Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 24

Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 t Móðir mín, amma okkar, systir og mágkona, BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Borgarspítalanum föstudaginn 8. nóvember. Guðbjörg Haraldsdóttir og börn, Eggert ísaksson, Sesselja Erlendsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON, Vesturbergi 98, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 10.30. Guðrún Karlsdóttir, Karl Jónsson, Stefán Jónsson, Sjöfn Þorvarðardóttir, Jörgína Elfnbjörg Jónsdóttir, Torfi Andrésson, barnabörn og bar nabarnabarn. t Móðir mín, tengdamóðir, frænka og amma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Eskihlíð 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30 Kristfn Sigurðardóttir, Ólafur Gústafsson, Una Guðnadóttir og dótturbörn. t Systir mín og frænka, ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 134, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, María A. Þórðardóttir, Martha Ingimarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR SNÆDAL JÓSEFSDÓTTIR kennari frá Látrum í Aðalvík, síðast til heimilis í Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 11. nóvember nk. kl. 13.30. Guðrún Karlsdóttir, Ástriður Karlsdóttir, Rögnvaldur Þorleifsson, Guðmundur Stefán Karlsson, Oddbjörg Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Snædal Ólafsdóttir, Ásgeir Torfason, Hanna Ójafsdóttir Forrest, Þröstur Ólafsson, Þórunn Klemenzdóttir, Guðmundur Páll Ölafsson, Ingunn Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET Þ. ARNDAL, Hringbraut 78, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Ðómkirkjunni miðvikudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Ottó S. Jónasson, Ása Ottósdóttir, Albert Stefánsson, Elísabet S. Ottósdóttir, Örn Johnson, Helga K. Ottósdóttir, og barnabörn. t Brynhildur Snædal Jósefsdóttir kennari Fædd 3. september 1902 Dáin 3. nóvember 1991 Amma mín er dáin. Þessi lífs- glaða kona með skýru, líflegu aug- un er nú búin að fá hvíldina eftir erfíð veikindi síðustu mánuðina. Hún Binna amma fæddist í Látr- um í Aðalvík 3. september 1902. Foreldrar hennar voru Pálína Ástríður Hannesdóttir og Jósef Hermannsson bóndi á Atlastöðum. Amma ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Látrum, þeim Jórunni E. Sívertsen og Hannesi Sigurðssyni. Hún bar alltaf mikla virðingu fyrir afa sínum og ömmu og t'alaði oft um hvað þau höfðu verið henni góð. Móðir ömmu giftist Guðmundi Sigurðssyni. Amma var tvígift. Fyrri maður hennar var Karl Guðmundsson vél- stjóri. Þau skildu. Börn þeirra eru Guðrún setjari, Ástríður hjúkr- unarfræðingur og Guðmundur Stef- án vélstjóri. Seinni maður ömmu var Ólafur Friðbjarnarson en hann lést af slysförum 1966. Ólafur starfaði sem bóndi, smiður og versl- unarmaður. Börn ömmu og Ólafs eru Hrafnhildur húsmóðir, Hanna íþróttakennari, Þröstur aðstoðar- maður utanríkisráðherra og Guð- mundur Páll rithöfundur. Um tvítugt fór amma suður til Reykjavíkur til náms og Iauk kenn- araprófi við Kennaraskólann árið 1925. Kennslu stundaði hún í ára- tugi, fyrst vestur í Látrum og í Dýrafirði, siðar á Húsavík og svo í Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Mér þótti það alltaf ákaflega spennandi að eiga ömmu sem var kennari. Hún var líka kennari af líf og sál og setti manngildið öllu of- ar. Hún talaði oft um nemendúr sína og það fór aldrei á milli mála hvað henni þótti vænt um þá og hvað hún gladdist yfir auknum þroska