Morgunblaðið - 19.11.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 19.11.1991, Síða 29
Verkfall í mjólk- ursamlagi: Næffar birgð- ir af mjólk í stærstu verslununum NÆGAR birgðir af mjólk og mjólkurvörum voru til í stærstu verslununum á Akureyri, Hag- kaup og Hrísalundi, rétt fyrir lokun í gærdag og var álitið að þær myndu duga í dag, þriðju- dag, þannig að ekki kemur til skorts á þessum vörum í verslun- um vegna verkfalls iðnverka- fólks í mjólkursamlagi KEA. Þriggja daga verkfalli lýkur á morgun, miðvikudag. í Hagkaup fengust þær upplýs- ingar að næg mjólk væri til, en tvær sendingar komu í verslunina á laugardag. Lítið var eftir af ijóma í versluninni í gær og taldi starfs- maður að hann myndi klárast áður en ný sending kæmi eftir verkfall. Hann sagði að nokkuð hefði borið á því að fólk keypti meiri mjólk en vanalega á föstudag, en á laugar- dag var salan svipuð og vanalega. Umsjónarmaður mjólkurkælis í Hrísalundi sagði að þar væru til nægar birgðir af öllum mjólkurvör- um og benti allt til að svo yrði þar til nýjar birgðir bærust á miðviku- dag. Hann sagði að salan hefði verið dálítið meiri en vanalega, bor- ið hefði á því að fólk verslaði aðeins meira en það er vant og ætti það sérstaklega við um mjólkina. Engin hætta ætti þó að vera á mjólkur- skorti, nægar birgðir væru til í versluninni. < , Verkfall í mjólkursamlögum: Vonum að ekki komi til þess að hella þurfi niður mjólk - segir Oddur Gunnarsson bóndi á Dagverðareyri í Glæsibæjarhreppi „VIÐ bændur erum þolcndur í þessu verkfalli, það bitnar fyrst á okkur, en þó getum við ekkert gert þar sem við sitjum hvorugum megin borðsins í þessari deilu,” sagði Oddur Gunnarsson bóndi á Dagverðareyri í Glæsibæjarhreppi. Iðnverkafólk í mjólkursamlögum KEA á Akureyri og KÞ á Húsavík var í verkfalli 1 gær og verður einnig í dag, þriðjudag til að leggja áherslu á kröfur sinar um að £á metið starfsnám semþaö hefur sótt. Vinnuinálasamband samvinnu- félaganna telur ekki forsendur til hækkunar launa iðnverkafólks í injólkursamlögum, nema þá að til komi einhvers konar hagræðing í mjólkurbúunum á móti. Oddur Gunnarsson sagði að ekki hlytust af verkfallinu nú veru- Sáttafundur í mjólkursam- lagsdeilunni á morgun SÁTTASEMJARI hefur boðað fund í deilu iðnverkafólks í mjólk- ursamlögum KEA á Akureyri og KÞ á Húsavík á morgun, miðviku- dag, kl. 10 í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Verkfall stendur nú yfir í þessum samlögum, þ.e. í gær og í dag og einnig var iðnverkafólk í verkfalli síðastliðinn föstudag. Engin árangur varð á sáttafundi deiluaðilar eru ekki sérlega bjartsýn- sem boðað var til í Reykjavík á ir og segja stöðuna erfiða. fímmtudagskvöld í síðustu viku og Iðnverkafólk heldur fast við kröfu Malarasamstæða inn- lyksa vegna krapaflóðs Krapi í Fnjóská varð til þess að áin stíflað- ist og flæddi um Laufáseyrar með þeim afleiðingum að malarasamstæða í eigu Vegagerðarinnar sem staðsett var í nám- unda við Laufási varð fyrir nokkru tjóni. „Við bíðum bara eftir að hláni eða komi vor,” sagði Sigurður Oddsson umdæmis- tæknifræðingur Vegagerðar ríkisins á Akur- eyri. Tækin voru notuð í haust í malamámu sem þama er og sagði Sigurður að ætlunin hefði alla tíð