Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 49
MORGUNÖLAbH) ÍÞRÓI IIR HMMTuMGUÍV 3lí OÍt'TOBER 1991 SUND Heimsmet í ijölda landsmeta? HrafnhildurGuðmundsdóttirog börn hennarhafa settsamtals 233 Islandsmet ÞAÐ verður að teljast lík- legt að Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og fjölskylda hennar eigi heimsmet í fjölda landsmeta, en alls hafa fjölskyldumeðlimirnir sett 233 íslandsmet í sundi, sem af er. Þau eiga sjálfsagt eftir að falla enn fleiri í framtíðinni þar sem þrír fjölskyldumeðlimir, Bryndís, Magnús Már og Arnar Freyr, eru enn að bæta sig. Hrafnhildur Guðmundsdóttir er fædd 9. júlí 1943, ein af sex systkinum. Fjögur þeirra Jögðu sund fyrir sig frá unga aldri. Ólafur var þar í fararbroddi, þá Gylfi, Hrafnhildur og Kolbrún. Þau bjuggu við Frakkastíg og æfðu í Sundhöll Reykjavíkur. Hrafnhildur var fyrst um sinn í balletskóla, þar l sem sundæfingar voru ekki búnar fyrr en kl. 20.30, en hún átti að vera kominn heim kl. 20.00 sam- kvæmt reglugerð um útivistartíma barna. Hún hafði því ekki leyfi til að vera svo seint á ferli. Hún byij- aði því ekki að æfa sund að alvöru fyrr en 14 ára gömul. Ókrýnd sunddrottning Á árunum 1957 til 1972 er hún ein af okkar allra fremstu sundkon- um og má segja, að þá sé hún hin ókrýnda sunddrottning íslendinga. Á þessum árum setti hún 75 Is- landsmet, var 20 sinnum Reykjavík- urmeistari, og 35 sinnum íslands- ( meistari. Hún náði 3. sæti í 200 metra skriðsundi á Norðurlanda- meistaramóti. Árið 1964 og 1968 233 met! íslandsmet Hrafnhildur...........75 Bryndís...............70 Magnús Már............43 Hugrún................41 Arnar Freyr............4 Samtlas: ............233 var hún valin til þess að synda á Ólympíuleikunum, sem fram fóru í Mexíkó City og Japan. Hrafnhildur hefur ekki aðeins verið ein af okkar fremstu sundkon- um. Fjölskylda hennar er nú ein fremsta sundfjölskylda landsins og þó víðar væri leitað. Þar hefur hún vísað öðrum veginn í uppeldi barna sinna. Hún á ijögur börn og hafa þau öll náð góðum árangri í sund- íþróttinni. Þau eru Magnús Már, fæddur 1967, Bryndís, fædd 1969, Hugrún, fædd 1971 og Arnar Freyr, fæddur 1973. í fótspor móður sinnar Magnús Már og Bryndís hafa bæði tekið þátt í Ólympíuleikum eins og móðir þeirra. Þau tóku þátt í leikunum í Seoul 1988 og stefna bæði á þátttöku á Ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári. Magnús á nú 10 gildandi Islands- met í einstaklingsgreinum og hefur sett alls 43 met. Bryndís á 15 gild- andi íslandsmet og hefur sett alls 70 met. Hugrún á 13 gildandi íslandsmet og hefur sett alls 41 íslandsmet á ferlinum. Hún hætti að æfa sund fyrir ÓL í Seoul 1988. Hrafnhildur Guðmundsdóttir hefur vísað börnum sínum veginn í sund- íþróttinni. Hér er hún ásamt Bryndísi, Magnúsi Má og Arnari Frey, sem öll æfa af fullum krafti hjá Sundfélagi Suðurnesja. Á minni myndinni er Hugrún, en hún hætti að æfa sund 1988. Arnar Freyr, sem er þeirra yngst- ur, tók þátt í Evrópumóti í fyrsta sinn á þessu ári í Áþenu. Hann á 3 gildandi met og hefur sett alls 4 íslandsmet. I held hefur fjölskyldan því sett stamtals 233 íslandsmet á sund- ferli