Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, simi 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Einkavæðing - betri nýting skattpeninga A Asíðari árum hefur í nokkr- um mæli verið horfið að útboðum á innkaupum og fram- kvæmdum opinberra aðila. Þannig var hlutur verktaka í framkvæmdum Vegagerðar ríkisins um 38% af heildarfram- kvæmdum stofnunarinnar árið 1989 og 40% árið 1990. Lægstu tilboð voru að jafnaði aðeins 75% af kostnaðaráætlunum Vegagerðarinnar. Það er því ljóst að þessi einkavæðing opin- berra framkvæmda hefur spar- aði skattgreiðendum mikla fjár- muni; tryggt mun meiri fram- kvæmdir fyrir sömu fjármuni. Útboð Innkaupastofnunar ríkis- ins á opinberum innkaupum hafa og sparað hinu opinbera töluverða fjármuni. Það er og meira en tímabært að gera tilraunir með útboð á opinberum rekstrarverkefnum ýmis konar til að nýta betur skattfé og til að ná fram jöfn- uði í ríksbúskapnum. Páll Kr. Pálsson, verkfræðingur, víkur að þessu efni í tveimur greinum hér í blaðinu með samheitinu „Einkavæðing framkvæmda og þjónustu hins opinbera”. Hann staðhæfir að sá vandi ríkisbú- skaparins, sem felst í sívaxandi útgjöldum umfram tekjur „verði einungis leystur varan- lega með einkavæðingu fram- kvæmda og þjónustu hins opin- bera”. Greinarhöfundur segir hins vegar að vandinn við slíka einkavæðingu sé sá „að í mörg- um tilfellum fylgi ákveðin ein- okunaraðstaða þessari starf- semi. Almennt sagt sé sam- keppni forsenda einkavæðing- ar, en það geti reynzt erfitt að koma við samkeppni, þegar márkaðir eru litlir, eftirspurn takmörkuð og starfsemin krefst viðamikils og dýrs tækjakosts.” Þrátt fyrir þessa annmarka færizt þessi rekstur víðast er- lendis í hendur einkaaðila á einn eða annan veg. En áður en hafizt verði handa við einka- væðingu af þessu tagi sé mikil- vægt, „að móta ákveðna stefnu” um framvinduna. í síðari grein sinni víkur höf- undur annars vegar að rekstri heilbrigðiskerfisins og félags- legrar þjónustu og hinsvegar að rekstri skóla og mennta- stofnana, en þessi tvö þjónustu- svið vega hvað þyngst í opinber- um útgjöldum. Varðandi fræðslukerfið nefn- ir hann tvær leiðir. í fyrsta lagi einkaskóla, sem taki ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. í annan stað að ríkið greiði hvérj- um skóla ákveðið gjald fyrir hvern nemenda. Þannig yrði ríkið kaupandi þjónustu af skól- um, sem ættu í innbyrðis sam- keppni um að bjóða upp á nám í samræmi við þafir nemenda, kröfur markaðarins og gæða- kröfur samfélagsins. Höfundur telur að Háskóli íslands hafi sérstöðu í þessu efni, m.a. vegna samkeppni við erlenda háskóla. Páll Kr. Pálsson er þeirrar skoðunar að nokkur einkavæð- ing í heilbrigðiskerfinu þjóni þeim tilgangi að „ná fram lækk- un á heildarkostnaði án þess að rý:-a gæði þjónustunnar”. Hann telur þó ólíklegt að hægt se, til lengri tíma litið, að ná fram miklum sparnaði í ríkisút- gjöldum með niðurskurði á sviði heilbrigðismála. Því valdi m.a. að enn skorti mikið á í aðhlynn- ingu og aðbúnaði á sviði heil- brigðismála, m.a. aldraðra, langlegusjúklinga og fatlaðra. „Með því að auka framleiðni núverandi rekstrar fengizt hins vegar svigi-úm til að fjármagna í ríkara mæli ýmsa þætti sem vanræktir eru í dag.” Víða erlendis, segir höfund- ur, færizt í vöxt, að fólk greiði gjald til sjúkratrygginga í sam- ræmi við tekjur hvers og eins, sem innheimt sé með sköttum. Allir hafi hins