Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 y Símar 13303-10245 y y Komið og njótið góðro veitinga i y %: þægilegu og afslappondi umhverfi. Á t,I’ Munið sérstöðu okkar til oð toko ó \ móti litlum hópum til hvers konar veislu- og fundarholdo. Nýtt útlif - betri staður. y y y Verið velkomin. r y Starfsfóik Torfunnar. J yyyyyyyyyyy FRABÆR HÖNNUN xT Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa Fæstíhelstu igarvöruvers umlandallt. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^sídum Moggans! A Magnús Guðbrandsson fulltrúi - Minning Fæddur 4. janúar 1896 Dáinn 23. október 1991 Nú er Magnús afi allur og það er einkennileg tilfínning. Að skynja hvernig lífíð gengur óhaggað og eðlilega, upplifa ömmur og afa deyja, eldast sjálfur og verða fyrr en varir sjálfur gamall. En þannig á það að vera og þannig verður það. Afí var orðinn gamall maður, sjóndapur og lasburða og þráði hvíldina góðu. Reisn sinni og glæsi- leika hélt hann til hinstu stundar og skapfesta og stolt fleytti honum yfír marga erfíða hjalla þegar á móti blés á ævikvöldi. Margur hefði lagt árar í bát og gefist upp á móti lífsins straumi en afí beit á jaxlinn og hélt áfram að stríða elli kerlingu en vissi auðvitað að henni yrði ekki endalaust strítt. Afí var vinsæll maður og vel þokkaður bæði í leik og starfi. Hann vann mikið að félagsmálum og var einn stofnfélaga Karlakórs KFUM, síðar Fóstbræðra, árið 1916. Kórstarfíð var hans líf og yndi og unni hann þeim félagsskap ákaflega mikið. Afí upplifði og tók þátt í fyrstu knattspyrnuspörkum okkar íslendinga og keppti undir merkjum knattspyrnufélaganna Vals og Fram. Hann var valinn í fyrsta úrval íslenskra knattspyrnu- manna, nokkurs konar landsliðs, sem sigraði danskt félagslið A.B. 4:1 árið 1919. Að sjálfsögðu var afí ánægður með úrslit leiksins sagði oft skemmtilega frá atburðum tengdum þessum tíma. Afí hafði ætíð gaman af að yrkja og á seinni árum gaf hann út tvær ljóðabækur, „Gamanyrði” árið 1980, og „I léttum dúr” árið 1986. í þessum bókum kom hann á prent hugðarefnum sínum sem hann hafði safnað að sér í gegnum tíðina. Þar má nefna sjónvarpsrevíu, ljóð, og frásagnir af mönnum og málefnum í bundnu máli og eru mörg gullkorn þar að finna. Arið 1927 kvæntist afí alveg yndislegri konu, Júlíönu Oddsdóttur Valentínussonar frá Stykkishólmi, síðar ömmui minni. Þar var afí ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ Hin vinsælu ættfræðinámskeið hefjast bráðlega og standa í 7 vikur (ein mæting í viku) til miðs desem- ber. Þátttakendur fá kennslu og þjálfun í ættrakningu og úrvinnslu heimilda, þ.á m. leiðbeiningar um tölvu- vinnslu á ættartölum og niðjatölum og afnot af alhliða heimildasafni. Leiðbeinandi: Jón Valur Jensson. Upplýsingar og innritun i símum 27101 og 22275. Ættfræðiþjónustan tekur saman niðjatöl og ættartölur fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Mikið úrval ættfræði- bóka til sölu. Ættfræðiþjónustan, Sólvallagötu 32A, sími 27101. heppinn með lífsförunaut því að frá ömmu geislaði hlýja og birta og hún yljaði þannig umhverfi sitt að allt varð