Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 2
EFINIl 2 FRETTIR/INNLEEMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 Formaður björgnnarsveitarimiar í Grindavík: Alvarlegt ef bil- unerí boðkerfínu Grindavík. „Þetta byrjaði þannig að einn úr áhöfninni hringdi í mig rétt um áttaleytið í fyrrakvöld og sagði að Eldhamar væri að fara upp í Hópsnes. Ég hafði engar vöflur á að kalla út björgunarsveitina í boðunartækjunum og fór niður í stjórnstöð og þá hringdi ég strax í stjórnstöð Siysavarnafélagsins og óskaði eftir þyrlu. Þaðan var síðan haft samband við stjórnstöð LandhelgisgæslunnarA sagði Sigm- ar Eðvarðsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, um slys- ið við Iiópsnes þar sem Eldhamar strandaði sl. föstudagskvöld. „Á meðan þetta .gerðist vorum við í sambandi við mennina í brúnni á Eldhamri. Þeir áttu mjög erfitt með að athafna sig eftir að þeir strönduðu. Ákveðið var að reyna að skjóta línu í land þar sem heppi- legra var að þeir hefðu línuna hjá sér þar sem aðstæður á strandstað voru mjög erfiðar. Við byijuðum að skjóta línu fyrst vegna þess hve þeir áttu erfitt með að athafni sig. Sú lína fór yfir stýrishúsið og lá þar en mennirnir í brúnni náðu henni ekki. Þá gerðu þeir tilraun til að skjóta línu í land og út á sjó, og náðust þær báðar. Oddur V. Gíslason var kominn á vettvang í þann mund sem Eldhamar strand- aði náði línunni en síðan fór tími í að gera línumar klárar. Það var síðan um kl. 20.40 sem stjómstöð Landhelgisgæslunnar til- kynnti að þyrlan væri biluð á ísafirði. Þá bað ég um að varnarlið- inu yrði gert viðvart og þeir beðnir um að undirbúa útkall. Það gerði ég vegna þess að ég veit að það tekur ákveðinn tíma að gera klárt. Nokkrum mínútum síðar var hringt frá stjórnstöð Slysavamafélagsins í þann mund sem Eldhamar fór á hliðina og ég óskaði þá eftir því að Landhelgisgæslan sendi þyrlu strax á vettvang, sem í því tilfelli yrði þyrla frá varnarliðinu. Þyrian kom síðan um klukkutíma seinna. Ég er ekki að segja að þyrlá hefði bjargað málunum en það er alvar- legt að einhvers staðar á leiðinni er bilun í boðkerfinu því að ef þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk þá er það þeirra hlutverk að ræsa aðra þyrlu sem yrði væntanlega frá varnarliðinu. Þó að við væmm með h'nu frá bátnum var mjög erfitt fyrir þá í skipinu að athafna sig vegna að- stæðna þar sem skipið barðist í stór- grýttri fjörunni. Þegar Eldhamar lagðist á hliðina og stýrishúsið fór í kaf misstu þeir skjólið sem þeir höfðu og þurftu að fara í sjóinn. Það gekk injög vel að kalla sveit- ina út og Oddur V. Gíslason var kominn á vettvang mjög snemma. Aðstæður .á slysstað voru mjög erf- iðar, rnikið brim í fjörunni og sjór gekk yfir skipið. Það er þó orðið umhugsunarefni fyrir menn hvort við íslendingar höfum efni á því að eiga ekki þyrlu sem búin er full- komnum björgunarútbúnaði. Það er talað um að við höfum ekki pen- inga til að setja í þyrlu en á meðan Morgunblaðið/Þorkell Brim gengur yfir Eldhamar GK 13 við Hópsnestá í gærmorgun. 1 baksýn sést varðskipið Óðinn. er ausið peningum í verkefni eins og Þjóðleikhúsið og önnur verkefni sem eru hégómi meðan við erum að tala um björgunartæki sem geta bjargað mannslífum. Ef við getum fórnað mannslífum getum við varla talað um að við séum fátæk þjóð,” sagði Sigmar að lokum. FÓ Sjóslysið við Grindavík: 40 mínútur liðu milli tílkynn- ingar um slys og útkalls þyriu Ilér á eftir fer útdráttur atburðarásarinnar við björgunaraðgerðirnar í Grindavík á föstudagskvöldið þegar Eldhamar GK fórst. Atburðarás- in er rakin í gegnum dagbækur Slysavarnafélags íslands og björgunar- sveitar slysavarnarfélagsins í Grindavík og með útdrætti af segulbands- upptökum samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunn- ar. Fyrir liggur að tilkynning berst um atburðinn um klukkan 20. Klukkan 20.03. liggur fyrir að TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar