Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 Þessir hringdu . .. Orðskrípi Leiðindaskjóða hringdi og vildi taka undir orð Leppalúða í Velvak- anda 29. október um nafnið sem valið úr í samkeppni um nafn á kvikmyndahúsi. Hún vildi fá svar við því hvort ekki væri skylda þeg- ar svona samkeppni væri haldin að hafa íslenskufræðing með í ráð- um? Eins sagði hún að það gæti verið gaman að fá sýnishorn af því sem inn kom í þessa keppni. Hún sagði að sér fyndist það til háborinnar skammar að velja nafn sem ekki félli inn í íslenskt mál. Kisa á eina krónu Tveggja mánaða læða mjög fal- leg fæst fyrir eina krónu. Hún er smábröndótt og hvít á litinn. Upp- lýsingar er hægt að fá í síma 40043 eftir kl. 15 á daginn. íþróttahús í Kópavoginum Einn undrandi hringdi og vildi iýsa yfir furðu sinni á því hvernig það gat komið til tals að fara að reisa eins milljarðs krónu íþrótta- hús í Kópavoginum vegna heims- Ég vildi spyrja heilbrigðisráðherra að því hvort hann vissi hvað hann sparaði fyrir ríkið ef fóstureyðingar yrðu greiddar af þeim foreldrum sem þeirra nytu? Það er áætlað að fóstur- eyðing (miðað við einn sólarhring á sjúkrahúsi) kosti 35.000 kr. sem gerir miðað við eitt ár þar sem fóstur- eyðingar voru 705, samtals 24.675.000 kr. Er þá ekki með í dæminu sá kostnaður sem kona verð- ur fyrir bæði vegna líkamlegrar og meistaramótsins í handbolta. Hann vildi fá að vita það hver ætti til dæmis að reka þetta hús að keppn- inni afstaðinni, fyrir væri nægilega stórt hús í Kópavogi. Sér fyndist að fólk ætti að líta sér nær þegar það væri að bölsótast út í sóun pólitíkusa á almannafé. Hann sagðist vera ánægður með það hvernig Davíð hefði tekið af skarið í þessum málum. Barnfjandsamlegt þjóðfélag Fóstra hringdi og vildi taka undir með Víkveija þriðjudagsins þar sem hann talar um rotnun þjóðfé- lagsins innanfrá. Hún sagðist hafa unnið sem fóstra í mörg ár og tek- ið eftir því að alltaf væru börnin betur og betur klædd og ættu meira og meira af leikföngum en andlegu verðmætin hefðu alveg gleymst í uppeldinu. Hún sagði að sér virtist sem að foreldrar væru hræddir við að setja bömum sínum reglur og héldu jafnvel að hægt væri að kaupa sig frá vandamálun- um með gjöfum og nýjum fötum. Hún vildi einnig minnast á allar kaupferðirnir til útlanda þar sem fólk væri að fara til þess að kaupa jólagjafir og annað. A kostnað hvers þessi eyðsla væri? Fólk þyrfti kannski að vinna myrkranna á milli til þess að geta þetta. Hún sagði þetta mjög varhugaverða þróun þegar börnunum væri gefíð allt annað en tími með foreldrun- um. Við værum á góðri leið með að búa til barnfjandsamlegt þjóðfé- lag. andlegrar heilsu sinnar. Ég legg til að ráðherra komi því í kring að ríkið hætti að greiða fyrir fóstureyðingar sem eru í raun skömm á okkar þjóð- félagi. Það mætti líka benda á að það fé sem sparast ríkinu mætti renna til Fæðingarheimilis Reykja- víkur, sem nú á að fara að loka vegna fjárskorts, en þar hafa verið unnin góð verk og þörf. Nanna Hálfdánardóttir Blekkingar Velvakandi góður. Nýlegir atburðir í Sovétríkjunum leiða hugann að því, að ótrúlega margir hérlendis hafa um áratuga skeið látið blekkjast af kenningum „félaga” Stalíns sáluga og Samlede Venner. En varðandi austræna trú- boðið hérlendis verður ekki -hjá því komizt að rifja upp, að allt það, sem kommarnir kölluðu „Moggalygi”, hefur nú sannast, svo að ekki verð- ur um villzt. Og minnast verð ég hér á fáein dæmi um málflutning kommanna, sem nú reyna að telja fólki trú urri, að þeir séu hinir mestu vinir fólksins í Eystrasaltsríkjunum. í ævisögu eistneska flóttamanns- ins Eðvalds Hinrikssonar,_sem út kom 1988 (Úr eldinum til íslands), er mjög greinargóð lýsing á hinum hryllilegu aðgerðum Sovétmanna í heimalandi hans. Eðvald Hinriks- syni tókst að komast til Svíþjóðar og síðar til íslands. Áður hafði margt á daga hans drifið. M.a. höfðu Þjóðvetjar haft hann í ein- angrunarfangelsi á annað ár. En eins og kunnugt er framseldu sænsk yfirvöld marga eistneska flóttamenn til Sovétríkjanna 1945, - töldu, að þar væri um réttarríki að ræða (?). Ýmsir