Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 ÆSKUMYNDIN... ER AF HILMARIERNIHILMARSS YNITÓNLISTARMANNI Sinfóníu- engillinn „Ég var alinn upp af níu mæð- rum eins og Heimdallur og lifði í hinum fullkomna heimi fram til fimm ára aldurs þar sem fallegar og gjörvilegar konur hlúðu að mér á allan máta,” segir Hilmar Orn. Hann segir að þessar ánægjulegu aðstæður hafi sennilega valdið því að hann hafi fengið skakka mynd af lífinu þar sem hann hafi aldr- ei viljað viðurkenna að það væri eitthvað öðruvísi en þegar hann var litli prinsinn sem allt snerist í kringum. Hilmar Öm fæddist 23. apríl 1958 en hann er sonur Hilm- ars Ólafssonar arkitekts, sem nú er látinn, og Rannveigar Hrannar Kristinsdóttur. Tvíburabræður Hilmars eru þeir Gunnar Kristinn og Orri sem eru fimm árum yngri en hann. Fljótt eftir fæðingu Hilm- i ars fór faðir hans til náms í Þýska- fandi en þau mæðginin bjuggu í fjölskylduhúsinu á Víðimel. Þar bjuggu móðurafi hans og amma, Kristinn Guðjónsson forstjóri og Sigurveig Eiríksdóttir og dætur þeirra fjórar. Uppi á lofti bjó svo ömmusystir hans, Sigrún og mað- ur hennar Páll ísólfsson tónskáld. „Sigrún sagði oft í gríni að Páll hefði gert mig systematískt geðveikan,” segir Hilmar „hann talaði alltaf við mig sem fullorðinn .mann og ég held að það hafi ver- ið mitt besta veganesti í lífínu. Hjá honum lærði ég að nota snillingaradarinn minn,” segir Hilmar „ég hef alltaf verið lunkinn við að leita uppi snillinga til þess að vinna með eins og Kristínu Jóhannesdóttur og Friðrik Þór.” „Hilmar var voða sérkennilegur krakki og fór sínar eigin leiðir, svolítið svona gammelklog,” segir Anna Sigríður, dóttir Páls. „Hann var hugmyndaríkur og var alltaf að semja sögur, búa til fallega „Svolítið svona gammel- klog”. Hilmar Örn í kringum átta ára aldurinn. hluti eða að leika einhver hlut- verk.” Hilmar átti heima í Þýskalandi í þrjú ár og honum fannst erfitt að koma heim, því krakkamir þekktu bara Þýskaland nasistanna „ég var eins og gerður ábyrgur fyrir 6 milljón gyðingum”. Hilmar var því svolítið utangarðs við heimkomuna og umgekkst mikið fullorðið fólk, einkum á Víðimelnum. Besti vinur Hilmars á æsku- árunum var Ámi Leósson. „Mín sterkasta mynd af Hilmari frá þessum ámm er mjög alvarlegur og mjög fullorðinn drengur sem lifði nánast í eigin ævintýraveröld og hann gat stundum stokkið ansi Iangt frá raunveruleikanum,” seg- ir Arni. Hann segir þá félaga hafa átt vel skap saman og skorið sig frá skólafélögum sínum og lítið tekið þátt í venjulegum leikjum en þeim mun meiri áhuga haft á fomíslenskum göldmm og þess háttar. „Hilmar var ofsalega góð manneskja og kannski einum of hjálpsamur þvj hann kunni ekki að segja nei. Ég hef gran um að hann sé þannig enn í dag,” bætir Árni við. Hilmar var píndur í fiðlu og píanótíma á æskuámnum og Árni vinur hans segir hann hafa skróp- að grimmt í þessa tíma. Þegar hann var þrettan ára uppgötvaði hann poppmúsíkina og þá var ekki aftur snúið. Fram -að því hafði hann aldrei getað þolað þá tónlist og segir hann Árna hafa kallað sig sinfóníuengilinn. ÚR MYNDASAFNINU ÓlafurK. Magnússon ÁAlþingi árið 1949 Setning Alþingis er árviss við- burður í þjóðlífmu og þar af leiðandi fastur liður á verkefnaskrá blaðaljósmyndarans. Þær eru því ófáar þingsetningarmyndirnar sem Ólafur K. Magnússon á í fómm sínum og skulu nokkrar birtar hér. Val- ið var af handahófi og upp kom árið 1949. Það ár er í sjálfu sér hvorki merkilegra né ómerki- legra en önnur ár í þing- sögunni, þótt ef til vill minnist menn varnar- samningsins, sem stór- máli þess tíma. Þegar þing kom saman urti haustið hafði ríkisstjóm Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Stefanía svokallaða, setið við völd frá því árið 1947. Hún var sam- steypustjórn Alþýðuflokks, Sjáíf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, en auk Stefáns, sem var forsætis- og félagsmálaráðherra, sátu í stjórninni Bjami Benediktsson utanríkis- og dómsmálaráðherra, Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráð- herra, Emil Jónsson samgöngu- og viðskiptamálaráðherra, Eysteinn Jónsson menntamála- og kirkju- málaráðherra og Jó- hann Þ. Jósefsson fjár- mála- og atvinnumála- ráðherra. Miklar deilur um efnahagsmál ein- kenndu