Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 VGRÓM VAGGA \ST\K1\IVAK eftir Kristínu Marju Baldursdóttur FLAUTULEIKUR og eilff angurværð ríkir í Veróna, borginni þar sem Rómeo og Júlfa áttu heima. Allan daginn standa ungir menn á torgum og leika á hörpu eða flautu og frá Aren- unni, óperunni frægu, berast tónarnir frá Turandot. Ein ást- artragedfan fviðbót. ítalir meta ástina mikils og þegar elskend- ur ná saman á sviðinu lyfta þeir höndum og hrópa brave brava, en ef söngvarar fá ekki að Ijúka við ástararfur sfnar sökum lófaklapps, tryllast þeir og romsa upp úr sér skömmun- um við þann sem næst situr þeim. Islendingar eru ekki vanir svona æsingi heima nema kannski á vellinum þegar KR og Fram keppa og verða því oft undirleitir. En eftir það sem á undan er geng- ið með Rómeó og Júlíu þá er ekki skrýtið þótt Italir séu viðkvæmir þegar ástin á í hlut. Heimsklúbbsfarar Ingólfs Guð- brandssonar um fjörutíu að tölu voru nú komnir til Veróna eftir að hafa drukkið í sig listina í Mílanó og Feneyjum, og það var ekki fyrr en ég stóð undir svölunum hennar Júlíu að ég áttaði mig á því að harmleikur unga fólksins hafði í raun og veru átt sér stað. Svo segja ítalir að minnsta kosti. Bæði er. hægt að sjá heimili þeirra beggja og einnig gröf Júlíu sem er í kirkjuklaustri syðst í borginni. Veróna er gömul og rómantísk borg. Ain Adige rennur í gegnum hana miðja eins og öfugt S í lag- inu, mér skilst að Italir séu mjög hrifnir af öfugum essum, og bogabrýr og borgarmúr með tum- um setja sterkan svip á hana. Göm- ul hús endurreisnartímabilsins gul, mosagræn og múrsteinsbrún standa meðfram ánni í skugga kýprustij- ánna. Ungir og auralitlir tónlistarnem- endur standa á torginu hjá höll Scalaættarinnar, sem var voldugust allra ætta í Veróna á 13. og 14. öld, og vinna sér inn skilding með því að spila á flautu og hörpu fyrir vegfarendur. í miðri borginni stend- ur sjálf Arenan, óperuhús undir berum himni, þar sem stórstjörn- urnar fá menn til að gráta af hrifn- ingu. Svalir Júlíu Til Veróna koma menn meðal annars til að fara í Arenuna. Við komum til að hlýða á Kristján okk- ar Jóhannsson, en því miður átti hann ekki að syngja þetta kvöldið. Olli það mönnum miklum vonbrigð- um og spurðu margir Ingólf hvort hann gæti ekki hringt í Kristján og látið hann vita að við værum í bærium? Italski leiðsögumaðurinn okkar vorkenndi okkur hins vegar mikið að heyra ekki í Pavarotti. Á Ítalíu verða erlendir ferðahópar að vera með ítalska leiðsögumenn þegar ákveðnir staðir eru skoðaðir og í þetta sinn fylgdi okkur eldri mað- ur, lítill og snaggaralegur náungi AScala-óperan Ingólfur segir sög- ur af primadonnum og snillingum. •^Svalirnar hennar Júlíu. Þarna stóð hún og hvíslaði: Rómeó. sem talaði svo hratt og mikið að rólegustu menn í hópnum urðu pirr- aðir og nokkrir fengu hlustaverk. Ingólfur komst ekki að og var alveg undrandi. Sá ítalski leiddi okkur um helstu torgin og endaði með okkur í húsa- garði Júlíu. Þar var fjöldi manns, því allir vildu undir svölum Júlíu staðið hafa. Fjölskyldur Rómeó og Júlíu höt- uðust, guð má vita hvers vegna, en sagnfræðingar segja að andrúms- loft borgarinnar hafi verið herskátt og ófriðlegt á þessum tíma og hafi lega borgarinnar átt sinn þátt í því. Verona var miðstöð hemaðar á Norður-Ítalíu á því herrans ári 1303 þegar Scalaættin réði ríkjum og atburðurinn um Rómeó og Júlíu átti sér stað. Rómeó og Júlía, að- eins fjórtán og tuttugu ára gamlir unglingar, urðu fórnarlömb full- orðna fólksins og létu lífið fyrir tóman klaufaskap. Yfírleitt minnist maður þessa atburðar ekki ógrát- andi, en af því að Shakespeare skrifaði svo gott leikrit um atburð- inn getur maður endalaust hlustað á örlagasögu þeirra. Þetta hugsaði maður og góndi upp á svalirnar. Menn og konur fóru þar upp og vinkuðu eins og Júlía niður til vina og samferða- manna. Hafði það lítil áhrif á við- stadda, eða allt þar til ein úr hópn- um okkar, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir úr Vestmannaeyjum, steig fram á svalirnar með sitt mikla ljósa hár, vinkaði og lét nafnið Rómeó berast með vindinum út yfir Veróna. Skvaldrið í Itölunum þagnaði og þeir mændu allir upp á svalirnar. Islenska frúin hafði alveg óvart stol- ið senuni einhverra hluta vegna og við samferðamenn hennar horfðum montin yfir fjöldann. Fannst enda flestum tími til kominn að ítalir færu að sjá þetta föngulega fólk að norðan. Fljótt á litið virðast íbúar Verónu- borgar vera ákaflega rólegir og afslappaðir, kannski var það músik- in á torgunum sem hafði þessi ein- stöku áhrif. Rómantíkin virtist líka blómstra jafnt hjá ungum sem öldn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.