Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 AUGLYSINGAR Blaðberi óskast Morgunblaðið óskar eftir blaðbera á Sogaveg 117-212. Upplýsingar í síma 691122. fHmngmilFlaMfe Apótek - afgreiðsla Afgreiðslustarf er laust nú þegar á reyklaus- um vinnustað. Vinnutími kl. 9-18 eða 13-18. Vaktavinna 7. hv. viku. Upplýsingar um fyrri störf, menntun, aldur og símanúmer merktar: „Reyklaus/trúnaðar- mál - 64” sendist auglýsingadeild Mbl. Skipstjóri óskast á rækjufrystiskip. Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Rækja - 9613”. Bakarameistarar athugið! Óskum að ráða bakarameistara til að veita forstöðu brauðgerð okkar á Höfn í Hornafirði. Allar nánari upplýsingar veita Hermann Hansson eða Einar H. Björnsson í síma 97-81200 virka daga. KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA 780 HÖFN — HORNAFIRÐI Grunnskólakennarar Vegna forfalla vantar nú þegar kennara í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða heila stöðu í samfélagsfræði og tungumálakennslu. Upplýsingar gefa skólastjóri eða yfirkennari í síma 651011. Skólafulltrúinn íHafnarfirði. Fiskverkunarhús Fiskveiðasjóður íslands auglýsirtil sölu fisk- verkunarhús á Bakkagötu 11, Kópaskeri. Um er að ræða 433 fm stálgrindarhús á steyptum undirstöðum og selst húsið með þeim tækjum og búnaði sem í því er. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. Frestur til að skila tilboðum á skrifstofu sjóðsins rennur út kl. 16.00 þann 15. nóv- ember nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, sími 91-679100. BMW518M991 (skráður ’90) Stórglæsilegur bíll, hlaðinn aukahlutum. Topplúga, álfelgur. Ekinn 12.000 km. EV bílar - EV húsinu, Smiðjuvegi 45, Kópavogi, símar 77744 - 77202. LÖGTÖK Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að 8 dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þess- arar fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 7.-9. greiðslutímabil með ein- dögum 15. hvers mánaðar frá ágúst til októ- ber 1991. Reykjavík, 29. október 1991. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands Kynningarfundur um sjúkravinastörf kvennadeildar RRKÍ verður haldinn á Hótel Lind þriðjudaginn 5. nóvember. Kynnt verða sjálfboðaliðastörfin í sjúkrahús- um borgarinnar þ.e. í sjúklingabókasöfnun- um og í sölubúðunum sem og störfin við heimsóknarþjónustuna og föndurvinnuna. Vinsamlegast látið skrá ykkur í síma 688188. Stjórnin. FLUGMÁLASTJÓRN Flugmenn -flugáhugamenn Haustfundur okkar um flugöryggismál verður á Hótel Loftleiðum í kvöld og hefst kl. 20.00. Fundarefni: 1. Atburðir sumarsins raktir. 2. Það nýjasta á döfinni í reglum. 3. Kvikmyndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Flugmálafélag íslands. Flugmálastjórn. Öryggisnefnd FÍA. samningar- Góðir eða slæmir? Framsóknarfélögin í Reykjavík, ásamt S.U.F., gangast fyrir opnum há- degisverðarfundi um EES- samningana á Hótel Lind föstudaginn 1. nóvember nk. kl. 12.00. Frummælandi verður Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, sem jafnframt mun svara fyrirspurn- um. Á fundinn mun einnig mæta Bjarni Einars- son, stjórnarformaður í Samstöðu um óháð ísland. Léttur hádegisverður á kr. 800. F.F.R. og S.U.F. Bernskan - íslandsdeild OMEP heldur málþing, Foreldrar og börn í önn dagsins, í Háskólabíói (sal 4) laugardaginn 2. nóvember 1991 kl. 13.00. Fyrirlesarar: Valborg Sigurðardóttir fyrrver- andi skólastjóri, Þuríður J. Kristjánsdóttir, prófessor, Halldór Hansen, barnalæknir, Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur og Páll Skúlason, prófessor. Leikskólabörn leika og syngja undir stjórn Ólínu Geirsdóttur, leikskólastjóra. Pétur Jónasson leikur klassíska gítartónlist. Þinggjald er kr. 600. Málþingið er öllum opið. fÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í að leggja Suðuræð - áfanga A2. Verkið fellst í að leggja 2,8 km langa einangr- aða pípu í plastkápu frá Elliðaám meðfram Suðurfelli og Breiðholtsbraut að Reykjanes- braut. Pípan er að hluta 08OO mm víð og 0700 mm að hluta. Verkinu skal lokið 15. október 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 13. nóvember 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|uvetji 3 Sinu 25800 ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði - Kópavogi • Til leigu 200 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Hamraborg 7. Möguleiki á að skipta húsnæðinu. Sanngjörn leiga. Möguleiki á langtímasamningi. • Til leigu 30 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í Hamraborg 7. Upplýsingar í síma 44415 frá kl. 9.00-12.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.