Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER 1991 35 Meira um Héðinsfjörð Jón Axel Björnsson heldur hér á einu verka sinna. Jón Axel Björnsson sýnir í nýju galleríi eftir Inga Árnason Heiðraði ritstjóri. Tilefni þessa bréfs er grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins 20. október síðastliðinn. Umrædd grein, sem nefnd er „Hallæri í Héðinsfirði” finnst mér skrifuð í slíkum þvaður- og lítils- virðingartón að ekki sæmi stærsta (og vonandi metnaðarfyllsta) dag- blaði á íslandi. Af inngangi skrásetjara, Friðriks Indriðasonar, má ætla að átta manna „holl” hafi verið fengið til að „grisja” vatnið í Héðinsfirði, en hvergi er þess getið hver eða hvetj- ir báðu um slíka þjónustu eða veittu leyfi til þessa leiðangurs. Helst er að sjá að greinin sé skrif- uð til að veita útrás gremju yfir misheppnaðri veiðiferð. Lesendum Morgunblaðsins er því ekki boðið að lesa jákvæða frásögn um ferð í glöðum hópi á fagrar slóðir, hvort sem veiðiskapur gekk vel eða illa, MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ný- aldarsamtökunum: í upphafi ályktunar kirkjuþings um 13 mál eru „prestar og forystu- menn safnaða hvattir til að efla trú- fræðslu í söfnuðum í ljósi kenningar nýtrúarhópa”. Við viljum leggja áherslu á að Nýaldarhreyfingin er ekki trúarsam- tök, heldur aðhyllist fólk innan þess- arar hreyfingar trúfrelsi og umburð- arlyndi gagnvart trúarskoðunum annarra. Von okkar er að 4 þeirri nýju öld, sem við erum að nálgast, takist að sameina allar þjóðir heims með fullkomnu umburðarlyndi og virðingu fyrir trúarskoðunum, menn- ingu, þjóðemi og litarhætti hvers og eins. Nýaldarhreyfingin samanstendur af hópi fólks sem er að leita svara við ásæknum spumingum um lífið og tilveruna og í stað þess að hjálpa þessu fólki að leita svaranna, þá ræðst kirkjan á hugmyndirnar með því að stilla þeim upp sem nýrri trúar- hreyfingu eða villutrú. Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un töldu 80-90% þjóðarinnar sig vera trúaða, en af þeim eru aðeins 11% sem virðast vera sammála kennisetn- ingum þjóðkirkjunnar og aðeins 3% sem sækja kirkju vikulega. Nýaldarhreyfingin leggur áherslu á þroska einstaklingsins og þekking- heldur fá þeir með sunnudagskaff- inu ómerkilegt nöldur, blandið háðs- glósum og lítilsvirðingu — bæði á því fólki sem „hollið” hafði sam- skipti við, sem og öðru, lifandi og dauðu, sem varð á vegi þeirra fé- laga. Þegar farið er um slóðir sem áður voru byggðar fólki, eins og t.d. Héðinsíjörð, sýnist vel við hæfi að hugsa til liðins tíma. Ekki var langt fyrir skrásetjarann að fara til að finna rústir bæja í Héðins- firði og láta hugann reika til baka, hugsa til lífsbaráttu þessa fólks og óblíð kjör í afskekktum firði. Ekki er heldur að fínna eitt orð um staðhætti eða lýsingu á Héðins- firði, sem skartar mikilli fegurð, með brött og tignarleg fjöll, grónar hlíðar og stórt stöðuvatn með fal- legan ósi sem rennur langa leið meðfram sjávarkambinum, áður en hann brýtur sér leið í gegn og út til sjávar. Var þó veður með ágætum þá daga sem dvalist var í firðinum, arleit hans til að skilja sjálfan sig og þá tilveru sem hann lifir í. Leitin hefur beinst inn á við þar sem fólk leitar Guðs og hefur þá í huga erind- ið: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber. Guð í aiheimsgeimi Guð í sjáifum þér. Er þetta kannski það sem kirkju- þing vitnar til sem „gervivísinda og sjálfsdekurs”? Kirkjuþing ályktar um kaupskap nýaldarfyrirtækjanna, en virðist ekki gera sér grein fyrir að í þeim „kaup- skap” er um fijálsan vilja einstakl- ingsins að ræða. Á sama tíma og kirkjuþing ályktar um þennan kaup- skap, þá er kvartað á þinginu yfir því að kirkjan fái ekki 1,2 milljarða óskerta frá skattborgurum, þó hún