sínum og verður það að teljast frábær árangur sem á varla hlið- stæðu í öðrum löndum. Þess má geta að metin eru jafnt unglingamet sem íslandsmet í bæði einstaklings og boðsundsgreinum. IÞROTTIR UNGLINGA Lyftingar: Tryggvi vann silfur á NM Tryggvi Heimisson frá Akureyri ■ vann silfui-verðlaun í ólymp- ískum lyftingum á Norðurlanda- mótinu unglinga sem fram fór í | Svíþjóð um síðustu helgi. Tryggvi keppti í -82 kg flokki og lyfti 115 kg í snörun og 140 kg d í jafnhendingu, eða samtals 255 kg. Sigurvegari varð Hakon Persson frá Svíþjóð sem lyfti 272,5 kg saman- { lagt. Ingi Valur Þorkelsson úr Skalla- grími varð fjórði í 67,6 kg flokki með samanlagt 215 kg (115 - 140). Vilhjálmur Siguijónsson úr Skalla- grími varð sjötti í 60 kg flokki með samanlagt 165 kg (75 - 90) og Snorri Arnarson frá Akureyri varð níundi í drengjaflokki með saman- lagt 210 kg (90 - 120). Tryggvi Heimisson URSLIT Unglingamót Ármanns Unglingamót Ármanns í sundi fór fram í Sundhöll Reykjavíkur fyrir skömmu. Alls tóku 150 keppendur þátt í mótinu. Helstu úrslit voru sem hér segir: 100 m skriðsund stúlkna: Hildur Einarsdóttir, KR ........ Arna Þórey Sveinbjörnsd., Ægi Dagný Kristjánsdóttir, KR ...... Sigurlín Garðarsdóttir, Selfossi Sigriður V aldimarsdóttir, Ægi 01:01,46 01:01,49 01:04,15 01.04,91 01:05,35 100 m flugsund pilta: Hörður Guðmundsson, Ægi ..... 01:05,21 Richard Kristinsson, Ægi ..... 01:08,03 Kristján Haukur Flosason, KR ... 01:08,72 Magnús Konráðsson, SFS ...... 01:09,93 Sigurgeir Þór Hreggviðss., Ægi . 01:14,63 100 m skriðsund meyja: Arna Lísbet Þorgeirsdóttir, Ægi . 01:07,62 KarenSvavaGuðlaugsd.,Ægi ... 01:10,68 Frjálsíþróttamót framhaldsskólanna: í Hamrahlíð og Laugarvatnsstúlkumar sigruðu Fimmta fijálsíþróttamót fram- haldsskólanna fór fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ í októb- er. Alls tóku um 120 keppendur frá tíu framhaldsskólum þátt í keppninni að þessu sinni og er það met en sjö skólar tóku þátt í mótinu á síðasta ári. Keppt var í sex greinum drengja og fímm greinum stúlkna. Einn keppandi var í hverri grein frá hveijum skóla og hver keppandi mátti að- eins keppa í einni grein ásamt boðhlaupi. Mikið hvassviðri var meðan á mótinu stóð en keppend- ur létu það ekki á sig fá. Stemmn- ing var góð á vellinum og skemmtu sér allir konunglega. Mikil barátta einkenndi mótið þar sem liðin skiptust á um foryst- una í stigakeppninni. Þegar keppni var lokið stóðu leikar þannig að hjá drengjum voru efst og jöfn lið Hamrahliðar og Laug- arvatns með 46 stig. Þar sem Hamrahlíð hafði fleiri sigurvegara varð skólinn bikarmeistari drengja. Þriðja sæti hlaut Fjöl- braut Akranesi. Hjá stúlkunum var álíka keppni. Aðeins munaði tveimur stigum á fyrstu þremur liðum. Laugarvatnsstúlkurnar urðu þó bikarmeistarar með 41 stig á móti 39 stigum Menntaskól- ans Reykjavík og Fjölbraut á Sel- fossi. Bikarmeistarar samanlagt og handhafar ADIDAS-bikarsins í eitt ár urðu nemendur frá Mennta- skólanum á Laugarvatni með 87 stig, 9 stigum á undan Fjölbraut á Selfossi. Um þriðja sætið var gífulega hörð keppni; íjórir skólar voru á sömu þremur stigunum. Menntaskólinn í