svo gott og fallegt í návist hennar. Afí orti til ömmu ljóðið „Til konu minnar” árið 1978, þar sem segir betur en mörg orð hug hans til hennar. Eins og sól á sumardegi sendir geisla, veitir yl, lýstir þú á lífs míns vegi, leiddir mig, svo villtist eigi. Gafst mér allt, sem áttir til í upphafsorðum mínum lýsi ég Magnúsi afa mínum sem glæsileg- um manni sem hélt reisn sinni og þokka fram á síðasta dag. Hann var líka mjög tilfinninganæmur eins og kemur fram í mörgum ljóða hans. Afí samdi gullfallegt kvæði árið 1981 þegar móðuramma mín, Jóhanna Sigurðardóttir, andaðist. Hnigin er lilja á haustkvöldi hún sem á vormorgni reis. Sterkir voru stofnar. Stilkur traustur. Sælir sumardagar við sólaryl. Fqóvgast fræ. Fögur lifa blóm þótt hnigi lilja á haustkvöldi. Ég minnist Magnúsar afa með hlýju, virðingu og þakklæti. Jóhann Kjartansson Kveðja frá „Fóstbræðrum” Hljóða nótt ég halla höfði þreyttu að barmi þér, stijúk þú hlýrri hendi hægt og rótt um vanga mér. Lát þú svefhrödd óma, syng oss þína töfrahljóma, syng oss þína töfrahljóma, fær þú öllum hvíld og frið. (Sig. Sig. frá Arnarvatni.) Magnús Guðbrandsson er látinn hátt á 96. aldursári. Magnús var einn af 21 stofnenda Karlakórs KFUM í nóvember 1916. Magnús söng 1. tenór til 1940 en síðan 2. tenór til 1950 er hann hætti fastri þátttöku í söngnum. En eins og þar stendur einu sinni „Fóstbróðir” ávallt „Fóstbróðir”. Nafni söngfé- lagsins var 1936 breytt úr Karlakór KF'UM í Karlakórinn Fóstbræður. Á sjötíu ára afmæli „Fóstbræðra” var Magnús gerður að heiðursfé- laga, sá eini hingað til. Löngu löngu. áður var Magnús sæmdur gull- hörpu „Fóstbræðra”, hún er æðsta þjónustutákn félagsins. Þegar mað- ur hugsar um svona langt tímabil eins og ævi Magnúsar og tengslin við „Fóstbræður” verður manni á ÆTTFRÆOINAMSKEIB í Reykjavík og á Akureyri. Ættfræóiþjónustan Simi 27101 iTA /—^ i 1 BILALAKK Við eigum litinn á bílinn á úðabrúsa. oidl ci FAXAFEN 12 (SKEIFAN). að hugsa; getur þetta verið? Jú, 4. janúar 1991 tók Magnús á móti söngbræðrum og öðrum gestum í Fóstbræðraheimilinu í tilefni af 95 ára afmæli sínu. Magnús hefur alla tíð verið veitandi og hefur tekið á móti söngbræðrum og vinum með reisn. Erindið í upphafí þessara lína er síðara erindi í Sefur sól hjá ægi eftir Sig. Sig. frá Amarholti. „Fóst- bræður” hafa löngum sungið „Sefur sól” en aldrei néma eitt erindi og það þá endurtekið. Það var svo í söngferð til höfuðborga Norður- landa 1946. Sú ferð var farin á vegum SÍK og hafði svo um samist að Karlakórinn Fóstbræður og Karlakórinn Geysir legðu til söng- stjóra og söngmenn. „Geysismenn” bjuggu yfír þessu síðara erindi. Við „Fóstbræður” fögnuðum þessu seinna erindi og var það óspart sungið í ferðinni, en ekki síðan. Erindið er vandfundið en er þó til í gamalli söngskrá Karlakórsins Geysis. Magnús Guðbrandsson var með í þessari söngferð og stóð í þessari ferð í annað skipti á söng- palli í Oddfellowpalæet í Kaup- mannahöfn og Aulaen (hátíðarsal háskólans í Ósló). Þetta varð jafn- framt síðasta meiriháttar söngferð- in sem hann tók þátt í. Aðrar söng- ferðir sem Magnús