veiti aðeins litlum hluta þjóðarinnar trúarlega lífsfyllingu. í ályktun kirkjuþings er talað um að „einstaklingar séu lokkaðir í viðj- ar hjátrúar”. Samkvæmt kirkjunnar mönnum teljast þeir „hjátrúa” sem ekki trúa á skilgreiningu þeirra á biblíunni, en það er meirihluti alls mannkyns. Þrátt fyrir ályktun kirkjuþings á kirkjan innan sinna raða marga mjög hæfa einstaklinga sem sýna umburð- arlyndi í orði og verki. samkvæmt frásögn Friðriks, og ákjósanlegt til að skoða sig um. Nei, ekkert slíkt er honum í huga. Það eina sem minnst er á frá liðn- um tíma er flugslysið mikla í Hest- fjalli árið 1947 og segir Friðrik að ijörðurinn sé „einkum þekktur í annálum sökum þess”. Fólki nyrðra, sem leiðangurs- menn höfðu samskipti við og greiddi götu þeirra, er að litlu getið og þá með heldur háðulegum hætti. „Kerling” í bakaríi kvaddi þá félaga með furðu og þegar björgunarsveit- armenn, sem fluttu þá til Héðins- fjarðar, vilja vita deili á farþegum er þeim svarað með útúrsnúningi og lygum. „Og var það mál ekki rætt frekar,” segir blaðamaðurinn hróðugur. Er komið er að veiðihúsi í Héðins- fírði kemur upp vandamál, en það leysa leiðangursmenn að bragði og er skrásetjari laundijúgur fyrir hönd sinna manna. „Þar sem enginn hefur haft rænu á að taka lykla að kofanum með þarf að byija á því að bijótast inn í kofann sem reyndist lítið vandamál fyrir hóp- inn.” Veiðiskap er svo lýst í nokkru máli. Þar „púlar hollið við að beija vatnið, ána og ósinn, pælir í hvort einhver maðkur sé í mysunni og liggur á endanum afvelta hér og þar um veiðihúsið eftir grillveisl- una”, sem betur hefði verið haldin nær heimaslóðum. Björgunarsveitarmenn eru svo nógu góðir til að sækja hópinn, fyrr en til stóð í upphafí og Héðins- fjörður er kvaddur með „lítilli eftir- sjá”. Lýkur þar með þessari frásögn blaðamanns af afrekum sínum og veiðifélaganna sem í greininni og myndatextanum heita Maggi, Simmi, Palli, Valli, Hinni, Steini og Siguijón. Ekki skal lengi dvalið við orðaval og stíl höfundar en gott dæmi um smekkvísi hans er lýsing á flugi list- flugvélar sem kemur „eins og öskrandi andskoti úr helvíti yfír fjörukambinn”. Þá hlýtur grillsósan að hafa ver- ið bragðmikil, en henni er lýst sem „illvígri” og aflinn tilvonandi talinn verða „ógurlegur”. Að lokum þetta. Margt fólk á rætur að rekja til eyðifjarðarins Héðinsfjarðar og hugsar til hans með hlýju. Það er móðgun við þetta fólk, og einnig þá sem greiddu götu leiðangurs- manna, að gera firðinum slík skil sem gert er í greininni „Hallæri í Héðinsfirði”. Höfundur er Ólafsfirðingur. JÓN Axel Björnsson opnaði ný- lega sýningu á verkum sínum í nýju galleríi, G 15 Gullsmiðja og Gallerí, að Skólavörðustíg 15. Jón Axel er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Islands á árunum 1975-1979. Hann hefur ____________Brids________________ Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridsfélag Borgarness 40 ára Bridsfélag Borgarness hélt nýlega aðalfund sinn, og mættu þar meðal annars 20 nýir félagar. Spilað er í Félagsbæ á miðvikudögum kl. 20.00 og er þátttaka góð. Bridsfélagið var stofnað 30. okt. 1951 og voru stofnendur 35. Félagið verður því 40 ára um næstu mánaða- mót og verður afmælisins minnst föstudaginn 1. nóv. nk. kl. 19.30 í Hótel Borgarnesi. Þar verða kaffiveit- ingar og dagskrá þar sem saga félags- ins og blómleg bridsspilamennska í Borgarnesi í 40 ár verður rifjuð upp. Félagið vill gjaman sjá sem flesta félaga og velunnara mæta með bros á vör á afmælishátíðina og væntir þess að þar verði notaleg kvöldstund. Aðgangseyri verður stillt í hóf. Skráning á hátíðina er hjá formanni félagsins, Elínu Þórisdóttur, hs. 71468, vs. 71200. Bridsfélag Sauðárkróks Þremur umferðum af sjö er lokið í hraðsveitakeppni