vegar sama rétt til þjónustunnar, óháð tekjum. Vel mætti og hugsa sér að tryggingafélög tækju að sér að halda utan um rekstur slíkra sjúkratrygginga. Kerfi sem þetta þurfi þó rannsókna og könnunar við, bæði varðandi rekstrarfyrirkomulag og skil- greiningu á réttindum trygg- ingartaka. En með sjúkratrygg- ingum af þessu tagi opnist möguleikar á aukinni sam- keppni milli heilbrigðisstofn- ana. Líklegt sé að framleiðni myndi vaxa, starfsandi batna og möguleikar til að bæta kjör heilbrigðisstétta aukast. Höfundur kemur viðar við í hugleiðingum sínum; segir m.a. að í flestum OECD-löndum hafi stórum hluta menningarstofn- ana, leikhúsa, sinfóníuhljóm- sveita, hljóðvarps, sjónvarps o.s.frv. verið breytt úr hreinum ríkisstofnunum í sjálfseignar- stofnanir. Sjónarmið hans eiga vissulega erindi inn í þá um- ræðu, sem hér er að hefjast, með hliðsjón af framvindu mála í umheiminum, og hljóta að setja vaxandi mark á stjórn- málaumræðu í landinu næstu misserin, m.a. vegna markmiða i starfsáætlun núverandi ríkis- stjórnar: „Velferð á varanlegum grunni.” Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar til Noregs: Oskandi að EES treysti samstöðu Norðurlanda Mikilvægt að öryggishagsmunum íslands og Noregs verði haldið til skila innan NATO Ósló. Frá Guðmundi Löve, fréttaritara Morgunblaðsins. OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Noregs hófst í gær. Tilgangur heimsóknarinnar er margþættur en ekki er laust við að samningar um Evrópskt efnahagssvæði (EES) og þróun varnar- mála í ljósi nýrrar stöðu í Austur-Evrópu hafi verið ofarlega á baugi. Á rúmlega klukkuStundar fundi sem Davíð Oddsson átti með Gro Harl- em Brundtland, forsætisráðherra Noregs, urðu ráðherrarnir ásáttir um að ekki skyldi ganga hnífurinn milli landanna þó að Evrópa væri komin skrefi nær. Davíð Oddsson kvaðst vera bjart- sýnn á framtíð EES og sagði hann samninginn mjög mikilvægan fyrir Islendinga. Aðspurður'sagðist hann ekki sjá fram á að íslendingar sæktu um aðild að Evrópubandalaginu og það væri ekki á dagskrá núverandi ríkisstjómar. En sig undraði ekki þó að framtíðin bæri í skauti sér aðildarumsóknir flestra hinna EFTA-ríkjanna. Ráðherramir kváðust telja að umbreytingar á vettvangi öryggis- og vamarmála í kjölfar nýrra póli- tískra viðhorfa í Austur-Evrópu myndu hafa í för með sér breytingar á hlutverki Atlantshafsbandalagsins (NATO). Forsætisráðherra sagði í ræðu er hann flutti í kvöldverðar- boði Gro Harlem Brundtland í gær: „Það er mikilvægt fyrir báðar þjóð- imar að ekki verði horft of þröngt Á fréttamannafundi sem boðað var til eftir viðræður ráðherranna lýsti Davíð Oddsson ánægju sinni með árangur EFTA-landanna í samningunum um Evrópska efna- hagssvæðið. Kvaðst hann vonast til þess að sáttmálinn treysti samstöðu Norðurlanda og tók Brundtland í sama streng. Norski forsætisráð- herrann talaði um nýja skipan mála í Evrópu sem kæmi til með að skipta sköpum fyrir efnahagslega afkomu þjóðanna og menningarleg tengsl þeirra. Að undanförnu hafa margir spurt sig þeirrar spumingar hvað verði um samstarf Norðurlandanna þegar efnahagssvæðið evrópska verður að veruleika. Báðir létu ráð- herrarnir sterklega í ljós þá ósk að samstarfið héldi áfram af fullum hug þó að það kynni að breyta um mynd að einhveiju leyti. Kirkjuþing; Varað við nýtrú- arhreyfingum Á KIRKJUÞINGI í gær var tillaga til þingsályktunar um af- stöðu