þessa ríksis- stjórn og fékk hún lausn 2. nóvember 1949, en gegndi störfum til 6. desember sama ár er minnihlutastjóm Sjálf- stæðisflokksins, undir forsæti Olafs Thors, tók við völdum. Myndimar em hins vegar teknar er forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, setti þingið skömmu áður en stjórn- in fór frá völdum. Seð yfir þmgsal, fra vinstn: Rannveig Þorsteinsdottir, Kristin L. Sigurðardóttir, Jónas Árnason og Finnbogi Rútur Valdimarsson. SVEITIN MÍN ER... L ÝTINGSSTAÐAHREPPUR ÞANNIG... KENNIR GUÐBRANDUR BOGASONÁ BÍL Mælifellshnúkur „Sveitin mín er Lýtingsstaða- hreppur í Skagafirði,” segir Elín Sigurðardóttir, húsmóðir í Sölva- nesi í Lýtingsstaðahreppi og odd- viti þess hrepps. Elín Sigurðardóttir ar er veðursæld og náttúrufeg- urð. Mælifellshnúkur trónir yf- ir byggðinni. í hreppnum eru þijár kirkjur, Mælifellskirkja, Goðdala- kirkja og Reykjakirkja. íbúar •hreppsins em 285. Fimmtíu bama skóli er á Steinsstöðum fyrir 1. til 9. bekk. Sextíu og sex byggð býli em í hreppnum. Mikill meirihluti ársverka hafa verið í hefðbundnum landbúnaði. Helsta nýsköpunin í hreppnum er ferðaþjónusta sem rek- in er m.a. á Steinsstöðum. Þar er hægt að hýsa 48 manns, þar er tjald- i/tæði og sundlaug og héfur staður- inn verið vinsæll m.a. til ættarmóta- halda. Gisti- og greiðasala er rekin á Bakkaflöt allt árið og þar eru líka sumarhús til útleigu. Aðrir ferða- þjónustubæir eru Fitjar, Sölvanes og Ytri-Svartárdalur. Sprengisands- leið liggur í gegnum hreppinn og er Laugafell fyrsti viðkomustaður þeg- ar komið er upp úr Skagafirði. Upp úr hreppnum liggja þijár leiðir upp á Eyvindarstaðaheiði, um Goðdala- fell, Gilhagadal og Mælifellsdal. Af Mælifellsdal er hægt að komast um Kiðaskarð ofan í Svartárdal í A- Húnavatnssýslu. Þessar leiðir em mikið famar af bændum vegna af- réttarnotkunar og einnig er sívax- andi straumur hestaferðalanga eftir þeim.” Persónulegt samband „Ökukennari þarf að geta áttað sig á hvaða verkefni hann hefur með höndum hveiju sinni. Nem- endur eru svo ólíkir,” segir Guð- brandur Bogason, ökukennari til rúmlega tuttugu ára. Hann segir nauðsynlegt að traust myndist milli kennara og nemenda og að milli þeirra megi ekki vera nein togstreita. Farþegamegin í bíl sínum þarf ökukennari að hafa tengsli og fótbremsu, flautu og spegla, auk þess sem bíllinn þarf að uppfylla viss stærðarskilyrði. Þá eru margir ökukennarar með bensíngjöf, fleiri spegla auk bóka og mynda til að útskýra atriði er varða bílinn og aksturinn. Og svo er hafist handa. „Það er auðvitað ákaflega misjafnt hvernig ökunemarnir eru undirbúnir en hafi þeir litla sem enga grunnþekkingu á bílnum og umferðinni, byijum við á að kynna ýmislegt er varðar þau atriði. Þá er gott að láta nemann taka aðeins í stýrið og finna hvern- ig bíllinn virkar, hvernig stýrið vinn- ur, hlutverk tengslis (kúplingar) og svo framvegis. I fyrsta timanum er mikilvægt að ýta nemendum ekki út í aðstæður sem verða þeim. Guðbrandur rennir yfir bóklegt efni með ökunemanum Erlu Jónu Sverrisdóttur. ofviða eða gera of miklar kröfur. Hafa verður í huga að margir nem- endur em eins og brothætt egg til að byija með, en svo þykknar skurnin.” Með kennslunni lesa nemendur bókina „Ökunámið” og sækja bók- lega tíma í Ökuskólanum. „Það gefur auga leið að ökunám kostar sitt og með þessu móti getum við einbeitt okkur frekar að verklegu kennslunni. Þegar á líður, fara nem- endur út í almenna umferð. Það er ekki fyrr en í lokin sem leggja á mjög þung dæmi fyrir fólk, Þá lát- um við nemendur t.d. aka um erfið gatnamót, nokkurs konar spennu- staði, þar sem mikilva;gt er að reyna að slaka á. Dæmi um það er vinstri beygja á ljósum þar sem ekki eru beygjuljós, jafnvel margar akreinar. Kennslunni lýkur svo með prófi en námið heldur áfram. Fyrst fá ökumenn bráðabirgðaskírteini til tveggja ára, sem er í raun aðeins heimild til að stunda sjálfsnám í akstri.” Ökukennsla fer fram í einkatím- um og Guðbrandur segir að oft myndist persónulegt samband milli nemanda og kennara. „Það er mjög æskilegt, með því móti getum við mótað að nokkru leyti viðhorf nem- andans til umferðarinnar, lagt áherslu á heilbrigða skynsemi og varað við hættunum.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.