Morgunblaðið - 21.11.1991, Page 36
36____________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
Kynningarfundur um gróðurvernd og landgræðslumál:
Stöðvun gróðureyð-
ing’ar fyrir árið 2000
- höfuðverkefni Landgræðslunnar
ÁRANGUR og framtíðaráform
var yfirskrift kynningarfundar
um gróðurvernd og land-
græðslumál sem haldinn var á
vegum landbúnaðarráðuneytis-
ins í Borgartúni 6 fyrir nokkru.
Fjölmörg erindi voru flutt á
fundinum en hér verður stiklað
á nokkrum þeirra. Á fundinum
sagði Sveinn Runólfsson, Iand-
græðslustjóri, meðal annars að
stöðvun gróðureyðingar hefði
frá upphafi starfseminnar árið
1907 verið höfuðverkefni stofn-
unarinnar. Nú hefði markmiðið
verið ársett og væru til þess 8
ár.
Rannsóknastöð í
jarðvegsfræðum
í erindi sínu tók Sveinn Runólfs-
son, landgræðslustjóri, undir hug-
myndir um öfluga aiþjóðlega rann-
sóknastöð í jarðvegsfræðum á Is-
landi. Hann sagðist telja að leita
ætti eftir framlögum erlendis til
gróðurverndar á Islandi. Um leið
ættum við að flytja þekkingu út og
flytja boðskap um verndun gróður-
og jarðvegsauðlinda á alþjóðlegum
vettvangi. Þá sagði Sveinn að í
málefnum Landgræðslunnar væri
bjart framundan á mörgum sviðum
en dökku hliðamar væru þær að
enn sem komið væri hefði fjárveit-
ingarvaldið ekki veitt viðunandi
fjárhæðum til þeirra fjölmörgu
verkefna sem biðu úrlausnar.
Hvað framtíðina varðaði benti
hann á að algjört forgangsverkefni
væri að nýta þá fjarkönnunartækni
sem kynnt hefði verið til að kort-
leggja og afmarka helstu eyðingar-
svæði landsins, flokka þau með til-
liti til eyðingarhættu og vinna
markvissar langtíma landgræðslu-
áætlanir á grundvelli þeirra. Á eld-
fjallasvæðum sagði hann að megin-
þungi baráttunnar færi fram á
næstu árum. Landgræðslan hefði
sett sér þau markmið að á næstu
árum yrðu öll afréttarsvæði lands-
ins þar sem alvarleg gróðureyðing
ætti sér stað friðuð fyrir ágangi
búljár.
Bændur á Hólsfjöllum
skilningsríkir
Níels Ámi Lund, deildarstjóri
umhverfís- og gróðurverndardeildar
landbúnaðarráðuneytisins, vék orð-
um sínum að friðun afrétta í Hóls-
fjöllum og sagði þá meðal annars:
„Á Hólsfjöllum vom 4 býli með
búskap og forsenda árangurs var
að ná samkomulagi við bændurna
eins og fleiri dæmi sýna. Bændur
fengu að velja um hvort þeir vildu
hafa fé sitt í vörslu eða bregða
búskap. Þeir sýndu málinu mikinn
skilning og voru tilbúnir til að leggja
sitt af mörkum til að markmið gróð-
urverndar og landgræðslu næðist.
Þetta ber að þakka sérstaklega,
ekki síst í ljósi þess að fyrir fáeinum
árum voru þeir hinir sömu hvattir
til að byggja upp aðstöðu til sauð-
íjárbúskapar og styrktir til þeirra
hluta.”
Af nokkru því sem ráðuneytið
hefði beitt sér fyrir nefndi Níels
Ámi friðun Reykjanesskaga, friðun
sunnlenskra afrétta, Landgræðslu-
skóga og sameiginlega stefnumót-
un um gróðurvernd.
Fjarkönnun notadrjúg
Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Landmælinga íslands, fjallaði um
notagildi fjarkönnunargagna í land-
græðslu og umhverfísmálum.
Fjarkönnun sagði hann að mætti
skilgreina sem öflun upplýsinga úr
l';■i-'-.■ ■ ■’ i Lr''i".'ilun.L'-|um um ■ Oli.
að hægt væri meðal annars að afla
upplýsinga um stór svæði á stuttum
tíma og einnig af breytilegri útgeisl-
un og legu fyrirbæra sem gerðu
kleift að kortleggja og þekkja í
sundur t.d. mismunandi yfírborð
lands. Tæknin sem notuð væri
gæti spannað breitt svið í rafsegul-
rófínu og væm notaðar myndavél-
ar, skannar og radarar til að afla
upplýsinganna.