verið að vinna í henni þar til vetur gengi í garð og síðan átti að geyma tækin á þessum stað fram til vors. „Þessi krapastífla kom reyndar nokkuð óvænt, yfír- leitt gerist þetta eftir áramótin. Ef til þess kemur að áin hækki sig um 60 sentímetra á öllu þessu svæði, þá er margt í meiri hættu en okkar tæki, en ætli rafstöðvarbíll- inn sé ekki í einna mestu hættunni, sagði Sigurður. Morgunblaðið/Rúnar Þór sína um að fá starfsnám metið til launa, en þar er um að ræða rúmr lega 3.000 króna greiðslu á mánuði til handa þeim er sótt hafa slík nám- skeið. Vinnumálasambandið telur ekki forsendur til launahækkunar í mjólkursamlögum og bendir á kröfur sem gerðar eru til hagræðingar í búunum til að lækka kostnað, sem á að skila sér til neytenda. Vinnumálasambandið ítrekaði í skeyti til verkalýðsfélaganna á föstu- dagskvöld þá skoðun sína að uin ólöglegt verkfall væri að ræða, en Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri sagði í gær að engar aðgerðir væru fyrirhugaðar af hálfu sambandsins fyrst um sinn. „Við ákváðum að láta þessa liggja kyrrt nú, en munum eflaust ræða þessi mál betur á fund- inum á morgun,” sagði Hjörtur. leg vandræði, en kæmi til ótíma- bundins verkfalls sem boðað hefur verið eftir 25. nóvember eða frá og með mánudegi í næstu viku gæti verulega farið að syrta í ál-., inn. Mjólk var sótt að Dagverðareyri á laugardag, en þar er rými til að geyma mjólk í fjóra daga eða fram á miðvikudag. Kælirinn tekur 2.400 lítra, en á bænum er magn- ið um 600 lítrar á dag. „Það verð- ur allt orðið fullt hér á miðviku- dag, en þá koma þeir líka og sækja mjólkina þannig að það hljótast ekki vandræði vegna þessa verk- falls. Það gæti hins vegar orðið verra ef ekki semst og til ótíma- bundna verkfallsins kemur, þá eig- um við ekki önnur ráð en að hella mjólkinni niður,” sagði Oddur, en hann sagði langt um liðið síðan bændur hafi orðið að grípa til þess ráðs vegna verkfalls, eða 16-17 ár. „Við gætum orðið fyrir verulegu tjóni ef til þess kemur að hella þurfí niður mjólk, ég reikna með að öll vinnulaun bóndans í einn mánuð hverfí ef hella þarf niður mjólk i vikutíma. Þannig að bænd- ur vonast auðvitað til að deiluaðil- ar nái saman áður en til slíks þurfi að koma,” sagði Oddur. Þörf á nýjum strætisvagni BRÝN ÞQRF er á að kaupa nýjan strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar og hefur tillaga þar um verið lögð fyrir bæjarráð. Stræt- isvagnar Akureyrar eiga nú fjóra vagna sem allir eru í notkun hluta úr degi og því enginn til vara ef eitthvað kemur upp á. Stefán Baldursson forstöðumað- ur Stætisvagna Akureyrar sagði að á síðustu mánuðum hefði fólk notað vagnana í auknum mæli. Engar strætisvagnaferðir eru í Giljahverfi og sagði Stefán að engin tök væru á að sinna því hverfi með þeim vagnakosti sem fyrirtækið hefði til umráða. Þá þyrfti einnig að bæta þjónustu við Norður-Brekku auk fleiri staða. Svavar Orn Höskulds- son — Minning Fæddur 3. febrúar 1938 Dáinn 8. nóvember 1991 Á fögrum síðsumardegi árið 1937 kom móðurbróðir minn Hös- kuldur Hallsson frá Gríshóli í Helg- afellssveit heim til foreldra minna að kveðja því hann var á förum um haustið til Danmerkur til frekara náms í mjólkurfræðum, en í þeirri grein hafði