Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 Áttu nógan kvóta? eftirÁrna Gíslason Enn harðnar umræðan um fisk- veiðistjómun þá sem við líði er í landinu og ekki síður afleiðingar hennar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að þetta gengur ekki lengur. Þeir sjá afleiðingarnar, en þverskallast margir hveijir við að viðurkenna, hvað það er sem veldur. Ástæðan fyrir því að ég skrifa nú þriðju grein mína í Morgunblað- ið er bæði mikil hvatning frá mönn- um um alit land, sem vilja heyra meira og einnig langar mig að gera smá samantekt á því sem komið hefur fram í umræðunni undanfarið í fjölmiðlum og víðar. Fyrst er til að taka að á dögunum heyrði ég ágæta samlíkingu frá útgerðarmanni (sjálfstæðismannii), töluvert stórum kvótaeiganda. Hann sagði eftirfarandi: „Við höf- um fylgst með hruni kommúnism- ans í Rússlandi. Það fyrirbrigði, sem hvað mest hefur verið tekið til bæna er rússneska forréttindastétt- in (Nomenklaturan) og,” bætti hann við, „þeir eru að leggja niður sam- yrkjubúin.” Hann hélt áfram: „Af öllum löndum í heiminum erum við hérna á Íslandi að endurvekja þessi kerfí og komum til með að sitja uppi með Nomenklaturu hina nýju, sem rekur nokkur samyrkjubú.” Svo mörg voru þau orð. Því miður er allt of mikill sannleikur fólginn í þessum orðum. Nú skulum við líta á, hvernig þetta er hægt, hvemig menn hag- ræða hjá sér á hagkvæman hátt. Bókhaldsaðferðir í þættinum „Hér og nú” í Ríkisút- varpinu fyrir skömmu var tekið fyrir málefnið „Kvótasölur og hvernig þær eru bókfærðar”. Talað var við marga, formann LÍU, endur- skoðanda, verðbréfasala o.fl. Fram kom að verslað hefði verið með kvóta fyrir nokkra milljarða og að þessar sölur/kaup yrði að bókfæra í bókhaldi. En nú vandaðist málið. Fram kom að menn hefðu hrökklast frá einni aðferðinni til annarrar án þess að finna neina fótfestu. Lítum aðeins á aðferðirnar: 1. Öll kvótakaup voru gjaldfærð? Nei, það gekk ekki. Það var órök- rænt að færa afnot af auðlind, sem endurnýjar sig, á sama hátt og olíu- eyðslu eða veiðarfæraslit. Þetta gekk ekki. Menn sneru sér að leið tvö: 2. Tap á endursölu báta, Aðili kaupir bát með kvóta (passa sig á að minnast ekki á kvóta í afsali!). Svo er að hringja í sjávarútvegs- ráðuneytið og millifæra kvótann af bátnum yfir á annan bát. Næsta skref er svo að selja bátinn aftur, nú kvótalausan/lítinn fyrir brot af upphaflegu kaupverði. Niðurstaða: Sölutap sem færist á móti hagnaði, (gott á skattinn!). Nei! Þetta gekk ekki heldur, var einum of augljóst svindl! Menn sneru sér að aðferð þijú: 3. Eignfærslu og afskriftum veiðiheimilda. Núverandi kerfi. Nei, það gengur ekki. Menn eru að uppgötva, sér til skelfingar, að þessi aðferð gengur ekki heldur. Eða svo vitnað sé í LÍÚ-formanninn: „Þessar afskriftir eru órökrænar (bara bull!) af því að áður en langt um líður, sitja menn uppi með allan fisk á íslands- miðum sem afskrifaða eign örfárra útgerða, þrátt fyrir 1. greinina í lögum um fiskveiðistjórnun, um sameign þjóðarinnar/’ Að vísu kom LÍÚ-formaðurinn með uppástungu um málamiðlun (hann vill ekki sleppa takinu!) um að eignfæra án afskriftarmöguleika (hann hefur vonandi ekki gleymt að gjafir eru skattskyldar?). í þessu sambandi get