Reykjavík sem hafði bikarmeistartignina að veija lenti í þriðja sæti með 61,5 stig eða hálfu stigi á undan Fjölbraut Ármúla. Verðlaunin voru ekki af verri endanum: ADIDAS-farandbikar- inn fyrir sigurliðið ásamt eignar- bikurum fyrir sigurlið drengja, stúlkna og samanlagt. Einnig voru verðlaunapeningar veittir fyrir fyrstu þijú sætin í hverri grein. Bestum árangri náðu Þorbjörg Jensdóttir MR í 800 m á 2:28,2 mín. og Jóhann Ilróbjartsson í spjótkasti með 55,28 m. Athyglis- verðum árangri náði Jóhannes Már Marteinsson í 100 m hlaupi er hann fékk tímann 11,0 sek. í mótvindi. Sex framhaldsskólamet féllu í mótinu og er ljóst að með svipuðu áframhaldi mun vegur fijálsíþrótta halda áfram að auk- ast í framhaldsskólunum og þær vinna sér fastan sess sem vinsæl skólaíþróttagrein. Stefnt er að innanhússmóti framhaldsskóla í vetur. ErlaKristinsdóttir,Ægi ........ 01:12,4: Katrín Ellý Björnsdóttir, Ægi . 01:12,41 Iðunn D. Gylfadóttir, Ægi ..... 01:13,9- Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi .. 01:14,11 100 m skriðsund sveina. Grétar Már Axelsson, Ægi ...... 01:05,47 Kristinn Pálmason, Ægi ........ 01:11,02 Sigurður Guðmundsson, UMSB . 01:16,39^* Þormar Melsted, KR ............ 01:18,23 Sindri Sigurjónsson, UMFG ..... 01:18,35 200 m fjórsund drengja: Svavar Kjartansson, SFS ....... 02:31,56 Jóhannes F. Ægisson, Ægi ...... 02:34,93 Bjarni ÞórHafsteinsson, Ægi .... 02:36,15 SvavarSvavarsson.Ægi .......... 02:40,54 Óskar Þórðarson, HSK .......... 02:42,83 200 m fjórsund telpna: Eydís Konráðsdóttir, SFS ...... 02:35,73 Ingibjörg Ó. ísaksen, Ægi ..... 02:37,78 Berglind Daðadóttir, SFS ...... 02:47,61 Sara B. Guðbrandsdóttir, Ægi ... 02:47,80 MargrétV. Bjarnadóttir, Ægi .... 02:49,21 100 m baksund stúlkna: ArnaÞórey Sveinbjömsd., Ægi .. 01:09,57 Dagný Kristjánsdóttir, KR ..... 01:16,66 Sigurlín Garðarsdóttir, Selfoss ... 01:17,16 Sigríður Valdimarsdóttir, Ægi ... 01:19,92 KristiannaJessen, UMSB ........ 01.22,17 -. 100 m bringusund pilta: Magnús Konráðsson, SFS ........ 01:12,26 Óttar Karlsson, Ægi ........... 01:17,08 Kristján Haukur Fiosason, KR....01:23,31 JónÓskarJónsson, SFS .......... 01:24,54 Helgi Snær Sigurðss., Ái-manni .. 01:27,34 100 m bringusund telpna: Berglind Daðadóttir, SFS ...... 01:21,00 Ingibjörg Ó. ísaksen, Ægi ..... 01:21,31 Eydís Konráðsdóttir, SFS ...... 01:23,43 Karen Svava Guðlaugsd., Ægi ... 01:25,99 Kristín Guðmundsdóttir, KR .... 01:26,70 100 m skriðsund drengja: Jóhannes F. Ægisson, Ægi ...... 01:01,14 Kristbjöm Björnsson, Ægi ...... 01:02,94 RagnarV. Hilmarsson, Ægi ...... 01:03,88 Hafsteinn Þórólfsson, KR ...... 01:03,97 — 4x100 m skriðsund stúlkna: A-sveitÆgis ................... 04:22,83 A-sveit KR .................... 04:23,15 A-telpnasveit ÍA .............. 04:37,04 B-sveit Ægis .................. 04:41,90 A-telpnasveit SFS ............. 04:42,01 4x100 m skriðsund pilta: A-sveit Ægis .................. 04:01,87 A-sveitSFS .................... 04:14,01 B-sveit Ægis .................. 04:19^47 A-sveitKR ..................... 04:23,44 e^sveit Ægis ....; 04:56,20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.