Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 C 9 °9 9óð Þjá^ cmo TOYOTA TOYOTA Tákn unn gœði mikið magn af tannín (sútunar- sýru). Liturinn á rætur að rekja til hins þykka nánast svarta berja- hýðis en tannínið til þess að í engri annarri þrúgu er jafn mikið af beijasteinum í hlutfalli við aldin- kjöt. Gerir þetta hrein Cabernet Sauvignon-vín mjög „hörð” og er því venjan að einhver hluti vínsins (oftast í kringum 15-20%) saman- standandi af öðrum mjúkari teg- undum. í Bordeaux eru tegundirn- ar Merlot og Cabernet Franc not- aðar í þessu sky'ni, en auk þess að „mýkja” vínið gera þær það líka margþættara. Það bætir heldur ekki úr skák að góð Bordeaux-vín eru látin geijast í 225 lítra tunnum (barriques) úr nýrri eik í 18-24 mánuði. Auk tannínsins úr beijun- um bætist þar við eikartannín sem gerir háklassa Bordeaux mjög óá- rennileg vín fyrstu árin þó þau kunni síðan að veita unað fram á næstu öld. Ekki kunna allir að meta þessa eiginleika og í einni bók yfir Kaliforníuvín- er eftirfar- andi lýsingu að finna: „Cabernet Sauvignon er vín fyrir fólk sem hefur unun af því að sofa undir berum himni, spila rugby, klífa fjöll, borða brusselkál og gera aðra áþekka hluti þar sem pína er hluti nautnarinnar.” Tíminn verður því að vinna sitt verk og löngum var það talin al- gild regla að Cabernet Sauvignon- vín væru fyrst og fremst sk. vin de garde, þ.e. þeirra bæri ekki að neyta mjög ungra heldur geyma í einhvern árafjölda fyrst. Var þu- malputtareglan varðandi góð Bordeaux-vín sú að þau yrðu að vera lágmark tíu ára gömul áður en tappinn færi úr fiöskunni. Þetta hefur hins vegar breyst töluvert með tilkomu Cabernet-vínanna úr nýja heiminum. Þau eru oftast ræktuð í heitara loftslagi en er að finna í Bordeaux og vínin ná þroska fyrr. Illar tungur vilja líka meina að hækkandi vaxtastig í heiminum letji menn til að sitja á birgðum lengur en nauðsynlegt er,- sæðisfrumur á hverri sekúndu eða 300 billjónir á ári. Þar vill nú reyn- ast misjafn sauður í mörgu fé og gallaðar frumur standast ekki samkeppnina en heltast úr lestinni. Út úr efsta hluta móðurlífsins ganga eggrásirnar, tvær mjóar pípur með kögur á endanum og slæða með því upp eggið sem losn- aði. Það færist smám saman nær leginu og einhvers staðar á þeirri leið kynni það að hitta fyrir sæðis- frumur, sem kæmu í flasið á því og sveifluðu hala sínum eins og fiskur sporðinum. Sú fremsta bor- ar snjáldrinu gegnum egghimnuna og stingur sér á kaf (sjá mynd) en þar með eru úrslitin ráðin og gatið á himnunni lokast. Fijóvgað eggið heldur áfram að mjakast inn í legið, tyllir sér þar á einhveija slímhúðarsylluna og hreiðrar um sig. Ef allt gengur að óskum hefj- ast nú mikil umsvif og flókið þró- unarskeið sem lýkur ekki fyrr en níu mánuðum síðar þegar barn- ungi fæðist inn í nýjan og harðari heim. - Sú mun þó oft verða raun- in að eggið velti út af syllunni eins og fuglsungi í bjargi og talið er að einungis tvö fijóvguð egg af hveijum þrem verði bam í brók. Margt er það fleira en minnst var á hér að framan sem stuðlað getur að ófijósemi. Konur sem á unga aldri fá bólgu í eggrásirnar eða legpípumar, eins og