Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 Ást er... 7-11 ... heitust í leiðindaveðri. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Þér var nær að eyðileggja frímerkjavélina... Með morgunkaffinu vatni er ég var hér síð- ast___ HÖGNI HKEKKVÍSI Athugasemd frá lögreglu: Um lögregluhandtöku LOGREGLUHANDTAKA Síðla sumars var ég vitni að harkalegri handtöku í Reykjavík eitt föstudagskvöldið. Verið var að færa ölvaðan pilt upp í lögreglubifreið. Þetta var ungur strákur um tvítugt, sem greinilega hafði drukkið of mik- ið til að geta gengið beinn og óstudd- ur. Þarna voru þrír lögreglumenn og einn þeirra á svipuðum aldri og sá sem verið var að taka fastan. Sá ölvaði var eitthvað seinn til svara þegar ungi lögreglumaðurinn spurði hann um nafn og heimilisfang, svo förunum og sársaukinn skein úr andliti hans, því hinn ungi vörður laganna stóð við orð sín, tneðan hann var að skella unga manninum, sem veitti enga mótspymu, á gólfið i lögreglubflnum. Eldri starfsbræð- urnir í lögreglunni ávittu þó hinn unga lögregluþjón í hálfum hljóðum. Lesið aftur það sem ungi lögreglu- maðurinn sagði. Vegna þess að hann áleit að pilturinn væri geðveikur, þá fór hann með hann sem sauð á leið til slátrunar. Ég hef séð’ lögreglu- menn oftar en einu sinni að störfum köttur. Það ætlar fólk seint að læra 1 að oft á tiðum eru andleg yeikindil mun erfiðari viðfangs en greinilegir J líkamlegir kvillar. Og þar sem fólk í hefur svo lítinn skilning á geðsjúk- dómum, gerir það að verkum að hin- ir geðsjúku eiga sér oftast ekki bata- von fyrir fordómum í samfélaginu, j því andlega veikt fólk þarf ofl á , miklu meiri samúð að halda en sá sem liggur í fótbroti í nokkra mánuði en er svo heill heilsu eftir það. Það er full ástasða til að harma það ef þeirsem með völdin fara eru ekkL Til Velvakanda. Einar Ingvi Magnússon gerir „lög- regluhandtöku” að umfjöllunarefni í Velvakanda 24. okt. sl. Annars vegar lýsir hann framkvæmdinni og orðalagi eins lögreglumannanna af því tilefni og hins vegar leggur hann almennt út frá þeim fáu orðum sem þar voru sögð. . Af orðalagi lögreglumannsins má lesa að geðveika eigi ekki að taka neinum vettlingatökum. Orðið geðveiki getur hins vegar haft all- víðtæka merkingu og þarf ekki endilega að lýsa sjúkdómi eða ein- staklingi, _sem haldinn er slíkum sjúkdómi. í daglegu tali nota marg- ir hugtakið einnig um hegðun sem er önnur en almennt er viðurkennd og þykir óeðlileg. Líklegra er að það hafi átt við í umræddu tilviki. Hins vegar má deila um hvort það eitt réttlæti þá framkomu sem Ein- ar Ingvi lýsir í frásögn sinni. Lög- reglumönnum er kennt að umgang- ast allt fólk með fullri virðingu og beita ekki meira harðræði en tilefni er til hveiju sinni. Allnokkur umræða hefur verið um málefni geðsjúkra meðal fólks er sinnir og vinnur með þeim dags daglega. Mikill og góður skilningur ríkir meðal þess á málefninu og það hefur bent á ýmislegt sem talið er að megi betur fara. Eitt af því eru fordómar samfélagsins. Það eitt er efni í heilt rit en undirritaður vill þó taka undir þau orð Einars Ingva að þar sem lítill almennur skilning- ur ríkir á geðsjúkdómum er erfiðara að aðstoða þá sem sjúkdóminn hafa. Geðsjúkir láta stjórnast og verða fyrir annars konar áhrifum en heil- brigðir. Lögreglumenn gera- sér betur grein fyrir því en margir aðr- ir. Þeir gera sér einnig betur en margir aðrir grein fyrir nauðsyn þess að geðsjúkir fái þá meðhöndlun og þá umönnun sem þeir eiga skilið og eðlilegt má teljast með tilliti til sjúkdómsins svo og aðstæðna á hveijum tíma. Undirritaður vill því vara við að alhæft sé um svo alvar- legt mál út frá svo vafasömu tilviki er gert hefur verið að umtalsefni. Omar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Mormónaforseti falsspámaður Hér er svar mitt við bréfi til mín sem birt var í Velvakanda föstudaginn 18. október: Kæra Margrét Annie Guðbergs- dóttir. Þótt bréf þitt kæmi mér ekki á óvart, hryggist ég yfir því að nokk- ur manneskja geti styrkst í trú sinni á mormónaforsetann og spámann- inn Joseph Smith, eftir að ég er búin að sýna mörgum sinnum og með óhrekjanlegum sönnunargögn- um, bæði úr Biblíunni og mörgum ritum Mormóna, fram á að hann var margfaldur falsspámaður og guðlastari. Þú segist vona að ég hafi frið í sálu minni eins og þú segist hafa. Já, ég hef þann frið sem aðeins friðarhöfðinginn sjálfur, Jesús Kristur getur gefið, „minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður einsog heimurinn gefur”. (Jóh. 14:27). Aftur á móti er engan frið að fínna í Jesú mormónanna, því