Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 um. Alls staðar voru hjón eða pör að vinna saman, í sölutjöldunum á Piazza del Erbe, á kaffihúsi þar sem setið var yfir reikningum og rifist, en brosað sínu breiðasta þegar kúnninn birtist, og skammt frá torgi Scalaættarinnar voru samhent hjón . með sjálfstæðan atvinnurekstur. Þau ráku snyrtingu fyrir dömur og herra. Hann tók við aurunum og vísaði fólki inn. Konan sprautaði ilmi út í loftið, hann rétti kúnnanum handþurrku, og þannig gekk það fyrir sig hratt og snuðrulaust. Þau voru svo ánægð með reksturinn og hvort annað að unun var á að horfa. Enda var fullt útúr dyrum hjá þeim. Scala-óperan Meðan við ókum um akra og engi hafði Ingólfur undirbúið óperu- kvöldið í Veróna með því að spila aríur úr frægum óperum. Reyndar sáum við myndir af Verdi, Rossini, Callas og öllum þessum elskum í Scala-óperunni í Mílanó, en hana skoðuðum við áður en við fórum til Veróna. Óperuhúsið er svo kyngimagnað að erfitt er að ná því úr huga sér. Rauðar svalir úr plussi mck) gylltum listum þekja alla veggi, frá gólfi til lofts upp á fimm hæðir. Menn finna ósjálfrátt þessar eldheitu tilfmning- ar og ástríður sem leika um tjöldin og liggja í fellingum þeirra. Ekki nokkur leið að lofta þeim út, því þær voru sungnar af gullröddum. Af stjörnum sem upplifðu sína mestu sigra og hið mesta mótlæti, bæði í einkalífi og á þessu fræga sviði. Við skoðuðum Scala-óperuna að morgni dags, stóðum á svölum og horfðum yfir mannlaus sæti og svið. Ingólfur benti á sviðið og sagði: „Hér hafa allar fegurstu raddirnar staðið. Hvernig haldið þið að það sé að standa hér einn á sviðinu, í þessu musteri ítalskrar tónlistar?” Maður dró djúpt andann. Svo sagði hann okkur sögur af stjörnun- um og fékk ekki að hætta, því við vorum hugfangin af þessum heimi. Hann sagði okkur frá Maríu Callas sem var svo mistæk að hver einasta sýning var eins og happdrætti fyrir hana. Hún söng meira af tilfinningu en af kunnáttu og stundum tókst henni svo stórkostlega upp að fólk bókstaflega grét. En hún söng líka við mótlæti. Ég vissi nú allt um það mál. Auðvitað gat aumingja konan ekki sungið þegar þessir kallar.voru allt- af að koma henni í uppnám. Hún hefði betur látið þennan Onassis sigla sinn sjó á sínum skútum, enda tók hann Jackie Kennedy fram fyr- ir hana og það var svo mikil niður- læging fyrir þessa frægustu söng- konu allra tíma, að hún hreinlega dó. Karlskömmin. Og Ingólfur sagði okkur frá ein- um frægasta hljómsveitarstjóra allra tíma, Arturu Toscanine, sem lést árið 1957. Hann gerði allt til að ná því besta úr söngvurum og hljóðfæraleikurum. Grét og grát- bændi ef svo bar undir. „Og eitt sinn,” sagði Ingólfur, „lét hann silkiklút detta og sagði: Svona, svona á tóntakið að vera.” Við skoðuðum líka safn Scala- óperunnar og þegar við konurnar stóðum fyrir framan málverkið af Verdi hvísluðum við: „Ó guð, er hann ekki fallegur. Þessi sársauki í augunum.” Karlmennirnir í hópnum mis- skildu þetta eitthvað, héldu að sárs- aukinn stafaði af því að hann hafði ekki fengið inni í tónlistarskólanum á sínum tíma. Á sessum En nú var það óperan Turandot eftir Puccini í Arenunni í Veróna. Hringleikahúsið var byggt árið 290 e.Kr., en þá var Veróna róm- versk nýlenda og hafði verið það frá árinu 89 f.Kr. Arenan minnir í fljótu bragði á Colosseum í Róm, nema hvað hér voru menn ekki drepnir og étnir af villidýrum. Árið 1117 hrundi hluti af byggingunni í jarðskjálftum og það var ekki fyrr en 1913 sem byijað var að syngja þar aftur. Seinnipart dags er fólk farið að bíða fyrir utan húsið, og þegar við C 7 •^Fjölskyldan fór á vigtina eftir matinn. ítalir borða oft fjórrétt- aða máltíð á hveijum