þjóðkirkjunnar til nýtrúarhreyfinga samþykkt. Þar hvet- ur kirkjuþing presta og safnaðarsljórnir að efla fræðslu í söfn- uðunum með tilliti til þeirra kenninga nýtrúarhópa, sem gangi gegn grundvallaratriðum kristinnar trúar. Kirkjuþing vekur í tillögunni athygli á að margt af því sem boðið sé upp á sé villuljós, sem ekki leiði til sannleikans. Kenn- ingar um sálnaflakk og endur- holdgun samrýmist ekki boðskap kristinnar kirkju. Jafnframt er það ítrekað að skorað sé á presta og safnaðarstjómir að efla fræðslu í söfnuðunum og auðga og dýpka trúarlíf og guðsþjón- ustu. Dr. Einar Sigurbjörnsson, sem nú situr á kirkjuþingi, segir að kirkjan sé trúfélag sem boði þann grundvöll, að Jesú Kristur sé veg- urinn, sannleikurinn og lífið. Með þessari tillögu sé í raun verið að benda kirkjunnar mönnum á að líta í eigin barm. „Guðsþjónusta kirkjunnar er í sjálfri sér tæki og öflugur miðill í því skyni að efla og auðga trúarlíf fólks. Með því að boða til umræðuhópa um trú og lífsskoðanir, fær fólk tækifæri á að ræða þessi mál og fræðast um leið.” Einar segir hugtakið nýtrúar- hreyfing vera mjög rúmt, og að kirkjan sé alls ekki að vara við öllum nýjungum. „Það eru mörg kristin trúartjáningarform til sem hafa ekki átt upp á pallborðið hjá venjulegum kirkjusöfnuðum en eiga fyllilega rétt á sér. Ég get persónulega tekið undir að ýmis- legt jákvætt hafi komið af hinni svokölluðu „karismatísku” hreyf- ingu, og hins vegar annað neik- vætt, t.d. þegar trúin er notuð sem tæki, og heilbrigði og velgengni notuð sem mælikvarði á það hvort menn njóti guðlegrar náðar. Við slíku ber prestum þjóðkirkjunnar að vara. Þetta er jákvæð tillaga og hvatning til safnaðarmanna að taka trú sína alvarlega,” segir dr. Einar Sigurbjörnsson. Dr. Gunnar Kristjánsson, sem sat hjá í kosningu um tillöguna, segir tillöguna bera neikvæðan tón í garð nýtrúarhreyfinga þar sem talað er um villuljós. „Þjóð- kirkjan hefur aldrei áður tekist á við einkenni fjölhyggjuþjóðfélags, en þar ægir saman ýmiss konar lífsviðhorfum og trúarskoðunum. Okkar kirkja hefur alltaf búið við mjög einhlíta kristna menningu. Þegar kirkjan er að fjalla um trú- arskoðanir og lífsviðhorf, sem eru ekki af sama toga og hennar eig- in, þá á fyrsta reglan að vera umburðarlyndi og virðing fyrir skoðunum annarra. Hún þarf fyrst og fremst að huga að sinni fræðslu um kristna trú, innan sinna eigin vébanda, en einnig fræðslu um önnur trúarbrögð og lífsviðhorf. Hún gæti líka boðið til samræðna við fólk sem hefur önnur lífsviðhorf,” segir Gunnar. „í nágrannalöndum okkar er lögð mikil áhersla á almenna trú- arbragðafræðslu. Ástæðan er sú að leit mannsins að því sem skipt- ir hann mestu máli í iífinu, sem er spurning hans um tilgang lífs- ins, finnur sér alltaf farveg og þess vegna er svo auðvelt að blekkja fólk með framandi lífsvið- horfum, sem eiga að svara öllum spurningum. Fólk er iðulega gert að féþúfu í þessari leit.” Gunnar segir mikilvægt að trú- arbragðafræðslu sé betur sinnt í skólum, þannig að fólk sé dóm- bært á trúarkenningar sem því sé boðið upp á. á varnarhagsmuni Evrópu og ein- blínt um of á Mið-Evrópu í því sam- bandi. Það er áríðandi að þeir miklu öryggishagsmunir, sem tengjast norðurjaðri varnarsamstarfsins inn- an NATO og öruggum siglingaleið- um yfir hafið, verði haldið til skila. Engin skref má stíga, sem veikt geta stöðu þeirra þjóða Atlantshafs- bandalagsins, sem nyrst liggja og eru næst þeim herstöðvum, sem minnst hafa tengst þeim umræðum sem orðið hafa um afvopnun á und- anförnum misserum.” Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn með for- sætisráðherra Noregs að hann væri bjartsýnn á framtíð norræns sam- starfs þó með breyttu sniði væri. Með nýjum aðstæðum væri þörf á nýjum aðferðum. „Fyrir íslendinga hefur hið nána samstarf við hin Norðurlöndin verið ómetanlegt. Við höfum náð fram málum á alþjóða- vettvangi sem óhugsandi hefði verið að næðu fram að ganga ef löndin hefðu ekki staðið saman.” Forsætis- ráðherra var spurður hvort Norður- landasamstarfið kæmi til með að verða eins mikilvægur vettvangur og áður eftir að Evrópska efnahags- svæðið verður að veruleika. Nokkrir forsætisráðherrar, þ. á m. sá finnski, hefðu óskað eftir að samstarfínu verði fundinn nýr farvegur og kvaðst forsætisráðherra vera sama sinnis. Þess bæri einnig að geta að mála- flokkurinn væri að fá sig meiri póli- tískan blæ, hlutleysisstefna Svía væri ekki söm og áður og staða Finna hefði breyst í kjölfar breyting- anna í Sovétríkjunum. Eftir fundinn með Gro Harlem Brundtland var boðað til frétta- mannafundar og síðar um daginn hitti Davíð Oddsson að máli m.a. fulltrúa íslendingafélaga og félags íslenskra námsmanna og fleiri. Frá fyrstu æfingu íslandsdeildar Heimskórsins. Kórstjórinn Úlrik Ólason Ieiðbeinir félögum sínum. íslandsdeild Heimskórsins tekin til starfa: Æfingar hafnar fyrir tón- leika með Pavarotti að ári FYRSTA æfing íslandsdeild- ar Heimskórsins var haldinn á Tónlistardaginn síðastliðinn laugardag. Enn mun vera hægt að skrá sig í kórinn því fólk vantar til að markmiðið um 50-70 manna deild náist. Ekki er skilyrði að viðkom- andi sé vanur kórstarfi. í frétt frá kórnum kemur m.a. fram að fólk á öllu aldri sé nú í kórnum og að nokkrir leggi á sig langa leið frá öðrum landshlutum til að geta verið með. Hver kórfélagi í Heim- skórnum tekur þátt í fnámskeiði í því verki sem flytja á í Stokk- hólmi á næsta ári og fá þannig kennslu og reynslu í flutningi á stærra verki. Verkið sem flutt verður í Stokkhólmi er Messa di Requiem eftir Verdi og munu um 3000 kórfélagar taka þátt í þeim flutningi. Heimskórinn (World Festival Choir) er stærsti kór í heimi með um 4.500 meðlimi víðsvegar að úr heiminum. Kórinn var stofn- aður 1984 og verða tónleikamir í apríl í Stokkhólmi á næsta ári þeir 39undu sem kórinn hefur haldið. Meðal einsöngvarar þar verður Luciano Pavarotti. Eftirlit með fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi: Kaup erlends aðila á íslensku fiskvinnslufyrirtæki rannsökuð VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur nú til athugunar nýlega fjárfest- ingu erlends aðila í fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Tilkynning um fjárfestinguna var send í samræmi við ný lög um fjárfestingu er- lendra aðila í íslenskum atvinnulífi sem tóku gildi 25. mars sl. Að sögn Björns Friðfinnsonar, ráðuneytissljóra í viðskiptaráðuneytinu, var strax send fyrirspurn um hvort fyrirtækið stundaði frumvinnslu eða fullvinnslu sjávarafurða. Fyrirtækið fékk frest til 1. nóvember til að skila upplýsingum en bað um nokkurra daga frest til viðbótar og fékk hann, að sögn Björns. Sagði hann þetta fyrsta tilvikið þar sem reyndi á hvort eignarhlutur erlendra aðila væri heimil skv. lögun- um. Vildi hann ekki upplýsa um hvaða fyrirtæki væri að ræða. Sérstök