Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 IVIYNDLISTÆr vald arkitekta algjört? Umhveifi útilistaverka FYRIR tveimur vikum var á þessum stað fjallað um hversu mikil- vægt væri að umhverfi útilistaverka væri hannað á þann hátt að listaverkin næðu að njóta sín sem allra best. í því samhengi var vísað til dæma, þar sem vel hefur tekist til (t.d. við verkið Mynd eftir Sigurð Guðmundsson, við menningarmiðstöðina í Gerðubergi), en einnig vakin athygli á mistökum á þessu sviði. Þar ber hæst fram- kvæmdir við verkið Sólfar eftir Jón Gunnar Arnason, sem stendur við Sæbraut við norðurströnd Reykjavíkur. Vegna umræðna um þetta verk, sem hafa fylgt í kjölfarið, er rétt að fylgja málinu örlít- ið eftir, því ýmislegt af því sem komið hefur fram skiptir máli fyr- ir fleiri útilistaverk, sem sett eru upp hér á landi. Komið hefur fram, að teiknistof- an Úti og inni sér um skipu- lagningu á allri strandlengjunni við Sæbrautina, og að umhverfis Sól- farsins er aðeins hluti af þeirri heild. Ekki hefur komið fram, hvaða aðilar innan borgarkerf- isins hafa haft eft- irlit með þessu starfi, eða hvort þeir hafi lagt blessun sína yfir umhverfi Sólfars- ins eins og það lít- ur nú út. Því er enn ósvarað þeirri spurningu, hvort teiknistofan hefur algjörlega fijálsar hendur í þessu verki. Arkitektinn, sem hefur ann- ast þá hönnun sem hér um ræðir, hefur skýrt hvaða sjónarmið liggja að baki þessum framkvæmdum og hveijir eiga hlut að þeim, og á hann þakkir skildar fyrir skýr svör. En því miður er langt frá því að þau svör séu ásættanleg. Sú skýring, að súlurnar svörtu séu til komnar vegna lýsingar á verkinu, er vægast sagt bágborin. Lýsing útilistaverka er vandasamt verk, en það er tæpast hægt að segja nútímafólki að það þurfi stein- steyptar súlur (sem eru á annan metra að ummáli hvor) til að halda uppi tveimur ljóskösturum. Sú stað- reynd að súlurnar standa hlið við hlið, beint fyrir aftan verkið gerir þessa skýringu heldur ekki trúverð- uga. Kastarar við jörðu, til hliðar við verkið, hefðu gefið mun áhrifa- meiri lýsingu, sbr. lýsinguna við aðalbyggingu Háskóla íslands, sem nýtur sín einstaklega vel. Þá má eltir Eirik Þorláksson Ljósmynd/Páll „Það er auðvelt að koma fyrir góðri lýsingu án þess að hindra útsýn benda á, að nokkru til hliðar standa ijósastaurar við Sæbrautina, sitt hvoru megin við verkið; góðir kast- arar á þeim hefðu einnig séð verk- inu fyrir betri lýsingu en súlurnar, og haft þann kost að auki að vera utan þess sjónsviðs, sem Sólfarið þarf að helga sér. Lýsingar-skýr- ingin er því haldlaus. Önnur skýring arkitektsins er sú, að umgjörð verksins sé eins konar hlið að því, gert 'til að afmarka umhverfi listaverksins frá umhverfi umferðarinnar og bílanna, sem fara um Sæbrautina; til að nálgast verk- ið verði menn að hverfa frá umferð- inni. - Hér er á ferðinni heimspeki- leg afstaða, sem verður að taka afstöðu til, þ.e. að útilistaverk eigi ekki að blasa við og vera aðgengi- Ieg, heldur eigi áhorfendur að hafa fyrir því að nálgast þau og njóta þeirra. Hversu æskileg sem þessi af- staða kann að virðast í fyrstu, þar