Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 Sjónvarpið: Línur skýrast með skaupið HANDRIT að áramótaskaupi Sjónvarpins liggur nú fyrir en enn sem fyrr verða nöfn höfunda þess ekki gefin upp. Leikstjóri verður Agúst Guðmundsson og meðal leikara má nefna Gísla ■fHalldórsson, Hjálmar Hjálmars- son, Ladda, Sigurveigu Jónsdótt- ur, Orn Arnason og Rúrik Har- aldsson. >> Ikvöld hefur göngu sína viðtals- syrpan, „Stjórnmálamenn líta um öxl” Rætt verður við fjóra stjórn- málaskörunga; Magnús Bjamfreðs- son ræðir við Eystein Jónsson, Árni Gunnarsson ræðir við Gylfa Þ. Gísla- son, Einar Karl Haraldsson ræðir við Lúðvík Jósefsson og Einar K. Guðfinnsson ræðir við Sigurð Bjarn- ason. I tilefni 25 ára afmælis Sjónvarps- ins og sjónvarpsauglýsinga hérlendis •mun Saga-film gera þátt fyrir Sjón- varpið þar sem stiklað verður á stóru í gerð auglýsinga fyrir sjónvarp síð- ustu 25 ár. Af öðru íslensku efni í mánuðinum má nefna beina útsendingu frá Perlunnni 23. nóvember frá tónleik- um Ríó tríós og fleiri tóniistar- manna. Hljómsveitin vill með tón- leikunum leggja baráttunni gegn uppblæstri lið. Þá mun Sjónvarpið taka upp fyrirhugaða minningartón- leika um Guðmund Ingólfsson, sem haldnir verða í samvinnu við Jass- vakningu. Margir helstu jassleikarar landsins munu koma þar fram. Þá verður sýnt fyrsta verkið í Sjónvarpi sem beinlínis er ætlað heyrnarlaus- um. Það er saga Helen Keller, sem Bryndís Víglundsdóttir þýddi úr dönsku. Berglind Stefánsdóttir mun jafnframt flytja söguna á táknmáli. 1. desember verður nær alíslensk dagskrá. Sýnt verður sjónvarpsleik- rit Matthíasar Johannessen, „Sjóar- inn, spákonan, blómasalinn, skóar- inn, málarinn og Sveinn”, og heim- ildardagskrá um skáldið Jóhann Jónsson. Dagskrárgerð annast Jón Egill Bergþórsson en handrit er eft- ir Inga Boga Bogason. Blaðamannafélag íslands: Fy rirsj áanlegl um 15% atvinnuleysi UM 15% atvinnuleysi er fyrirsjá- anlegt meðal félaga í Blaðamann- afélagi Islands á næstu mánuðum, taki uppsagnir starfsfólks á Tím- anum, Þjóðviljanum og Alþýðu- blaðinu gildi. Lúðvík Geirsson, formaður félagsins segir það í fyrsta sinn í 94 ára sögu BÍ sem atvinnuleysi sé teljandi. Raunar hefur uppgangurinn í félaginu síðustu ár verið með ólíkindum og atvinnulausir félagar hafa verið teljandi á fingrum annarr- ar handar,” segir Lúðvík. Um 440 felagar eru í Blaðamannafélaginu en þar af eru um 300 sem eru fastr- a'ðnir á ritstjórnum blaða. Rúmlega 40 blaðamönnum hefur verið sagt upp á Tímanum, Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu. Misjafnt er hvenær uppsagnirnar taka gildi, hinar fyrstu 1. desember, hluti_ um áramót og hluti 1. febrúar. „í umræðunni um nýtt dagblað hefur komið fram að gert sé ráð fyrir fjölmennri ritstjórn, talað hefur verið um 40 manns. En við höfum enga vissu fyrir því að blaðamennirnir af fyn-nefndum blöð- um muni fá vinnu við hið nýja dag- blað, ef af því verður. Spurningin er. hvað gerist um næstu mánaðar- mót. Við höfum t.d. þegar mótmælt uppsögnunum á Þjóðviljanum þar sem við teljum þær ólöglegar. Þar var um að ræða fjöldauppsagnir, sem hvorki voru tilkynntar til BI eða Vinnumáladeild Félagsmálaráðu- neytisins.” Þá og nú. Myndin t.v. sýnir dæmigerðan útbúnað fréttaljósmyndara fyrir 10 árum. Til hægri má sjá útbúnað dagsins í dag, búnaður til litframköllunar, senditæki fyrir negatívur og gervibnatta- diskur. Bylting hefur orðið í meðhöndlun Ijósmynda STÓRSTÍGAR framfarir í ljósmyndun eru að líta dagsins ljós. Rafeindatæknin gerir Ijósmyndurum nú kleift að senda myndir