nefnd á vegum viðskipta- ráðuneytisins fjallar um allar nýjar fjárfestingar og fylgist með að far- ið sé eftir lögunum. Hún mun taka þetta mál fyrir á fundi 7. nóvember að sögn Frosta Bergssonar, form- anns nefndarinnar, og verði niður- staðan sú að fjárfestingin sé ólög- mæt ber viðskiptaráðherra að stöðva hana. Skilyrði laganna Meginreglur laganna kveða á um að íslenskir ríkisborgarar sem eiga lögheimili hérlendis og lögaðilar sem eiga heimili hér á landi og eru að öllu leyti í eign íslenskra ríkis- borgara sem eiga lögheimili hér- Iendis megi einir stunda fiskveiðar við ísland og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða. Til vinnslu telst þó ekki umpökkun afurða í neytendaumbúðir eða frekari vinnsla afurða til að gera þær hæf- ari til dreifingar, neyslu eða mat- reiðslu. Ef erlendur aðili, t.d. banki, eignast fasteign hér á landi sem veðhafi skal hann selja eignina eins fljótt og verða má, skv. lögunum. Fjárfestingar sem hafa átt sér stað fyrir gildistöku laganna eru heimil- ar skv. bráðabirgðaákvæði laganna en eigendum fyrirtækjanna ber að tilkynna hana til gjaldeyriseftirlits Seðlabankans innan þriggja mán- aða frá gildistöku laganna. Að sögn Björns geta því fyrirtæki sem er- lendir aðilar hafa eignast hlut í fyr- ir gildistöku laganna haldið hlut sínum óbreyttum. Að sögn Frosta hafa fyrirtæki sent inn fjölda tilkynninga um er- lenda eignarhlutdeild á undanförn- um vikum og sagði hann að nefndin þyrfti að íjalla um ýmis vafaatriði þar sem réyndi á túlkun laganna. Enn sem komið væri hefði þó ekki þótt ástæða til að gera neinar athug- asemdir við þær tilkynningar sem hefðu borist. „Það verða nokkur mál tekin fyrir af nefndinni en flest eru tiltölulega auðveld viðfangs. Það auðveld viðfangs. Það hafa þó vakn- að spurningar hvort tryggingafélög og olíufélög sem eru að hluta til í eigu erlendra aðila geti keypt sig inn í fiskvinnslu eða útgerðarfyrir- tæki. Þetta eru íslensk hlutafélög en spumingin er hvernig á því verð- ur tekið. Onnur vafaatriði snerta það þegar erlendir aðilar veita ís- lenskum fiskvinnslufyrirtækjum lán með því skilyrði að þau landi afla sínum erlendis. Það yrði erfitt að stöðva það, og hver er munurinn á því og beinum aflakaupum,” sagði Frosti. Breyta skuldum í hlutafé Björn sagði að margar tilkynn- ingar um íjárfestingu fyrir gildis- töku laganna hefðu borist eftir að lögin öðluðust gildi og þ.á.m. um 25% eignarhlut Texaco í Olís en Olís á hlut í tíu útgerðarfyrirtækj- um, skv. upplýsingum Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Olís. Óskar sagði að Olís hefði þegar í stað sent tilkynningu um eignarað- ild Texaco til ráðuneytisins. „Ráðu- neytið hefur ekki rætt þetta við Olís en mér sýnist ótvírætt að ákvæði laganna taki ekki til eldri tilvika. Auk þess er það meginregla í íslenskum lögum að þau eru ekki afturvirk,” sagði hann. „Framvegis mega þessi fyrirtæki ekki taka hlutabréf í útgerðarfyrir- tækjum upp í skuldir,” sagði Bjöm Friðfmnsson. Óskar sagðist vera á öðru máli. „Lögin segja að íslenskir aðilar skuli eiga útgerðarfyrirtæk- in. Olís er íslenskur aðili samkvæmt lögum þó erlent fyrirtæki eigi hlut í Olís. Hversu langt ætla menn að ganga? Þetta getur verið keðja ijölda félaga þar sem erlent fyrir- tæki á til dæmis lítinn hlut í einu fyrirtæki sem á hlut í öðm félagi sem á síðan hugsanlega hlut í sjáv- arútvegsfyrirtæki. Lögin