þær eru ein- att nefndar, eiga á hættu að þessi fíngerðu göng lokist og tekst mis- jafnlega að bæta úr því, þótt reynt hafi verið með ýmsu móti. Stund- um verða afleiðingar bólgunnar þrengsli en ekki alger lokun og þá getur svo farið að fijóvgað egg strandi á leiðinni, festi rætur í slímhúð pípunnar og taki að vaxa og dafna eins og því ber. Þetta kallast utanlegsþykkt og getur orðið konunni lífshættuleg því að pípan rifnar þegar fóstrið stækkar og innvortis blæðing er yfirvof- andi. Ófijósemi sem rekja má til karl- mannsins er oftast því að kenna að sæðisfrumur hans séu óeðlilega fáar eða fjörlitlar, og fylgifískar slysa eða sjúkdóma koma hér líka við sögu. Einnig úr því hefur löng- um reynst erfitt að bæta. Fyrir þrettán árum fæddist fyrsta glasabarnið, og þau vísindi sem hafa siglt í kjölfar þess eru nú orðin helsta von hjóna sem ekki sætta sig við bamlaust bú eða vilja bæta við sig. En það er önn- ur saga.___________________■ VIN/ÍTr hverju eru „ebalvínin ”gerdf Cabemet Sauvignon EF Á annað borð á að gera upp á milli rauðvínsþrúgna má segja að ekki sé á neinn hallað með að halda þvi fram að Cabernet Sau- vignon sé sú þrúga sem flest gæðavín veraldar eru framleidd út. Einungis harðsvíruðustu staðarhyggjumenn myndu mótmæla þeirri staðreynd. Þessi tegund, sem þekktust er í þeirri mynd sem hún birtist í Bordeaux-héraðinu, er nú ræktuð í sama sem hverju ein- asta vínframleiðslulandi veraldar og getur af sér margbreytileg „eðalvín” í þeim flestum; Frakklandi og Spáni jafnt sem í Kalifor- níu, Búlgaríu, Ástralíu, Chile, Líbanon, Suður-Afríku og Nýja Sjá- landi svo nokkur dæmi séu nefnd. Heimsmeistarinn í Rally, Carlos Senta. Cabernet Sauvignon hefur eins og áður sagði fyrst og fremst öðlast frægð sína í gegnum vín þau sem framleidd eru í Bordeaux- héraðinu í Suðvestur-Frakklandi. Ef Cabemet Sau- vignon er konung- ur vínbeijanna er Bordeaux, sér- staklega Médoc og Graves, kon- ungsríkið en þar á eftir Steingrím þrúgan líka upp- Sigurgeirsson funa sinn. Hún er tiltölulega ung og ekki fyrr en seint á síðustu öld að hún tók að ná útbreiðslu að ein- hveiju ráði. Cabernet Sauvignon-þrúgur þroskast frekar hægt og vínviður- inn er ekki mjög „afkastamikill”. Sjálf vínin eru mjög auðþekkjanleg og einkennast öðru fremur af sól- beijum þó einnig séu oft notuð ótal önnur lýsingarorð (allt frá „vindlakössum” til „flauelstjalda”) til að lýsa mikilfengleika þeirra. Annað einkenni Cabernet Sauvign- on er mjög dökkur litur vínsins og ^ @pna mastriö á TQYOTA lyftMrijniim eykur útsýni ökumannsins og þar meö öryggi hans og annarra á vinnusvæöinu. ► Gaffalinn er hægt aö fá meö „frílyftun,11 snúningi og hliðarfærslu. Viö ákveðin störf er þessi búnaöur beinlínis nauösynlegur, auk þess sem hann gerir lyftarann gámagengan. ► Lyftararnir fást meö dísilvél eða rafknúnir meö hleöslu sem dugar í 16 -18 klukkustundir. ► Hafðu samband í síma 44144 eöa komdu og kynntu þér stærðir og gerðir TOYOTA lyftaranna hjá sölumönnum okkar og uppliföu ánægjuna sem fylgir góðri þjónustu og því að vinna með g þægilegum og öruggum lyftara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.