arfleifð, þá er líf- snauðsynlegt að heilagur einkarétt- ur hennar á föðurlandi hennar, ís- landi, sé fullkomlega verndaður og virtur. Höfundur er búseltur í Kanada ogstarfarsem ráðgjafi um rafmagnskerfi. Helgi Geirsson „íslendingar munu allt- af taka röskan þátt í menningarstraumum evrópskra manna og sem fyrr leggja þar til dijúgan skerf.” Magni Guðmundsson „Enn í dag, liðlega sex áratugum síðar, fara fram heitar umræður um það, hvort breyta eigi ríkisbönkum og fleiri opinberum stofn- unum í almennings- hlutafélög er skila myndu betri árangri.” til að gera vel en sérgæðin ein, svo sem starfsgleði, sköpunar- gleði, uppbyggingarþörf, þörf á að láta eitthvað liggja eftir sig, og lika ósjálfráða eðlishvöt. Önnur atriði í ræðunni verð- skulda og athygli. Hann segir t.d., að menn megi „með engu móti telja sér trú um, að eigi sé kostur hæfra manna og trúrra til að stýra fésýslu fyrir þjóðfélagið, eins og í samskonar stjóm einstaklings- eignar”. Þetta er vissulega orð í tíma talað. Enn í dag, liðlega sex ára- tugum síðar, fara fram heitar umræður um það, hvort breyta eigi ríkisbönkum og fleiri opinber- um stofnunum í almenningshluta- félög, er skila myndu betri ár- angri. Það vill gleymast, að í hluta- félögum, eins og í ríkisfyrirtækj- um, eru stjórnendur launaðir starfsmenn. Útkoman ræðst af hæfni þeirra og heiðarleika, ekki af persónulegri hagnaðarvon. Að- hald stjórnenda ætti ekki að vera lakara af hálfu ríkisvalds en af hálfu aðalfundar í hlutafélagi. Höfundur er doktor í hagfræði. Einaf þúsundum Nafn: Erna Eiríksdóttir Starf: Aðalbókari Eimskips Aldur: 28 Heimili: Fiskakvísl 12, Reykjavík Bifreið: Daihatsu Charade GTti 1988 Áhugamál: Skíði, ferðalög og tónlist Mitt álit: „Mér finnst mjög þægilegt að geta keypt og innleyst Skyndibréfog Kjarabréfmeö einu símtali, auk þess sem ég tel þau góða leið til að ávaxta sparifé mitt.“ VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7,101 REVKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.