sínar óframkallaðar til blaðanna og því er spáð að innan fárra ára, muni þessi tækni leysa ljósmyndapappír og framköllunar- vökva af hólmi. Horst Faas, er myndstjóri hjá AP-fréttastofunni í Lon- don. Hann segir óhjákvæmilegt fyrir fréttastofur, ljósmyndara, dagblöð og tímarit að kynnast hinni nýju tækni. Þó fylgi því nokkur áhætta þar sem ekkert hinna nýju kerfa sé fullþróað. „Okkur ljósmyndurum er nauð- synlegt að gera okkur grein fyr- ir því að hefðbundnar aðferðir við framköllum og meðferð ljós- mynda munu taka algjörum breytingum. Hin nýja tækni kemur ekki algerlega í stað þeirrar sem fyrir er, en mun engu að síður hafa geysileg áhrif,” segir Faas. „Þessari þró- un verður einna helst líkt við þá framför er varð þegar hægt varð að símsenda myndir. Við verðum einnig að sætta okkur við það að flest tækin úr framköllunar- klefanum eiga brátt heima á safni og að margt af því sem gerir ljósmyndunina svo heillandi mun heyra sögunni til. Ljós- myndir á pappír munu hverfa.” Faas segir nauðsynlegt að all- ir þeir sém málið viðkemur, ekki síst ljósmyndarar kynni sér hina nýju tækni og ræði þær afleið- ingar og þau vandamál sem kóma munu u[^> í kjölfar þeirra. Rétt sé að hafa eftirfarandi í huga: - í fyrsta lagi muni þessi tækni aukið gæði myndanna, prentunarinnar og bæta rit- stjómarefni og framsetningu þess. - I öðru lagi muni myndirnar berast fyrr og hraða vinnslu blaðanna. - í þriðja lagi hafi tæknin mikinn sparnað í för með sér. Síðastliðin þijú ár hafa orðið miklar framfarir í myndsending- um fréttaljósmyndara erlendis, þær eru orðnar stafrænar og nýverið hafa þeir bætt við útbún- aði til símsendinga um gervi- hnött við búnað sinn. Með til- komu nýju tækninnar nær þróunin inn á frétta- og rít- stjómarskrifstofur, sem nú geta tekið á móti myndum og séð um framköllunina. Áður en slíkt ger- ist verður þó að vera ljóst, hver muni hafa það hlutverk að velja myndir og ráða framkölluninni, dekkja þær, lýsa og velja hvaða hlutar þeirra verða notaðir. Ýms- ar lagalegar og siðferðilegar spurningar munu án efa skjóta upp kollinum, svo og hvað varðar höfundarétt, skráningu og geymslu myndanna. Hver með sínu móti ótt íslenskir fjölmiðlar séu æði mikið sniðnir að erlendum fyrirmyndum, einkum í hinum enska heimi, þá höfum við þó vmis séreinkenni. Til dæmis er stundum dulítið skondið að sjá hvað okkur þykir skipta mestu máli að upp- lýsa um einstaklinga sem af einhveijum ástæðum koma í fréttirnar. Þegar manneskja er ráðin til ábyrgðarstarfs, þá þykir ís- lenskum fjölmiðlum gjarnan skipta miklu máli hve hún á mörg börn. Einnig þegar menntamaður hefur varið doktorsritgerð um eitthvert merkilegt mál, þá er tillegg í'málið: Hann á þijú böm. Þetta er einn liðurinn í að upplýsa bakgrunninn að doktorsritgerðinni eða af hveiju þessi manneskja hef- ur þótt hæf í viðkomandi starf. Líka þykir skipta meira máli með hveijum þessi manneskja arkar sinn æviveg eða-er í sambýli með þá stundina en það sem hún hefur afrekað í faginu. Þetta er eitt sérkennið á íslenskri fréttamennsku, sem ekki sést annars stað- ar. Aftur á móti finnst okk- ur ekki jafn nauðsynlegt í fréttum að geta um aldur fólks sem lendir í einhveiju eða afrekar eitthvað, eins og siður er í erlendum fjölmiðlum. Dæmi: Jón. Jónsson, 35 ára, fótbrotnaði í bílveltu... Af hveiju ætli við teljum svona miklu meira máli skipta hve mörg börn viðkomandi hefur komið í heiminn en hve lengi hann hefur lifað? Og hver ætli hafi byijað á þessu? í okkar litla samfélagi er það gjarnan svo að ef ein kýrin pissar þá verður öllum