Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 28
28 C in>nnvnti im* MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 Á FÖRNUM VEGI nþettas esu ntýju öryggispakJzn'mgctrmc" Fyrirgefðu að þú skyldir þurfa að bíða svona lengi. Með morgnnkaffíiiu Ég hafði þetta nú ekki í huga þegar ég réð yður, fröken Sigríður. HÖGNI HREKKVlSI /'|?E7TA E8- MP VBK.STA - A£> TUvM SAMAN." Stykkishólmur: „Bölsýnin bjargar engu” Stykkishólmi. BJÁRTSÝNI er almennt ríkjandi í Stykkishólmi þó erfiðleikar í at- vinnulífinu geri þar vart við sig eins og annars staðar. Fréttaritari hitti nokkra menn á förnum vegi á dögunum. Staðurinn hefur sinn sjarma” Ágúst Eyjólfsson bakari var í Stykkishólmi á dögunum, að heim- sækja vini og vandamenn. Leita til gamals vinnustaðar en hér var hann bakarameistari í mörg ár. Hann flutti síðar til Reykjavíkur og vann í Bjömsbakaríi. „Okkur leið mjög vel í Stykkis- hólmi og hann er mér alltaf kær. Staðurinn hefír sinn sjarma og hér var gott að búa. Bakaríið hefði mátt vera fullkomnará en það var eins og gerðist og gekk þá. Lítil búð þar sem brauðvörur voru seld- ar. Það var mitt lán, eftir að kona mín lést; að komast á Elliheimilið Grund. Ég hefi líka getað gert þar nokkurt gagn og fylgst með og get sagt með sanni að heimilið er rekið af miklum myndarbrag og allt gert til þess að fólkinu líði þar sem best og alltaf verið að betrumbæta húsa- kostinn. Það er séð fyrir bæði ver- aldlegum og andlegum þörfum í ríkum mæli og undrast ég hversu mikið er þar gert til að fólkið uni sér þar vel,” sagði Ágúst. „Rekstrarkostnaður í lágmarki” í tilefni umræðna um lokun skurðstofu sjúkrahússins í Hólmin- um fór fréttaritari á fund Róberts Jörgensen, forstjóra St. Francisk- usspítalans. Róbert sagðist hafa miklar áhyggjur af þeim hugmynd- um sem fram hafa komið í heil- brigðismálum að undanförnu. Aðspurður um starfsemina sagði Róbert m.a.: Á spítalanum eru framkvæmdir allar meðal og minni- háttar aðgerðir og er það mikill sparnaður, bæði fyrir þá sem þurfa þessa þjónustu og aðstandendur þeirra, að þær skuli gerðar hér heima. Endurhæfíngardeildin er mönnuð hæfu fólki og nýtist hún vel heima-' mönnum sem öðrum landsmönnum. Það er draumur stjórnenda spítal- ans að geta boðið þeim sem búa utan Stykkishólms ódýra gistingu svo að þeir fái einnig notið endur- hæfingar hér, en þurfi ekki að dvelj- ast í Reykjavík til að fá bata eða jafnvel að flytjast til Reykjavíkur vegna aðstöðuleysis hér. Rekstrarkostnaður er hér í lág- marki og svo hefur verið alla tíð. Fyrirhyggja og aðhald er starfsfólki eðlilegt og eiga starfsmenn miklar þakkir skyldar fyrir þann skilning sem þeir sýna og hafa sýnt gegnum árin. Leitast hefur verið við að hafa sem flesta með í ráðum þegar beita þarf aðhaldsaðgerðum. Þjónusta spítalans er að aukast og er það mjög vel liðið að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur. Það er skoðun mín að með því að bjóða góða þjónustu í heimabyggð þá sé hægt að draga úr þeim mikla straumi fólks af landsbyggðinni til Reykjavíkursvæðisins sem raun ber vitni,” sagði Róbert. „Þurfum að bregðast karlmannlega við” Ríkarður Hrafnkelsson er for- svarsmaður trésmiðjunnar Einingar hf. en hún var stofnuð eftir að Tré- smiðjan Ösp hf. hætti störfum, en „Asparhúsinu” eru landsþekkt. Rík- harður var spurður hvernig honum litist á viðhorfin í Hólminum í dag. „Ég hef að stórum hluta starfað hér og er fæddur í Stykkishólmi. Þetta er ágætur staður, og hér hef- Ágþist Eyjólfsson. ir bjartsýnin ríkt í allri uppbyggingu bæjarins og mikið gert til að bærinn fengi aðlaðandi svip. Það verður ekki komist hjá því að við eins og aðrir sjáum fram á samdrátt í at- vinnulífinu og þá er að bregðast karlmannlega við. Það er rétt að seinustu tvö árin hefir ekkert verið að gera í hús- byggingum nema að húsnæði aldr- aðra, með 8 íbúðum, er að klárast og sex hafa þegar flust inn. Við það losna íbúðarhús úti í bæ, sem þegar hafa verið seld. Við höfum haft næg verkefni hingað til, en hvað verður í vetur, er ekki hægt að spá í. En allur samdráttur segir fljótt til sín.” - Ert þú bölsýnn í dag? „Nei, síður en svo, því ég veit fyrst og fremst að bölsýnin bjargar