Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 C 21 Mpriðja myndin um morð- óða stjúpann úr „Stepfat- her” er komin í framleiðslu. Hún heitir „Stepfather III: Fathers Day” eða Stúpi III: Bóndadagur. Ekkert er eftir af upprunalega liðinu sem gerði fyrstu myndina að frábærum þriller. Leik- stjórinn Joseph Ruben og leikarinn Terry O’Quinn hafa fundið sér eitthvað þarfara að gera. MHarðhausinn knái Chuck Norris er ekki dauður úr öllum æðum þótt lítið hafi spurst til hans upp á síð- kástið. Það gæti verið nýj- ustu mynd hans að kenna. Hún heitir „The Hitman” og auglýsingin um íöggu- hetjuna sem hann leikur hljóðar svo: Hann er svo djúpt sokkin'n að hann á tæpast afturkvæmt. Norris hefur þó haft það af eina ferðina enn. ■ Sú ágæta leikkona Jodie Foster hefur leikstýrt sinni fyrstu bíómynd. Hún heitir „Little Man Tate” og er með Foster og Diane Wiest í aðalhlutverkum en myndin hefur hlotið góða dóma vestra. Sérstaklega hefur Foster verið hrósað fyrir góða takta sem leikstjóri. MNýjasta mynd ástralska leikstjórans Bruce Beres- fords heitir „Black Robe” og líkist nokkuð Dansar við úlfa af lýsingunni á henni að dæma. Myndin gerist árið 1634 og segir frá hópi indíána sem fylgir hvítum manni rúmlega 2000 kíló- metra leið inn í óbyggðir. Úr mexíkósku myndinni Afhjúpunin. Mexíkóskir dagar í Regnboganum FJÓRAR mexíkóskar bíómyndir eru sýndar á mexí- kóskum kvikmyndadögum í Regnboganum sem hó- fust í gær og lýkur 17. nóvember. Myndirnar ijórar eru frá árunum 1989 og 1990 og eru eftir unga og upprennandi leikstjóra. Þær eru með enskum texta. Það er Kvikmyndaklúbbur íslands sem að dögunum stendur með hjálp mexí- kóska sendiráðsins í Nor- egi. Kvikmyndadagar með sömu myndum voru haldnir í Osló í síðasta mánuði. Heimferðin til Aztlán er eftir Juan Mora Catlett og segir frá Aztekum í Mexíkó á seinnihluta 15. aldar. Allar samræður fara fram á indíánamálinu „na- huati” og er bróðurpartur myndarinnar tekinn meðal sögulegra minja Azteka. Cabeza de Vaca er eftir Nicolás Echevarría en myndin segir frá Spánvetj- anum Cabeza de Vaca sem tekinn er höndum af indí- ánum árið 1528 og gerður að þræl skottulæknis og trúarleiðtoga ættbálksins en handrit myndarinnar er mikið til unnið úr dagbók- um hans. Dauðinn við Mexíkóflóa er eftir Alejandro Pelayo en spilling, græðgi og stjórnmál er uppistaða myndarinnar sem segir frá átökum um landaeignir á olíusvæðinu Tabasco í Mexíkó. Þau breytast fljótt í baráttu upp á líf og dauða. Myndin er gerð eftir met- sölubók Héctors Aguilas Camin. Afhjúpunin er eftir José Buil og segir frá íþróttaf- réttaritara sem gert er að finna sannleikann um glímukappa er kallast Eng- illinn með grímuna en sá er aðalhetjan í mexíkósk- um teiknimyndasögum og B-myndum. 18.000 á Þrumugný Sagabíó tekið í notkun 29. nóv. ALLS HAFA uni 18.000 manns séð hasarmyndina Þrum- ugný með Patrick Swayze í aðalhlutverki í Bíóhöllinni að sögn Árna Samúelssonar bíóeiganda. á hafa 15.000 manns séð gamanmyndina Hvað með Bob? með þeim Bill Murray og Richard Dreyfuss í aðalhlutverkum. Harðhaus- inn Steve Seagal sáu um 5.000 manns fyrstu sýning- arvikuna en af eldri myndum er það að segja að „Dying Young” með Julia Roberts hafa 13.000 manns séð og 8.000 gamanmyndina Oscar með Sylvester Stallone. Árni sagði að nýja bíóið hans, sem hlotið hefur heitið Sagabíó og er þar sem skemmtistaðurinn Breið- vangur var áður, muni verða tekið í notkun 29. október nk. ef allt fer samkvæmt áætlun. Líklega verður opn- unarmyndin nýjasta mynd Ridley Scotts, Thelma og Louise. Sagabíó er fjórða kvikmyndahúsið í eigu Árna Samúelssonar en þegar það verður tekið í notkun mun hann geta selt í 3.030 sæti í einu. Grínmyndir verða allsráð- andi um jólaleytið í Sambíó- unum. Þá verða frumsýndar gamanmyndirnar „Hot Shots!” eftir Jim Abrahams, „Dutch” og „Curly Sue” úr smiðju John Hughes og teiknimyndirnar „Rescuers Downunder” og „Rock a Doodle”. Einnig verður myndin „White Fang” eftir Dustin Hoffman í Billy Bathgate; hún verður sýnd uppúr áramótum. sögu Jacks Londons frum- sýnd um jólin. Árni sagði að mafíumynd- in „Billy Bathgate” með Dustin Hoffman yrði frum- sýnd strax uppúr áramótum. Kvikmyndhátíð Listahátíðar ’91: Lögmál lostans vinsælust SPÆNSKA myndin Lög- mál lostans eftir Petro Almodóvar var langvinsæl- ust á Kvikmyndahátíð Listahátíðar í siðasta mánuði í Regnboganum. Hana