Svíar voru þó á öðru máli, t.d. formaður sænska lögmannafélagsins, Yngve Schar- tau, sem veitti E.H. þá hjálp, sem varð honum til bjargar. í ævisögu E.H. er einnig greint frá níðskrifum kommúnista um ýmsa þá menn, sem tókst að flýja hörmungarnar. Þar lét Þjóðviljinn sitt ekki eftir liggja, m.a. með skrif- um Árna Bergmanns 1961, sem þá var „fréttamaður” í Moskvu. í bók- inni er einnig frá því skýrt, að E.H. hafí fengið viss „skilaboð” frá rit- stjóra Þjóðviljans. Þeir höfðu raunar hitzt áður ritstjóri sá og E.H., þeg- ar þeir voru samtímis í gæzluvarð- haldi í Stokkhólmi við stríðslok, en þá var hinn verðandi ritstjóri grun- aður um samvinnu við Þjóðverja. Á það mál hefur oft verið minnzt, m.a. í hinum stórfróðlegu æviminn- ingum Steindórs Steindórssonar, fyrrv. skólameistara. Vitið þér enn, - eða hvað? Guðrún Guðmundsdóttir, Krummahólum 8. Hættum fóstureyðingum og spörum peninga ★ Pitney Bowes Frimerkjavélar SIEMENS ) . OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Lækninga- máttur hugans annsókn sem birtist í lækna- MaharUbi Mahtsh Yogi tímaritinu Psychosonuitic Medicine sýndi að þeir sem iðkuðu INNHVERPA ÍHUGUN notuðu læknisþjónustu um 50% minna en aðrir. Einnig kom fram að hjá iðkendunum votu: Hjartasjúkdómar 87% feerri Krabbameinstilfelli 55% fxrri Smitsjúkdómar 30% feerri Almenn kynning í krold, fimmtudag, ld. 20.30 á Laugpwgi 24 (4Kæð) UppL i stti ta 91-16662 ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ Fjölhœf hrœrivél! MK4450 Blandari, grænmetiskvöm og hakka- vél fylgja með. • Allt á einum armi. • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker. • ísl. leiðarvísir og uppskriftahefti. • Einstakt verð: 15.300,-kr. SMÍTH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 Kolaportið kemur sífellt á óvart Kolaportíð stækkar - samtals 300 sölubásar um helgina Til jóla verður sölubásum fjölgað í Kolaportinu til að anna auk- inni eftirspurn seljenda og að auka vöruúrvalið enn frekar, en Kolaportsmarkaðurinn er nú bæði á laugardögum og sunnudög- um. „Við getum því miður ekki teygt á húsnæðinu og stækkað það þannig,” segir Jens Ingólfs- son, framkvæmdastjóri Kolap- ortsins. „En við ætlum að breyta góll'- skipulagi, fækka stórum sölubás- um og ijölga litlu básunum um 30 hvorn dag. Þannig verða sölu- básarnir 150 talsins hvorn mark- aðsdag eða um 300 hvetja helgi.” Sunnudagarnir koma vel út „Kolaportið er opið á laugar- dögum allt árið um kring en einn- ig á sunnudögum yfir vetrarmán- uðina. Það er ánægjulegt hvað sunnudagarnir hafa tekið vel við sér og margir telja þá betri sölu- daga. Það er greinilegt að við fáum-aðra gesti á sunnudögum og þetta hefur því orðið algjör viðbót í aðsókn og sölu.” Fleiri breytingar á döfinni Auk þessarar breytingar á fjölda seljenda munu gestir verða varir við ýmsar breytingar á næst- unni. Kaffístofa Kolaportsins verður færð til um helgina og þar er nú búið að bæta við skemmti- legum veggskreytingum Á döfinni er einnig að bæta rafmagnsmálin í húsinu og auka lýsingu svo eitthvað sé nefnt. Þú færð meira fyrir peningana þína í Kolaportinu hefur alltaf verið skemmtileg blanda af gömlu og nýju; fólki á öllum aldri að selja kompudót og alls konar aðilum að selja glænýja hluti. „Það hefur því miður aldrei verið reynt að taka Kolaportið með í verðkönn- unum,” segir Jens, „en fólk veit af reynslunni að í Kolaportinu færðu meira fyrir peningana þ>na” Auglýsing tjöida áskorana helur skilafrestur í sam- keppni um verðlaunabók Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka verið framlengdur til 30. nóvember 1991. íslensku bamabókaverðlaunin 1992 nema 200.000 krónum, auk þess sem höfundur verðlaunabókarinnar fær greidd höfundarlaun fyrir verkið samkvæmt samningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Sögumar skulu merktar dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja í lokuðu umslagi. Allar nánari upplýsingar em veittar í síma (91) 688 300. Utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Vaka-Helgafell Síðumúla 6 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.