Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 Hafid, fjöBBin og hugarfarið FREMSTIR islenskra farandsöngvara eru jafnan taldir Bubbi Morthens, Megas, Hörður Torfa og Bjartmar. Þeir hafa leikið víðar og oftar en unnt er að telja upp hér, en örsjaldan leikið saman. Það telj- ast því meiri háttar tíðindi að næsta þriðjudag hyggj- ast þeir koma fram á sameiginlegum tónleikum í Borgarleikhúsinu. WFÉLAGARNIR í Síðun skein só/lýstu þeirri ætlan sinni að taka sér frí frá spil- amennsku og útgáfu í haust og fram á næsta ár, en áður en af því getur orðið liggur fyrir sveitinni að fara utan til tónleikahalds í Lundún- um, en þar hyggjast sveitar- ♦ menn leika á fímm tónleik- um í jafn mörgum klúbbum. Sólin, sem treður ytra upp undir nafninu Here Comes the Sun, hitar upp fyrir ýmsar sveitir breskar. ís- lendingum á ferð í Lundún- um má benda á að Sólin leikur í Mean Fiddlern. nóvember, Powerhaus 18., Orange Club 19., Bord- erline 20. og Dome 21. Tónleikamir í Borgar- leikhúsinu, sem haldnir eru að undirlagi Samtaka herstöðvaand- stæðinga, verða undir yfír- skriftinni Hafíð, fjöllin og hugarfarið. Talsmaðurtón- leikanna, Sveinn Rúnar Hauksson, sagði þá styrkt- artónleika fyrir sérstakt umhverfisverndarátak sem samtökin væru að hrinda af stað. „Þetta er að vissu leyti til marks um breyttar áherslur í starfí samtak- anna, nú þegar kalda strið- inu er lokið. Ef eitthvað fé safnast verður því varið til baráttu fyrir umhverfís- vernd og þá með sérstakri áherslu á mengun grunn- vatns. Borgarleikhússtónleik- arnir hefjast kl. 21.00. BUBBI HÖRÐUR TORFA MEGAS W GÍSLI Helgason hefur löngum verið talinn með snjöllustu lagasmiðum, en síðustu misseri hefur hann verið upptekinn við sveit sína Islandicu. í næstu viku kemur frá Gísla sólóskífa hans, Heimur handa þér, sem hann vann með Þóri Baldurssyni. Gísli heldur útgáfutónleika vegna plöt- unnar í Púlsinum næst- komandi fimmtudagskvöld. METHAFI , Kanadíski rokkarinn Bryan Adams, sem væntanlegur er hingað til lands til tónleikahalds í næsta mánuði, var einn af þeim rokkurum sem stefna hægt og síg- andi á toppinn frekar en ná honum með áhlaupi. Þá var hann beðinn að gera lag fyrir kvikmynd um Hróa hött, sem átti eftir að hafa afdrifaríkar afleið- ingar. þ f Millj- ónasala Bryan Adams. Þegar Biyan skilaði lag- inu vildi tónlistarstjóri myndarinnar fá hann til að setja við það lútu og pípur og önnur miðalda- hljóðfæri, en Adams hafði vit á að segja nei. Þar hafði hann rétt fyrir sér því lag- ið, (Everything I Do) I Do it For You, hefur slegið öll hugsanleg met. Bryan Adams sendi frá sína fyrstu breiðskífu fyrir rúmum tíu árum og sú sjötta, Waking up the Neighbors, kom út fyrir stuttu. Með hverri plötu hefur honum vaxið ásmeg- in og síðustu þijár plötur hafa selst í milljóna- upplagi. Líklega á Waking up ... eftir að slá persónu- legt sölumet, því áðurnefnt metlag er á þeirri plötu og það sat í sextán vikur (fjóra mánuði) á toppi breska vin- sældalistans, í vikur í Banda- ríkj- un- um og sex vikur á íslensk- um vin- sældalista. Það fer því. ekki milli mála að Bryan Adams er kominn á topp- inn. Bryan Adams- aðdáendur fjöl- menna vísast í Laugardalshöllina 17. desember næstkom- andi, enda hefur hann af nógu að taka í laga- safninu. DÆGURTÓNLIST Hverjir eru huítir hrafnarf Andartak RAFN Jónsson