ég ekki stillt mig um að spyija: Hvað ætli sparifjáreigendur sem hafa ijárfest í hlutabréfum í útgerðarfyrirtækj- um segðu, ef þeim væru kynntar nýjar útfærslur á rekstraráætlun- um, þar sem afskriftir af veiðiheim- ildum hefðu verið dregnar út og allar forsendur hrundar? Breyta verður lögum Niðurstaða af umræðunni í þætt- inum „Hér og nú” er augljós. Á meðan 1. greinin um sameign þjóð- arinnar er þama er ekki hægt að bókfæra kvótasölu/kaup, nema að bijóta lög og jafnvel stjórnarskrá. Það yrði því að breyta íögunum. í staðinn fyrir 1. greinina um sam- eign þjóðarinnar, sem strikaðist út, kæmi: Fiskistofnarnir í kringum ísland verði eign örfárra útvaldra, enda greiði almenningur kaupin niður í gegnum skattakerfið. Að lögunum breyttum gætu menn svo bókfært hvernig sem væri. Og haldið áfram að hagræða hjá sér, eða eigum við kannski að segja hagræða sér. Áfram með hagræðinguna: Mikl- ar deilur skjóta annað slagið upp kollinum um fískverð. Menn muna sjálfsagt eftir deilunum hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa sl. vor út af fiskverði. Niðurstaðan varð sú, að menn náðu „sáttum” í formi nýrrar útfærslu á „löndunarálagi” sem er ekkert annað en ný viðmiðun út frá verðlagsráðsverði. Það eru nefni- lega til allnokkrir ennþá, sem ekki telja sig þurfa að hlíta eðlilegu við- skiptasiðferði markaðarins heldur ríghalda í úrelt kerfí miðstýringar- innar, eða eins og Gunnar Ragnars hjá ÚA sagði sjálfur: „Allt vil ég gera frekar en taka þátt í niðurlæg- ingu markaðarins.” En hvað ég skil manninn vel, á fullu við að hagræða hjá sér. Og í hveiju fólst sú hagræðing? Jú ein- hvers konar sameining (yfírtaka) ÚA og Hraðfrystihúss Keflavíkur. Nú hefur alltaf staðið í mér að það sé einhver hagræðing fólgin í því að sameina fyrirtæki sitt í hvor- um landshluta, þar sem yfír fjöll Árni Gíslason „ Ansi er ég hræddur um að bankavaldinu bregði í brún þegar þeir standa frammi fyr- ir staðreyndunum: Greifarnir öðru megin, góðir kúnnar með allt á hreinu, og hinu megin öll gjaldþrotin.” og firnindi er að fara. Og jafnvel líka þó bara sé farið yfir Hellisheið- ina frá Reykjavík til Stokkseyrar. Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að hér sé eitthvað annað sem spilar inn í! Gæti það verið, að lágt fískverð hefði gert þeim kleift að komast yfir eitthvað af seðlum til að kaupa „billegt” tap? Þeir skyldu þó ekki hafa eignfært hjá sér „kaupin” og svo afskrifað þau? Þó svo formaðurinn segi að það sé „órökrænt”. Og séu svo á fullu í „hagræðingarprósessinum” á „útkikk” eftir næsta „stað” til að kaupa? Skyldi þeim nokkurn tíma detta í hug að „á staðnum” væri maður sem, af því að hann væri ekki „kvótaeigandi”, kynni að sjá á eftir húsinu sínu á þriðja og síðasta hjá fógeta af því það var orðið óhag- kvæm eining á óhagkvæmum stað? Spyr sá sem ekki veit. Takmörkuð aðlind í allri umræðunni undanfarið hefur mikið verið hamrað á að físk- vinnslustöðar væru of margar á íslandi. Eitthvað gæti verið til í því. Þó er ég ekki viss um, að þær væru svo mikið of margar, ef dreg- ið yrði úr útflutningi á ferskum fiski, sem einnig hefur verið mikið notað til „hagræðingar” (til að friða karlana út af lágu fískverði heima?). Hér hafa