Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1991 ERLEIMT INNLENT Hlaup í Skeiðará Hlaup hófst í Skeiðará í upphafi vikunnar og á mánudag var rennsli árinnar orðið 1.200 rúm- metrar á sekúndu. Oddur Sigurðs- son jarðfræðingur sagði að það væri óvenjulegt við þetta hlaup að það hófst í byijun september og stóð fram í október en datt svo niður þar til það braust fram und- an jöklinum í upphafi vikunnar. Hlaupið náði mest 1.800 rúm^tra rennsli á sekúndu en byijaði þá að fjara út aftur. Halli ríkissjóðs rúmir 10 milljarðar Ríkisendurskoðun segir í nýrri skýrslu að markmið fjárlaga fyrir árið 1991 náist engan veginn. Útreikingar stofnunarinnar sýna að hallinn á ríkissjóði í ár verði rúmlega 10 milljarðar króna en ekki fjórir eins og ráð var fyrir gert í fjárlögum. Þá vantar um 3,5 milljarða upp á að sparnaðará- form núverandi ríkisstjómar náist fram. Innlánsstofnanir borga refsivexti Innlánsstofanir borguðu 178 milljónir króna ,í refsivexti til Seðlabankans á tímabilinu jan- úar-september í ár sökum þess að þeim tókst ekki að uppfylla skyldur slnar um lausafjárstöðu gagnvart bankanum. A sama tímabili í fyrra námu þessar greiðslur 27 milljónum króna og endurspeglar þessi þróun erfíða stöðu innlánsstofnana nú um stundir. Sláturhús KASK uppfyllir kröfur EB Sláturhús Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði hefur fengið staðfestingu trá Evr- ópubandalaginu að það uppfyllir allar heilbrigðiskröfur sem EB gerir og má því flytja út kinda- kjöt í heilum skrokkum á EB- markað. Ekkert íslenskt sláturhús hefur náð að uppfylla þessar kröf- ur s.l. 4 ár. Reiknað er með að KASK flytji út 200 tonn af kjöti á árinu en íslendingum er heimilt að flytja út 600 tonn á EB-mark- að. Dagsbrún með verkfallsheimild Félagsfundur í Dagsbrún hefur ákveðið að veita stjórn og trúnað- armannaráði félagsins verkfalls- heimild. í heimildinni er kveðið á um að hægt sé að boða til tíma- og svæðisbundinna verkfalla en ef ákveðið verður að boða til alls- heijarverkfalls mun félagsfundur aftur fjalla um þá ákvörðun. Jafn- framt kom fram á félagsfundinum að hætt hefur verið við mótfram- boð gegn stjóm Dagsbrúnar í kosningum í janúar n.k. Fimm fórust við Grindvík Fimm sjómenn fórust en einn bjargaðist er vélbáturinn Eldham- ar GK strandaði við Hópsnestá á föstudagskvöldið. Eldhamar ósk- aði aðstoðar um kl. 20 um kvöld- ið og sjö mínútum síðar sigldi hann í strand. Brotsjór reið yfir skipið áður en tókst að koma lífl- ínu um borð en skipvejar voru þá komnir aftur í skut bátsins. Einum Jpeirra skolaði alla leið á land og <komst hann lífs af. ERLENT Góðar vonir um lausn á gíslamálum Tveimur gíslum mannræningja í Líbanon, Terry Waite, sendi- manni ensku biskupakirkjunnar, o g Bandaríkjamanninum Thomas Sutherland, var sleppt í vikunni og bendir margt til, að þeir, sem eftir eru, þrír Bandaríkjamenn og tveir Þjóðveijar, verði látnir lausir fyrir áramót. Þá er ótalinn einn ítali en talið er víst, að hann sé látinn. íranska fréttastofan IRNA spáir því, að einn verði fijáls í þessari viku og leiðtogi Hizbollah- hreyfmgarinnar, sem á líklega sök á flestum mannránanna, segir, að arabískir fangar í ísraei og gísla- málið séu óskyld. Gefur það vonir um, að gíslamálum fari að ljúka. Vukovar fallin Borgin Vukovar í Austur-Króatíu féll í hendur júgóslavneska sam- bandshernum og Serbum í síðustu viku og hefur síðan verið unnið að því að flytja á brott særða og þá íbúa hennar, sem eftir voru. Sökuðu Serbar króatísku þjóð- varðliðana um að hafa drepið 41 serbneskt barn í skóla í borginni en Króatar báru það af sér og kröfðust alþjóðlegr- ar rannsóknar. Flutti Reuters- fréttastofan þessa frétt í fyrstu en hefur nú dregið hana til baka. Sambandsherinn sækir nú að borginni Osijek þar sem búa 150.000 manns. Líkur á, að ýmis Evrópun'ki viðurkenni sjálfstæði Vokuvar í rústum Slóveníu og Króatíu aukast dag frá degi. Shevardnadze utanríkisráðherra á ný Edúard Shevardnadze, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra Sovétríkjanna í desember fyrir ári, tók aftur við embættinu sl. þriðjudag. Kom það mjög á óvart