Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 Kveðjuorð: Sigríður Ingólfs■ dóttír frá Lundi Fædd 2. júní 1912 Dáin 2. júií 1991 Þegar ég var snáði þótti sjálfsagt að börn væru send í sveit á sumrin. Efalaust hefur þetta verið hættu- spil í sumum tilvikum en enginn var sjö ára maður með mönnum sem ekki fór í sveit á sumrin. Ég man vel daginn sem röðin kom að mér. Auðvitað var ég smeykur, förinni var heitið á ókunnan stað í Borgar- firði. Sá ótti vék þó aðeins til hliðar þegar ég hitti Þorvald bónda við vaðið að Lundi í Þverárhlíð. Hann vék athyglinni nefnilega strax að dráttarvélinni og vagninum sem hékk aftaní og spurði hvort ég væri til í að ferðast með þessu tæki yfir að bænum þarna. Þetta var of stór freisting. Ég kvaddi samferða- fólk mitt og tók áhættuna. Ég var samtals sjö sumur í sveit á Lundi í Þverárhlíð. Hjónin á Lundi-voru ekki að taka á móti borgarbarni í fyrsta sinn og foreldrar mínir höfðu sannreynt að af þeim fór gott orð. Þetta frétti ég seinna, en á þessari stundu hvarf ótti minn alveg þegar ég hafði hitt húsfreyjuna Sigríði og heirriasæt- una Valborgu litlu eldri en ég. Reyndar átti ég eftir að vera örlítið hræddur við hundana og beljurnar, en við skulum gleyma því. Það jafn- aði sig fljótt. Heimilisfólk var fleira. Þar voru líka tvær aðrar dætur þeirra hjóna Arndís og Torfhildur að ógleymdum Jóni Asmundssyni, vinnumanni. Aldursmunur er það mikill á okkur Torfhildi að mér fannst hún tilheyra heimi hinna fullorðnu. Arndís var afturámóti ennþá á allt að því við- ræðuhæfum aldri að mér fannst. Á þessum árum stóðu sveita- heimili fyrir miklu meira en við ef til vill gerum okkur grein fyrir í dag. Ég man eftir 7 aðkomubörnum á Lundi í einu. Jón Ásmundsson var alvarlega fatlaður, bráðgáfaður al- þýðumaður. Hefði einhvern tíma verið talinn niðursetningur, var þó aldrei umgenginn sem slíkur og var hjá Lundarfólkinu meðan stætt var, jafnvel löngu eftir að þau brugðu búi og fluttu á Akranes. Hann var í námunda við þau meðan hann lifði. Þannig var Lundur ekki bara sveita- heimili heldur líka uppeldis- og stundum meðferðarheimili fyrir borgarbörn og félagsmálastofnun í anda þeirrar sveitamenningar sem húsráðendur fengu í vöggugjöf. Aldrei voru hlutirnir nefndir slíkum nöfnum, heldur bjuggum við aðnjót- endur þessarar þjónustu við slíkt öryggi að engum fannst þetta fyrir- komulag eðlilegra en okkur. Það segi sig sjálft að á mann- mörgu heimili þarf mörgu að sinna og oft var unnið mikið. Það bitnaði þó aldrei á okkur börnunum. Hveij- um var fundið verk við hæfi. Samt var alltaf tími til þess að sinna hverjum fyrir sig. Áldrei var svo mikið að gera að ekki fyndist tóm til þess að taka þátt í leikjum barn- anna. Blómoskreytingar Skreytingarþjónusta Muniðað blóm gleðja Miklatorgi sími 622040 Breiðholti sími 670690 Opiðalladagakl. 