degi en skammtarnir eru litlir. um sjaldgæfu augnablikum þegar karlmaður segir við konu: Hingað og ekki lengra góða. Hljómburðurinn var stórkostleg- ur og hefði ég aldrei trúað að óreyndu að mannsröddin gæti bor- ist svo langt. En þetta hlýtur að vera skelfileg áreynsla fyrir söngv- arana. Maður veit nú bara hvernig er að kalla á krakka inn í háttinn á sumarkvöldum. Þegar Turandot söng aríuna „In questa reggia” úr öðrum þætti hefði maður helst kosið að fá að deyja í fanginu á henni. Þvílíkt ógnarvald getur góður söngvari haft á fjöldan- um. Og hér létu menn sér ekki nægja að klappa, heldur voru hend- ur hafnar á loft og hrópað og kall- að. Ef söngvari fékk ekki að ljúka aríunni sökum lófaklapps, stóðu menn upp og steyttu hnefana, en aðeins vægar var tekið á þeim sem varð það á í hrifningu sinni að syngja með síðustu laglínurnar. Á þá var bara sussað. Kaffibrúsar í hléinu teygði fólk úr sér, stóð á fætur og horfði yfir svæðið eins og Rómveijar gerðu forðum. Kók- salinn kom hlaðinn drykkjum og þegar hann hafði selt megnið af birgðum sínum tók hann lagið fyrir áhorfendur, söng eina aríuna úr óperunni eins og hann hefði aldrei gert neitt annað og fékk jafnmikið lófaklapp og Mártinucci. Annars höfðu ítalirnir það bara huggulegt í hléinu. Tóku upp úr tuðrum sínum kaffibrúsa, kollur, brauð, kryddglös og litlar vínflöskur eins og þeir væru í skógarferð. Klæðnaðúr var með ýmsu móti á mönnum, sumir í betri fötunum, aðrir eins og þegar menn fara á völlinn heima. Ástandið milli mín og konunnar fyrir framan hafði ve'rsnað til muna eftir fyrsta þátt. Breiddi hún úr sér allt hvað hún gat eins- og lægi hún í sófanum heima hjá sér, og er ég reyndi af veikummætti að snúa tánum í aust- ur eins og lög gerðu ráð fyrir, horfði hún með fyrirlitningu á fætur mín- ar. Var það meira en svo að barbar- ar úr norðri þyldu við. Skelltu þeir nú fótum niður með frekju og ASamhent hjón sátu yfir reikningum og rifust, en brostu þegar kúnninn kom. mættum á staðinn eftir að hafa snætt góðan kvöldverð í mestu ró, komu litlir guttar á móti okkur sem seldu hvít kerti. Þeir voru svo sætir að hver kona keypti tíu stykki. Síð- an keyptum við sessur við inngang- inn, því auðvitað hefur ekkert breyst síðan Rómveijar sátu þarna í skartklæðum á berum steininum. Ég hugsa nú að þeir hafi haft sess- ur eins og við. Bakhlutinn hefur lítið breyst. Við áttum vís sæti á ákveðnu svæði, en þó lentum við sem síðast komum í hópi ítala sem sat við hlið íslendinganna. Þarna sat maður sumsé á sinni sessu með engan stuðning við bakið, og síðan fór það eftir fólkinu í sætinu fyrir neðan og framan hversu mikið pláss fæt- urna fengju. Lítil ítölsk kona í galla- buxum sat fyrir framan mig og var svo plássfrek að ég varð til skiptis að sitja eins og sellóleikari og hafa konuskömmina í skauti mínu eða vera innskeif eins og api og reka hnén í bak hennar. Undi ég þessu illa frá upphafi. Leikvangurinn eða óperan vat' troðfull af ítölum og útlendingum og ákafinn og eftirvæntingin mynd- aði titring í loftið. Sumir voru komn- ir langt að og voru háværir og spenntir. Himininn hvolfdist dimm- blár yfir höfði okkar en enn sást ekki til tunglsins. Stórkostlegt svið- ið var framundan með tröppunum miklu sem lágu upp að höll Turand- ots prinsessu. Fyrir aftan mig sátu þijár gráhærðar ítalskar frúr í rós- óttum kjólum og góðlegar á svip, auðvitað af því að ég leyfði þeim að hafa pláss fyrir fæturna, og rétti ein þeirra mér logandi kerti svo ég gæti kveikt á kertinu mínu. Á skammri stundu upptendraðist öll Arenan þegar þijátíu þúsund manns kveiktu á kertum sínum, og jóla- svipur kom á andlit okkar Islending- anna. Það var einstök