tók þátt í var t.d. söngferð til norðurlands 1943. Ágætasta ferð og farið í tveim stór- um langferðabílum. Hápunktur þeirrar ferðar var söngskemmtun í troðfullu Nýja Bíói á Akureyri við forkunnargóðar viðtökur tónleika- gesta og síðan kvöldverður hjá „Geysismönnum”, ógleymanlegar stundir. „Söngvaraskarar, syngið ykkur saman.” Líklega liggur þar leyndar- dómurinn um aðdráttaraflið að kó- rastarfi. Söngmenn sem standa hlið við hlið í söng verða, ef þeir vilja ná árangri, að leggja sig fram um að láta rödd sína hljóma við rödd næsta manns. Magnús þekkti vissu- lega sannleiksgildi þessara orða, enda var hann mjög góður söng- maður. 1935 var farin söngferð til vestur- og norðurlands, 7 daga ferð með gamla Gullfossi um mánaða- mótin júní-júlí. Magnús minntist þessárar ferðar af innileik. Há- punktur var samsæti í Vaglaskógi í boði „Geysismanna”. Ljósmynd frá þessu samsæti er í 25 ára söngskrá „Fóstbræðra”. Svo skemmtilega vill til að Magnús situr fremst á mynd- inni og brosir sínu breiðasta. í maí 1931 bauð karlakórinn „Bel Canto” til norræns söngmóts í Kaupmanna- höfn í tilefni af 25 ára afmæli sínu. Karlakór KFUM tók þátt í þessu söngmóti og fékk góða dóma fyrir. 1929 lagði kórinn til allar karla- raddirnar í blandaðan kór, sem pró- fessor Sigfús Einarsson fór með fyrir hönd íslands til þátttöku í samnorrænu móti blandaðra kóra í Kaupmannahöfn. Að þessari söng- ferð lokinni hófst fyrir alvöru undir- búningur undir alþingishátíðar- sönginn. Enn er starfandi meðal „gamalla Fóstbræðra” einn sem söng með Magnúsi í alþingishátíð- arkórnum. Þegar eldri „Fóstbræð- ur” reyna að endurupplifa viðræður við gengna söngbræður um það sem hæst ber í minningunni úr kórstarf- inu, þá fínnst mér vera þrennt sem upp úr stendur: Virðingin fyrir söngstjórn Jóns Halldórssonar, Noregsferðin 1926 og samskipti við Karlakórinn Geysi. Um Noregsferðina 1926 skrifaði Hafliði Helgason prentsmiðjustjóri, einn af stofnendum frá 1916, ferða- sögu sem oft hefur verið vitnað til. Magnús Guðbrandsson færði þessa Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Til frambúöar SSBA þokrennur Litir: Hvítt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. Solu- og þjónustuadllar: BlikksmiSjan Funl sf., Smiðjuvegi 28, Kóp. S. 91-78733 Blikksmlðjan Vfk hf., Smiðjuvegi 18c, Kóp. S. 91-71580 Blikksmiðja Einars sf., Smiðjuvegi 4b, Kóp. S. 91-71100 Blikksmlðjan Höfðl, Eldshöfða 9, Rvk. S.686212 Borgarblikksmiðjan hf., Álafossvegl 23, Mosfellsb. S. 91-668070 Stjörnubllkk hf., Smiöjuvegi 1, Kóp. S. 91-641144 Blikkáa hf., Skeljabrekku 4, Kóp. S. 91-44040 Bllkksmlðja Erlendar, Hnifsdalsvegi 27, Isaf. S. 94-4488 Bllkkrás hf., Hjalteyrargötu 6, Akureyri. S. 96-27770 Bllkk og bllar, Túngötu 7, Fáskrúösfirði. S. 97-51108 Bllkk hf., Gagnheiði 23, Selfossi. S. 98-22040 Bllkksmiöja Agústs Quöjónssonar, Vesturbraut 14, Keflav. S. 92-12430. Bllkksmiójan Elntœkni, Bygggörðum 4, Seltjarnesi. S. 91-611665. ISVOR BYGGINGAREFNI, Dalvegi 20, Kópavogi, sími 91-641255, fax 641266. pósthólf 435, 202 Kópv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.