sem hún leggur áherslu á mikil- vægi listarinnar, þá stenst hún ekki nánari skoðun, og ber að hafna henni alfarið hvað varðar útilista- verk. Að öðrum kosti er ómögulegt að vita hveiju Reykjvíkingar kunna að eiga von á næst: Hestagirðingu umhverfis „Stóðið við Hringbraut? Gjaldkerastúku utan um „Fallin víxil fyrir ofan Árbæ? - Slíkt geng- ur auðvitað ekki. Útilistaverk eru sett Upp með það í huga að sem flestir fái notið þeirfa i réttu um- hverfi. Ef verk er sett upp í almenn- ingsgarði, er ætlunin að gestir garðsins njóti verkanna; ef verk eru sett upp á fáförnum slóðum úti í náttúrunni er vonast til að þau verði göngufólki og öðrum náttúruunnendum til yndisauka. Og ef listaverk er sett upp við mikla umferða- ræð, hvort sem það er við Sæbraut eða annars staðar, hlýtur að mega ætlast til þess að vegfarendur fái notið þess eins og kostur er á meðan þeir eiga leið fram- hjá. Teiknistofan vill koma í veg fyrir þetta, og neyða fólk til að stoppa. Sú umræða sem orðið hefur um um- hverfi Sólfarsins undanfarið hefur verið nær einhliða neikvæð í garð þeirra framkvæmda, sem nú er að mestu lokið. Reynslan verður lík- ast til sú, að fyrir hvern einn vegfaranda sem stoppar og skoðar verkið innan þess ramma, sem því hefur verið gerður, munu þúsundir aka hjá daglega og bölva þeim mannvirkjum, sem hindra út- sýn þeirra að því. Hvers á fjöldinn að gjalda? Borgaryfirvöld hafa enn tækifæri til að leiðrétta mistökin að nokkru með þ.ví að fjarlægja hinar furðulegu og óþörfu súlur, sem komu óánægjunni af stað. Ef ekkert verður að gert, er hins vegar eins líklegt að listamenn hugsi sig vandlega um áður en þeir treysta Reykjavíkurborg fyrir verk- um sínum í framtíðinni, og krefjist mikilla trygginga varðandi hugsan- lega uppsetningu þeirra á almanna- færi. Raunín er að fæstir listmenn hafa áhuga á að verk þeirra verði leiktæki eða skreytingar í höndum arkitekta eða annarra. Steingrímsson til verksins. DJASSÆr ekkert lát ágódum djasssöngkonum? AbbeyogStan — LadyogPres ÞRJÁR djasssöngkonur hafa borið höfuð og herðar yfir aðrar í sögunni: BiIIie Holiday, Ella Fitzgerald og Sarah Vaughan. Billie og Sarah eru látnar og Ella komin að fótum fram. En allt fram streymir endalaust og nýjar kynslóðir taka við af þeim eldri. Af þeim söngkonum sem fæddar eru fyrir seinni heimsstyrjöldina og enn eru í blóma finnst mér mest koma til þriggja. Þær eru Betty Carter, Shirley Horn og Abbey Lincoln. Þær hafa verið iðnar við að hljóðrita undanfarin ár og sem betur fer hefur Verve, sem er undir hatti þess volduga PolyGram, gefið diska þeirra út. Þeir hafa borist jafnóðum til Islands og nú má fá nýjasta disk Abbey Lincoln í Japis. You Gotta Pay The Band nefnist hann og hrynsveitina skipa engir smákallar: Ilank Jones á píanó, Charlie Hayden á bassa og Mark Johnson á trommur. Svo er blásari með í för: meistari Stan Getz. Þessi hljóðritun er gerð í febrúarlok sl., rúmri viku áður en Stan hélt til Kaupmannahafnar að hljóð- ri(a tónleika sína í Jazzhus Montmartre, er urðu hans síðustu. Abbey og Stan minna í mörgu á Billie Holiday og Lester Young — Lady Day & Pres. Bæði hafa þau orðið fyrir áhrifum þeirra, en tekist að skipa eigin stíi engu að síður — og lærisveinar Stan Getz voru og eru fjölmarg- ir. Efnisskrá Abbey á þessari skífu samanst- endur af fjórum frumsömdum verkum, lögum eftir Freddie Hubbard og R.B. Lynch er hún hefur samið texta við, svo og lagi eftir Joan Griffin, tveimur lögum eftir Johnny Mandel og söngnum alkunna: Brother, Can You Spare A Dime? Abbey Lincoln er nú sextug og hefur aldrei sungið betur. Hún varð þekkt er hún söng í Freedom Now svítu þáverandi eiginmanns síns, trommarans Max Roach, og meðal blásara þar var sjálfur fað- ir djasssaxófónleiks, Coleman Hawkins, svo þetta er ekki í fyrsta skipti sem Abbey hljóðritar með höfuðmeistara í djasssaxófón- blæstri. Textar hennar eru mildari nú en fyrrum, þegar hún var á kafi í frelsisbaráttu bandarískra negra, og fjalla um samskipti manna, náttúruna, iífið og tilver- una. Tónlist hennar er hefðbundin og sjaldan hefur Billie-tónninn verið sterkari. Betty Carter, spinn- ur sig gjarnan í nýjar laglínur er hún syngur ballöður, en í You Gotta Pay The Band notar Abbey Just a Gigalo-fílinginn í tónsmíð- ina og aðrir ópusar hennar eru hefðbundnir að You Made me Funny undanskildum. Hann er á öðrum nótum — meir í ætt við það sem Sheila Jordan og Norma Winston syngja. Þar syngur hún dúett með sjálfri sér og Charlie Hayden leikur með á bassann. Hann er styrk stoð á þessum diski ekki síður en Mark Johnson trommari og svo er hinn eini sanni Hank Jones við píanóið. Hann er að mínu viti, ásamt Osear Peterson og Tommy Flanagan, magnaðasti Abbey Lincoln við hljóðritun nýjustu skífu sinnar. undirleikari djassins nú um daga. Hank er einnig pottþéttur einleik- ari, en stíll hans heldur átakalítill. Stjarna disksins er Stan Getz. Stan hefur verið í hópi helstu djassleikara eftirstríðsáranna og er hann lést í sumar var það skarð höggvið í djassfylkinguna, sem aldrei verður fyllt. Sumir hafa kvartað yfir að Stan blési of sætt á stundum, í tón hans vantaði þá ógn sem býr að baki allri fegurð. Þó ég hafi ekki verið því sammála lief ég aldrei heyrt Stan blása jafn fallega og á þessum diski, ef und- an er skilinn dúó lians og Kenny Barons í Montmartre á lokatón- leikum Stans. Tærleiki tónsins og tilfinningin þegar hann sprengir tónrófið með snöggum styrkleika- breytingunum er meir í ætt við hið eilífa en forgengilega og slíkt er ekki oft hægt að segja um mannanna verk. Kannski á skuggi dauðans, er hér hvílir yfir honum, sinn þátt í því. Flestir er gaman hafa af rýþm- ískri tónlist eiga skífur með Billie, Söru og Elln — en hvernig væri að hlusta líka á Betty, Shirley og Abbey — þá er You Gotta Pay The Band sterkur byrjunarleikur. eftir Vernharó Linnet ERLENDAR BÆKUR///vab býrað bakigóðri bók? Göldróttir rithöfimdar Þegar sumri tekur að halla fyll- ast bókabúðirnar af nýjum skáldsögum. Varla er hægt að opna blað eða tímarit án þess að viðtöl séu við hitt og þetta skáldið og vöng- um velt yfir því hvort einhver bók- anna sé meistara- verk. Alltaf iæðist þó að manni sá grunur að við tök- um kannski ekki eftir þeirri bók sem