10-21 Einhverju sinni áttum við Val- borg í erfiðleikum með stórbýli eitt sem við höfðum byggt á hóli einum við heimatúnið. Éins og allir vita þá eru kjammar beljur, leggir hest- ar og tennur rollur. Það var allt í lagi. Það var einnig innan handar að girða tún með snærisspotta. En hvernig átti að heyja? I miðjum önnum bregður bóndinn á leik og slær fyrir okkur hjónaleysin hólinn með orf og ljá. Þetta var strax betra. Sigríður fyrir sitt leyti, hjálp- aði okkur við að þurrka heyið og að halda búinu hreinu t.d. eftir stór- rigningar eða þegar hundspottið hafði misskilið málið og haldið að hann mætti vera með. Það vildi svo heppilega til að á bænum fannst tunna sem hægt var að nota sem hlöðu. Því var þar, að Tunnuvöllum. Þá kom upp á búinu vandamál sínu alvarlegra. Þetta var nefnilega á tímum kvenfrelsis. Hver átti að stýra búinu ég eða Valborg? Óneit- anlega var hún eldri en ég var nú samt karlmaðurinn á heimilinu. Þetta vandamál varð að leysa í víð- ara samhengi. Eiginlega var best að við karlmennirnir ræddum þetta heldur okkar á milli áður en málið færi lengra. Því var það að í nokkra daga fór ég með Valda í veg fyrir mjólkurbílinn á næsta bæ, Kvíar til skrafs og ráðagerða. Að bænda sið þá voru þeir bræður Þorgeir og Ellert bændur á Kvíum, sáttargerð- armenn mínir í deilunni ekkert að flýta sér að komast að efninu, heid- ur þurftu þeir fyrst að fá greinar- góða lýsingu á búinu sjálfu og stað- háttum öllum. Þannig gekk á í nokkra daga áður en vandamálið sjálft var tekið á dagskrá. Mér fannst þeir bræður og Valdi afar skilningsríkir á nauðsyn þess að eiga sjálfstætt bú. Raunar framar vonum áhugasamir um málefnið. Ég var ekkert að skipta mér af því þó að það tísti svona af og til óvart í viðmælendum mínum. Til þess var tilefnið of alvarlegt. Þó kom þar ræðu okkar að sennilegast væri best ef bæði fengju að ráða. Það verður að taka tillit. Ég er ekki viss um að Sigríður húsfreyja hefði sætt sig við aðra niðurstöðu. Hvað um það þetta voru herlegir tímar. Við „hjónaleysin” áttum eftir mörg sumur í leik og það sérkennilega var að okkur öllum aðkomubörnun- um fannst við hvert fyrir sig vera í sérstöku uppáhaldi á bænum. Til þess að reka slíkt heimili þarf sérstaka' manngerð. í fyrsta lagi þarf að bera virðingu fyrir tilfinn- ingum annarra. í öðru lagi þarf fólk að bindast mikilli tryggð við samferðafólk sitt. í þriðja lagi þarf eðlisgreind til þess að skilja þarfir fólks. í fjórða lagi þarf það hjarta- lag sem vill öllu fólki vel. Sigríður Ingólfsdóttir átti alla þessa kosti. Á Lundi í Þverárhlíð var ekki til siðs að tala illa um annað fólk. Við höfð- um heldur enga minnimáttarkennd gagnvart umhverfinu. Það lýsir kannski Sigríði best hvað ég vissi lítið um þessa konu sem ég þekkti svona vel og var svona háður. Löngu eftir að ég var kominn á fullorðinsár fylgdist þessi kona af áhuga með högum mínum, þó að ég væri ekki að gera henni verkið léttara með tíðum heimsókn- um. Ræktarsemi hennar var meiri en mín.' Ég átti eftir að hitta hana einu sinni að lokum, þá farna konu að kröftum á spítalanum á Akranesi. Einkennandi fyrir þessa konu var að þá dvaldi hugurinn við þann tíma þegar lífið var henni í hádegisstað, á Lundi í Þverárhlíð. Hún hafði mestar áhyggjur af dýrunum og því hvort vip börnin hefðum fengið að borða. Ég er ekki viss um að hún hafi þekkt þennan fullorðna mann sem var kominn í heimsókn. Sigríður var gæfukona og auðn- aðist ætlunai’verk sitt, að vilja ölluin vel og rækta garðinn sinn. Blessuð sé minning hennar. Takk fyrir mig. Ég votta eftirlifandi manni hennar og börnum samúð mína. Geir Rögnvaldsson Kveðjuorð: Jóhanna Kolbeins Fædd 24. febrúar 1930 Dáin 14. september 