Morgunblaðið - 21.11.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NOVEMBER 1991
23
Leikfélag Sauðárkróks 50 ára:
Islandsfrumsýn-
ing' á verki eftir
Tennessee Williams
Sauðárkróki.
„ Það gerist ekki oft að Islandsfrumsýning á einu helsta leik-
verki stórsnillinga á borð við Tennessee Williams sé hjá áhugaleik-
félagi á landsbyggðinni, leikhúsverki sem gengið hefur mánuðum
saman á fjölunum hjá helstu leikhúsum heimsins,” sagði Andrés
Sigurvinsson leikstjóri sem um þessar mundir vinnur með leikfé-
lögum á Sauðárkróki að uppsetningu verksins Köttur á heitu
blikkþaki.
Á þessu ári eru rétt 50 ár frá
því að Leikfélag Sauðárkróks var
endurvakið eftir nokkurt hlé, en
leikstarfsemi á gamlar rætur á
Sauðárkróki, þvi fyrstu leiksýn-
ingarnar voru þar rétt fyrir síð-
ustu aldamót og með þessari við-
amiklu sýningu vill félagið minn-
ast_ þessara tímamóta.
Á siðastliðnu hausti þegar vetr-
arstarfsemi var undirbúin var
ákveðið að taka annað verk til
sýningar og Andrés Sigurvinsson
ráðin til þess að leikstýra því en
á síðustu stundu fékkst ekki sýn-
ingarleyfi á verkinu og voru þá
góð ráð dýr.
Voru nú margar leiðir kannað-
ar, en að lokum útvegaði leikstjór-
inn þetta verk hjá þýðandanum
Örnólfi Árnasyni, en verkið hafði
beðið um nokkurt skeið og verið
í skoðun hjá leikhúsunum bæði
sunnan og norðan heiða.
„Þetta er leikrit um lífslygina,
hvernig venjulegt fólk vaknar allt
í einu upp við það að staða þess
er í raun allt önnur en það taldi,
og það þarf að endurmeta hana
og bregðast við breyttum aðstæð-
um, þar sem raunar allt er á hverf-
andi hveli.
Við reynum allt hvað við getum
til þess að þetta verði sem allra
glæsilegust sýning, leggjum kapp
á að ná því andrúmslofti sem ríki
í Bandaríkjunum á þeim árum sem
verkið var frumsýnt, en það var
á Broadway árið 1956. Við höfum
líka fengið ágæta aðstoð til þess,
bæði frá Þjóðleikhúsinu og einnig
frá Leikfélagi Akureyrar en báðir
þessir aðilar og margir aðrir hafa
lánað okkur ýmislegt sem þarf til
þess að skapa þá heildarmynd sem
við viljum sýna,” sagði Andrés,
„en einnig hef ég fengið tvo ágæta
félaga, þá Rósberg Snædal til
þess að hafa umsjón með búning-
um og Egil Árnason til þess að
hanna lýsingu.
Það er einnig mjög gaman að
vinna með þessum hóp, hér koma
til sögunnar margir af eldri og
reyndari leikurum félagsins, sum-
ir eftir nokkurt hlé, en einnig er
margt af mjög efnilegum nýliðum
sem nú eru að takast á við sín
Myndin er tekrn fra æfingu Leikfélags Sauðárkróks: Gunnar
Bragi Sveinsson og Elfa Björk Guðmundsdóttir í hlutverkum sín-
um.
fyrstu verkefni, og þau nokkuð
stór. Hlutverk eru 20 og þar af
eru 10 sem eru verulega veiga-
mikil, þannig að þetta reynir mjög
á þolrifin á þessu unga fólki sem
hér er að taka sín fyrstu skref.”
Æfingar á Kettinum hófust
rétt um miðjan október og er
stefnt að frumsýningu nú í lok
nóvember. Eins og áður segir eru
hlutverk í leikritinu 20, en alls
koma um 40 manns að sýning-
unni. Með helstu hlutverk fara
Helga Hannesdóttir, Haukur Þor-
steinsson, Elfa Björk Guðmunds-
dóttir, Gunnar Bragi Sveinsson,
Elsa Jónsdóttir, Karl Bergmann,
Guðni Friðriksson og Hafsteinn
Hannesson. Sviðsmynd hannaði
Jónas Þór Pálsson.
Formaður Leikfélags Sauðár-
króks er Sólveig Jónsdóttir.
- BB
Pcy“
2.495 kr.
fþrénukór
1.995 kr.
FJLJUGÐU I UAGKAUP
Viljir þú gera hagstæð innkaup, gerðu þér þá ferð í
Hagkaup í Kringlunni. Fáir bjóða jafn glæsilegan
vetrarfatnað þó víðar væri leitað.
í dömudeildinni er að finna fallegan fatnað fyrir
kröfuharðar konur. Þar má meðal annars telja;
peysur frá 1.695 kr.
blússur frá 2.495 kr.
pils frá 1.995 kr.
gallabuxur frá 2.495 kr.
blazerjakka frá 4.495 kr.
kápur frá 7.495 kr.
dömuhanska frá 1.495 kr.
Karlmenn finna sér sígildan og þægilegan fatnað í
herradeildinni. Þar eru meðal annars;
peysur frá 1.995 kr.
skyrtur frá 989 kr.
silkibindi frá 1.995 kr.
gallabuxur frá 2.295 kr.
jakkaföt frá 14.995 kr.
frakkar frá 9.995 kr.
blazerjakkar frá 7.995 kr.
leðurhanskar frá 1.695 kr.
í skódeildinni er úrval af góðum skóm.
Þar má finna;
dömu- og herraskó frá 1.995 kr.
dömu- og herrakuldaskó frá 2.595 kr.
barnaskó frá 1.695 kr.
barnakuldaskó frá 989 kr.
náttgalla frá 589 kr.
A daggalla frá 1.295 kr.
jólakjóla frá 1.495 kr.
Urvalið af hlýjum fatnaði á hressa krakka
er hvergi meira en í barnadeildinni.
Meðal þess sem er á boðstólum eru;
í ungbarnadeildinni er gullfallegur fatnaður peysur frá 989 kr.
á lítil kríli. Þar bjóðum við m.a.; gallabuxur frá 1.595 kr.
utigalla fra 2.495 kr. flauelsbuxur frá 1.395 kr.
Gerðu góð kaup og taktu þér innkaupaferð á hendur
í Hagkaup í Kringlunni.
HAGKAUP
Kringlunni
| tialUlwiu.
| 1.595 kr.
sparibuxur frá 1.995 kr.
jólakjólar frá 1.995 kr.
vetrarúlpur frá 2.995 kr.
skíðabuxur frá 2.195 kr.