merkust er, ef skáldið er ekki þekkt andlit í blöðunum. Þetta haust hefur ekki verið nein undantekning. Margar áhugaverðar bækur hafa komið ú á þessu hausti sem sumar ættu skilið umfjöllun í heilum pistli. En að sinni verður aðeins tæpt á tveimur bókum eftir rithöfunda sem þegar hafa látið að sér kveða. Báð- ir höfundarnir skrifa á ensku, annar fæddur í Ástralíu en hinn í Kanada, og báðir hafa kveðið sér hljóðs með efirminnilegum hætti. Fyrstan ber að nefna ástralska rithöfundinn Peter Carey. Hann öðlaðist frægð fyrir skáldsöguna „Oscar og Lucindu”, sem hlaut Boo- ker-verðlaunin' árið 1988, en auk þess hafði hann þá skrifað frábærar smásögur, auk skáldsagnanna „Bliss” og „Iilywhacker”. Frásagn- arhætti þeirrar síðarnefndu og „Oscar og Lucindu”, hefur verið líkt við „Hundrað ára einsemd”, en bygging hins nýja verks er afmark- aðra og hnitmiðaðra en hina fyrri stóru skáldsagna. Peter Carey hefur nú flutt sig um set til New York og þykir sumum sem áhrifa stór- borgarinnar gæti í nýjasta verki hans. Nýja skáldsaga Careys nefnist „The Tax Inspector” og er sögusvið hennar í Sidney dagsins í dag. Eins og titillinn gefur til kynna er ein aðalpersóna hennar skatteftirlits- maðurinn, Maria Takis, sem kemut' að dyrum Catchprise fjölskyldunnar til að reyna að greiða úr skatta- flækju hinnar spilltu og sérgóðu fjöl- skyldu. Skemmst er frá því að segja að sagan flytur móralskan boðskap, dregur upp gráar og lyktandi mynd- ir af borgarlífinu, þar sem skattsvik og kynferðisleg spilling hafa tekið sæti hugsjónanna sem allir ólu í hjarta sér í æsku. En þrátt fyrir að sagan sé þannig gagnrýnin, dregur liún ekki upp svartar og hvítar myndir, lieldur tekst Carey að lýsa smáu sem stóru frá mörgum sjónar- hornum og jafnvel með kímni, svo að enginn og ekkert hefur ekki nokkuð sér eitthvað til málsbótar. Það þarf víst ekki að kynna kanadíska rithöfundinn Margaret Atwood fyrir lesendum. Allt frá því að fyrsta skáidsaga hennar „The Edible Woman”, kom út árið 1964, hefur nafn hennar farið víða. Hún hefur vakið konur til meðvitundar um stöðu sína og hafa sumar þeirra jafnvel stofnað „The Margaret At- wood Society”. Allt frá fyrstu bók hennar hafa aðalpersónur hennar verið konur, eða öllu heldur kven- hetjur, sem iiafa haft kjark og þor til að standa fast á sínu og fara sínu fram. Þær eru hetjur í stað þess að vera fórnarlömb. Og þannig eru þær einnig í nýjustu bók hennar. Atwood hefur ekki einungis skrif- að skáldsögur, heldur ennfremur ljóð og smásögur. Nýjasta bók henn- ai' sem kom út nýlega hér í Bret- iandi er smásagnasafn, er ber nafið „Wilderness Tingle”. Állt frá „The Edible Woman” hefur Atwood verið meistari í snjöllum myndlíkingum og hnyttnum iýsingum. Hið nýja smásagnasafn ber höfundi sínum vitni. Einum gagnrýnanda fannst sem þessar smásögur gerðu allt ... og að allar enduðu þær í snjöllum og óvæntum hápunkti, „eins og fina- le töframannsins”. í verkum sínum er Margaret Atwood - eins og gald- rakarlinn Peter Carey í skáldsögum sínum - hin alvísa galdrakerling. eftir Guðrúnu Nordal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.