1991 Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Aðfaranótt laugardagsins 14. september sl. lést Hanna frænka, föðursystir mfn. Þá hafði hún barist hetjulega í mörg ár við erfiðan sjúk- dóm. Oft hékk líf hennar á blá- þræði, en alltaf stóð hún upp aftur, svo sterkur var lífsvilji hennar. E/tirlifandi eiginmaður hennar er Árni Þór Jónsson og áttu þau sex börn sem öll eru uppkomin. Þegar ég var lítil var ég oft í pössun hjá Hönnu frænku á Fjölnis- veginum. Það fyrsta sem ég man eftir henni er einmitt það að ég var hjá henni í pössun og hún var að baka. Alltaf var gestkvæmt hjá þeim hjónum, enda gott að koma þangað í heimsókn, maður var alltaf vel- kominn, hvenær sem manni datt í hug. Fyrir nokkrum árum fluttu þau úr stóra húsinu við Fjölnisveg í fal- lega íbúð við Miðleiti, og ekki fækk- aði heimsóknunum við það. Hennar lífsmottó var að gera allt sem í hennar valdi stóð til að gera lífið betra fyrir þá sem í kring- um hana voru. Hún kvartaði aldrei og aðspurð sagðist hún alltaf hafa það ágætt hvernig svo sem heilsan var. Skömmu fyrir andlát sitt hringdi hún í mig. Þar sem ég er nýflutt erlendis, vildi hún bara heyra hvern- # j „ #, iÆl ig gengi hjá mér. Svona var hún, mundi alltaf eftir manni. Það er erfitt að minnast alls í svo fáum orðum en ég mun ávallt geyma minninguna um elskulegu frænku mína í hjartanu. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt svo góða frænku. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (Gerhardt - B.Halld.) Elsku Árni Þór, megi Guð styrkja þig og börnin ykkar í þessari miklu sorg. Hanna Rósa + Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför BJARNA EINARS BJARNASONAR, Meðalholti 12, Reykjavfk. Guðbjörg Björgvinsdóttir. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR. Iris Bachmann, Skarphéðinn Sveinsson, Elin Bachmann, Hörður Bergsteinsson, Ólafur Bachmann, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GÍSLASON, Vesturvegi 15b, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 10.30. Guðrún Guðjónsdóttir, Helgi Sigmarsson, Ágúst Guðjónsson, Gunnlaugur Guðjónsson, Ágústa Ágústsdóttir, Gísli Guðjónsson, Guðrún Alexandersdóttir, Reynir Guðjónsson, Dagbjört Erna Guðjónsdóttir, Stefán Sævar Guðjónsson, Sif Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. „Við konur þurfiim kalsíum.“ Kalciumkarbonat ACO fullnægir auðveldlega daglegri kalsíumþörf! Nú hafa vísindalegar rannsóknir víðs vegar um heiminn sýnt fram á nauðsyn þess að konur bæti sér upp það magn kalsíums sem þær fá ekki með fæðunni. Með því minnka líkurnar á bein- þynningu þegar líða tekur á ævina. í Bandaríkjunum halda vísindamenn því fram að konur þurfi 1500 mg af kalsíum á dag frá og með 45 ára aldri til þess að beinagrindin haldi sínu rétta kalkinnihaldi og styrk- leika. Á meðgöngu og þegar barn er haft á brjósti þurfa konur einnig á meira kalki að halda en venjulega. Kalciumkarbonat ACO eru bragðgóðar tuggutöflur með frísk- legu sítrónubragði. Stundum getur fram- sýni verið hyggileg. Kalciumkarbonat ACO Fæst án lyfseðils í apótekinu. Vrv 17 19 34 Kalciuinkarbonat 250 mg Ca2’ ACO ®SSWBlOO tuggtabkwrfflBB® l Vid öknt kalciumbt>fic'* 1 labtetl 1-4 oénaet mmSm 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.