Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 11 Vald sj álfsblekkingarinnar Morgunblaðið/Einar Falur Þór H. Thulinius sem Song Liling og Arnar Jónsson í hlutverki Renes Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið M. BUTTERFLY Höfundur: David Henry Hwang Þýðandi: Sverrir Hólmarsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir Leikmynd: Magnús Pálsson Búningar: Helga Rún Pálsdótt- ir Lýsing: Björn B. Guðmundsson Kínverskir dansar: Unnur Guð- jónsdóttir M. Butterfly er saga um mann, franskan diplómat, sem verður ástfanginn af kínverskri leikkonu. Hann er vara varasendiherra í franska sendiráðinu í Kína; hall- ærislegur náungi, kvæntur sér eldri konu. Líf hans hefur verið grátt og hversdagslegt til þess tíma að hann, Rene Gallmard, hittir kínversku stúlkuna, Song Liling. Þá er Rene kominn hátt á fertugsaldur og hið forboðna, náin samskipti við innfædda, hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl fyrir hann. Hann gengur á vit ævin- týrsins, en missir stjórnina og verður ástfanginn af þessari blygðunarsömu ungu stúlku, sem hann álítur hina fullkomnu konu. Rene hefur verið að leita að hinni fullkomnu konu. Auðvitað er Song Liling langt frá því að vera fullkomin, en Rene rígheidur í sjálfsblekkingu sína og forðast allt sem getur svipt hulunni af henni. Hann trúir því sem hann vill trúa og passar sig að leita ekki sannleikans. Aðalatriðið er ekki að finna hina fullkomnu konu, heldur að trúa því að svo sé. Samband þeirra Renes og Song Liling stendur í tuttugu ár, með vissum hléum. En Rene elskar blekkinguna sína, sem er svo ófullkomin kona að hún er karl- maður. Song Liiing er undirförull tæki- færissinni. Hann er leikari og fyrst til að byija með virðist þetta vera eitt af hlutverkunum sem hann er að leika. Hann lítur á það sem sönnun á hæfileikum sínum að geta blekkt Rene á þennan hátt. En hann talar rósamál sem ætti að vekja Rene af dvalanum, þegar hann talar um hina vest- rænu sjálfsímynd karla. Hann vitnar í óperu Puccinis, Madam Butterfly, og segir að hinn vest- ræni heimur sjái sjálfan sig sem karlmannlegan og hinn austræna sem kvenlegan og varar Rene við því að þessi kvenlegi heimur sé ekki allur þar sem hann sé séður. Þegar líða tekur á samband þeirra Renes og Song Liling í Kína fer Song að safna hernaðarupplýsing- um frá Rene — á sinn undirlægju- lega hátt. Um það leyti sem menn- ingarbylting Kinveija á sér stað er Rene sendur aftur til Frakk- lands. Nokkrum árum seinna er Song Liling sendur þangað á eftir honum, sem njósnari. Hann lang- ar ekki aftur til Kína, þar sem passað er að allir séu jafn fáfróð- ir og allir hafi það jafn slæmt og heldur leiknum áfram næstu árin. Leikritið M. Butterfly er byggt á sannsögulegum atburðum. Þeg- ar allt komst upp vakti málið að vonum mikla athygli. Beggja vegna Atlantshafsins var hlegið og diplómatinn annaðhvort álitinn stórkostlegur lygari eða erkibjáni. Þótt engin mannleg vera komist hjá því að iifa sig inn í eigin sjálfs- blekkingu, þótti mönnum þetta einum of. Einn maður skilur aldreisjálfsblekkingu annars. Það má kannski segja að menn- ingarheimur verksins sé fjarri okkur Islendingum, en maðurinn er alls staðar eins; hann á sér alls staðar von og þrá um öðru- vísi líf en hann lifir, hann elskar og drottnar og þjónar hvar sem er. Að því leyti á þetta leikrit erindi við okkur og diplómatinn Rene gengur alveg upp. Það sem er okkur kannski framandi er hinn austurlenski hugsunarháttur; grimmdin sem býr á bak við fág- að yfirborðið, grimmd þess sterka sem virðist vera veikur, mýkt hins harða. Enda er það svo að sýningin á M. Butterfly gengur ekki alveg upp, jafnvel þótt flest sé þar vel gert. Arnar Jónsson nær mjög vel að koma persónleika Renes til skila; hann er púkalegur og hefur alltaf verið það. Hann