kveða ekki uppúr um hvernig þessu skuli háttað,” sagði Óskar. Hann sagði að hlutur Olís í útgerðarfélögum væri í flestum tilfellum smávægi- legur og yfirleitt til kominn vegna breytingar á skuldum í hlutafé í stað afskrifta. Sagði hann að Olís hefði ekki sóst eftir áhrifum innan þessara fyrirtækja og vildi ekki kaupa viðskipti með hlutafjárkaup- um. Að sögn Frosta hefur nefndin unnið að öflun upplýsinga um allar erlendar fjárfestingar á íslandi að undanförnu. Sagði hann að þrátt fyrir löggjöf gætu erlendir aðilar hugsanlega sett upp leppa og spilað á kerfið ef þeir vildu. „Lögin þurfa að vera skotheld og eftirlit til stað- ar,” sagði hann. Auk hans sitja í nefndinni Baldur Guðlaugsson lög- fræðingur, Jón sveinsson lögfræð- ingur, Sigurður B. Stefánsson for- stöðumaður verðbréfamarkaðar ís- landsbanka og Már Guðmundsson hagfræðingur. Hraðfrystihús Stokkseyrar og Glettingur sameinuð: Samningar gera ráð fyrir 100 milljón kr. hlutafjárútboði BUIÐ er að ganga frá samkomulagi um sameiningu Hraðfrystihúss Stokkseyrar og Glettings í Þorlákshöfn og sameinast fyrirtækin undir nafninu Árnes hf. um áramót. Samningar þessara tveggja fyrirtækja gera m.a. ráð fyrir 100 milljóna króna hlutafjárútboði hjá hinu nýja félagi og hefst það eftir nokkrar vikur. Auk þess hefur Glettingur leyfi til að selja togarann Jóhann Gislason ÁR-42 fram til 1. mars á næsta ári en togarinn er nú á kaupleigusamningi í Kanada. Samkvæmt upplýsingum frá Sigf- úsi Jónssyni stjórnarformanni Hrað- frystihúss Stokkseyrar eru eignar- hlutföllin í Árnesi hf. þannig að Glett- ingur á 66% en HS á 34%. Togarinn Jóhann Gíslason ÁR-42 er metinn á 70% af húfmati í samkomulaginu sem eru 250 milljónir kr. og ef Glettingi tekst að selja hann fyrir meira verð en það heldur fyrirtækið mismunin- um. Einnig eru að finna í samkom- ulaginu almenn ákvæði þess efnis að sveitarfélögin tvö, Stokkseyri og Þor- lákshöfn, komi sér saman um aðstöð- ugjöld o.fl. þannig að slíkt hafi ekki áhrif á umfang reksturs hins nýja fyrirtækis. Sigfús Jónsson segir að grundvöll- ur fyrir sameiningunni sé að skuld- breytingar lána hjá Byggðastofnun og Landsbankanum takist en verið er að vinna að þeiin málum. Hið nýja félag leggur upp með þokkalega stöðu að mati Sigfúsar, skuldir nema 1-1,1 milljarði króna en endurmetið eigið fé er á bilinu 5-600 milljónir króna. Kvóti Árness hf. nemur um 5.500 tonnum af þorskígildum en auk þess hefur veiði utan kvóta, einkum flat- fískur, numið um 3.000 tonnum ár- lega. Gert er ráð fyrir að fiskvinnslan verði áfram á Stokkseyri á svipuðum nótum og verið hefur en meðal þeirr- ar hagræðingar sem næst er að allur bolfískaflinn verður væntanlega unn- in á Stokkseyri. „Ég er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist með sameingu þessara tveggja fyrirtækja og er þokkalega bjartsýnn á framtíðina,” segir Sigfús Jónsson. Starfsemi Almenningsvagna hf. hefst næsta vor: Stóraukin tíðni ferða og samstarf við SVR Almenningssamgöngur á Stór-Reykjavíkursvæðinu eflast að mun, einkum í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ þegar starfsemi Almenn- ingsvagna hf. hefst í marsbyijun á næsta ári. 20 mínútur verða á milli ferða í meginkerfinu í öllum sveitarfélögunum, nema í strjálbýli, og ganga vagnarnir frá kl. 7 til kl. 24. Samningaviðræður standa yfir við stjórn Strætisvagna Reykjavíkur um samhæfingu þjónustunnar og að fargjaldakerfin