hin- um mál. ' íslenskir fjölmiðlar bera þess auðvitað merki hvernig þeir hafa þróast. Frétta- menn útvarps og síðar sjón- varps hafa fram undir þetta flestir fengið sína fyrstu þjátfun á blöðunum, sem voru gamalgróin og með sína kæki þegar þessir fjölmiðlar komu til. Þegar skrifaður er textinn sem á að lesa í þessa fjölmiðla ’virðast menn sér oft ekki meðvitandi um að viðtak- endur nema hann á mis- munandi hátt. Viðtakendur beita öðrum skilningavitum á útvarp, sjónvarp eða blöð. Menn kveikja gjarnan á út- varpi í bílnum og koma inn í efni eða hafa tækið í gangi meðan þeir gera eitthvað annað. Þar til eitthvað vek- ur athygli þeirra. Og vantar þá oft það sem við á að éta. Það er hvar og hver gerði þetta, sem venjulega hefur verið mefnt í upphafi. Uvarpsmenn þurfa að gera hlustendum þann greiða endurtaka öðru hveiju nöfn og staði í textanum. Og eins að afkynna þannig að mað- ur viti hver þetta var. í dagblaði getur lesandi staldrað við og rennt aug- unum á upphafið sé hann ekki viss um slíkar stað- reyndir. Þessvegna er líka óhætt að nota í blaðatexta samanburðartölur, sem enginn maður áttar sig á þegar þær eru lesnar í belg og biðu. Til dæmis: Afla- skipið S. veiddi þijúþúsun- deitthundraðogfimmtíutonn til samanaburðar við fimm- þúsundtvöhundruðog átta tonn á sama tíma í fyrra. Sjónvarp getur stytt mál sitt með því að birta tölur á töflu. í sjónvarpi er hluti athyglinnar á myndinni og sé þar mikið að gerast og mikil hreyfing er hætt við að frétt sem lesinn er með hraði og ekki tengist mynd- inni beint fari forgörðum. Og jafnvel að myndefnið gagnist illa. Til dæmis þeg- ar ekki er sagt hver maður- inn er sem sést stíga út úr bíl fyrir framan fundarstað EB í Bruxelles eða við for- setahöllina í Frakklandi eins og skollinn úr sauðarleggn- um. Sama gildir auðvitað í blaði, ef ekki er sagt hver er á birtri mynd. Þá er hún auðvitað bara til óþurftar. Mér fínnst það töluverður ljóður á ráði fjölmiðlafólks á íslandi hve það virðist gera sér litla grein fyrir því hvernig viðtakendur með- taka á mismunandi hátt það sem þeir hafa fram að færa. Þetta gildir líka um þátta- fólk. Slík tækniatriði ætti auðvitað hver nýr starfs- kraftur að læra, ekki síst ef hann kemur af annars konar fjölmiðli. Raunar em tæknilegir vankantar oft líka á blöðun- um. Blaðamenn virðast ekki alltaf gera sér grein fyrir því að allir lesendur inn- byrða ekki efnið á sama hátt. Þeir eru að skrifa fyr- ir a.m.k. þijá hópa. Einn hópurinn gefur sér §kki tíma til að lesa annað en fyrirsagnir og myndatexta, nema fá við það sérstakan áhuga á efninu. Þessir les- endur þurfa af fyrirsögn að fá hugmynd um hvað um er að ræða. Annar hópur les að auki það sem við köllum á vondu máli „lídi”, þ.e. upphafið sem gjarnan er feitletrað. Sá þarf þar að vera búinn að meðtaka kjarna fréttarinnar. Og sá þriðji les áfram og vill vita sem mest og fræðast um sem flesta fleti þessa máls. Af eðli fjölmiðlanna má segja að sjónvarp þurfi að segja fréttir í svo stuttu og knöppu máli að þær verða ekki lengri en „lídið” eða formálinn í dagblaði, út- varpið hefur heldur meira svigrúm til skýringar, en blöðin geta gert þeim fyllstu skil. Þannig er þetta raunar orðið víðast hvar í Ijölmiðla- heiminum. Þetta mismun- andi eðli ljölmiðlanna virð- ast þeir sem matreiða í þá ekki allir gera sér ljóst. Áð semja í pláss og ýmist til lesturs eða áheyrnar, með eða án hjálpar myndar, er tækni sem þyrfti að þjálfa betur á hveijum stað, með- takendum til þæginda. Elín Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.