hagræðingarpostularn- ir líka lausnina á reiðum höndum. Og hver er svo lausnin: Að fjölga fískvinnslustöðvum! Úti á sjó auð- vitað. Hér gleyma bara þessir sömu postular einu mikilvægu atriði. Það er hvorki hægt að veiða né verka sama fískinn nema einu sinni. Öll aukning út á sjó, þýðir minnkun að sama skapi í landi. Auðlindin er takmörkuð. Guðjón Á. Kristjánsson skipstjóri og þingmaður lýsti þessu ágætlega í þingræðu á dögunum þegar hann kom með annál ársins 1999, árið sem seinasta ferskfisktogaranum á Vestijörðum yrði lagt og síðasta frystihúsinu lokað og jaðarbyggð Vestfjarða væri farin að nálgast ískyggilega Gilsfjörðinn. Ekki er ég viss um að bankavaldið yrði par hrifíð með niðurstöðutölurnar hjá sér eftir tiltekt í þeim rústum. Með stuttri samantekt á því sem komið hefur fram í greinum mínum í Morgunblaðinu lítur dæmið út á eftirfarandi hátt: Á viðmiðunarárunum svokölluðu á fyrri helmingi síðasta áratugar fengu „ákveðnir” aðilar, sem þá fyrir tilviljun voru í rekstri og einn- ig sumir sem ekki voru í rekstri, úthlutað kvóta til einkaafnota. Þessum forréttindum hafa þeir haldið. Þeir ,sem fengu hvað stærsta út- hlutun á þessum árum „fyrir tilvilj- un” gætu í dag selt þessa „eign” sína sumir hveijir fyrir hundruðir milljóna, ef ekki miíljarða. Flestir hinna stærri hafa hins vegar valið þá leið að kaupa sér viðbótarkvóta af minni „spámönnum” kerfisins, þeim sem „fyrir tilviljun” urðu ekki stórir kvótahafar. Hér byijaði lög- málið um framboð og eftirspurn að virka. Minni spámennirnir sáu sér leik á borði, að kreíjast hærri og hærri upphæðar fyrir „eign” sína og nú er svo komið að verðlagning á veiði- réttindum (kvótum) er orðin út í hött og þeir einu sem geta keypt eru stærri „kvótaeigendur” sem með góðri afkomu af upphaflegu gjafaúthlutuninni hafa peninga til þess, og taka sér að auki það „bes- saleyfí” að láta almenning borga niður kaupin með vægast sagt vafa- sömum bókhaldsaðferðum (sjá fyrr í greininni). Aðrir komast ekki að. Séu menn í sjávarútvegi og vanti fyrirgreiðslu hjá bankavaldinu, er nú svo komið að í flestum tilfellum er fyrsta spumingin þar: ÁTTU NÓGAN KVÓTA?, ef ekki, þá er líklegt svar: FARÐU OG KAUPTU KVOTA. Af ofansögðu er ljóst hver það getur, án þess að fremja efna- hagslegt sjálfsmorð. Hrunadans Sameign þjóðarinnar, fískistofn- arnir er takmörkuð auðlind. Smátt og smátt hafa greifarnir verið að kaupa bát hér og triliu þar og kvóta allstaðar og flest endar þetta á nýju fiskvinnslustöðvunum úti á sjó, eða til hagræðingar, til sölu erlend- is, óunnið. Samtímis verður verra og verra að reka vinnsluna úti um allt land. Fyrirtækin hrynja hvert af öðru, með tilheyrandi atvinnuleysi, eigna- upptöku og fólksflutningum. Ansi er ég hræddur um að banka- valdinu bregði í brún þegar þeir standa frammi fyrir staðreyndun- um: Greifarnir öðru megin, góðir Hver er minnst uppgefin og til í að vinna í átta tíma enn? eftir Hildi Helgadóttur Þessi spuming leitar á mig þar sem ég sit og horfí örvæntingarfull á mönnunina næsta sólarhring á þessari þrjátíu rúma bráðadeild. Við höfum starfsfólk til að sinna u.