verði hugsanlega samræmd. Fargjöld hafa ekki verið ákveðin en stefnt er að því að þau verði sambærileg við það sem er hjá SVR. Búið er að hanna. leiðakerfi. Almenningsvagnar hf., sem er samstarfsfyrirtæki sveitarféláganna á höfuðborgarsvæðinu, hefur ákveð- ið að semja við Hagvirki-Klett hf. og Allrahanda hf. um akstur á svæð- inu. Örn Karlsson, framkvæmda- stjóri Almenningsvagna, sagði að upphaflega hefði verið áætlað að hleypa þjónustunni af stokkunum um næstu áramót. Sérleyfín á höfuð- borgarsvæðinu, sérleyfi Landleiða, Mosfellsleiðar og Erlends Bjömsson- ar í Bessastaðahreppi, renna hins vegar ekki út fyrr en 1. mars og var því ákveðið að miða starfsemina við þann tímapunkt og við það miðuðust áætlanir. Leiðakerfi hefur verið hannað og sagði Öm að það væri mjög frá- bmgðið því kerfi sem áður hefði gilt í þessum sveitarfélögum. „Mesta breytingin er hjá Hafnfirðingum, Garðbæingum og í Bessastaða- hreppi. Þar verður aukin þjónusta. Eins verður sérstök leið um suður- sveitarfélögin sem tengist síðan Reykjavík í Mjódd í Breiðholti. Hin venjulega tenging hefur verið við Hlemm og Lækjartorg en ein leið mun fara austar, þ.e. vestur Bú- staðaveg og niður Grensásveg og Suðurlandsbrautina. íbúar hér á suðursvæðunum munu því eiga fleiri valkosti varðandi tengingu við Reykjavík,” sagði Örn. Samræmt kerfi milli sveitarfélaga Hann sagði að kerfið yrði sam- ræmt þannig að samgöngur á milli þessara sveitarfélaga yrðu auðveld- ari. Sveitarfélögin hefðu hvert í sínu lagi verið með samgöngur innan síns sveitarfélags og tengingu við Reykjavík en samgöngurnar verið stirðar á milli sveitarfélaga. Þarna yrði bylting gerð. Öm sagði að ekki hefði verið tek- in ákvörðun um fargjöld en hann átti ekki von á því að þau hækkuðu frá því sem nú er og um yrði að ræða lækkun á fargjaldi fyrir Iiafn- firðinga. Hann reiknaði með að sam- starf yrði milli Almenningsvagna hf. og SVR í þeim efnum. Þegar væru viðræður um það hafnar og sagði hann að SVR hefði sýnt jákvæð við- brögð við samstarfinu. „Það er stefnt að því að þessi tvö kerfi vinni sem ein heild gagnvart höfuðborgarbúan- um. Það er ekki ljóst á þessu stigi hvort það verður með skiptimiða- kerfi eða einhveiju öðru fyrirkom- ulagi, en þarna verður einhver sam- ræming. Hugsanlegt er að í stað skiptamiðakerfisins verði tekin upp mánaðarkort sem bundið er persónu. Það gæti hugsanlega gilt í öllu kerf- inu. Við erum að útfæra kerfið á þann hátt að enginn þröskuldur verði á milli þessara tveggja kerfa,” sagði Örn. Hagvirki-Klettur mun halda uppi innanbæjarakstri í Hafnarfírði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaða- hreppi og tengingu milli þessara sveitarfélaga og Reykjavíkur. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 216 milljónir kr. á ári sem það fær greitt mánaðarlega. Fargjaldatekjur renna til Almenningsvagna hf. Gísli Friðjónsson, framkvæmda- stjóri Hagvirkis-Kletts hf., sagði að stofnkostnaður væri gríðarlega hár. Reiknað væri með að fyrirtækið keypti 20-22 nýja vagna sem kost- uðu hver á bilinu 12-15 milljónir kr., eða á bilinu 240-330 milljónir kr. Fyrirtækið væri farið að leita til- boða í vagnana. Lítill kostnaður væri hins vegar fólginn í því að koma upp bækistöðvum fyrir vagnaflot- ann, fyrirtækið væri með viðgerða- verkstæði fyrir sínar þungavinnuvél- ar og önnur farartæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.