en sagt er, að Borís Pankín, sem gegnt hefur embættinu frá í ág- úst, hafi ekki staðið sig sem skyldi. Shevardnadze nýtur virð- ingar á Vesturlöndum og er talið, að endurkoma hans muni greiða fyrir aðstoð þeirra við Sovétríkin. Neyðaraðstoð við Sovétríkin Sjö helstu iðnríki heims hafa lagt fram tillögur um neyðaraðstoð við Sovétríkin og er hún metin til sjö milljarða dollara. Felur hún í sér, að afborgunum af erlendum skuldum, 70 milljörðum dollara, verður frestað I ár og milljarður dollara lánaður að auki. Vilja iðn- ríkin, að Sovétmenn setji helming gullforðans sem tryggingu en til þess eru þeir tregir. Nýr framkvæmdastjóri SÞ Boutros Ghali, aðstoðarforsætis- ráðherra Egyptalands, var kjörinn nýr framkvæmd- astjóri Samein- uðu þjóðanna á fimmtudag og er hann jafnframt fyrsti Afríku- maðurinn, sem embættinu gegnir. Tekur hann við því um áramót af Perú- manninum Javier Perez de Cu- ellar. Var samstaða um Ghali í öryggisráðinu en þess má geta, að hann er kristinn og kona hans er gyðingur. Boutros Ghali Umbætur F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, hafa vegið að rótum kynþáttastefnunnar í Suður- Afríku þótt enn sé hún bundin í stjórnarskrá landsins. Suður-Afríka: Blökkumenn sýna styrk sinn og krefjast mannréttinda Allsheijarverkfallið í Suður Afríku nú nýverið sýndi ljóslega hve nauðsynlegt er að finna leið út úr ríkjandi pólitískum erfiðleikum. Erfiðleikarnir snúast um að koma á lýðræði í landinu, sem hvítir menn hafa stjórnað til þessa. Verkfallið llktist mest því sem Bandaríkjamenn nefna „forval” fyrir komandi kosningar - þar sem einn af sterkari keppinautunum, einkum Afríska þjóðarráðið (ANC) og bandamenn þess innan verka- lýðssamtakanna, var að sýna styrk sinn fyrir kosningarnar. Þar sem því var haldið fram að allt frá 50% starfsmanna á sumum vinnustöðum og upp I 80%-100% anuars staðar hafi lagt niður vinnu, má segja að verkfallið hafi borið tilætlaðan árangur. Með verkfallinu var verið að mótmæla nýjum skatti ríkisstjóm- arinnar, virðisaukaskatti, sem verkfallsmenn töldu yfiivöld hafa ákveðið einhliða án fuilnægjandi samráðs eða samninga við þjóðina I heild. Þessi klaufalega aðgerð rík- isstjórnarinnar, sem kom á við- kvæmum tíma breytinga á stjórnskipan landsins, leiddi óhjákvæmilega til þess að spurt var: hvernig er unnt að koma með meiriháttar nýjar skattaálögur á þá sem ekki eiga neina forsvarsmenn á þingi? Verkfallið varpaði ljósi á annað, sem er mun útbreiddara en mót- mælin gegn virðisaukaskattinum - það er að segja reiði blökkumanna vegna skorts þeirra á fullum pólit- ískum réttindum. Verkfallið jók á spennuna I suður-afrískum stjórnmálum, og leiddi til harðra orðaskipta milli stuðningsnlanna og andstæðinga verkfallsins. Að verkfalli loknu var loft lævi blandið með gagnkvæm- um ásökunum vegna framleiðsl- utaps (metið á allt frá 1 milljón til 2,5 milljóna suður-afrískra rand, eða frá rúmlega 20 milljónum til 52 milljóna króna), manndrápa (rúmlega 20 manns féllu), meintra ógnana og spellvirkja, lögregluað- gerða, sem meðal annars fólust I handtöku verkfallsmanna í kröfu- göngu I miðborginni, og upplausna- rástands. F. W. de Klerk forseti sagði verk- fallið óafsakanlegt og óþarft, en Jay Naidoo verkfailsleiðtogi og full- trúi stærstu verkalýðssamtakanna, Cosatu, brást reiður við og sagði I sjónvarpsviðtali: „Hvað annað gát- um við gert? Ef við hefðum atkvæð- isrétt sætum við ekki uppi með þessa ríkisstjórn við völd.” Ég gekk um götur Höfðaborgar og mætti varia nokkrum blökku- manni. Það var eins og ég væri I Auckland eða Seattle, eða ein- hverri annarri hafnarborg þar sem hvítir menn eru í miklum méiri- BAKSVIÐ eftir Anthony Heard hluta. Það voru hinsvegar ekki ein- göngu félagar verkalýðssamtak- anna sem héldu sig heima. Margir hvítir borgarbúar þurftu að sjá af heimilishjálpinni sem þeir meta svo mikils, og sumir þeirra tóku sér frí frá störfum til að annast börn sín - sem oft er verkefni svartra barn- fóstra, „nannies”. Götur, þar sem venjulega er mikil fjöldi svartra verkamanna við störf og mikil .umferð svartra leigubíla, voru stundum nærri