þ.b. tuttugu sjúklingum en þeir era yfír- leitt nær þijátíu því sjúkrahús eru ekki eins og leikhús sem hætta að selja miða þegar öll sæti eru orðin full. Það vantar hjúkranarfræðinga á deildina mína því launin era of lág og álagið of mikið. Þessir sem eftir eru þurfa því að skipta vinn- MODEL \1Y\D Tísku- og módelskóli Nýtt námskeið að hefjast. Innritun hafin í alla hópa í síma 677799. Afhending skírteina laugardaginn 2. nóv. kl. 14-16. Kennarar: Kolla og Snúlla 7-9 ára 10-12 ára , 13-14 ára 15-20 ára eldri Ath.: Munið Barnabæ á daginn í Kringlunni. Allt fyrir barnið í dansi, leiklist, söng o.fl. o.fl. Frá 5 ára aldri. MYND Kringlunni, 3. hœð. unni milli sín eins og bróðurlega og unnt er. Því er það svo, að um leið og ég velti því fyrir mér hver sé helst í stakk búinn til að skeyta öðrum vinnudegi aftan við þann sem er að ljúka, að hrikalegar stað- reyndir blasa við. Hjúkrunarfræðingurinn Þórunn er svo þreytt og uppgefin að ég get ekki beðið hana um meira. Hún er 25 ára gömul og útskrifaðist í vor. Hjúkrunarfræðingurinn Anna á þriggja ára gamlan son sem fóstr- urnar á barnaheimilinu hafa bent á að þurfi að sjá mömmu sína oftar en milli sjö og átta á morgnana. Hún er hins vegar skuldum vafín og hefur ekki efni á að vinna minna. Hjúkrunarfræðingurinn Sigrún vann sextán tíma í gær og fyrradag þrátt fyrir að hún sé nýstigin upp úr flensu og sé enn með hita. En einhver verður að gera þetta því ekki er hægt að skilja 25-30 sjúkl- inga eftir hjúkranarfræðingslausa. Nú ef enginn fæst þá verð ég að vera áfram því þar lokast hringur- inn. Mér vex það nú svolítið í aug- um. Eg veit nefnilega að á næstu átta tímum þarf þessi hjúkranar- fræðingur að taka til Iyf og gefa tvisvar sinnum, skipta á nokkrum sáram, hafa eftirlit með vökva- dreypum, soga slím úr vitum, bregðast hárrétt við hvers kyns bráðatilfellum, búa um lík og sjá til þess að aðstandendur hins látna yfirgefi deildina í þokkalegu jafn- vægi. Svo þarf hún að sinna milli tuttugu og þijátíu símtölum, fylgj- ast nákvæmlega með öllum breyt- „En einhver verður að gera þetta því ekki er hægt að skilja 25-30 sjúklinga eftir hjúkr- unarfræðingslausa. Nú ef enginn fæst þá verð ég að vera áfram því þar lokast hringurinn.” kalla til lækni ef ástandið krefst þess. Hún þarf að taka á móti og sinna þörfum 2-6 bráðveikra sjúkl- inga utan úr bæ og svara spurning- um áhyggjufullra aðstandenda þeirra. Auk þess þarf hún að vera vel tilhöfð, upplögð og umframallt hlýleg. Hún á að brosa og vera al- varleg þegar það á við. Hún á hins vegar ekki að borða í næði, fara á fund, til læknis, sýna á nokkum hátt að hún titri í hnjánum af þreytu né ætlast til að fá þau laun fyrir starf sitt að hún geti lifað mann- sæmandi lífí. Ég sé vinnulistann í móðu á meðan þessar hugsanir leita á mig. Hjúkrun er nefniiega bráð- skemmtilegt og krefjandi starf og ég vil ekki sjá að vinna við neitt annað. Þegar hins vegar valkostirn- ir blasa við dag eftir dag, að ann- ars vegar er stuðlað markvisst að því að ungir hjúkrunarfræðingar missi heilsuna vegna þrældóms og að fólkið sem á að erfa landið og skuldirnar alist upp móðurlaust, eða svo hins vegar að dæla eldsneyti á bifreiðir óviðkomandi fólks, sem ég jjingum á sjúklingunum þijátíu og ber enga ábyrgð á, þá fara að rennji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.