stund. Kossstellingar Fyrsti þáttur byijaði með offorsi og látum því nú ætlaði Turandot prinsessa að láta taka einji krón- prinsinn í viðbót af lífi því hann gat ekki frekar en aðrir leyst gátur hennar. Nicola Martinucci söng hlutverk Kalafs prins þetta kvöld, þess er að lokum leysir gátur Turandots prinsessu, og söng hann þokka- lega. Prinsessuna hins vegar söng Ghena Dim- itrova með miklum til- þrifum og glæsibrag. Að vísu var frúin fjall- myndarleg og var fólk því ofurlítið taugaó- styrkt þegar prinsinn þurfti að grípa hana föstum tökum og sveigja hana undir sig i kossstellingu. Það tókst þó, áhorfendur grétu af hrifningu og veinuðu brave. Þetta var jú líka eitt af þess- hvæstu lágt hin og þessi orð á nor- rænni tungu. Loftið varð rafmagnað og í svip- an sá ég fyrir mér fyrirsagnir blað- anna í Veróna: „Átök í Arenunni. Bijáluð útlensk kona rotar veik- burða ítalska konu með kókflösku”. Eitthvað leist vinkonum konunn- ar ekki á ástandið því eftir pískur og bendingar létu þær hana færa sig, öll aðstaða varð eðlileg og menn tóku gleði sína aftur. Óperan endaði á því að prinsinn og prinsessan gengu inn í höllina saman, kórinn söng guðdómlega og konurnar fyrir aftan mig og alls staðar_ í kring sungu af innileik með. Á þær dugði ekkert suss. Dýrðlegri kvöldstund en óperu- kvöld í Veróna er vart hægt að lifa. Elsti íslendingurinn í hópnum Krist- ján Reykdal, mikill óperuunnandi, fór meðal annars í þessa listaferð til Ítalíu til að fara í Arenuna. Ég spurði hvernig honum hefði fundist og hann var yfir sig hrifinn eins og við öli en sagði: „Tenórinn var ekki nógu góður, Kristján hefði verið miklu betri. En Dimitrova var sterk.” Heldurðu að það hefði ekki verið gaman að heyra Mariu Callas syngja Turandot, spurði ég hann, en skelfingarsvipurinn varð þvílíkur þegar ég nefndi nafn þeirrar söng- konu að ég steinþagnaði. Kristján þoldi víst aldrei-Callas. Fjórréttað Þegar 'ítalir hafa hlýtt á söng og úthelit tilfinningum sínum verða þeir svangir, þ.e. þeir sem hafa ekki nesti með sér í óperurnar. Þá setjast þeir á veitingastaðina sem eru á torginu fyrir framan Aren- una, og snæða fjórréttaða máltíð úti í tunglsljósinu. Þvílíkt líf og þvílíkur munaður. Við norðanmenn urðum mjög tortryggnir í fyrstu þegar við heyrðum af þessu áti ít- ala. Borða fjórréttað á hvuijum degi!? Var fólk ekki með fullu viti? En ekki er allt sem sýnist. I fyrsta lagi eru allir skammtar mjög litlir. Til dæmis er brauðsnúð- ur á Ítalíu helmingi minni en snúð- ur á íslandi, svo tekið sé nærtækt dæmi. Venjuleg máltíð á veitinga- húsi gæti til að mynda hafist á hráskinku með melónu og kapers, þá kæmi pastalengjur með léttri sósu, síðan kálfakjöt með grænu grænmeti og að lokum kökusneið og örlítill bolli af expressokaffi. Allt í litlum skömmtum. Oftast var maturinn mjög góður, en ljúffeng- astur fannst mér þó fiskurinn og kom það mikið á óvart. Þarna sátu nú Italirnir í kvöld- skininu, ræddu um tenóra og sópr- ana og drukku vín og mikið vatn. Mér var sagt að venjuleg máltíð ítalskrar fjölskyldu gæti tekið allt kvöldið og skildist mér að aðaiatrið- ið væri að vera lengi að borða og tala mikið, en ekki fljótur að borða og tala lítið. Eftir að Rómeó og Júlía dóu hef- ur þessi eilífa angurværð ríkt í Veróna. Hef ég grun um að margir hafi látið örlög þeirra sér að kenn- ingu verða og reynt að halda frið í eigin fjölskyldu. Borgin hefur eitt- hvert seiðandi aðdráttarafl og þeir sem eiga þess aldrei kost að syngja í Arenunni, geta að minnsta kosti látið sig dreyma um að setja þar upp sjálfstæðan atvinnurekstur. stórkostlegt og áhorf- endur gleyma sér og syngja með. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.