Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 13

Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991 13 Pétur prakkari og hestaþj ófarnir Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Tryggvi Emilsson, höfundur þessarar bókar, er fyrir löngu landskunnur fyrir verk sín um verkalýðsbaráttu og lífskjör fyrr á þessari öld, til dæmis Fátækt fólk og Baráttuna um brauðið. Hann sýnir hér á sér nýja hlið og sendir frá sér barnabók um Pétur prakk- ara og hestaþjófana. Sagan segir frá Jóhanni hestamanni sem tapar tveim forláta hestum, Grana og Neista. Allt útlit er fyrir að tröll hafí tekið þá. Pétur prakkari fær í lið með sér tvo vini sína, þau Boga og Siggu, og saman fara þau í leit að hestunum. Aðferðimar við hrossaleitina eru bráðskemmtileg- ar og frumlegar. Varahlutir í gmala jeppadruslu eru keyptir í Hagkaupum og einnig tekst þeim að líma þyrluvængi á jeppann til þess að auka ganginn í honum. Til þess er notað lím sem límir allt. Ekki spillir að í farteskinu hafa þau kíki sem hefur þá nátt- úru að með honum má sjá bakatil við hvaða fjall sem er. Þau sjá brátt hvar hestarnir eru í haldi hjá tröllum í Ingólfsfjalli og leggja ótrauð af stað til að bjarga þeim. Söguþráðurinn verður ekki rak- inn hér, en inn í söguna koma meðal annars fjórir stórir og sterk- ir lögreglumenn sem lenda í hinu mesta basli við björgunarstörfin. Tröllin eiga lítinn annan þátt í sögunni en að stela hestunum og eru aukaatriði að öðru leyti en því að þau eru gott myndefni og að sjálfsögðu verða þau að steinum eins og tröllum ber. Sagan er ýkjusaga þar sem allt er mögulegt. Hún er vel skrifuð og á fallegu, kjamgóðu máli þar sem hvergi er slegið af. Ekki eru spöruð orðatiltæki og löng orð og er hún þannig skyld gömlu íslensku ævintýrunum þótt sagan gerist í nútímanum. Tröllin kunna að bregða yfir sig huliðshjálmi, og nesti lögreglumannanna er ekkert hversdagssnarl heldur reyktir bringukollar, magálar af Hólsfjöll- um og hákarl svo eitthvað sé nefnt. Myndskreytingar eru eftir Grétu V. Guðmundsdóttur. Myndirnar sem eru í fullum litum eru sérlega athyglisverðar og skemmtilegar og falla mjög vel að ýkjustíl sögunn- ar. Einkum virðist Grétu létt að mála hesta, og sýna svipbrigði þeirra. Gott dæmi er glottsvipurinn á þeim þar sem þeir sitja á öxlum lögregluþjónanna á heimleiðinni. Frágangur á bókinni er allur góður og bókin í heild mjög falleg og faglega unnin af Prentsmiðjunni Odda. Ekki skil ég þó af hveiju blaðsíðutali hefur verið sleppt. Aftast í bókinni er spil sem heit- ir Leitin að týndu hestunum þar sem börn geta endurtekið ferðina í leit að hestunum. Sá sem kemst fyrstur á reit 50 fær nafnbótina Hollvinur hesta íslands! Vafalaust á þessi saga eftir að verða vinsæl meðal barna sem kunna vel að meta ævintýri sem eru stærri en hversdagslegur raun- veruleikinn. Þó læddist að mér sá grunur að textinn kynni að vera heldur mikill og þéttur á síðunum til þess að börn á aldrinum 6-10 ára, sem eru líklegustu unnendur þessarar sögu, gætu lesið hana sjálf. Hér er ef til vill komið kjörið Síðbúin ættbók BI komin út __________Hestar______________ Valdimar Kristinsson ALLT FRÁ 1987 hefur Búnaðar- félag íslands gefið út bókina „Hrossaræktin” þar sem birtir eru dómar kynbótahrossa auk þess að vera ársskýrsla Hrossa- ræktarráðunauta og annarra sem starfa að hrossaræktarmál- um í nafni BÍ eða ríkisins. Misjafnlega hefur gengið að koma þessari bók út vegna annríkis ráðunauta og nú kemur bókin sem hefur að geyma dóma frá 1990 og skýrslur fyrir sama ár ekki út fyrr en í október. Voru margir orðnir langeygir eftir bókinni sem nú er loks komin út. Hefur þessi dráttur verið gagnrýnendur af ýmsum. Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur og ritstjóri bókarinnar segir ástæður fyrir þessum drætti mikið annríki en verið sé að tölvu- færa mikið magn margvíslegra gagna viðvíkjandi hrossaræktinni. Er það mjög tímafrekt starf en Kristinn segir að stefnan í framtíð- inni verði sú að bókin komi eigi síðar út en í febrúar hvert ár. Ættbókin er uppsett þannig að hrossum er raðað eftir því í hvaða héraði þau eru fædd og stóðhest- arnir aðgreindir frá hryssunum. Getið er hvar hrossin hafí hlotið þann dóm sem birtur er. í upphafi skránna eru hrossin sem á eftir koma raðað upp í stafrófsröð en þar mætti gjaman geta blaðsíðunn- ar sem upplýsingar um hrossið er að finna. Slíkt myndi auka gildi bókarinnar mjög sem uppsláttar- rits. Bókin telur nú um 250 síður sem er kannski glöggt vitni þess að stöðugt fleiri hross eru leidd til dóms, ár hvert. Myndir á forsíðu „Hrossaræktar- innar” hafa verið með ýmsu móti og allt niður í að vera hrein hörm- ung. Á forsíðunni nú er mynd af hestagullinu Þrennu frá Hólum sem segja má sé svona brúkleg þ.e.a.s. myndin. Að skaðlausu hefði mátt flíka betri mynd en sú hefð hefur skapast að birta mynd af hæst- dæmda kynbótahrossinu þess árs sem bókin fjallar um. Setur þetta vissulega nokkrar skorður í myndavali og spuming hvort ekki mætti láta þessa hefð lönd og leið en leggja þess í stað áherslu á að vera með afbragðs fallega litmynd af einhveiju háttdæmdu hrossi. Bókin er skreytt með svart/hvítum myndum sem em prýðilegar að gæðum og lífga upp á lesmálið. I efnisyfirliti bókarinnar er efnið einnig kynnt á ensku sem auðveldar enskumælandi fólki mjög notkun bókarinnar. Meðal efnis auk ætt- bókarinnar má nefna kynbótaein- kunnir (BLUP), skýrslur yfir sýn- ingarhald 1990, listi yfír stóðhesta- eign hrossaræktarsambanda og skrá yfir stóðhesta í eigu einstakl- inga eða hrossaræktarfélaga sem hlotið hafa afkvæmaverðlaun eða 1. verðlaun í einstaklingsdómi. Þá em í bókinni skýrslur frá Stóðhesta- stöð ríkisins í Gunnarsholti og frá Hrossakynbótabúi ríkisins á Hólum. Segja má að „Hrossaræktin” sé komin í all gott form. Þarna er að fmna mikinn fróðleik og upplýs- ingar um margvíslega hluti viðvíkj- andi hrossarækt í landinu. Þörf er þó á betra fyrirkomulagi til að finna hross í ættbókinni eins og áður var vikið að og að sjálfsögðu þarf bók- in að koma út sem fyrst svo þær upplýsingar sem hún hefur að geyma komi að fullum notum og skulum við vona að svo verði í fram- JáðLm.L—.......................... Tryggvi Emilsson tækifæri fyrir foreldra eða aðra aðstandendur að lesa fyrir börnin smákafla í einu, til dæmis 15 mín- útur á dag. Sú stund gæti orðið öllum ánægjuleg með þessa skemmtilegu og kúnstugu sögu. Bók um Seltjarnar- neshrepp hinn foma ÚT ER komin bók um Seltjarnar- neshrepp hinn forna og þróun hans, en upp af þeim hreppi eru sprottnir kaupstaðirnir Reykja- vík, Kópavogur og Seltjarnarnes. Höfundur bókarinnar er Heimir Þorleifsson sagnfrœðingur og nefnist hún Seltirningabók. Seltirningabók skiptist í sex kafla. 1. kaflinn ijallar um hreppsféiagið og þróun þess, 2. kafli um jarðir og ábúendur á Framnesi, 3. kafli um útgerð Seltirninga, 4. kafli um Mýr- arhúsaskóla, 5. kafli um Framfara- félag Seltirninga og annað félags- starf, 6. kafli um kirkjuna í Nesi. Seltirningabók er 320 blaðsíður í stóru broti og í henni er á 4. hundr- að ljósmynda Ness á Seltjarnarnesi, en Bókbandsstofan Flatey sá um bókband. Valgeir Emilsson hannaði Heimir Þorleifsson, höfundur Seltirningabókar afhendir Sigur- geiri Sigurðssyni bæjarstjóra á Seltjarnarnesi 1. eintak Seltirn- ignabókar. kápu, en mynd framan á kápu er eftir Sigríði Gyðu Sigurðardóttir. Útgefandi er Seltjarnarnesbær. ÖND VEGISHÚSGÖGN LINCOLN HOUSE MARLBOROUGH -i 3ja sæta sófi + 2 stólar, kr. 159.750,- stgr. PENDRAGON CHESTERFIELD - 3ja sæta sófi + 2 stólar, kr. 197.820,- stgr. WAGNER DENISE - 3ja sæta sófi + 2 háir stólar, kr. 355.050,- stgr. PALAU - borðstofuborð aflangt + 6 stólar, kr. 116.800,- stgr. PALAU - borðstofuborð, sporöskjulagað, + 6 stólar, kr. 134.821,- stgr. PALAU - borstofuskápur, kr. 88.020,- stgr. PALAU - spegilt, kr. 80.820,- stgr. PALAU - hár glerskápur, kr. 102.510,- stgr. HÚSGAGNAVERSLUN, Síðumúla 20 - sími 688799. Opið á laugardögum frg kl. 10-16. -v 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.