Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 Var málgaldur mæltur lengi eftir Árna Matthíasson ÞEGAR rætt er um útgáfu á íslenskum plötum ytra er einhvern- veginn sjálfgefið að verið er að tala um íslenska popp- og rokk- tónlist — ekki íslenskan rímnakveðskap. Það hlýtur því að teljast fréttnæmt í meira lagi þegar gefin er út plata/diskur í Bretlandi þar sem Sveinbjörn Beinteinsson kveður Eddukvæði og ljóð eftir sjálfan sig, hvað þá þegar þar við bætist að á skömmum tíma seldist upp upplag plötunnar, rúm 3.000 eintök. Hljóðs bið eg allar ' helgar kindir, meiri og minni mögu Heimdallar. Viltu, að eg, valföður, vel fyr telja fornspjöll fyra, þau er fremst um man. Svo hefst Völuspá, en á plötunni/disknum sem selst hefur svo vel ytra, og heitir einfaldlega Sveinbjörn Beinteinsson — Edda, kveður Sveinbjörn Völuspá, Hávamál, Sig- urdrífumál og átta ljóð eftir sjálfan sig, Braga- þing, Nótt, Ósk, Vináttu, Ferðavísur, Draum, Sum- arhaust og Álfakvæði, sem lýkur svo: Var málgaldur mæltur lengi. Sló orðvaldur óðar strengi. Fór álfgyðja orði réttu. Laut bragiðja boði settu. Ensk þýðing á Völuspá. Háva- málum og Sigurdrífumálum fylgir útgáfunni. Það er fyrirtæki David Tíbets sem gefur plötuna út í Bretlandi og víðar, en hluti uptpökunnar hafði áður komið út á plötu á veg- um Grammsins fyrir allmörgum árum. Sveinbjörn Beinteinsson þekkja líklega flestir, enda eftirminnilega skeggprúður með drifhvítt skegg og hærur og oft á ferðinni. Svein- björn er allsheijargoði ásatrúar- manna og við bæ hans, Dragháls, var lengi blótstaður safnaðarins. Sveinbjörn er fyrir nokkru fluttur af Draghálsi, en því fer fjarri að hann sé sestur í helgan stein, því við tekur útgáfa ýmiskonar og jafnvel frekari upptökur í kjölfar velgengni plötu hans ytra. Kveðið fyrir pönkara Þegar rokkbylgjan gekk yfir ís- land, sem sumir vilja kenna við pönk, tróð Sveinbjörn iðulega upp með pönksveitum og kvað rímur eða kvæði fyrir rokkþyrst ung- menni, sem tóku honum alltaf vel og af virðingu. Þannig hefst kvik- myndin Rokk í Reykjavík einmitt á kveðskap Sveinbjörns, og síðan strax á eftir kemur mikil pönk- keyrsla með unglingasveitinni Vonbrigðum. Sveinbjöm er enn í því að troða upp, því ekki em nema nokkrar vikur síðan hann kom fram með kamerúnska tónlistar- manninum Manu Dibango í Hótel íslandi. Sveinbjörn vill ekki gera of mik- ið úr tilstandinu með plötuna ytra; hann hafi þó gaman af því, enda ekki annað að gera fyrst hann er kominn út í þetta á annað borð. Island í hnotskurn „Mér fannst Tíbet vera mjög viðkunnanlegur piltur þegar hann fór þess á leit við mig að fá að gefa þetta út og greinilegt að hann var að gera þetta af einlægum áhuga. Hann kom hérna í haust og talaði við mig, mér skildist á honum að það reyttist eitthvað út af þessu. Hann færði mér meira að segja peninga, ég er óvanur því þó ég sé að gera eitthvað svona. Eg veit ekki hvaða gagn útlend- Sveinbjörn Beinteinsson Eddukvæði íflutningi__________ Sveinbjöms Beinteinssonar voru fyrir skemmstu gefin út á piötu í Englandi—og hafa selstíyfir 3.000 eintökum ingar hafa af þeásu, en ég segi það bara út frá sjálfum mér að ég hef gaman af að hlusta á eitthvað frá fjarlægum heimshlutum og ég býst við því að sé forvitni sem fær fólk til að kaupa þessa plötu.” Tíbet lýsir því í inngangi að plöt- unni að fyrir honum sé kveðskapur þinn ísland í hnotskurn. „Já, það var gaman að heyra. Það var einmitt það sem ég ætlaði mér, en vissi ekki hvort kæmist til skila. Ég var lengi búinn að velta því fyrir mér með þennan kveðskap að menn hlytu að hafa kveðið hann. Ég vildi finna það út hvernig það hefði verið jgert og held mér hafi tekist það. Eg eiginlega vann þetta út frá kveðskapnum; mér fannst að vísurnar segðu til ef ég væri að gera eitthvað vitlaust, þær væru í raun eins og nótur.” Bara venjuleg skýr hugsun Ilvað með boðskapinn, á hann erindi til okkar í dag? „Alltaf gæti nú staðist eitthvað af þessu, þetta er nú ekki svo trúar- legs eðlis að það sé neitt sem menn þurfa að setja fyrir sig, þetta er bara venjuleg skýr hugsun og hent- ar hveijum sem er.” Hvernig hefur þér svo þótt að vera að kveða á rokktónleikum? „Mér þykir gaman að þessu. Ég held mínu striki og það virðist ekki koma illa við fólk, þó þetta sé gjör- ólíkt öðru sem er verið að flytja þarna. Ég býst við að ég sé að ná til áheyrenda sem annars hefðu aldrei lagt við hlustir, en