Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1991 „Evrópa hefur eign- ast nýjan Hitler” Króatar krefjast sjálfstæðis á fundi í Zagreb. eftir Hrafn Jökulsson „OLL stríð, frá upphafi vega, hafa snúist um peninga. Persafló- astríðið snerist um peninga, já, og þorskastríð íslendinga og Breta snerust um peninga. Sama máli gegnir um stríðið hér í Króa- tíu,” sagði ungur Serbi sem ég talaði við í króatísku borginni Osijek. Hann fengi líklega seint vinnu sem blaðafulltrúi forseta síns, því hann bætti við: „Sljórn- ina í Belgrad dreymir um Stór- Serbíu og stjórnin veit að þessi draumur verður að rætast ef hún á að halda velli: þó það kosti ára- langa martröð á öllum Balk- anskaganum. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, er í nákvæmlega sömu sporum og Hitler í upphafi þriðja áratugarins og Milosevic notar sömu aðferðir, sama áróð- ur. Evrópa hefur eignast nýjan Hitler.” Þessi ungi Serbi bað um að nafni hans yrði haldið leyndu, en til hægð- arauka er ekki úr vegi að kalla hann einfaldlega Slobodan. Slobodan tók fram að hann væri andvígur stríðinu en færði ótal köld rök að því að stríðið á Balkanskaga gæti staðið árum saman í einhverri mynd. Slobodan er trúlega einhver víð- lesnasti maður sem ég hef hitt, raunar væri nær lagi að kalla hann alfræðiorðabók af holdi og blóði. Þannig hafði hann á hraðbergi helstu atriði úr íslandssögunni, þekkti staðhætti, náttúrufræði og veðurfar og gerði prýðilegan upp- drátt af Islandi á servíettu; og merkti legu Reykjavíkur, Akureyrar og Keflavíkur hárrétt á kortið: og drap fingri á Vestfjarðakjálkann og sagði: „Þarna er ansi harðbýlt, er það ekki?” (Seinna frétti ég að ald- ursforseti Alþingis hefði haldið því blákalt fram að aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málum Vestfirðinga væru sama eðlis og stríð Serba á hendur Króötum. Annaðhvort veit hæstvirtur þingmaður alls ekkert um ástandið í Króatíu, þar sem þúsundir hafa fallið — eða ég hef ekki fengið fréttir að heiman ný- lega.) En þrátt fyrir að Slobodan vissi harla margt um ísland var það ekki vegna þess að hann hefði sérstakan áhuga á landinu. Slobodan er, eins og fyrr sagði, lifandi alfræðiorða- bók. Hann hafði þrauthugsað stöð- una á Balkanskaga, eins og ástríðu- fullur skákmaður, og komist að þeirri niðurstöðu að engin lausn fyndist á þessu skákdæmi. „Sjáðu til, það erekki til frambúð- arlausn sem allir geta sætt sig við. Það þýðir aðeins eitt: Stríð og meira stríð. Hugsanlega geta erlend sam- tök á borð við EB eða Sameinuðu þjóðirnar skakkað leikinn um tíma — en aðeins um tíma.” Líklega hafa flestir tapað áttum þegar stríðið í Króatíu er annarsveg- ar. Mánuðum saman hafa borist fréttir af bardögum, vopnahléum og meiri bardögum. Borgarastríð er þetta einatt kallað í fjölmiðlum en það er ekki réttnefni. Stríðið á Balkanskaga er á milli gerólíkra þjóða sem í nokkra áratugi voru innan sama ríkis: Júgóslavíu. „Júgóslavía á sér engar sögulegar rætur eða forsendur,” segir Slobod- an. „Landið var búið