hvers og eins. Mér þótti allt- af gaman þegar litlu jólin voru hald- in í Breiðagerðisskóla og amma bauð mér að koma. Stóru stelpurn- ar í bekknum hennar áttu að líta eftir mér á meðan hún var að gera allt klárt fyrir leiksýninguna. Ég man enn hvað stelpunum fannst ég eiga gott af því að ég var barna- barn hennar Brynhildar. Qft.fékk ég að sitja við borðstofu- borðið hjá henni í Stóragerðinu og fylgjast með þegar hún tók upp töskuna með öllum stíla- og reikn- 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöid til ki. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ingsbókunum og fór yfir verkefnin. Ég fékk að prófa stjörnu-stimpiana, Gott- og Ágætt-stimplana líka. Hvílík gleði! Að geta stimplað af hjartans lyst og þóst vera kennari! Seinna fékk ég að lesa eina og eina ritgerð og svo var mér treyst til að aðstoða við að fara yfir stafsetn- ingaræfingar. Mikið rosalega var þetta gaman! Nokkrum árum seinna þegar ég var orðin nemandi í Kennaraskólanum, þótti mér gam- an að skjótast til ömmu eftir skóla og sjá hana lifa sig inn í kennsluna í hópi 5 og 6 ára nemenda sem sóttu kennslu heim til hennar. Ekki minnkaði áhugi ömmu fyrir börnum þó aldurinn færðist yfir. Mér þótti gott að koma til hennar með börnin mín og sjá að faðmur hennar var alltaf opinn. Hún var alltaf tilbúin að leika og spjalla við þau. Sonur minn fór í „handbolta- leik” við 87 ára langömmu sína og var mikið fjör í þeim leik. Milli henn- ar og barnanna minna myndaðist strengur sem aldrei verður rofinn. Eftir að ég flutti norður í land hafði ég fyrir venju að hringja til ömmu á afmælisdaginn hennar. Hún spurði þá mikið um skólann og sagðist öfunda mig af að geta staðið í anddyri skólans og sjá þeg- ar krakkarnir koma inn fyrsta skóladaginn. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem maður fær þá, þetta er svo gaman,” sagði hún. Og þau eru ófá ráðin sem hún amma hefur gefið mér um kennslu, allt frá því að ég var kennaranemi og fram á síðustu ár, það var gott að byggja á hennar reynslu. Amma var mjög fjölhæf kona og listræn. Hún ptjónaði og saumaði mikið út og bjó til mynstur sjálf. Hún málaði líka mikið og eru til mörg falleg málverk eftir hana. Aðalsmerki hennar var vandvirkn- in. „Það sem maður gerir, það á maður að gera vel,” sagði hún oft. Og vissulega fór hún eftir því sjálf. Hún hafði sérstaklega fallega rit- hönd og þegar ég fékk í barnaskóla mína fyrstu forskriftarbók, eftir Guðmund I. Guðjónsson, hélt ég að hún amma hefði skrifað hana! Amma sagði.mér seinna að hún og Guðmundur hefðu verið sessunaut- ar í Kennaraskólanum og voru þau alltaf að keppast um að skrifa bet- ur en hitt. Það hafði svo þróast út í að þau höfðu nánast alveg sömu rithönd. Amma lagði mikið upp úr því að tala vandað mál og ísienskukunn- átta hennar var góð. Aldrei man ég til þess að hún hafi prédikað yfir okkur um þetta, en hún sagði okkur til og hvatti okkur á sinn ljúfa og lærdómsríka hátt. Já, hún amma var engin venjuleg amma. Það var alltaf gaman að fara til hennar, hvort sem það var til að horfa á hana vinna eða fá aðstoð við námið. Alltaf var manni tekið opnum örmum og það var stutt í kímnina. Ef erfiðleikar steðjuðu að var gott að geta leitað til hennar. Hún var mild, leiðbeindi og hugg- aði. Faðmlag, mjúkar hendur sem struku kinnar mínar, þerruðu tár og svo hvíslað: „Guð blessi þig.” Amma er dáin. En dauðinn megnar ekki að taka hana ömmu mína frá mér, því hún mun alltaf lifa í hjarta mér. Guð blessi minningu elskulegrar ömmu minnar. Inga H. Andreassen Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, i GUNNLAUGUR JÓNSSON vegaeftirlitsmaður, 4 verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Krabbameins- félagið. Guðrún Guðnadóttir, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Karl i. Herbertsson, Jón H. Gunnlaugsson, Bryndis Gunnarsdóttir, Óskar Gunnlaugsson, Anna Axelsdóttir, Hjalti Gunnlaugsson, Helga Bolladóttir og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIKH.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 Minningarbrotin hrönnuðust upp hvert af öðru kvöldið sem hún amma mín dó. Þau elstu eru frá því er ég var á þriðja ári norður í Heiðarbót hjá ömmu og afa. Það var þá, þegar ég smápattinn horfði með aðdáun á eldri frænkur mínar og frændur vaða bæjarlækinn sem þá var stórfljót í mínum augum. Það var þá, þegar tíkin Táta upp- lifði hlutverk kýrinnar þegar ég og systir mín vildum mjólka eins og afi mjólkaði kýrnar. Það var þá, þegar Táta og Jarpur gamli voru helstu ráðgjafar og leikfélagar. Það var á þessum tíma sem ég man fyrst eftir ömmu. Alltaf var hún nærri og alltaf var hún tilbúin að leiðbeina og hjálpa. Seinna meir, eftir að afi og amma fluttu til Reykjavíkur þá naut ég áfram góðrar leiðsagnar þessa reynda kennara sem hún amma mín var. Hún kenndi mér áð lesa og draga til stafs áður en að skóla- námi mínu kom. Af þolinmæði og þrautseigju átti hún nóg, enda átti hún ættir sínar að rekja norður á Hornstrandir og það eitt að fæðast þar og búa síðan, tel ég vera nán- ast_ ávísun á dugnað og seiglu. Ég ætla mér ekki að skrifa hér um lífshlaup þessarar góðu konu — það eru sjálfsgt aðrir færari í því en ég. En þar sem ég minntist á þrautseigju hennar, þá kemst ég ekki hjá því að minnast þess tíma þegar hún átti við óhöpp að etja eins og öll þau beinbrot sem hún varð fyrir. Það sem lagt var á þessa konu í þeim efnum var með ólíkind- um. En aldrei gaf hún eftir. Hún harkaði þetta af sér og tók áföllun- um án þss að mögla og eitt sinn er ég kom til hennar eftir eitt brot- ið þá spurði ég hana hvort hún væri nú ekki orðin þreytt á þessum ósköpum. Þá svaraði hún að bragði: „Óli minn, ég er því fegnust að þetta kcm ekki fyrir þig,” og svo kom brosið sem hlýjaði svo vel. Svona var amma. Persónuleiki hennar minnti mig stundum á puntstrá: í hvössum vindi beygir stráið sig, en þegar um hægist þá réttir það úr sér og sfend- ur beint eftir. Það brotnar ekki, en tré geta brotnað. Já, minningarnar eru margar. Ætíð naut ég þess að vera „strákur- inn hennar ömmu” og minnisstætt er mér þegar hún einu sinni sem oftar kom vestur um haf til dvalar hjá HönnU frænku og fjölskyldu hennar. Þá var ég þar í námi og það var eins og ég fengi aukinn kraft eftir að hún kom. Hlýjan, al- úðin og þessi endalausa þolinmæði. Kannski voru það kleinurnar og laufabrauðið sem hún steikti handa mér. Kannski voru það sögurnar sem hún sagði mér frá Hornströnd- um frá þeim tíma er hún sprangaði eftir eggjum í björgunum. Kannski var það allt þetta ... En nú er komið að kveðjustund. Góð amma er kvödd hinstu kveðju. Tilvera hennar er ekki lengur á meðal okkar heldur hjá afa, Tátu og Jarpi. Minningarbrotin halda áfram að koma og þær minningar eru mér kært veganesti i lífinu. Það er mín trú að við eigum eft- ir að eiga samleið einhvern tímann, einhvers staðar. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. ________________ (V, Briem) Óli Orn Andreassen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.