félagsins. Staða efstu sveita er: Sv. Halldórs Jónssonar 61 Sv.FÁSA. 58 Sv. Gunnars Þórðarsonar 49 Sv. Suðurleiða 46 haldið tíu einkasýningar og tíu sam- sýningar, bæði hér á landi og er- lendis. Á sýningunni, sem stendurtil 19. nóvember, sýnir Jón Axel smá- myndir. Sýningin ér opin virka daga frá kl. 10-18.30 og laugardaga frá Bridsfélag byrjenda Að venju var góð þátttaka í byij- endafélaginu síðasta spilakvöld eða 34 pör. Hæsta skor í N—S riðli: Aron Þorfinnsson - Þórður Aðalsteinsson 226 Ingólfur Amason - Hafsteinn Einarsson 219 Álfheiður Gisladóttir - Pálmi Gunnarsson 206 Ólafur Erlingsson - Othar Petersen 206 Örn Jónsson—Kristín Jónsdóttir 204 Hæsta skor í A—V riðli: Tómas Sigurðsson - Sigurður Ó. Kolbeinsson 233 Valgarð Jakobsson — Kristinn Friðriksson 219 Kristján Þorkelsson - Geir Ragnarsson 211 Sigríður E. Siprðard. - Sigurður Ólafsson 203 KolbrúnThomas-EinarPétursson 199 — Næsta spilakvöld er þriðjudaginn 5. nóv. og hefst spilamennska kl. 19.30 stundvíslega. Bridsfélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Nú er lokið fjórum umferðum í að- altvímenningi félagsins og er staða efstu para þessi: Friðjón Vigfússon - Kristján Kristjánsson 179 ísakÓlafsson-SigurðurFreysson 144 Haukur Björnsson - Þorbergur Hauksson 122 Ámi Guðmundsson - Jóhann Þorsteinsson 99 Jónas Jónsson - Guðmundur Magnússon 84 Bestu skor fjórðu umferðar: ÁsgeirMetusalemsson-FriðjónVigfússon 84 • ísakÓlafsson-SigurðurFreysson 80 HörðurÞórhallsson-BjamiGarðarsson 49 HaukurBjömsson-ÞorbergurHauksson 31 KristmannJónsson-MapúsBjamason 30 Athugasemdir við álykt- un 22. kirkjuþings kl. 10-16. Gítarkennsla Nú getur þú lært á gítar í gegnum bréfa- skóla. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið í rokk og blús hefjast í hverri viku. Upplýsingar í síma 91-629234. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Félag íslenskra gítarleikara. Garðabær Bæjarmálafundur Fundur um málefni Garðabæjar verður haldinn í tónlistar- stofu Garðaskóla nk. fimmtudag 31. október kl. 20.30. Frummælendur: Ingimundur Sigur- pálsson, bæjar- stjóri, og Laufey Jó- hannsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Vinnuhópar starfa. Umræður. Sjálfstæðisfélag Garðabæjar. Aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna f Hóla- og Fellahverfi verður haldinn fimmtu- daginn 7. nóvember nk. kl. 20.30. FundarstaðurerValhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Gestur fundarins, Björn Bjarnason. Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi. Aðalfundur Aðalfundur TÝS, félags ungra sjálfstæðis- manna í Kópavogi, verður haldinn fimmtu- daginn 7. nóvember kl. 21.00 í Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur fundarins verður Davíð Stefánsson, formaður SUS. Stjórnin. Vélritunarkennsla Morgunámskeið byrja 4. nóv. Vélritunarskólinn, sími 28040. I.O.O.F. 5 = 17310318'A = SK. I.O.O.F. 11 =1731031872 = 9.0. HELGAFELL 599110317 IVA/ 2 St.St.599110317VII Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur Einar Jakob Guðjónsson. Allir hjartanlega velkomnir. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld fimmtudag 31. október. Byrjum að spila kl. 20.30 (stundvíslega). Verið öll velkomin og fjölmennið. AjiA Skipholti 50b, 2. hæð. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir innilega velkomnir. V,------7/ KFUM V AD KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. Heimsókn UD-KFUM í Breiðholti til danskra KFUM pilta. Arnmundur Jónasson og Hreiðar Stefánsson segja ferða- söguna í máli og myndum. Kaffi eftir fund. Allir velkomnir. fomhjólp Samkoma verður í kapellunni í Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Stefán Baldvinsson. Samhjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.