til í kjölfar tveggja heimsstytjalda. Gerólíkum þjóðum var hrúgað saman innan eins ríkis; þjóðum með ólíka menn- ingu, sögu, tungu og hugsunarhátt. Og það sem skiptir mestu máli: Þessar þjóðir voru — og eru — mis- auðugar. Króatía er eitt af sárafáum löndum í Evrópu sem hefur næga olíu til eigin nota og auk þess iðnað- arsvæði og mikla strandlengju. Serbía hefur ekkert af þessu. Án Króatíu er Serbía dæmd til fátækt- ar. Þess vegna blés Belgrad-stjórnin í herlúðra þegar Króatar vildu sigla sinn sjó. Serbar réðust til atlögu undir því yfirskini að þeir væru að vernda landa sína innan Króatíu,” segir Slobodan og hlær háðslega. „Það var einfaldlega þyrlað upp moldviðri þjóðernisrembings — það er alltaf gert þegar stjórnmálamenn þurfa að réttiæta stríð. En eins og ég sagði: Serbía getur ekki lifað án auðlinda Króatíu. Áratugum saman flæddu peningar frá Slóveníu og Króatíu til stjórnarinnar í Belgrad. Þessir peningar voru ekki síst notað- ir til að byggja upp her í Júgóslav- íu, einn öflugasta her í Evrópu. Milli 80 og 90% yfirmanna í hernum voru Serbar. Þessir menn lifðu í vellystingum og þeir eiga nú á hættu að glata forréttindum sínum. Og hernum er nú beitt gegn Króötum — þetta heitir að borga böðlinum sínum. Ég skal nefna þér annað dæmi um vanda Serbíu. Það eru 200.000 ríkisstarfsmenn í Belgrad sem unnu á vegum ríkjasambands Júgóslavíu. Auðvitað voru þeir, flestir hveijir, alveg ónauðsynlegir en það var þó hægt að borga þeim laun. Það getur Belgrad-stjórnin ekki. Hagkerfinu er haldið uppi með taumlausri seðla- prentun; og það er herinn sem stjórnar á peningalagernum. Eins og þú veist öðlast peningar ekki innstæðu fyrr en bankar hafa ábyrgst þá en engu slíku er til að dreifa í Serbíu núna. Verðbólgan er gífurleg enda dælir herinn út innstæðulausum peningum. Ég veit ekki hvað þetta getur gengið svona lengi.” Ég spurði Slobodan hvort hann teldi einhveijar forsendur fyrir efna- hagsbandalagi milli júgóslavnesku lýðveldanna eins og samningamenn ÉB hafa gert tillögu um. „Það er algerlega óhugsandi að hnýta þessi Iönd sem fullvalda ríki í efnahagsbandalag af einhveiju tagi. Auðvitað var það hægt meðan sósíalisminn var við lýði, en sósíal- íska hagkerfið var spilaborg sem hrundi. Króatía getur ekki verið fullvalda ríki í efnahagsbandalagi með Serbíu. Það væri sambærilegt því að ísland færi í bandalag með Póllandi, Sýrlandi eða Chile. A milli þessara landa er óbrúanleg gjá í öllum skilningi, efnahagslegum og menningarlegum. Króatía hefur alla burði til að verða auðugt land. Kró- atía hefur langa strandlengju að Adríahafinu og getur hagnast gríð- arlega á ferðamönnum. Og í Króa- tíu er allt til alls, olía, iðnaður, land- búnaður. Þetta stríð snýst um pen- inga, það snýst um þessar auðlindir — en stríðið er rekið í nafni einhverr- ar kynlegrar skepnu sem köluð er „sögulegur réttur Serbíu”. Meinið er, að þessi sögulegi réttur er ekki fyrir hendi.” Á ferð minni um 'Króatíu talaði ég við mikinn ijölda fólks, einkum Króata