Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 52
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Skemmta sér á skautum Skautasvellið í Laugardal í Reykjavík hefur verið opnað aftur eftir sumarið og börn á öllum aldri hafa flykkst þangað til að skemmta sér á skautum. Nesjavallavirkjun: Aflið aukið í 150 MW í haust Tilkynnt um erlenda fjár- festingu í fiskvinnslu Viðskiptaráðuneytinu hefur borist tilkynning um fjárfestingu erlends aðila í íslensku fisk- vinnslufyrirtæki og hefur krafið það um upplýsingar en sam- kvæmt lögum sem tóku gildi í mars síðastliðinn er fjárfesting útlendinga í sjávarútvegsfyrir- tækjum bönnuð. Að sögn Bjöms Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra er þetta fyrsta málið af þessu tagi sem kemur til kasta ráðuneytisins en ráðherra ber að stöðva fjárfestinguna komi í ljós að hún stangist á við lögin. Sérstök nefnd á vegum ráðuneyt- isins fylgist með að farið sé eftir lögunum og að sögn Frosta Bergs- sonar, formanns nefndarinnar, mun hún koma saman 7. nóvember þar sem þetta mál verður tekið fyrir. Sagði Frosti að ýmis vafatriði yrðu tekin fyrir í nefndinni á næstunni, sem m.a. snérust um hvort trygg- ingafélög og olíufélög, sem eru að hluta til í eigu erlendra aðila, geti keypt sig inn í fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtæki á íslandi. Að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns OIís, á erlenda olíufyrirtækið Texaco rúmlega 25% hlut í því en Olís á aftur hlut í um tíu útgerðarfélögum. Sagði Óskar að Olís væri að öllu leyti íslenskt félag skv. lögum og sagðist telja að lögin bönnuðu ekki að það eign- aðist hlut í útgerðarfélögum. Sjá nánar á miðopnu. AFL Nesjavallavirkjunar verður aukið úr 100 megawöttum í 150 MW nú í haust, að sögn Gunn- ars Kristinssonar hitaveitustjóra. Nýr áfangi virkjunarinnar verður tekinn í notkun á næst- unni. verska keisaradæminu þannig að sú mynt sem fannst í Vestmanna- eyjum getur verið úr sama skipi og peningarnir í Hamarsfirði. Það þarf að rannsaka þennan pening miklu betur. Þjóðminjasafnið á gott safn rómverskra peninga sem danskir verkfræðingar gáfu, og hugsanlegt er að svipaður peningur fínnist í því safni. Annars verður farið með peninginn líklega til Lon- don, í British Museum, þar sem sérfræðingar verða fengnir til að ráða í hvaða mynt þetta er,” sagði Ragnar. Hann sagði að peningurinn væri ekki sönnun þess að Rómveijar hefðu komið hingað. Skansinn, sem er gamall virkisveggur, var hlaðinn eftir Tyrkjaránið 1627. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svo sem sjá má er peningurinn illa farinn, enda um 1800 ára gamall, að því að talið er. Fiskiðjan Freyja á Suðureyri: Gunnar segir að afl virkjunarinnar verði aukið í áföngum og verði næsti 50 MW áfangi væntanlega tekinn í notkun 1994. „Þetta þýðir að í vetur bætist við afl, sem mun duga til tveggja til þriggja ára,” sagði Gunnar. Hann sagði að borgin stækkaði ört og ef jafnmikið yrði byggt á næstu árum og undan- farið myndi ganga fljótt á aukninguna. Síðastliðin ár hefðu bætzt við um milljón rúmmetrar húsnæðis árlega, heldur minna síðasta árið. Gunnar sagði að reiknað væri með að þessi stækk- un myndi aðeins fullnægja nýju húsnæði. Ekki væri gert ráð fyrir að hún leyfði að götur og gangstéttir Frá Nesjavöllum. yrðu hitaðar í auknum mæli. Ef farið yrði út í slík- ar framkvæmdir, yrði að flýta næsta áfanga virkjun- arinnar. Rómversk mynt .fannst í Eyjum Stórmerkur fundur segir Ragnar Borg myntfræðingur RÓMVERSKUR koparpeningur sem talinn er vera frá árunum 225-235 eftir Kristsburð fannst í jarðvegshleðslu frá sautjándu öld í Skansinum í Vestmannaeyj- um fyrir skömmu. Hann er nú í vörslu myntsafns Seðlabanka Is- lands og Þjóðminjasafnsins þar sem hann verður rannsakaður frekar. Ragnar Borg myntfræð- —• -ingur segir að hér sé um stór- merkan fund að ræða. Þetta er sjötti rómverski peningurinn sem finnst hér á landi. Safnvörðurinn á Byggðasafninu í Vestmannaeyjum, Sigmundur Andrésson, sendi Ragnari pening- inn ásamt