er ekki mikill gerandi í sínu lífi og er heldur til baka. Öll samskipti hans við konur mótast af því að þær skella honum. Hann er því auð- veld bráð fyrir Song Liling. Svip- brigði og hreyfingar og textameð- ferð Arnars voru hnökralaus í túlkun hans á þessum vesalings manni sem hefur ekkert alltof sterkt sjálfsmat. En það örlaði á því á köflum að þróttmikil rödd hans og örugg og skýr raddbeiting svikju þessa ímynd, þótt ég ætli ekki að halda því fram að þessir kostir Arnars sem leikara hafi verið til vansa. í hinu vandasama hlutverki Song Lilings var Þór H. Tulinius. Það er ekki margt hægt að finna að vinnu Þórs, út af fyrir sig, en hann er hreint út sagt ekki rétti leikarinn í hlutverkið. Hreyfingar hans eru aldrei nógu mjúkar, hann er of karlmannlegur, andlitið of skarpt og hann verður hálf skess- ulegur; eins og gróteskur klæð- skiptingur. Litla viðkvæma Lótus- blómið er svo greinilega járnbent. Það væri í lagi, ef ekki væri alltaf verið að tala um að Song Liling sé falleg og smágerð. Þrátt fyrir fagleg vinnubrögð hjá Þór gengst maður því ekki inn á blekkingu Renes. Til þess að það takist þyrfti áhorfandinn að geta séð samband- ið með hans augum. Önnur hlutverk eru í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, Erlu Ruth Harðardóttur, Tinnu Gunn- laugsdóttur, Bríetar Héðinsdóttur og Rúriks Haraldssonar. Þessi hlutverk eru smá og þjóna því hlutverki að vera andstæður Renes og Songs, auk þess sem þau eru bakraddir samfélagsins. Þau voru vel unnin sem slík. Einu hlutverkin sem sýna hvar Rene stendur í tilverunni eru eiginkon- an Helga og vinurinn Marc. Bríet skapar mjög skemmtilega persónu úr Helgu, konu sem er í rauninni sjarmerandi en býr við staðlað gildismat útlendinganýlendunnar þar sem sendiráðin eru stöðugt að bjóða hvert öðru til veislu. Vin- inn Marc leikur Gísli Rúnar og gerir vel. Það örlar ekkert á þeim geiflum og stórkarla svipbrigðum sem hafa því miður of lengi fylgt þessum ágæta leikara. Þetta er ekki mikið hlutverk til að moða úr, en vinna Gísla Rúnars er með þeim hætti að maður segir: Vel- kominn aftur. Sýningin er að mörgu leyti áferðarfalleg, bæði fyrir auga og eyra. Búningarnir eru snotrir og vel útfærðir, sviðsmyndin er þægi- leg en segir svosem ekki neitt neitt, tónlistin er ljúf; aðallega dásamlegar aríur úr Madam Butt- erfly Puccinis. Hins vegar eru atriðin sem eiga að gerast í Pek- ing óperunni dálítið klunnaleg og fánadansinn afleitur og virðist ekki eiga neitt erindi inn í sýning- una. Það sem kemur því helst í veg fyrir að maður njóti sýningar- innar er skortur á mýkt í henni. Andstæður verða ekki nógu skarpar og ástríðurnar ekki fylli- lega trúverðugar. Þegar þessa þætti vantar kemst maður ekki hjá þvi að taka eftir því hvað sýn- ingin er löng og víst er að hana hefði mátt stytta. En það verður ekki sagt um M. Butterfly að þetta sé leiðinlegt verk og í uppsetningunni er margt vel gert. Þótt tilfinningarnar í henni séu dálítið flatar, er fram- vindan forvitnileg og tempóið ágætt. Saga blindra Bókmenntir Sigurjón Björnsson Út er komin mikil bók um sögu og málefni blindra á íslandi á veg- um Blindrafélagsins. Ritið er sam- ið af Þórhalli Guttormssyni sagn- fræðingi. Mun þetta vera fyrsta veigamikla ritverkið sem fjallar um fatlaða hér á landi og er það að því leyti tímamótaverk. Von- andi er áð fleiri ritverk um aðra hópa fatlaðra fylgi í kjölfarið. Bókin skiptist í ellefu kafla auk rækilegrar heimildarskrár og nafnaskrár. í fjórum fyrstu köflunum er greint frá aðstöðu blindra fyrr á tíð, viðhorfum til þeirra, upplifun þeirra af fötlun sinni (byggt á viðtölum við nokkra einstaklinga) og fyrstu erlendu til- raunum til að bæta hag þeirra bæði hvað starf, aðbúð og mennt- un varðar. Þessir fjórir kaflar geta kallast eins konar forsaga. Þar er að sjálfsögðu