I lok erindis síns sagði Ágúst:
„Fjarkönnunartæknin gefur korta-
gerðar- og vísindamönnum mögu-
leika á rannsóknum á yfírborði
landsins allt árið en ekki bara þrjá
sumarmánuðina. Hún sparar þjóð-
arbúinu stórar íjárhæðir og öll land-
vemd, landnýting, umhverfisum-
ræða og áætlanir á notkun landsins
verða markvissari. Því vona ég að
með samstilltu átaki allra þeirra
aðila sem málið varðar verði kort
og fjarkönnunargögn notuð til skip-
ulagningar á nýtingu og vemd
landsins.”
Umhverfisfræðsla við
Garðyrkjuskólann
Grétar Unnsteinsson, skólastjóri,
fjallaði um umhverfísbraut við
Garðyrkjuskóla ríkisins. Inntöku-
skilyrði í námið eru 2-4 annir í
framhaldsskóla eða sambærileg
menntun sem tekin er gild og náms-
tími þrjú ár. Sem dæmi um hugsan-
legt starfsvið nemenda af brautinni
nefndi hann umsjón og stjóm skóla-
garða og unglingavinnu auk ann-
arra verkstjórastarfa fyrir sveitar-
félög, eftirlit og umsjón með útivist-
arsvæðum og opnum svæðum í
þéttbýli, landvörslu og leiðsögn á
friðlýstum svæðum, fólkvöngum,
þjóðgörðum og skógræktarsvæð-
um, og ýmiss konar ráðgjöf tengd
umhverfísmálum.
Hann sagði að í bóklegu og verk-
legu námi væri stefnt að því að
nemendur öðluðust þá faglegu
þekkingu og þá verklegu þjálfun
er efldi skilning þeirra á hinni órjúf-
anlegu heild sem umönnun, verk-
stjórn og fræðslan væm á hveijum
stað.
Samstarf við bændur
Andrés Arnaids, fulltrúi Land-
græðslu ríkisins, sagði að stefnu-
markmið væm skýr. „Stöðva verður
þá jarðvegseyðingu sem nú á sér
stað, bæta tjón sem orðið hefur á
gróðurfari landsins í aldanna rás
og umfram allt að koma í veg fyrir
hvers konar eyðingu og iandspjöll
eftir því sem í mannlegu valdi
stendur,” sagði Andrés meðal ann-
ars.
Hann sagði að starfsmarkmið
væm skýr: 1. Að greina og meta
ástand landsins og skipuleggja við-
eigandi verndunaraðgerðir. 2. Að
tryggja þátttöku almennings í starf-
inu og móta siðfræði landverndar
þannig að sjálfbær nýting lands
verði sjálfgefín. 3. Að sjá til þess
að skipulag starfsins falli að settum
markmiðum og ekki skorti fjár-
muni, mannafla og annað sem þarf
til árangurs.
Þá fjallaði Andrés um samvinnu-
verkefni sem nefnt hefur verið Sam-
starf við bændur um uppgræðslu í
heimalöndum. Landgræðslan lét
hveijum þeirra 60 bænda, sem þátt
tóku í verkefninu í sumar, í té eitt
tonn af áburði og fræ til uppgræðsl-
unnar en bóndinn lét á móti tonn
af áburði og alla vinnu við dreif-
ingu. Sagði Andrés að vinnubrögð
bænda við uppgræðsluna hefðu án
undantekninga verið til hreinnar
fyrirmyndar og árangur mjög góð-
ur.
Breytt hlutverk Skóg-
ræktar ríkisins
Jón Loftsson, skógræktarstjóri,
sagði að hlutverk Skógræktar ríkis-
ins myndi breytast, hennar hlutverk
yrði meira á sviði stefnumótandi
aðgerða, áætlanagerðar, eftirlits og
rannsókna. Þá sagði hann: „Skóg-
rækt ríkisins mun jafnframt verða
áfram leiðandi afl í ræktun nýrra
skóga en kannski frekar snúa sér
að ræktun rýrari svæða. Land-
græðsluskógaátakið sem sérstak-
lega verður flallað um hér á eftir
er dæmi um verkefni sem fólkið í
landinu hefur borið fram en er jafn-
framt að láta stjórnmálamenn
landsins vita að hugarfarsbreyting
hefur átt sér stað og nú vilji menn
snúa vörn í sókn.”
Landbótum miðar of hægt
Gunnar Einarsson á Daðastöðum
í Norður-Þingeyjarsýslu talaði um
þátttöku bænda í gróðurvernd.