sáu um 1.700 manns. Næstmest sótta mynd hátíðarinnar var hin óhugnanlega mynd um Henry, Nærmynd af fjölda- morðingja, en hana sáu um eitt þúsund manns. Þá kemur franska ástarsagan Glugga- gægirinn, en hana sáu 900 manns, þá rússneska myndin Taxablús (816 manns), sviss- neska Óskarsverðlauna- myndin Vegur vonar (816), mynd Volkers Schlöndorffs, Homo Faber (702), mynd Daniels Day-Lewis, Góði Vinsæll hátíðarlosti; úr mynd Almodóvars. tannhirðirinn (665), hin svartkómíska Freisting vampýrunnar (606), í níunda sæti var mynd Carlos Saura, Ó, Carmela (523) og í því tíunda mynd Bertrands Biers, Of falleg fyrir þig, en hana sáu 413 manns. Alls sóttu um 11.000 manns þessa tíundu Kvik- myndahátíð Listahátíðar. ™*KVIKMYNDIR™ Ingibjörg Stefánsdóttir; hún leikur aðal- kvenhlutverkið í og fimm feitlögnum konum ... og fullt af hipphoppurum og ungu fólki” til að koma fram í myndinni og aðspurð- ur sagði Júlíus að þeir hefðu fyllt í öll hlutverkin nema feitlögnu konurnar. „Það endaði með því að mamma hans Jonna og vinkona henn- ar tóku þetta að sér,” sagði Júlíus. Myndin var gerð án styrks frá Kvikmyndasjóði Islands en Júlíus sagði að hann myndi sækja um styrk fyrir myndina fyrir næstu útdeil- ingu. Með aðalhlutverkin í Veggfóðrinu fara Baltasar Kormákur, Ingibjörg Stef- ánsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Ari Matthíasson og Flosi Ólafsson. Veggfóðrið segir frá tveimur strákum sem báðir eru skotnir í sömu stúikunni en hún er í söngnárni hjá Geirvari Páli (Flosi Ólafs- son), fyrrum hippa sem lagt hefur sönginn á hiliuna og farið að kenna. Alls koma um 20 leikarar fram í mynd- inni og margar af þekktustu hljómsveitum landsins og má þar nefna Todmobile, Sálina hans Jóns míns, Síð- an skein sól og að auki er gamla hippa- hljómsveitin Pops með Flosa Ólafssyni endurvakin í mynd- Hvab meb kótilettukarlinn? Fulltqf hipphoppurum fÆsb- ÍSLENSKA bíóniyndin Veggfóður - erótísk ástarsaga, er nú í klippingu og hefur leikstjóri og annar handritshöf- undur hennar, Július Kemp, verið á þeytingi við að taka síðustu skotin sem eru af hljómsveitum er fram koma í myndinni. Klippari er Steingrímur Karlsson. KostnaðUrinn verður um 15 milljónir króna að sögn framleiðslustjóra mynd- arinnar, Vilhjálms Ragnars- son, en lagt var af stað með ■■mhi 12 milljóna króna tjár- hagsáæt- lun. Mynd- in verður í fullri lengd og er því kostnaður- inn í algeru lágmarki. Myndir á íslandi eru yfirleitt gerðar fyrir fjórum eða fimm sinnum þá upphæð. Veggfóður verður frum- sýnd í kvikmyndahúsi ein- hverntíma fljótlega eftir ára- mót, að sögn Júlíusar Kemps. Meðhöfundur hans að hand- ritinu er Jóhann Sigmarsson, en Júlíus sagði handritið vera skrifað sérstaklega með hina þröngu fjárhagsáætlun í eftir Amald Indriðoson huga og að allt hefði gengið eins og í sögu við upptökur í sumar. Kostnaði er náð niður með því að taka á súper 16 mm filmu, sem stækkuð verður í 35 mm, allar tökur eru í Reykjavík - ekkert er farih út á land þar sem borga þarf fyrir hótél, fæði og bíla - og teknar voru alls 900 mín- útur sem er talsvert hag- kvæmara en venjulega tíðk- ast, að sögn Júlíusar. „Aðal- málið var góð skipulagning. Við æfðum vel fyrir tökur. Leikarar voru á fullu kaupi, þar var ekkert skorið af, en hluti tökuliðsins fær greitt eftir ákveðinn áhorfenda- fjölda.” Eins og dæmið lítur út í dag þarf 25.000 manns á myndina svo hún borgi sig. Júlíus og félagar auglýstu á sínum tíma m.a. eftir „kóti- lettukarli á fimmtugsaldri, tveimur berbijósta stúlkum í BÍÓ Aðsóknin á Börn náttúrunnar fjórfald- aðist í Stjörnubíói, sam- kvæmt uplýsingum frá framleiðendum myndar- innar, eftir að fregnir bárust af því að Hilmar Örn Hilmarsson tónlistar- maður hefði hreppt nýju Evrópuverðlaunin í kvik- myndagerð, Felixinn, fyr- ir bestu kvikmyndatónl- istina í ár. Aðsóknin á myndina er nú komin í um 23.000 manns yfir allt landið en kippurinn sem komst í miðasöluna eftir að frétt- ist af verðlaununum sýnir hve velgengni erlendis virkar jákvætt á landann; það sýndi sig ljósast þeg- ar íslendingar urðu heimsmeistarar í brids. Síðan hefur Böm náttúrunnar unnið verð- laun norrænu kvikmynda- stofnananna á Norrænum kvikmyndadögum í Lubeck í Þýskalandi en áður hafði myndin hlotið viðurkenningu sem besta listræna framlagið á kvik- myndahátíðinni í Montreal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.