Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 12
,12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 Hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins: Miðarnir nú sendir konum ■ UNDANFARIN ár hefur Bændaskólinn á Hvanneyri skipulagt ýmis stutt námskeið sem einkum eru ætluð fólki í dreif- býli. Mörg þessara námskeiða eru skipulögð í samvinnu við aðrar stofnanir. Markmið námskeiðanna er að veita fræðslu til fólks sem vill bæta starfskunnáttu sína eða kynnast nýjum viðfangsefnum. Lengd hvers mánaðar er mismun- andi eftir viðfangsefnum en flest eru tveggja eða þriggja daga. Framleiðnisjóður landbúnaðarins tekur þátt í kostnaði vegna nám- skeiðanna meðal annars hvað varðar ferðakostnað þátttakenda. Sem dæmi um viðfangsefni nám- skeiðsins má nefna, framleiðslu- stjórn á kúabúi, tóvinnu, búreikn- inga, stofnun og rekstur fyrir- tækja og námskeið um fóðrun og hirðingu hrossa. Nánari upplýs- ingar um námskeiðin eru veittar á skrifstofu Bændaskólans á Hvanneyri alla virka daga kl. 8.20-12.00 og 13.00-17.00. ALLAR konur á aldrinum 20-75 ára (fæddar 1916-1970) ættu nú að hafa fengið senda miða í haust- happdrætti Krabbameinsfélags- ins. Þetta er í fyrsta sinn sem konur einar frá miða senda frá happdrættinu en í vor einskorðað- ist útsending við karla. Vinningar eru 104 talsins að heild- ai-verðmæti 16,5 milljónir króna. Fyrsti vinningur er Ford Explorer XLT að verðmæti þijár millj. kr. Þá eru þrír vinningar, hver að verðmæti ein millj. kr. til kaupa á bíl að eigin vali eða til greiðslu upp í íbúð. Loks eru fimmtíu vinningar á 130.000 kr. og aðrir fimmtíu á 80.000 kr. til kaupa á vörum eða ferðum. Dregið verður í happdrættinu 24. desember. í síðasta happdrætti voru hlutfalls- lega noklmð færri heimsendir miðar greiddir en verið hefur undanfarin ár. Verður það m.a. rakið til að mið- ar voru sendir til yngra fólks en áður, til viðbótar fyrra úrtaki. Einnig var þá sent til eldra fólks en áður, en það stóð vel fyrir sínu. Greitt var fyrir 20% allra heimsendra miða. Voru Sunnlendingar fremstir í flokki með rúm 23% en Austlendingar komu fast á eftir með tæp 23%. Frá Vesturlandi og Norðurlandi vestra voru 22% skil. Reiknað eftir póstnúmerum var greiðsluhlutfall afar mismunandi, allt frá 7,5% upp í 75%, en það met átti póstnúmerið 523: Finnbogastaðir í Strandasýslu. (í heild kom Stranda- sýsla mjög vel út, með 30% skil). Annars staðar til sveita ber sérstak- lega að nefna póstnúmer 301, Akra- nes og dreifbýli, þar borguðu 32% miðana. Búðardalur var það kauptún sem náði hæstu skilahlutfalli, 34%, en næst kom Vík í Mýrdal með 31%. Efstu kaupstaðir (bæir) voru Vest- mannaeyjar 27%, Eskiíjörður 26% og Blönduós 25%. Enn sem fyrr byggist starfsemi Krabbameinssamtakanna að miklu leyti á stuðningi almennings. (Frétt frá Krabbameinsfclaginu.) --------............ ÞYKKJÓGÚRT ÞYKKJÓGÚRT ÞYKKJÓGÚRT með suðrænum ávöxtum með bláberjum með korni og ávaxtablöndu .......diÚRT er komin á markaðinn Þrjár bragðtegundir hver annarri betri ÞYKKIÓGÚRT er hoil afurð íslenskrar náttúru HIN ÁRLEGA minningarathöfn um fallna hermenn breska sam- veldisins verður haldin í dag, sunnudaginn 10. nóvember, við hermannagrafreitinn í Fossvogs- kirkjugarði og hefst hún að venju klukkan 10.45. Séra Arngrímur Jónsson stjórnar minningarathöfninni og öllum er vel- komið að taka þátt í henni. I hermannagrafreit breska sam- veldisins í Fossvogskirkjugarði eru grafir 128 breskra hermanna og 84 grafir hermanna frá öðrum löndum, þar á meðal 47 Kanadamanna og 5 Ástrala. Fossvogskirkjugarður: Bresk minn- ingarathöfn SPRELLLIFANDIMINNINGAR -verðlaunasamkeppni fyrir farþega Samvinnuferða - Landsýnar: SKILAFRESTUR ER TIL 21. NOVEMBER Við auglýsum eftir minningarbrotum úrferðum Samvinnuferða - Landsýnar í formi Ijósmynda, teikninga, myndbanda, Ijóða, laga og frásagna. Glœsileg verðlaun! 7 athyglisverðustu verkin: Utanlandsferð fyrir alla fjölskylduna! 6 aukavinningar dregnir úr nöfnum allra þátttakenda: 3 utanlandsferðir fyrir alla fjölskylduna og 3 fá myndbands- tökuvélar frá Hitachi. Merkið allt efni með nafni, aldri, síma og heimilisfangi á efnið sjálft, helst með límmiðum, ekki á fylgiblöðum. Hljóðsnældur og myndbönd verða auk þess að hafa merkingu sem segir til um staðsetningu efnisins á bandinu. Allt efni verður endursent þegar keppnin er yfirstaðin, en Samvinnuferðir - Landsýn áskilur sér rétt til að nýta innsent efni í þágu ferðaskrifstofunnar án endurgjalds. í slíkum tilvikum verður haldið eftir afriti af verkinu. Allt efni verður að -sjálfsögðu handleikið af mestu varúð en ekki verður hægt að taka ábyrgð á því ef hlutir glatast í pósti eða skemmast. Saiin/inniiferúirLíiiJílSifn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 39 80 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.