hann aflað sér þekking- ar. Þó ég væri ekki nema á fímmta árinu man ég þann atburð vel. Við bræður fylgdum honum áleiðis í átt að Gríshóli, en þar bjuggu foreldrar hans. Mér fannst frændi minn glæs- ilegur ungur máður, glaður og geð- þekkur. Þetta er sú mynd sem geymist í huga mínum. Hann átti því miður ekki afturkvæmt til ís- lands því hann lést af veikindurn í ársbyijun 1941 aðeins þrítugur að aldri. Skömmu eftir að hann hvarf til náms eða 3. febrúar 1938 fædd- ist honum sonur, sem hann átti með Bryndísi Helgadóttur frá Akur- eyri. Það er Svavar Örn Höskulds- son, sem hér er minnst, en hann lést 8. nóvember sl. langt um aldur fram eftir langvarandi veikindi. Þegar Svavar var þriggja ára tók Jófríður föðursystir hans hann í fóstur og dvaldi hann mikið hjá afa sínum og ömmu á Gríshóli allt til ' 7 ára aldurs eða þar til fóstra hans og frænka stofnaði til hjúskapar með Dagbjarti Gíslasyni múrara- meistara. Eftir það var hann í góðu fóstri hjá þeim uppvaxtarárin ásamt sveitadvöl á sumrin á góðum heimil- um. Svavar naut í æsku sérstakrar umhyggju frænku sinnar qg fóstra á notalegu heimili þeirra hjóna á Hjallavegi 15. Sá sem þetta ritar þekkti þar vel til enda oft heima- gangur þar í suðurferðum. Hös- kuldur faðir Svavars mun hafa ósk- að þess áður, en hann fór utan til náms, að systir hans sæi um að fóstra barnið, sem í vændum var ef svo bæri undir. Við það stóð hún og var hann henni alltaf kær. Svavar valdi sér að lífsstarfi múraraiðn og nam hana hjá Ólafi Pálssyni múrarameistara. Þá iðn stundaði hann af kappi og var um tíma umsvifamikill verktaki í bygg- ingariðnaðinum í Reykjavík. Dugn- aður hans og kapp var mikið. Því kynntist ég þegar hann ásamt tveimur góðum félögum sínum kom vestut í Stykkishólm til múrverks þegar við fjölskyldan vorum að byggja okkur íbúðarhús. Þeirra verk voru ósvikin. Ánægjulegt var að hafa þá á heimilinu meðan á þessu stóð, en þeir þurftu að koma nokkrar ferðir áður en verklok urðu. Því miður entist Svavari ekki heilsa. Hann veiktist illa í kjölfar hjartaáfalls 8. nóvember 1983 þá 45 ára gamall og var raunar krafta- verk að hann skyldi hafa sigur í þeirri raun, en mátti þó búa við mikla vanheilsu það sem eftir var. Hann fékk hægt andlát á heimili sínu 8. nóvember, sama mánaðar- dag og hann veiktist fyrir 8 árum. Tilviljanir eru oft óráðnar gátur. Svavar kvæntist Kristrúnu Ásu Kristjánsdóttur 21. júlí 1959. Þau eignuðust tvo syni Guðmund Rún- ar, múrarameistara og Svavar Örn nema í rakaraiðn. Svavar og Kristrún Ása slitu samvistir fyrir nokkrum árum. Fyr- ir hjónaband átti Svavar son, Hös- kuld bifreiðastjóra í Mosfellsbæ með Ólöfu Ástu Kristjánsdóttur. Það er erfítt að þurfa að sætta sig við þegar, fólk missir heilsuna á besta aldri og fær ekki notið þess, sem lífið bíður upp á. Fyrir atorku- manninn Svavar var þetta erfítt^ en þrátt fyrir það var hann hýr og glaður í sinni og bjartsýnn. Hann hefur nú fengið þá hvíld, sem allra bíður. Ég minnist hans, sem góðs frænda og vinar. hann var frænd- • rækinn og mannblendinn. Ég votta sonum hans, barnabörnum og öðr- , um ástvinum innilega samúð. ^ Blessuð sé minning hans. Leifur Kr. Jóhaunesson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.