engu, heldur gerir illt verra. Það getur líka verið gott að hægja á sér. Hófleg bjartsýni, góð meðferð allra hluta og samstaða fólksins er það sem ég vildi helst óska Stykkis- hólmi. Við horfum nú til ýmissa átta, landsbyggðin hefir dregist saman, fólki fækkað þar og straumurinn stefnt á höfuðborgarsvæðið. En hve lengi tekur sjórinn við? Það er lítil stoð í Byggðastofnun í Reykjavík, ef straumurinn þangað verður ekki minnkaður að mun,” sagði Ríkharð- ur. „Þurfum að huga að framtíðinni” Trésmiðja Stykkishólms, sem Víkveiji skrifar Islenzkir stjórnmálamenn eru sjálfsagt hvorki betri né verri en stjórnmálamenn í grannríkjum. Það gildir það sama um stjórnmála- menn, hér sem annars staðar, eins og aðra starfshópa, að einstakling- arnir búa að misjöfnum hæfileikum, meðfæddum og áunnum, til að sinna störfum sínum sem landsfeð- ur og lagasmiðir. Víkveiji dagsins gerir sér ljóst að misjafnir einstaklingsbundnir hæfíleikar segja til sín í öllum þing- flokkum. Þessvegna er rangt að dæma þingmenn eftir því einu, hvar í flokki þeir standa, hvort þeir fylla hóp stjórnarliða eða stjórnarand- stæðinga, hvort þeir eru kvenmenn eða karlmenn, hvort þeir eru kjörn- ir í stijálbýli eða þéttbýli. Það er máski hægt að fjalla um meðalhæfni þingmanna í einstökum þingflokkum, eða eftir kynjum, eða eftir búestu, en Víkveiji þekkir eng- an óskeikulan mælikvarða á það mat. En gaman væri að leita álits um það efni í skoðanakönnun. XXX Sérstaða þingmanna í saman- burði við aðra starfshópa í þjóðfélaginu er þó ærin. Atvinnuör- yggi þeirra er minna en flestra annarra. Þeir eru kjörnir [ráðnir] til fjögurra ára, þegar bezt lætur. Stundum er þing rofið á kjörtíinabil- inu og starfstíminn styttur sem því nemur. Þá eða í lok kjörtímabils þurfa þingmenn að hefja harða baráttu í prófkjörum flokka sinna og síðan í þingkosningum, og oftar en ekki er undir hælinn lagt, hvort þeir lenda utan þings eða innan. Þannig er lýðræðið. Og þannig á það að vera. En það er aldrei á vísan að róa fyrir stjórnmálamenn þar sem al- menningsálitið er. Það er jafnvel enn erfiðara að spá í almennings- álit morgundagsins hér á landi að því er stjórnmálin varðar en veðurf- arið - og þó er íslenzkt veðurfar óstöðugra en flest annað. xxx * Islenzkir stjórnmálamenn hafa sína kosti og sína galla, eins og gengur. Að því er gallana varð- ar finnst Víkveija dagsins tvennt rísa upp úr. Hið fyrra er óorðheldni. Kosning- aloforð, svonefnd, fjúka nánast út í veður og vind strax og talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Þetta virðist meginregla, þótt frá henni séu nokkrar lofsverðar undantekn- ingar. Það síðara eru þau undarlegu hamskipti sem íslenzkir stjórnmála- menn taka á örskotsstundu þegar flokkur þeirra flyzt yfir landamæri stjórnar og stjórnarandstöðu. Víkveiji dagsins er þeirrar skoð- unar að 1 stjórnmálaflokkar, sem mynda ríkisstjórn hveiju sinni, reyni eftir beztu getu að axla þá ábyrgð sem fylgir völdum þeirra. Þeim tekst að vísu misjafnlega til við stjórnvölinn, enda hentar póli- tísk stefna þeirra misvel almanna- heill og þjóðarhagsmunum. Víkveija virðist hins vegar, þegar stjórnmálaflokkur flyzt úr Stjórnar- ráðinu og sezt á bekk stjórnarand- stöðu,^sé hin pólitíska ábyrgð ekki í farteski hans. Þá gleymist gjarn- an, því miður, að í lýðræðis- og þingræðisríki ber stjórnarandstöðu að gegna þýðingarmiklu hlutverki, ekkert síður en sá þingmeirihluti, er styður ríkisstjórn. Stjórnarandstöðu ber að vísu að veita sitjandi ríkisstjórn strangt málefnalegt aðhald. En hún má ekki telja eða torvelda eðlileg þing- störf með hvers konar sýndar- mennsku og hundakúnstum. Og henni ber að leita leiða til ná samfé- lagslegum markmiðum, sem hún hefur sótt kjörfylgi til að fylgja fram, um blómlegt atvinnulíf, stöð- ugt verðlag og jöfnuð í ríkisbú- skapnum, svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki hlutverk stjórnarand- stöðu að ástunda ábyrgðarleysi og stráksskap innan veggja Alþingis. Það er skylda kjósenda að gera þingmönnum þetta skiljanlegt, svo ekki fari á milli mála, við kjörborð- ið, ef ekki gefast önnur tækifæri og fyrr til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.