Hann talaði um verkefni á sinni
eigin jörð og sagði: „... gerði ég
áætlun sem gengur út á að girða
af stórt hólf í heimalandinu til að
hafa fé í á vorin en þó sérstaklega
á haustin en friða hólfíð á sumrin.
Rækta upp melana innan þess með
skít, moði, fræi og áburði. Friða
það land sem er verst farið og sá
í það lúpínu og beita það ekki fyrr
en eftir nokkur ár. Takmarka í sam-
vinnu við nágranna mína með girð-
ingum beit í landið. Ýta með jarð-
ýtu niður börðum og sá í ruðning-
ana.”
Um framhald verkefnisins sagði
hann: „Eg verð því miður að viður-
kenna að áætlun minni um landbæt-
ur á jörð minni hefur miðað allt of
hægt. Við emm að vísu búin að
ryðja niður mörgum kílómetrum af
rofabörðum og við erum búin að
rækta marga hektara af melum
með moði, skít og fræi og áburði
og það fór lúpína niður í 5 hektara
af friðuðu landi í vor. Landgræðslan
hefur lagt okkur til áburð og fræ
á móti því sem við höfum lagt fram
og sáð lúpínunni í land sem við frið-
uðum.
Eg held að fé Landgræðslunnar
sé vel varið í samstarfsverkefni af
þessu tagi. Það nýtist vel og virkar
sem hvati á bændur að gera meir
en þeir hefðu annars gert. Ég vona
að verkefni landgræðslunnar verði
í framtíðinni með markvissum hætti
að styðja, hvetja og sjá til að bænd-
ur stundi skynsamlega landnýtingu.
Þannig að ef nýting sjávar á að
heyra undir sjávarútvegsráðuneytið
hlýtur Landgræðslan að eiga að
heyra undir landbúnaðarráðuneyt-
ið.”
Skjólbelti í Landeyjum
Magnús Finnbogason á Lágafelli
í Rangárvallasýslu sagði að árið
1985 hefði hreppsnefnd Austur-
Landeyjahrepps haft frumkvæðið
að því að gera tilraun með skipu-
Iega ræktun skjólbelta á tveim stöð-
um í sveitinni, annars vegar í miðri
sveit í fijósömum djúpum mýrar-
jarðvegi, hins vegar inn á Markar-
fljótsaurum á gróðurlausum malar-
eyrum. „... þetta var unnið,” sagði
Magnús, „í samvinnu og undir yfír-
stjóm Skógræktar ríkisins. Einnig
höfðum við stuðning og fulltingi
Búnaðarfélags íslands, Rannsókna-
stöðvar skógræktar ríksins á Móg-
ilsá og Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins.” Hann sagði að næsta
verkefni væri að gera tilraun til
sáningar ýmissa tijátegunda innan
um lúpínuna, vonandi tækist innan
tíðar að endurheimta það land sem
vötnin hefðu rifíð niður í áranna rás.
Uppgræðsla með trjám
og runnum
Ámi Bragason, forstöðumaður
Rannsóknastöðvar Skógræktarinn-
ar á Mógilsá, sagði meðal annars
að uppgræðsla gróðurvana lands
með tijám og runnum væri nýmæli
á Islandi og benti um leið á að þekk-
ing væri takmörkuð en aukin
áhersla á rannsóknir á þessu sviði
væri með ráðningu vistfræðings til
Skógræktar ríkisins. Verkefni
Rannsóknastöðvar Skógræktar rík-
isins vegna Landgræðsluskóga
sagði hann vera að vinna leiðir til
að hagnýta sjálfgræðslu í land-
græðsluskógrækt, velja tegundir og
kvæmi til uppgræðslu og jarðvegs-
verndar, kanna lifun mismunandi
plöntugerða, svepprót og niturbind-
andi örvemr á landgræðslustijám,
áhrif umhverfísþátta á árangur af
sáningu, fínna leiðir til að draga
úr afföllum vegna frosthreyfínga,
meindýr á landgræðslutijám og
jarðvegsdýr á landgræðslusvæðum.
Eyðijarðir byggjast á ný
Helgi Gíslason, framkvæmda-
stjóri Héraðsskóga, flutti erindi um
nytjaskógrækt, framkvæmdir og
framtíðaráform. Fjallaði hann fyrst
og fremst um nytjaskógaverkefnið
Héraðsskóga.
