Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 C 25 Minning: Guðmundur Grímsson Fæddur 1. júlí 1935 Dáinn 1. nóveniber 1991 Guðmundur var föðurbróðir okk- ar systkina og er okkur bæði ljúft og skylt að minnast hans nú þegar vegir skiljast, svo mjög sem við nutum hans í uppvexti okkar. Guðmundur fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Gríms Bjarnasonar tollvarðar og Ólafar Guðmundsdótt- ur konu hans. Eina systkini hans var Bjarni, faðir okkar. Guðmundur ól allan sinn aldur í Reykjavík, en þegar í hernsku fékk hann sjúkdóm, heilahimnubólgu, sem læknavísindi þess tíma réðu ekki betur við en svo að hann bjó við nokkra örorku allt sitt líf eftir það. Hann naut því ekki margs þess sem sjálfsagt þyk- ir að börn og unglingar njóti, svo sem skólagöngu. Af sömu ástæðu gat hann heldur ekki tekið þátt í leikjum og hvers konar samveru jafnaldra sinna, enda var tíðarandi þá annar en nú og þeir sem á ein- hvern hátt voru fatlaðir guldu þess meir. Þegar talað er um framfarirn- ar sem orðið hafa á undanförnum áratugum, — og þá ef til vill aðal- lega tæknilegar, vill stundum gleymast að tíunda þær sem orðið hafa á afstöðu okkar til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu vegna einhvers konar fötlunar. Þar hafa margs konar samtök og líknar- félög lyft Grettistaki á þessu sviði og sem betur fer starfa þau ótrauð áfram okkur öllum til heilla. Guðmundur frændi okkar hlaut grundvallarfræðslu í foreldrahúsum og, sem oft vill verða um þá sem eitthvað eru skertir á einu sviði, náði hann þeim mun meiri þroska á öðru. Hans svið var stærðfræði, reyndar aðeins takmarkaður hluti hennar og á forsendum sem hann gaf sér sjálfur. Ekki var neinn meðalmaður öruggur um að vera Guðmundi fljótari í margföldun, eða deilingu, þótt hann styddist við vasatölvu, en frændi reiknaði í hug- anum. Guðmundur kvæntist aldrei og bjó hjá foreldrum sínum framundir það að honum bauðst að flytja í sambýli á vegum Styrktarfélags vangefinna fyrir fjórum árum. Styrktarfélagið, stjórnendur þess og starfsfólk á miklar þakkir skild- ar fyrir þann aðbúnað og atlæti sem hann naut þar. Óhætt er að fullyrða að innan vébanda Styrktarfélagsins hafi hann notið sín hvað best í lífi sínu. Hann starfaði sem lagermaður hjá SÍS Austurstræti á annan ára- tug en síðar við samskonar störf í birgðastöð ÁTVR. Þegar við nú minnumst hans, þá er það sem Búbba frænda, enda hét hann það í okkar munni sem barna, og reyndar æ síðan. Búbbi var stóri frændinn okkar. Hann fór gjarnan með okkur í bíó og í skrúðgöngu þegar svo bar undir. Bæði þá og endranær var hann jafn óspar á nammið sem tím- ann til að sinna okkur. Mannkostir hans voru líka slíkir að þeir hlutu að laða að honum jafnt börn sem fullorðna, gæfu þeir sér tóm til að hyggja að þeim. Búbbi frændi var öðrum mönnum orðvarari, sann- gjarnari, heiðarlegri, hóglátari og prúðari. Þetta eru stór orð, en eiga fyllilega við þegar um hann er rætt. Ef til vill mætti af þessu ætla að hann hafi verið skaplaus maður, en svo var ekki. Hann kunni bara öðr- um betur að stilla sitt skap. Á barnsárum okkar stundaði hann langar göngur og fór einfari, jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið. Aldrei mun það líða einu okkar úr minni þegar það hafði gleymt sér og álpast svo langt að heiman að allar áttir glötuðust. Þegar örvænt- ingin var að ná sínum heljartökum á barnshuganum kom Búbbi frændi gangandi fyrir næsta horn og öll veröldin var í einni svipan orðin örugg og hvergi betra að vera en einmitt þarna, hvar sem það var. Og honum lá að sjálfsögðu ekkert á. Nægur tími gafst til að sinna öilum hugðarefnum, bæði á staðn- um og á leiðinni heim enda líka yfrið umræðuefni milli stóra frænda og litla skjólstæðingsins. Þannig var Búbbi frændi. Einn er sá félagsskapur ónefndur sem frændi okkar naut sír vel í en það er Ferðafélag íslands. Óteljandi eru ferðir þær sem hann fór í á þess vegum og spurður um áhuga á sólarlandaferðum svaraði hann: „Þórsmörk er mín Majorka.” Greini- legt var að þar eignaðist hann góða ferðafélaga. Nú þegar Guðmundur frændi okkar er lagður í sína hinstu för viljum við þakka öllum þeim sem auðsýndu honum hlýhug, skilning og velvilja á lífsgöngu hans og kveðjum hann fullviss þess að þar sem góðir menn ganga eru Guðs vegir. Grímur, María, Helga og Hilmar. + Útför ömmu minnar, ÁGÚSTÍNU HALLDÓRSDÓTTUR, Kumbaravogi, áður Öldugötu 32, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti Blindrafélagið njóta þess. Helga Magnúsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, SVEINN GUÐMUNDSSON húsasmfðameistari, Norðurbrún 8, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Jónrna Sturlaugsdóttir, Hjálmfríður R. Sveinsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Erlingur Guðmundsson, Marfa Óladóttir, Guðrún Óladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALBORGARBENTSDÓTTUR fyrrverandi skrifstofustjóra, verður gerð frá Langholtskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Menning- ar- og minningarsjóð kvenna. Silja Sjöfn Eiríksdóttir, Edda Völva Eiríksdóttir, Friðrik Theodórsson, Vésteinn Rúni Eirfksson, Harpa Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför bróður míns og mágs, GUÐMUNDAR GRÍMSSONAR, verður gerð frá Nýju kapellunni í Fossvogi mánudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans sérstaklega, er bent á Minningarsjóð Styrktarfélags vangefinna (sími 15941). Bjarni Grímsson, Hanna María Gunnarsdóttir. + Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eigimanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR HJÖRLEIFSSONAR, Rauðafelli, Austur-Eyjafjöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurlands og hjúkrunarheimilis- ins Ljósheima, Selfossi. Ragnhildur Guðjónsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími686220 Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. V J Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ K S.HELGASON HF SKEMMUV83I 48-SlMI 76677 4—L KYNNINGARVIKA WINDOWS Notendaumhverfi framtíðarinnar EjS sýnir spennandi nýjungar og fjölmarga möguleika Windows á sérstakri Windows viku 11.-15. nóvember frá 9 - 18 daglega. Meðal annars kynnt samvinna risanna tveggja, WordPerfect og Windows: : Mest nota&a ritvinnslukerfi í heimi og vinsælasta notendaumhverfib. ■ Stöbugar kynningar á Windows forritum alla daga. Ennfremur sérstök kynningardagskrá fjórum sinnum á dag. Líttu inn á Windows viku hjá EJS. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933 EJS isniBd do =1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.