Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 19
C 19 MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 Nýr tónlistarhugbúnað- ur fyrir útvarpsstöðvar ENGILBERT Humperdinck, söngvarinn sem átti marga ástars- melli á sjötta og sjöunda áratugnum, á mjög takmarkaðan aðdá- endahóp í dag. Margar konur sem eru orðnar 45 ára eða eldri kikna í hnjánum þegar þær heyra til hans en karlar og yngri konur vilja jafnvel heldur fá eyrnaverk en að hlusta á þessa tegund tónlistar. Þessari niðurstöðu komst mark- aðsdeild Midland Radio Group að eftir ítarlega könnun á smekk hlustenda. Afleiðingin er sú að Humperdinck er einungis spilaður á Xtra, sem er óháð ellismella út- varpsstöð í Birmingham, milli kl. 10 og 15 þegar meginþorri hlust- enda eru konur á aldrinum 45 ára og eldri. Hlustendakannannir eru ekki nýjar af nálinni en nýr tölvuhug- búnaður hefur fært þær yfir á nýtt svið. Um er að ræða tvo hug- búnaðarpakka frá bandaríska út- varpshugbúnaðarfyrirtækinu Rad- io Computing Services. Fyrri pakk- inn, svonefndur „Selector”-pakki, flokkar lög eftir ýmsum flokkum, svo sem blæbrigðum, hraða , tíma- skeiði, stíl og því hvemig lag byij- ar og endar. Forritið getur á ör- skotsstundu búið til yfírgripsmik- inn lista yfir lög sem eiga við til- tekna samsetningu þannig að auð- velt er að útbúa samfellda dag- skrá, auk þess sem það kemur í veg fyrir að tiltekin lög séu spiluð of oft eða á óviðeigandi tíma. Hinn pakkinn er nefndur „Songtrack” og framkvæmir það forrit kannannir á smekk hlust- enda með því að prófa stóran áheyrendahóp, þar sem markhóp- urinn begst við röð af stuttum bútum úr þekktum lögum. Nokkrar deilur hafa orðið um þennan hugbúnað. Margir telja að tónlistarstöðvarnar tapi frumleg- heitum og telja sig sjá merki þess í dagskráhni sem sé vélræn og leiðinleg. Þeir sem halda því fram segja ennfremur að aðeins manns- eyrað geti metið hvort tónlistin renni ljúflega saman og aðeins mannleg dagskrárgerð tryggi fjöl- breytilega og fjölskrúðuga dag- skrá. Notendur forritanna benda á að það séu ekki forritin sjálf sem velji tónlistina heldur séu þau aðeins hjálpartæki plötusnúða við slíkt. Með hugbúnaðinum geti plötu- snúðar fengið betri upplýsingar um óskir hlustenda og eigi auðveldara með að haga lagavali í takt við þær. Þeir segja að hugbúnaðurinn sé aðeins jafn fær og hver sá sem beitir honum, fæmi plötusnúðarins sjálfs skipti enn sem fyrr höfuð- máli. Hugbúnaðinn má einnig nota til að framkvæma reglulega, jafnvel vikulega, vinsældalistaval. Slíkt FOLK í Jjölmiðlum Kjartan Stefánsson ritstjóri Sjón- varpsvísis, hefur ritað æviminn- ingar Erlends Einarssonar fyrrver- andi forstjóra SÍS, „Staðkl í ströngu”. Kjartan segir bókina munu verða nokk- uð efnismikla, þar sem stiklað verði á stóru í sögu Sambandsins og lífí Erlends. Það er bóka- og blað- aútgáfan Fróði sem gefur endurminningarnar út. Áður hefur Kjartans ritað endur- minningar Guðmundar Guð- mundssonar í Víði. val er orðið mjög mikilvægt, eink- um fyrir smærri útvarpsstöðvar í Bretlandi, en vegna stöðugs sam- dráttar í sölu smáskífa er sá vin- sældalisti ekki lengur traustur mælikvarði á staðbundnar vinsæld- ir. í umræðunni um áhrif hug- búnaðarins á dagskrárgerð hafa einnig orðið til umræður um hlut- verk plötusnúða. Allir eru sammála um að notkun búnaðarinns komi í veg fyrir að plötusnúðar séu stöð- ugt að spila þá tónlist sem þeim líkar öðru fremur. Andstæðingar búnaðarinns telja hinsvegar að þetta frelsi sé eitt af lykilatriðúm í sterkri stöðu bresks tónlistarlífs. Margir plötusnúðar hafí í gegnum tíðina gert mikið af því að spila efnilegar en óþekktar hljómsveitir í þáttum sínum. Enn sem komið er hefur ekki tekist að mæla bein áhrif tækninn- ar á hlustun útvarpsstöðvanna. Allir virðast sáttir við sitt, sumir segjast hafa aukið hlustun um tugi prósenta en aðrir eru ánægðir með að standa í stað í stöðugt vaxandi samkeppni. Fljótlega ættu þau mál að skýraSt því von er á stórú hlustunarmælingakerfí sem kallað er „Rajar”, sem verður nægilega öflugt til að mæla hlustun allra breskra útvarpsstöðva reglulega. JÓUN NÁl£A*T~ JÁ, NOKKRAR VIKUR LÍPA ÓTRÚLECA HRATT! ■UOROMEniOE SSJfm/sSnVr NICAM jarstýnnqu, barnalæsinqu, tímarofa 40s'" ío varp oq mnbyggðu Super VHS a' aðeins •"SiSsl—s xg&jxgssess Galaxy 36 P er 14 100 rása s'iáW Scart-tengi , þráðlausri farstýrinqu tónfl ílmfOfa'40StóðVam™ fct o.fl. aaðems 44.900,- kr.eða IMORDMEIUDE V1005 M er 8 tekningu, Nú er tíminn til ab ákveöa jólagjöf fjölskyldunnar! Greibslukjör viö allra hæfi: E £Z\ EUROCARD Samkort munXlán 11 mán. 18mán. 11 mán. 30 mán. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.