stiklað á stóru enda af miklu að taka. Sjö kaflar sem á eftir fara fjalla um málefni blindra hér heima á Islandi. Eru þau rakin í sögulegu samhengi. Tvö félög hafa lengst af annast málefni blindra, Blindravinafélag- ið frá 1930 og Blindrafélagið frá 1939. Blindrafélagið greinist að því leyti frá hinu fyrrnefnda að því stjórna blindir sjálfir. Nöfnin tvö skýra raunar mismuninn. Skilj- anlegt er að í upphafi hafi sjáandi menn tekið að sér að bæta aðstöðu blinds fólks. Vel má líta svo á að árangur þess starfs hafi meðal annars verið fólginn í því að tæp- um áratug síðar hafi blindum auk- ist svo mikið sjálfstraust og ör- yggi að þeir hafi talið sig þess umkomna að taka sín mál meira í eigin hendur. Mikil saga er þetta og merkileg. Hún hefst að vísu nokkuð seint miðað við það sem sums staðar annars staðar gerðist, en eftir að farið var af stað hafa framfarir orðið stórstígar: Vinnustofur, skóli og svo síðast en ekki síst bygging miðstöðvar í Hamrahlíð 17, sem hýsir margvíslega þjónustustarf- semi auk húsnæðis fyrir blinda og Sjónstöðvar íslands. Þó að það kunni að þykja ein- kennilega orðað hefur það verið „lán” blindra að í hópi þeirra hef- ur ávallt verið mikið hæfileikafólk sem jafnframt hefur haft metnað og stolt til þess að fáta ekki þessa alvarlegu fötlun buga sig eða aðra sem líkt er statt um. Saga blindra Þórhallur Guttormsson ber þess greinileg merki hvernig störf þessa fólks hafa skilað árangri. Þegar að er hugað sér maður raunar í hendi sér að það er vitaskuld ekkert annað en göm- ul hugsunarvenja eða fordómar ef menn kjósa heldur það orð að ætla að blindir geti ekki unnið að sínum málum sjálfir líkt og svo margir aðrir. Fötlun er vandskil- greint orð. Hver er ekki „fatlaður” á einhvern hátt? Enginn gerir „allt” án aðstoðar annarra. Ekki byggir neinn hús án þess að taka marga í þjónustu sína. Hafa menn hugleitt það hversu mikil „fötlun” það er í nútíma þjóðfélagi að vera menntunarsnauður, þó að venju- legast sé ekki talið svo? Þórhallur Guttormsson segir sögu blindra vel‘að minni hyggju. Frásögn hans er skipuleg, skýr og vel studd staðreyndum og heimild- um. Málflutningur hans ber yfir- bragð vinsamlegs hlutleysis og hófsemdar. Skynja má að hann hefur þurft að fjalla um ýmis við- kvæm mál. Það gerir hann af nærfærni og sanngirni. Að vísu skal játað að sá sem þetta ritar er ekki svo vel kunnugur málefn- um blindra að hann geti metið hversu vel höfundur fer með heim- ildir. En það kæmi mér þó á óvart ef þar eru miklir misbrestir á. Höfundur er prýðilega málhagur og stílfær maður og er textinn í samræmi við það vel úr garði gerð- ur. Margar myndasíður eru í bók- inni prentaðar á sérstakan pappír. Allar vísa þær á einhvern hátt til sögu blindra eða starfsemi og eru einkar fróðlegar. Gjaman hefðu þær mátt vera fleiri. Mjög vel er frá bókinni gengið á alla lund og er hún þeim til sóma sem að henni hafa staðið. Margit Sandemo ■ ÞRIÐJA bókin í bókaflokknum Galdrameislarinn eftir Margit Sandemo er komin út hjá Prent- stofunni. Hún nefnist Skuggar og eins og fyrri bækurnar tvær fjallar bókin um norsku stúlkuna Tiril og leitina að því sem í fortíð hennar býr. Sagan tengist íslandi því að þaðan er ættuð ein af höfuðpersón- unum, Móri, sonarsonur galdra- mannsins Jóns Jónssonar frá Kirkjubóli. í kynningu segir: „Upp- haf þeirra atburða sem þessi unga stúlka mátti þola er að finna í þrem- ur galdrabókum frá íslandi, frá þeim tíma er Gottskálk biskup hinn grimmi réð lögum og lofum við Latínuskólann á Hólum. Hann kunni talsvert fyrir sér í göldmm, en menntaður úr Svartaskóla. Móri stefnir að því að verða fremstur allra galdrameistara. Hann fer til Noregs þar sem hann hittir Tiril. Og nú hefst mikil saga, sem ekki sér fyrir endann á.”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.