er biluð á ísafirði. Rúmum 40 mínútum síðar er björgunarsveit varn- arliðsins formlega beðin um að setja áhöfn þyrlu í viðbragðsstöðu. Viðmælendur Morgunblaðsins frá SVFÍ og Landhelgisgæslunni voru sammála um að í upphafi hefði ekki verið talið að skipverjamir væri í svo bráðri hættu og síðar kom á daginn. Dagbók björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Útkallið er ekki tímasett en barst rétt fyrir klukkan 20. Fyrsta bókun er klukkan 20.04: . björgunarbátur- inn Oddur V. Gíslason fer út. 20.06:. er haft samband við björgunarmið- stöð SVFÍ um að útvega þyrlu og beðið um þyrlu LHG. 20.07:. Reykja- víkurradíó kallar á nærstadda báta. 20.07. Eldhamar er strandaður. 20.17. Samband við skipið, raétt við skipveija, sex manns um borð. 20.23 . Leki í borðsal. 20.25. Tveir á dekki að skjóta línu í land. 20.28. Sjór á millidekki. Línubyssan virkar ekki. 20.37 . Línu skotið úr íandi. 20.39. Eldhamar kominn á hliðina. 20.42.. LHG hringir í varnarlið. 20.42.. Samband við bátinn rofnar. 20.51 rekald á leið í land. . . .20.58. Oddur V. Gíslason fær á sig brot. 20.59. Gálginn einn stendur upp úr á Eld- hamri. 21.00. Oddur á leið í Iand. 21.07. Einn skipveiji kominn í land. Bátur hendfet ýmist á hlið eða kjöl... 21.37. Þyrlan væntanleg eft- ir 5 mínútur. 21.43 . Blysi skotið upp fyrir þyrluna... 21.48., Þyrlan komin yfir, samband við hana næst aðeins í gegnum flugturninn. Utdráttur atburðarrásar samkvæmt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar 20.01. Hringdi tilkynningaskyldan í stjómstöð Landhelgisgæslunnar og segir að björgunarsveitir í Grindavík hafi tilkynnt að Eldhamar ræki að Hópsnestá. Biðja um að hafa þyrluna klára. Rólegt í sjóinn, ekki komið neyðarkall. Tilkynnt að TF-SIF sé biluð á Isafirði. Haft samband vð Eldhamar í gegnum farsíma. 20.03.. Allt rólegt ekki kallað á þyrlu vamarliðsins. 20.06 . samband við varðskip og upplýst um ástandið, það er átta tíma undan. 20.17. Til- kynningaskylda hringir, báturinn farinn að setjast, ekki 'talin mikil hætta, ekki talað um varnarliðið. 20.36. nær stjórnstöð LHG beinu símsmbandu við Grindavík. Þeir segjast byijaðir að skjóta línum, ágjöf á, Eldhamar. Spurt hvort eigi að biðja um „Kanann”, sagt að rétt sé að setja þá í startholur. 20.39.. Varnarliðið h'efur verið sett í start- holur. 20.43.. Slysavarnarfélag í Reykjavík segir að þurfi þyrlu strax, báturinn sé á hliðinni og erfiðlega gangi að ná mönnunum. 20.44. Taf- arlaust útkall á þyrlu. Samtali lokið kl. 20.48. 20.55. „Skyldan” hringir spyr um þyrlu, segir ástandið mjög alvarlegt. Varnarliðið á tali. 21.00. Haft samband við varnarliðið og ítrekað. 21.32. Vamarlið tilkynn- ir fiugtak klukkan 21.30. Spyija um ástand. 21.35. Varnarlið biður um að blysum sé skotið, um fimm mínút- ur i að hún komi á staðinn. Bókanir björgunarmiðstöðvar Slysavarnarfélagsins og Tilkynningaskyldu í Reykjavík Kl. 20.00. tiikynnir Gunnar Tóm- asson í Þorbirni í Grindavík að Eld- hamar sé strandaður við Hópsnes beðið er um að haft verði samband við skip í nágrenni og LHG vegna þyrlu. 20.03. Bakvakt kölluð út. Stjórnstöð LHG látin vita og óskað eftir viðeigandi ráðstöfunum. Vakt- maður segir TF-SIF bilaða á ísafirði. LHG óskar eftir símanúmerum hjá björgunarsveitum í Grindavík og um borð í Eldhamri. Ætlar að athuga ástandið. 20.10 . Talað við björgun- arstjómstöð í Grindavík. Oddur V. Gíslason kominn út, björgunarsveit á leið út á Nesið. 20.15. Talað við Eldhamar í farsíma. Stýrimaður seg- ir bátinn hafa látið illa fyrst um sinn en sé að kyrrast. Segir Odd vera að koma út en sér ekki menn í landi. Segir björgun á sjó ekki gerlega og hefur orð á því að þeir verði trúlega dregnir á línu í land. 20.18. Bakvakt í stjórnstöð. Tilkynnt að öll mál séu komin af stað. 20.20 - 20.35. Stöð- ugt reynt að ná sambandi við björgunarsveit í Grindavík en tekst ekki. 20.35. næst samband við lög- regluna í Grindavík sem segir að illa gangi að koma línu í bátinn. 