Yfirlýstir þátttakendur í verkefn-
inu eru um 90 jarðeigendur. Reikna
má með að fjöldi þátttakenda verði
um 70-80 í raun. Tíu til tuttugu
jarðir falla líklega út vegna ýmissa
ástæðna. Má þar nefna eyðijarðir
en þar þurfa landeigendur að greiða
um 25% af kostnaði við skógrækt-
ina eftir því sem Helgi sagði. Hann
benti á að sá kostnaður væri í flest-
um tilfellum óyfirstíganlegur fyrir
þá.
Helgi sagði að tvær til þijár eyði-
jarðar kæmu til með að byggjast á
ný á næstunni vegna tilkomu Hér-
aðsskóga. Þá sagðist hann telja að
hægt væri að setja verkefni í lík-
ingu við Héraðsskóga af stað t.d í
Eyjafirði og uppsveitum Suðurlands
og Borgarfjarðar. Hann sagði
grunnforsendu að bændur næðu
samstöðu um að heija verkefnið og
bentu á landsvæði undir skóg.
Góður árangur Land-
græðsluskóga
Hulda Valtýsdóttir, formaður
Skógræktarfélags íslands, fjallaði
um Landgræðsluskóga, stöðu og
framtíð. Hún sagði að átakið hefði
tekist með miklum ágætum frá
upphafi.
Hún sagði meðal annars: „Síð-
astliðið vor var gerð fagleg úttekt
á gróðursetningarsvæðunum frá
1990 á vegum Rannsóknastöðvar-
innar á Mógilsá og RALA af þeim
Ásu Aradóttur og Sigurði Magnús-
syni. Kannað var ástand plantnanna
eftir fyrsta veturinn. Útkoman var
sú að rúmlega 90% af plöntunum
lifðu og telst það frábær árangur.
Útkoman sýnir að hér hafí verið
vandað til verksins svo sem kostur
var. Hún sýnir hversu harðger og
dugleg planta birkið okkar er - og
hún sýnir hversu þolsvið þess er
mikið. Og síðast en ekki síst: Hún
sýnir að landgræðsluskógar eiga
fyllilega rétt á sér við íslenskar
aðstæður.”
Um framtíðaráform sagði Hulda:
„Við höldum strikinu með sömu
höfuðáherslum þótt aðferðir kunni
að breytast eitthvað. Við höfum
sett það markmið að auka plöntu-
fjöldann árlega smátt og smátt
fram að aldamótum þannig að árið
2000 verði plöntufjöldinn alls 20
milljónir. Það verður markmið -
ekki óraunsæ draumsýn heldur
framkvæmanlegur möguleiki.”
Auk ofantaldra töluðu Sveinbjöm
Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri land-
búnaðarráðuneytisins, Þorsteinn
Tómasson, forstjóri RALA, dr. Ólaf-
ur Arnalds, starfsmaður RALA, dr.
Ólafur Dýrmundsson, landnýtingar-
ráðunautur Búnaðarfélags íslands,
Hákon Sigurgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda, Auður Sveinsdóttir, lands-
lagsarkitekt og formaður Land-
verndar, og Þóroddur Þóroddsson,
framkvæmdastjóri Náttúruverndar-
ráðs.
-------» ♦ ♦
■ INGEGERD Fries frá Umeá í
Svíþjóð flytur fyrirlestur í boði
heimspekideildar Háskóla íslands
fímmtudaginn 21. nóvember 1991
kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á sænsku
og nefnist: ”Moa och Harry Martin-
sons barndomsminnen - Násslorna
blomma och Mor gifter sig.” Inger-
gerd Fries er einn kunnasti þýðandi
íslenskra bókmennta í heimalandi
sínu og hefur kennt íslensku við
háskólann í Umeá. Fyrirlesturinn er
öllum opinn.
(Fréttatilkynning)
■ ENDURSÝNING verður á kvik-
myndinni Rokk í Reykjavík í Há-
skólabíói dagana 22., 23. og 24.
nóvember. Kvikmyndagerðarmað-
urinn Friðrik Þór Friðriksson á
heiðurinn að gerð þessarar myndar.
Skógræktarfélag íslands, Rokk-
skógar og Háskólabíó standa að
þessum sýningum. Allur ágóði af
sýningunum rennur til skógræktar-
mála. í myndinni má m.a. sjá Bubba
Mortens, Bjarna Pönk, Björk
Guðmundsdóttur, Pálma Gunn-
arsson, Sigtrygg Baldursson, Ey-
þór Arnalds, Valgarð Guðjónsson,
Sveinbjörn Beinteinsson og Einar
Örn Benediktsson. Myndin er
bönnuð bömum innan 14 ára aldurs.
Fundargestir fylgjast með erindi á kynningarfundinum.
Morgunblaðið/RAX