auðvitað. Viðkvæðið var hið sama hjá öllum: Engar málamiðlan- ir. Króatíska þjóðin er ákveðin að beijast fyrir algeru frelsi, þótt sú barátta kosti ennþá meiri fórnir. Þúsundir hafa fallið og það er óhugsandi að leggja mat á eyðilegg- inguna. Enginn sem ég talaði við hafði nokkra trú á' samningatilraunum Evrópubandalagsins og stuðningur við forseta Króatíu, Franjo Tudj- man, fer ört dvínandi. Hann þykir sýna alltof mikla linkind gagnvart samningamönnum EB og Serbum. Króatar vilja að erlent herlið verði sent til landsins — og það komi sér fyrir á landamærunum. Nú loksins hafa Serbar fallist á það; en þeir vilja að herliðið verði á nýju landa- mærunum. Landamærunum sem Serbar hafa skapað í krafti hernað- aryfirburða. En það er ekki til nein lausn sem er öllum að skapi og ýmsir eru ugg- andi um að stríðið breiðist út. Bosn- ia-Herzegovina, sem liggur milli Króatíu og Serbíu, gæti orðið næsti vettvangur stríðs á Balkanskaga. Bosnina er búin að lýsa yfir sjálf- stæði en innan lýðveldisins eru múslimar, Serbar og Króatar. Serb- arnir vilja halda tengslum við Belgrad-stjórnina og hafa stofnað eigið þing: það þarf ekki nema örlít- inn neista til að ófriðarbálið blossi upp. Ef króatískir ráðamenn ganga til samninga af einhveiju tagi sem fela í sér afsal á landi eða réttindum verður það í aigerri óþökk króatísku þjóðarinnar. Efnahagsbandalag í einu eða öðru formi nýtur einskis stuðnings. Þetta verður varla orðað betur en af miðaldra manni sem ég talaði við í Zagreb. Hann steytti hnefann og hrópaði. „Engin sam- vinna við Serbíu kemur lengur til greina! Þú hlýtur að skilja það. Ef ég drep fjölskyldu þína og kem svo til þín og segi: Nú skulum við vera vinir og vinna saman — hvað mynd- ir þú þá gera?” Króatar búa sig undir langt stríð. Þeir eru ofurliði bornir á vígvöllum landsins af hernaðarvél Serba. En Króatar hafa fengið nasaþef af frelsinu — og þeir eru komnir á bragðið. Hversu langt verður þetta stríð? Það veit enginn. En á fréttamanna- fundi sem ég sótti hjá Franjo Tudj- man forseta lét hann þau orð falla að ef ekki yrði bráðlega tekið í taum- ana gæti þriðja heimsstyijöldin átt upptök sín á Balkanskaga. Þeim sem finnst þetta fjarstæðu- kennd orð geta flett því upp hvar fyrsta heimsstyrjöldin hófst. BOSCH DAGAR TIL JÓLA VIÐ ERUM KOMNIR í JÓLASKAP OG AF ÞVÍ TILEFNIBJÓÐUM VIÐ 10% AFSLÁTT AF ÖLLUM HEIMILISTÆKJUM OKKAR — STÓRUM SEM SMÁUM, í VERSLUN OKKAR AÐ SUNDABORG 13, FRAM TIL JÓLA. EIGINMENN, UNNUSTAR'. GLEÐJIÐ AUGASTEININN MEÐ GJÖF FRÁ OKKUR OG JÓLIN VERÐADANSÁ RÓSUM. MUNIÐ OKKAR FRÁBÆRU GREIÐSLUKJÖR. RADGREIÐ8LUR K R E D I T MUNALÁN VIÐ GERUM ENN BETUR VIÐ ÞÁ SEM GREIÐA MEÐ PENINGUM, EN ÞEIR FÁ 15% AFSLÁTT. Aðrir útsölustaðin Metró, Reykjavík; Parma, Hafnarfirði; Neisti, Vestmannaeyjum; SÚN, Neskaupstað; Rafmagnsverkstæði L. Haraldssonar, Seyðisfirði; Hákon Gunnarsson, Höfn í Hornafirði; Straumur, ísafirði. w w Jóhann Ólafsson & Co Sl NDABORí; M • 104 KKYKJAVÍK • SÍ.MI 6KK 5HS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.