orðsendingu um að pen- ingurinn hefði fundist í Skansinum í Vestmannaeyjum. Peningurinn er afar illa farinn og sagði Ragnar að erfitt væri að . ^itta sig á hvaða gerðar hann væri, en gerðir rómverskra peninga skipta tugum þúsunda. Það tæki eflaust langan tíma að ákvarða úr hvaða sláttu þessi peningur kæmi. „Þar sem þetta er koparpeningur datt mér í hug að hann væri sleg- inn eftir Kristsburð því að á tímum Ágústusar keisara var allt silfur uppurið í Róm. Hin venjulega gang- mynt var slegin úr kopar,” sagði Ragnar. „Okkur dettur í hug að myndin á framhliðinni sé af Sallustia Bar- bia Orbiana sem var gift Severusi Alexander Rómarkeisara í kringum árið 225 eftir Krist. Á bakhliðinni mótar fyrir gnægtarhorni og - gnægtargyðjan er sitjandi og heldur á veldissprota og gnægtarhorni. Svona peningur er til segja fræðibækur,” sagði Ragnar. Hann sagði að ekki væri vitað hvernig þessi peningur hefði borist til Vestmannaeyja. I bók Kristjáns Eldjárns, Gengið á reka, segir hann frá þremur rómverskum peningum sem fundust á þessari öld. Tveir þeirra fundust á Bragðavöllum í Hamarsfirði eystra. Sá þriðji fannst í Hvalnesskriðum. Þeir peningar eru frá seinustu árum þriðju aldar. „Mynt gekk ákaflega lengi í róm- Baldur Jónsson, framkvæmda- stjóri Freyju, féll frá tilboði sem hann gerði í hlutaféð í fyrradag. Hluthafafundur verður 11. nóv- ember og þar verður formlega gengið frá eigendaskiptunum. Samningurinn sem gengið var Gengið frá samiiingnm við Norðurtangann og Frosta HLUTAFJARDEILD Byggða- stofnunar gekk i gær frá samn- ingi um kaup Hraðfrystihússins Norðurtangans á Isafirði og Frosta hf. á Súðavík á hlutabréf- um Byggðastofnunar í Fiskiðj- unni Freyju hf. á Suðureyri. frá í gær er í öllum atriðum sá sami og fyrirtækin tvö höfðu áður boðið. Þau kaupa 54,2% hlut Byggðastofnunar í Freyju, eða 97 milljóna kr. hlut, á 12,5 milljónir kr. Fyrirtækin skuldbinda sig til að auka hlutafé um 50 milljónir kr. og tryggja að 2.500 tonnum af afla togarans Elínar Þorbjarnar- dóttur verði landað á Suðureyri. Baldur Jónsson hafði hug á því að nýta forkaupsrétt sinn sem hlut- hafi en hann féll frá tilboði sínu í hádeginu í gær. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtangans, sagði að þetta yrði erfítt rekstrar- dæmi og lausnir á vanda fyrir- tækisins yrðu ekki hristar fram úr erminni á einum degi. Norð- urtanginn og Frosti eiga saman sex skip auk þess sem Freyja á línubát. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvað gert yrði við skipið Eiínu Þorbjarn- ardóttur. „Það eru engir kaupend- ur að kvótalausum skipum í dag. Hugmyndin er að okkar skip veiði kvóta togarans. í því er hagræð- ingin fólgin, að veiða þennan kvóta á færri skip,” sagði Jón Páll. Hann sagði að ef gera ætti Elínu Þor- bjarnardóttur út þyrfti að gera miklar lagfæringar á skipinu. „Ég vona að það verði ekki mikil rösk- un af þessu á Suðureyri og að fisk- vinnsla geti hafist þar með eðlileg- um hætti innan skamms.” Hann sagðist vona að veiðar byijuðu fljótlega eftir að báðir aðilar væru búnir að uppfylla formsatriði vegna skiptanna. Baldur sagði að nokkrir aðilar á ísafírði, þeirra á meðal Hans Georg Bæringsson, bæjarstjórnar- maður á ísafirði og atvinnurek- andi, og Kristján Jónasson, fram- kvæmdastjóri Djúpbátsins, hefðu átt hlut að sínu tilboði en komið hefði í ljós að þeir hefðu ekki haft bolmagn til að ná þessu í gegn. Þessir aðilar höfðu hugsað sér að nota togarann tímabundið til ann- arra veiða en hefðbundinna bol- fískveiða, þ.e. rækjuveiða. Þá hefði fiskvinnslufyrirtækið Hrönn á Isafirði lýst áhuga á að kaupa tog- arann með 75% kvótans í félagi við Baldur en ekki koma inn í rekstur fyrirtækisins. „Ég tel þetta sæmilegan kost miðað við að við missum skipið. 2.500 tonnum verð- ur landað á Suðureyri en það er aðeins um rúmur helmingur af því sem við höfum haft á undanförnum árum. Ég vona að það takist fljótt að ganga frá þessu og fyrirtækið komist í rekstur sem fyrst,” sagði Baldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.