Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
15
í fullum trúnaði
eftir Hallgerði
Pétursdóttur
Það er alltaf dálítið sérstakt að
lesa viðtöl við þekkta íslendinga,
sem játa hispurslaust, að þeir eigi,
eða hafi átt, einhver meiriháttar
vandamál og jafnvel svo slæm, að
þau hafi verið leyndarmál.
Einn virtasti leikari okkar ís-
Iendinga talaði tæpitungulaust, í
helgarblaði Morgunblaðsins, um
sín hjartans mál. Það ertvennt sem
ég tók eftir. í fyrsta lagi að hann
hafi átt við þunglyndi að stríða í
20 ár og í öðru lagi að hann hefur
liðið undir því sem listamaður að
vera sífellt í aukahlutverkum.
Þetta síðara atriði hljómar undar-
iega. I mínum huga, og margra
annarra, eru öll þau hlutverk, sem
hann leikur, stór (sínum augum
lítur hver á silfrið).
Hitt er stærra mál. Það er í
raun þrekvirki, að á meðan hann
kætti og gladdi fólk á öllum aldri,
leið hann oft og tíðum vítiskvalir,
illa haldinn af þeim sjúkdómi, sem
ekki má ræða um, sem fáir viður-
kenna, og flestir fela og varðveita.
Skyldi þetta oft fara saman,
þ.e.a.s. snilligáfa og þunglyndi?
Trúlega er hann stór sá hópur, sem
einhvem tímann prófar þetta, sum-
ir í stuttan tíma og komast frá því
hjálparlaust, en aðrir þrauka e.t.v.
árum saman með öllum þeim kvöl-
um sem sjúkdómnum oft og tíðum
fylgja. Aðrir átta sig ekkj á hvað
er að gerast, þeir fara í gegnum
lífið í mikilli kvöl, bæði fyrir sig
og sína nánustu. En hvers vegna?
Skyldi það vera vegna þess að
læknavísindin vita raunar harla lít-
ið um þetta ástand mannshugans.
Margt er til bjargar. Spurningin
er, af hveiju öll þessi leyndarmál?
Hvað er meira niðurlægjandi við
þennan sjúkdóm en aðra? Af hveiju
flokkar fólk sig sem hálfgerða
aumingja ef það tjáir sig á annað
borð um tilfinningar sínar?
Eðli sjúkdómsins, frá mínum
bæjardyrum séð, er mikill kvíði,
hræðsla, verkkvíðni, ranghug-
myndir um sjálfan sig og aðra,
mikil þreyta, tímaskortur og mikií
„En orð eru til alls
fyrst. Ég vii þess
vegna þakka Árna
Tryggvasyni fyrir
þann kjark og dreng-
skap er hann sýnir í
einlægri frásögn.
Hann á heiður skilið
fyrir.”.
þörf fyrir að hvíla sig. Fólk hættir
smátt og smátt að taka þátt í dag-
legu lífi. Einföldustu hlutir, eins
og daglegur sjálfsagður þrifnaður,
verða sjúklingi ofviða. Öll viðhorf
dimm, allar ályktanir neikvæðar,
öll verk, sem vinna þarf, erfið og
að lokum viðkomandi ofviða.
Þunglyndi er margslungið
ástand. Hægt er að fara svo með
líf sitt að áhrif sjúkdómsins verði
stóraukin. Alkunna er að þung-
lyndi er einn aðalfylgifiskur alkó-
hólismans. Ofát og miklar vökur
auka áhrifin. Ég hef að vísu ekki
fræðin á valdi mínu þannig að ég
geti greint orsök og afleiðingu, en
til er fólk, sem ekki hefur slíka
sögu, en er þunglynt samt.
Stærsta vandamál okkar, sem
höfum kynnst þessum sjúkdómi,
er þögnin. Það er einmitt þögnin
sem kemur í veg fyrir að stór, já,
mjög stór, hópur leiti sér hjálpar.
Hjálp er hægt að fá, að ég tali nú
ekki um þann stuðning sem felst
í því að geta í einlægni talað við
einhvern sem skilur. Ég las frá-
sögn Árna Tryggvasonar með
miklum fögnuði. Ég dáist að karl-
mennsku hans og einlægni. Oft
hefur mig dreymt um að ijúfa
þessa hallærislegu þögn. Sjálf fékk
ég góða hjálp og mikinn stuðning
hjá mínum ágæta lækni. Þess
vegna þekki ég vel „svarta hund-
inn” þegar hann á leið framhjá.
Ég hef mín bjargráð, en til er
fólk í þjóðfélaginu, sem á engin
ráð, jafnvel ekki hugmynd um af
hveiju það er ailtaf þreytt, kvíðið
og hrætt. Þessi sjúkdómur spyr
ekki um efni né aðstæður, aldur
eða kyn. Eldra fólk hafnar gjaman
allri umræðu um þunglyndi. Það
er „tabú” að vera geðveikur, en
allt að því stöðutákn að fá krans-
æðastíflu og lifa það af. Umræða
um krabbamein er um það bil að
verða eðlileg, en sjúkdómsheitið
þunglyndi, ekki ræða það!
Auðvitað er þetta stórt og mikið
mál, og á því margar hliðar. Ef
til vill eru fordómarnir svo miklir
og þögnin svona djúp af því að
þekkingarskortur leikra og lærðra
er mikill. Er maður ekki alltaf
dálítið feiminn við það sem maður
skilur ekki? En orð eru til alls fyrst.
Ég vil þess vegna þakka Árna
Tryggvasyni fyrir þann kjark og
drengskap er hann sýnir í einlægri
frásögn. Hann á heiður skilið fyrir.
Að lokum eitt af mínum bjarg-
ráðum. Síðasta hendingin úr Fák-
um eftir Einar Benediktsson hvet-
ur til dáða þegar sá svarti er í
seilingarfjarlægð:
Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest,
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist og
bætist,
ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei
kætist, *
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þins hj arta
rætist.
Ósk mín er sú að heyra frá fólki,
sem talar af reynslu um þung-
lyndi. Gaman yrði ef skammdegis-
skrif dagblaðanna yrðu jafnvel
hvatning til landans frá okkur sem
höfum þessa reynslu.
Höfundur er skrifstofumaður.
olivuw *v> 'iubnutc
AOVEHTAH
landið
Mikið úrval af austurlenskri
gjafavöru úr messing, á ótrúlegu
verði. Blómavasar, kertastjakar,
skrautmunir.
Jolaböm a öllum aldri flykkjast í
þennan skemmtilega ævintýraheim
jólanna.
Margir gera sér dagamun og útbúa eigin
skreytingar í tilefni eins skemmtilegasta tíma
ársins. Eigum allt efni til aðventuskreytinga og
fjölbreyttar tilbúnar aðventuskreytingar.
Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070