hann er aðeins hugarfóstur Josephs Smiths. Mormónar kenna að þeirra Kristur sé bróðir Satans og enginn komist til æðsta himnaríkis með því að trúa aðeins á hann, heldur verð- ur manneskjan að halda yfir 3.000 boðorð, láta innsigla sig’í leýnimust- erum mormónanna, ganga í heilög- um nærfötum o.s.frv. Þú segist eiga óbrigðulan „vin”, sem sé Guð mormónanna. Margrét mín, má ég benda þér og öðrum mormónum á það einu sinni enn, að þessi guð er ekki hinn sanni Guð Biblíunnar. Mormónaguðinn er að- eins einn af mörgum guðum, lifir i Ijölkvæni með eiginkonum sínum sem hann á að hafa kynferðisleg mök við að eilífu, samkvæmt spá- mönnum mormóna. Að lokum vil ég segja þér að snúa burt frá þessum villukenning- um og treysta hinum sanna Jesú Kristi, sem einn getur „til fulls frels- að þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrirþeim”. (Hebr. 7:25). Með kærri kveðju, Ágústa Harting hálft ár, því frekar þykir mér erfið- ara að kyngja þögninni um sýning- una. Akureyri er líka skáldabær eða svo telja sumir. Fyrir nokkrum árum sendi ég frá mér skáldsögu en ekki þótti Degi tilefni til að ræða við mig um bókina, ég fékk þó inni með viðtal í Morgunblaðinu og birta af mér passamynd í tilefni bókarinnar. Þannig er það nú að vera að reyna að viðra sig upp við listagyðjuna á Akureyri. Það er nákvæmlega sama hversu vel er gert og miklu fórnað sumum tekst aldrei að kveikja smá týru í kringum sig. Sýningu minni er lokið, fáir komu, ég sit uppi með mikið tap ég er því dálítið beiskur að vonum og þér finnst ég ef til vill vera að skella skuldinni á ljölmiðlana, það er rétt ágiskun. Fjölmiðlar geta nefnilega haft áhrif á aðsókn. Þögn blaða um sýningar er sama og sýn- ing hafí aldrei farið fram. Ég vona þó þrátt fýrir allt þá eigi ég eftir að sjá getið um listviðburði á Akur- eyri á svipaðan hátt og getjð er um listviðburði í Reykjavík og með því leggi Morgunblaðið sitt af mörkum til eflingar listum á öllu landinu sem ég tel í raun skyldu blaðs sem er jafn víðlesið og áhrifamikið. Næst þegar þú heyrir getið um listvið- burð á Akureyri vona ég að þetta bréfkorn riijist upp fyrir þér. Með kærri kveðju.” Vík\erji skrifar Víkveiji lýsti nýlega þeirri skoð- un sinni að vel hefði tekist til með uppbyggingu Innbæjarins á Akureyri. Jafnframt var vakin at- hygli á menningarlegu yfirbragði þessa bæjar og fieiri. Af þessu til- efni hefur borist eftirfarandi bréf frá Valgarði Stefánssyni á Akur- eyri, „myndlistarbænum góða” sem hann nefnir svo. XXX æri Víkveiji. í pistli þínum þann 22. október ferð þú fögrum orðum um menningarbæinn Akureyri. Vissu- lega er margt gott gert á Akureyri eins og víða annars staðar, en taktu nú eftir ágæti Víkveiji. Ilvað gerir Morgunblaðið til þess að vekja at- hygli á menningarframtaki ein- staklinga á Akureyri? Er það ekki oftast fremur fátt? Hvenær segir Morgunblaðið t.d. frá myndlistar- sýningum í höfuðstað Norðurlands, með myndum og viðtölum við myndlistarmenn sem á þessum síð- ustu og verstu tímum ég vil segja útþynningartímum meðalmenns- kunnar hafa burði til þess að setja upp frumlegar sýningar. Því miður þá hefur Morgunblaðið staðið sig illa, umfjöllun blaðsins um myndlist nær ekki út fyrir höfuðborgarsvæð- ið. Ég hef ekki í 25 ár a.m.k. séð á síðum blaðsins jafngóða kynningu á sýningum á Akureyri eins og í Reykjavík. Þó búa á Akureyri nokkrir viðurkenndir myndlistar- menn sem hafa manndóm í sér til þess að mylja krydd ofan í mannlífs- kássuna. Morgunblaðið er þó ekki eitt um að þegja þunnu hljóði um sýningar á Ákureyri, því Listasafn Islands fylgist enganveginn með því sem er að gerast á myndlistarsvið- inu á Akureyri. Það skiptir svo sem engu hversu góðar eða slæmar sýn- ingar á Akureyri eru þær falla flest- ar í gleymsku og verkin týnast og koma fæst við sögu íslenskrar myndlistar. Samt er ekkert ódýrara að setja upp sýningu á Akureyri en í Reykjavík, húsnæðið er ef til vill ódýrara en innrömmun, litir og húsaleiga fyrir vinnustofa ætti að vera svipuð. En kæri Víkveiji hversvegna er ég að þessu, ég fæ auðvitað engu breytt. Ástæðan er sú, að nýlega hélt ég 10. einkasýningu mína á Akureyri en þá fyrstu hélt ég 1972. Aldrei hefur verið rætt við mig í íslensku dagblaði, ekki einu sinni í Degi, um myndlist mína í tilefni þess að ég hafi verið að opna sýn- ingu. í sumar hélt ég einkasýningu í Lahti í Finnlandi og þar þótti sjálf- sagt að kynna sýninguna með við- tali og myndum. Því er ég vitanlega gramur, þar sem sýningin var fyrsta einkasýning á Akureyri í um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.