20.39. næst samband við björgunarstjórn- stöðina í Grindavík og þá gengur illa að ná línunni. Hafa verið í sam- bandi við LIIG skömmu 4ður og beðið um „Kanaþyrlu á standby.” Segir að þurfi að fá hana strax. 20.43. Gæsla beðin að senda vélina strax. 20.46. Samband við stjómstöð í Grindavík og beðið um nákvæma staðsetningu. 20.50. samband við LHG og gefín staðsetning, fjöldi manna staðfestur og björgunargall- ar, vaktmaður LHG telur þá munu nota björgunarlykkju og fjarskipti á VHF-Rás 16. 20.55. Samband við stjórnstöð Grindavík. Verður fá þyrlu strax. Ástand mjög alvar- legt.20.57. Samband við Gæslu ít- rekað með þyrlu. . . . 21.10. Einn kominn í land, ítrekuð ósk um að fá þyrluna. 21.15. Samband við Gæslu vegna þyrlunnar.... 21.35. Grindavík biður um vélina segir menn hafi bundið sig við rekkverkið. 21.37. LHG segir að vélin sé áætluð eftir 5 mínútur, biðja um blys. 21.38. Haft samband við Grindavík og til- kynnt um þetta síðasta, beðið um viðbúnað. Spyr um fjarskipti. 21.40. Staðfest hjá Gæslu að VHF 16 verði notuð. 21.41. stjórnstöð Grindavík látin vita um fjarskipti. 21.42. Stjórnstöð í Grindavík spyr hvort við í sambandi við þyrlu. Sagt ekki vera. 21.45. Samband við Gæsluna vegna staðsetningar þyrlunnar. Staðfest réttar leiðbeiningar. 21.50. Stjórn- stöð í Grindavík tilkynnir um þyrluna yfir slysstað en ekkert samband næst við hana. 22.10. Gæslan segir þyrluna ekki í sambandi á rás 16.. Spyr um mögulegt samband á milli- bylgju en ekki möguleikar á því. 22.15. Samband við stjórnstöð í Grindavík segir að þeir séu í sam- bandi við Þyrlu í gegnum Flug- stjórn. 22.18 Gæslunni tilkynnt um það.... 23.45. samband stjórnstöð í Grindavík. Staðfest að allir séu fundnir. Þroskasaga manns ► Haraldur Ólafsson var rúman aldarfjórðung á Kópavogshæli en býr nú einn í leiguíbúð Öryrkja- bandalagsins, ekur um í, eigin bíl og stundar nám í rafiðn við Iðn- skólann./ 10 Gísladeiian úr sög- unni? ►Terry Waite þögull um fundi sína með North. /12 Qagnnjósnari 3reta á Gslandi ►í ævisögu sinni sviptir íslending- urinn Ib Árnason hulunni af gagnnjósnastarfsemi á stríðsárun- um og starfi sínu fyrir bresku leyniþjónustuna./ 14 iójóðarauðurinn ► Sú krafa verður æ háværari um að öllum afla skuli landað lieima. Hagsmunaaðilar eru klofnir í af- stöðu hvað þetta varðar eins og fram kemur í þessari grein./16 Viljum vera tengur ►Segja Pólveijarnir sem rætt var við í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli fyrirskömmu./18 Alltaf haft áhuga á Ss- ðandi ►David Duke, hinn fallni ríkis- stjóraframbjóðandi í samtali við Morgunblaðið. /20 Bheimiu/ FASTEIGNIR ► 1-28 IMýtt byggðamynstur fylgir breyttum at- vinnuháttum ►Rætt við Trausta Valsson skipu- iagsfræðing. /14 ►í hugum íslendinga er ljómi yfír minningu Kristjáns Eldjárns. Hann sat á forsetastóli í tólf ár og mót- aði æðsta embætti þjóðarinnar í anda nýrra tíma. Um þessar mund- ir kemur út ævisaga Kristjáns sem Gylfí Gröndal ritar. Hér eru birtir nokkrir kaflar úr bókinni./ 1 Lygilegar lottósögur ►Brasilía er land mikillar fátækt- ar og þar dreymir marga um stóra vinninginn í Lottóinu /8 Guðirnir eru geggjaðir ►Kafí úr ferðasaga frá Afríku eftir Stefán Jón Hafstein./lO Ekkjurnar í Vríndavan ►Einátæð myndasaga um hin hörðu örlög ekknanna á Indlandi. /12 Gúmmíendur synda ekki ►Kafli úrnýrri samtalsbók eftir Súsönnu Svavarsdóttur og spjallað við höfundinn. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dagbók 8 Ijeiðari 22 Helgispjall 22 Reykjavíkurbréf 22 Myndasögur 26 Brids 26 Stjörnuspá 26 Skák 26 Fólk i fréttum 38 Útvarp/sjónvarp 40 Gánir Mannlífsstr. Pjölmiðlar Dægurtónlist Kvikmyndir Menningarstr. Minningar Bíó/dans A förnum vegi Velvakandi Samsafnið INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR; 1-4 43 6c 18c 20c 21c 22 24c 26c 28c 28c 30c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.