hefur gert garðinn frægan með ýmsum sveitum, þeirra helstri sem átti þátt i að stofna og liefur leikið með alla tíð. A næstu dögum kemur út meö Rafui hans fyrsta sólóskífa, Andartak, sem á eru nánast eingöngn lög og textar eftir Rafn, en platan er gefin út til styrktar lömuðum og fötluðum og til rannsóknar á sjaldgæfum sjúkdómi sem Rafn er haldinn, MND. Platan hefur þegar selst í ríflega gullsölu áður en hún kem- ur út, en einú tónleikar í tilefni útgáfunnar verða i Islensku óper unni næstkomandi fimmtudags- kvöld. Mikið verður um að vera á útgáfutón- leikunum a fimmtudag, því á þriðja tug manns kemur fram, þar af fjórtán manna sveit Rafns, sem hann kallar Hvíta hrafna. Hvírtir hrafnar eru trommuleik- aranir Ólafur Hólm, Stein- grímur Guðmundsson Gunnlaugur Briem og Halli Gull, bassaleikaramir Haraldur Þorsteinsson og Baldvin Sigurðarson, Sigurður Gröndal, eftir Árno Þorsteinn Magnússon Motthiasson og Öm Hjálmarsson gítarleikar- ar, Jón Ólafsson hljómborðsleikari, Jens Hansson og Einar Bragi saxófónleikarar og Eyþór Arnalds sellóleikari. „Það verður nóg að gera í innáskiptingum,” segir Rafn og hlær, en hann ætlar að sitja við trommusettið að vanda. Auk þeir- ar sveitar koma fram söngvaramir Bubbi Morthens, Andrea Gylfadóttir, Daníel Ágúst Haraldsson, Reyn- ir Guðmundsson, Helgi Bjömsson, Stefán Hilmars- son, Sævar Sverrisson og Eva og Erna, en sérstak- ir gestir, sem troða upp á undan Rafni og félögum verða Magnús og Jóhann og em að vinna að nýrri breiðskífu um þessar mundir. Rafn segir að vitanlega verði nýja platan efst á baugi, en hann hyggst einn- ig taka fyrir ýmis lög úr ferlinum, þar á meðal Grafíklög. Rafn sagði að umstangiö réði mestu um þaö að aðeins yrðu haldnir einir tónleikar; „þetta er svo gríðarlegt apparat að ég treysti mér ekki til þess að skipuleggja annað eins. Að auki tel ég tel mig sérstaklega lánsaman að það skuli allir geta ver- ið til taks á þetta fimmtu- dagskvöld”. Plötuna sagði Rafn spegla nokkuð tónlistarferil sinn allt frá upphafi fram til dagsin ; í dag. „Á plötunni em lög sem hafa á sér mismunandi yfirbragð og þannig spegla þau það sem ég hef verið að fást við . í gegn- um tíð- ina, en einnig tónlist- ars- mekk minn, því ég hlusta á ótal gerðir tónlistar.” SLÉTTUÚLFAR GERA SKÍFU SLÉTTUÚLFAR áttu eina af söluhæstu breiðskífum síðasta árs og það þó sveitin hafi ekki haldið neina tón- l leika til að fylgja henni eftir. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í sveitinni, og hún er nú að leggja síðustu hönd á aðra breiðskífu. Leiðtogi Sléttuúlfa er sem fyrr Björgvin Halldórsson, en með honum í sveitinni eru Gunnlaugur Briem, Magnús Kjartans- ”• son, B.J. Cole og . Björgvin sagði sveitina hafa ráðið sig til fastrar spilamennsku í vetur, þar sem Úlfarnir hefðu nýverið gert samning við Stöð 2 um að muni vera hússveit í Óskastund Eddu Andrésdóttur. Að auki hyggjast sveitamenn halda einhveija tónleika til að kynna skífuna. Líkt og fyrir síðustu plötu fengu Sléttuúlfar til Iiðs við fetilgítarleikarann B.J. Cole, sem leikur í nokkrum lögum og spilar að auki lag- ið Bláu augun þín í eigin útsetningu. Að sögn Björg- vins stefnir í að hann komi hingað til lands til að leika með sveitinni eftir að platan kemur út. Sléttuúlfar Plata 2 í smíðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.