mér finnst fólk hafa verið umburðarlynt, menn hafa setið og hlustað stein- þegjandi á og tekið þessu vel.” Ekki er Sveiiibjörn á því að kvæðaíþrótt sé á undanhaldi, „mér finnst töluvert af ungu fólki sem er að fást við þetta. Mér finnst vera vakning frá því sem var fyrir 40 árum eða svo, það er meira líf og mikill áhugi. Það er mikið af ungu fólki, t.a.m. í skólum, sem langar til að læra að búa til vísur og þekkja reglurnar, en það þarf að læra að kveða tii að skilja.” Heillaður af Islandi David Tíbet, sem gefur plötuna út, er góðkunningi Hilmars Arnar Hilmarssonar og hefur komið hing- að til lands nokkrum sinnum og þá unnið tónlist með Hilmari undir nafninu Current 93 og fyrir stuttu kom einmitt út með þeim félögum platan ísland. Tíbet segist yfirleittt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 C 17 selja um 2030.000 eintök af hverri Current 93 plötu og segist hafa vonað að það nafn sem hann hefði unnið sér yrði til að fólk myndi frekar gefa plötunni tækifæri, . Þó hafi undirtektirnar komið hon- um í opna skjöldu og ekki síður þaú viðbrögð sem hann hefði feng- ið frá þeim sem hefðu keypt plöt- una. „Ég hef fengið íjölmörg bréf frá fólki sem hefur heillast af plöt- unni og finnst kveðskapurinn fal- legur. Það hafa einnig margir skrifað mér sem nafa fengist við norræn fræði og sagst vera að heyra íslensku í fyrsta sinn. Einn skrifaði og sagðist aldrei hafa heyrt eins fagra tónlist um ævina. Hann sagðist hafa fyllst áhuga á íslandi þegar hann var drengur og væri nú fyrst að heyra íslensku, sem væri svúfagurt mál að hann ætlaði að læra hana. Ég hef varla geð í mér að segja að fólk ljóðast pg kveðst ekki á á götum úti á íslandi.” Upplagið kláraðist snemma Tíbet sagði að upplag plöt- unnar hafi klárast mjög snemma, er þar sem fyrirtækið sé lítið og með fleiri járn í eldinum, verði hún ekki endurútgefin fyrr en eftir ára- mót. Hann segist hafa kynnst íslandi í gegnum Hilmar, sem hann hitti í Lundúnum, og þegar Hilmar bauð honum hingað til lands hafi hann heillast gjörsamlega af landinu. „Mér fannst landið frábærlega fallegt og fólkið vinsamlegt, en það var líka eitthvað við það sem heill- aði mig og ekki er gott að henda reiður á; einhver dulúð, eða andi sem varð mér hugstæður. Nýaldartónlist hjóm eitt við hliðina á kveðskap Sveinbjarnar Eitt það fysta sem ég heyrði á Islandi var útgáfa Grammsins á Eddukvæðunum með Sveinbirni. Landið og dulúðin við það heilluðu mig gjörsamlega og þegar ég heyrði Sveinbjörn kveða fannst mér hann ná þessari dulúð og þeim anda sem ég skynjaði. Það eru svo margir á kafi í allskyns nýaldar- tónlist, sem er hjóm eitt og tilgerð við hliðina á kveðskap Sveinbjarn- ar. Ég hlusta mikið á plötuna á síðkvöldum og finnst ég þá vera á íslandi.” Hyað með boðskap kvæðanna? „Ég hef ekki áhuga á goðafræð- inni, þó hún sé áhugaverð í sjálfu sér, en mér finnst kvæðin taia beint til hjartans án þess að vera að prédika; benda á hvernig má lifa góðu lífi án þess að vera sí- fellt að hugsa um það. Ég er búdd- isti sjálfur og finn þann boðskap í kvæðunum, sérstaídega í Háva- málum að góður maður er trúr eðli sínu; hann þarf enga grímu.” HVAÐ KOSTA BLÓMIN? VERÐLISTI BLÓMAVALS: Jólastjama 1. fl. 869.- Jólastjama 2. fl. 711.- Jólastjama, (mini) 312.- - Gerið verðsamanburð Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. M FJÖGURRA kvölda námskeið verður haldið, á vegum Hreyf- ingarinnar, sem er alþjóðlegur fé- lagsskapur sem vinnur að þroska einstaklingsins í tengslum við breytingar í nánasta umhverfi hans. Námskeiðið verður haldið í Hlað- varpanum 12., 14., 19., og 21. nóvember, kl. 20. til íd. 23. og fjall- ar um aðferðir til þess að dýpka sjálfsþekkingu þátttakenda, auka stjórn þeirra á lífskraftinum, verða stefnufastari og öðlast samræmi hugsana, tilfinninga og gjörða. Einnig læra þátttakendur að bæta samskipti sín og slaka á bæði ytri og innri spennu. Leiðbeinandi er Methúsalem Þórisson. Þú svalar lestnirþörf dagsins á sídum Moeeans! y Námskeið: Markviss málflutningur Reykjavík 12. og 14. nóv. og Akranesi 16. nóv. Upplýsingar í síma 91 -46751. FULL BÚÐ AF VÖRUM Síðasti móttökudagur jólapantana er 22. nóvember PÖNTUNARLISTARNIR Hólshrauni 2, Hafnarfirði, sími 52866 ARGOS-listinn ókevpis | Bladid setn þú vaknar vió! HIRTU TENNURNAR VEL — en gleymdu ekki undirstööunni! • l . v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.