auðar. Miðað við Afríku var þetta óhugnanlegt, rétt eins og einhver ósýnileg hönd hefði stráð bleikiefni yfír Höfðaborg og gert fjölþjóða- borgina hvíta - fyrir utan nokkurn fjölda litaðra kynblendinga sem hlýddu ekki verkfallsboðinu og I raun voru þeir einu sem gáfu götulífinu lit. Sorp frá heimilum hlóðst upp eftir helgina, rotnaði þar með tilheyr- andi óþefjan vegna verkfalls starfs- manna borgarinnar. Á bak við þetta allt var sterk staða blökkumanna. Þessartveggja daga aðgerðir sýndu styrk þeirra fyrir komandi kosningar, sem ráð- gert er að efna til innan tveggja ára eða svo - og má ekki seinna vera ef takast á að tryggja póli- tíska og efnahagslega framtíð Suð- ur- Afríku. Reyndar virðist ekkert lengur geta komið I veg fyrir lýðræðisleg- ar kosningar I landinu, og allir stærstu flokkarnir hafa samþykkt að hefla fljótlega viðræður um fjöl- flokka stjórnskipan. Verkfallið varð hvati til þess að viðræðurnar hefj- ist sem fyrst og að ágreiningurinn flytjist frá götum og vinnustöðum inn I formlega friðsemd fundarsal- arins. Verkfallsleiðtogarnir eru ánægðir með árangurinn og hóta frekari aðgerðum, til dæmis ef rlk- isstjórnin hefur almenning ekki með í ráðum varðandi ný fjárlög, sem leggja á fram I marz á næsta ári. Ríkisstjórnin verður að velja um það hvort taka beri áhættuna af frekari lamandi og hugsanlega harðneskjúlegum vinnustöðvunum, eða hraða óljósum áætlunum um myndun bráðabirgðastjórnar sem leitaði lausna á mikilvægum mál- um, svo sem sköttum, með samráði við alla þá aðila, sem málin helzt varða. Aðal forsvarsmenn verkfallsins voru þeir, sem óhjákvæmilega eiga eftir að standa saman gegn ríkis- stjórninni og stuðningshópum hennar I komandi kosningum. Þess- ir tveir andstæðu hópar eru: Af- ríska þjóðarráðið, Coastu og önnur harðsnúin verkalýðs- og stjórn- málasamtök: hinn aðilinn er ríkis- stjórnin, Inkatha-hreyfing Zulu- manna og hófsamari öfl meðal blökkumanna, kynblendinga og indverska þjóðarbrotsins. Demókrataflokkurinn (sem er fijálslyndur) og Verkamannaflokk- urinn (flokkur kynblandaðra) á þingi eru líklegir til að klofna I afstöðunni, þar sem sumir flokks- menn munu styðja ANC, en aðrir bandamenn ríkisstjórnarinnar. Þessi klofningur á eftir að aukast eftir því sem nær dregur kosning- um. Meiri harka mun færast í suður- afrlsk stjórnmál, þótt enn geti ver- ið unnt að koma I veg fyrir svipuð endalaus ódæðisverk og framin hafa verið á írlandi og sumsstaðar í Mið Austurlöndum. Nýlegar tölur sýna að hvítir, ind- verskir og „litaðir” (kynblendingar) skráðir kjósendur eru alls um 5,5 milljónir. Afrískir blökkumenn hafa aldrei haft virkan kosningarétt við stjórnarkjör, svo ekki liggja neinar tölur fyrir um fjölda þeirra. En hagstofa landsins telur að afrískir blökkumenn 18 ára og eldri séu um 11 milljónir. Það þýðir að kjós- endur eru alls rúmlega 16 milljón- ir, hugsanlega fleiri ef taldir eru með allir fullorðnir íbúar heima- landa blökkumanna, sem að nafn- inu til eru „sjálfstæð”. Það virðist ljóst að stuðnings- flokkar de Klerks muni hljóta flest atkvæði annara en blökkumanna, og ANC megnið af atkvæðum blökkumanna - sem gæti leitt til mjög naumra úrslita, og skýrir það hversvegna aðilar kjósa nú að beina athyglinni að styrkleika sínum. Vart má reikna með auðunnum sigri ANC, eins og gerðist þegar Robert Mugabe sigraði með glæsi- brag í Zimbabwe árið 1980, vegna þess hve Shona-þjóðin er þar fjöl- menn og hvítir menn fáir. Forspá mín er að ANC hljóti 55% átkvæða og stuðningsflokkar de Klerks 45%, svipað þv! sem gerðist I kosningunum um sjálfstæði Namibíu árið 1989. Þetta er ein- mitt ástæðan fyrir því hvers vegna svo mikið ber I milli í suður afrísk- um stjómmálum nú þegar kosning- ar eru greinilega framundan - þótt enn séu þær ekki alveg á næsta leiti. Anthony Heard var áður ritstjóri dagblaðsins Cape Times, en starfar nú sjálfstætt sem dálkahöfundur með aðsetur í Höfðaborg. Hann er höfundur bókarinnar The Cape of Storms, sem íjallar um vanda Suð- ur- Afríku og kom nýlega út á vegum útgáfustofnunar Arkansas- háskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.