Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 18
Landbúnaðarverkfræðingur og hjúkrunarkona pakka pulsum. - segja Pólverjarnir sem rætt var við í kjötvinnslu SS ó Hvolsvelli fyrir skömmu eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur „SS-merkió getur ekki farið framhjá þér,” hafði Leifur Þórsson verksmiðjustjóri sagt við mig áður en ég lagði af stað austur að Hvolsvelli til að hitta aó máli nokkra Pólverja sem þar starfa í matvælaframleiðslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Mikió rétt, SS-merkió fer heldur ekki framhjá mér. Þegar ég sé það tilsýnd- ar á stóru hvítu húsi, vinstra megin við aðalgötuna, veróur mér hugsað til Pólverja. Sú var tíóin að SS-merki stormsveita Hitlers var ekki vel séð í Póllandi, svo vægt sé til orða tekió. Mála sannast er að alþýða manna óttaðist og hataói SS-merkió meira en nokkuó annað. Þjóðverjar drápu enda mikinn fjölda Pólverja og lögðu Varsjá, höfuðborg Póllands, nánast í rúst á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Með dæmafárri þrautseigju endurbyggðu Pólverjar upp sín gömlu hús, stein fyrir stein, eftir gömlum teikn- ingum og veittu þannig uppreisn látnum löndum og helsæróri þjóðarvitund. Enn á ný hafa miklar umbyltingar orðið í Pól- landij hið sósíalska þjóóskipulag er að víkja fyrir lýðræðisumbót- um. Ymsir erfióleikar fylgja þeim miklu breytingum, m.a. vöru- verðshækkanir, án þess aó laun vaxi að sama skapi. Vegna þessa leita Pólverjar eftir betur borgaðri vinnu í öðrum löndum. Fólkið sem ég er á leiðinni að hitta var ekki einu sinni fætt þeg- ar styrjaldarógnirnar dundu yfir hió marghrjáða Pólland. SS merkið hefur nú öðlast afar jákvæða merkingu fyrir það. Leifur Þórsson verksmiðjustjóri er upptekinn og biður mig að bíða. Frammi í forstofunni þar sem ég stend er mikill §öldi af skóm _af ýmsum stærðum og gerðum. Ég stytti mér stundir við að virða fyrir mér skóhrúguna og reyna að geta mér til hvaða skór bíði þess þolin- móðir að pólskir eigendur þeirra stingi ofan í þá þreyttum fótum og þrammi á þeim út í verbúðirnar í Króktúni, þar sem þeir búa. Athug- anir mínar eru vita árangurslausar, það er engin leið að sjá á skóm hvort íslenskir eða pólskir fætur hafi geng- ið þá til. Við þessa athugun styrkist hins vegar sú sannfæring mín að ekkert það sé til sem beri persónu- leika og líkamsgerð eiganda síns eins glöggt vitni og einmitt skór. í miðjum þessum hugsunum kemur Leifur Þórsson fram og býður mér að ganga inn á skrifstofu sína. Hann dregur þar íram nokkur blöð með nöfnum og upplýsingum um Pólveij- ana 24 sem nú um stundir eru með- al þeirra u.þ.b. 130 starfsmanna sem vinna hjá SS á Hvolsvelli. „Hópurinn kom í síðustu viku ágústmánaðar, við komumst í samband við þetta fólk í gegnum menn í fiskiðnaðinum, sem hafa haft Pólverja í vinnu undanfarin 2 ár,” segir Leifur. „Sá yngsti í hópnum hjá okkur er 23 ára en sá elsti er 42 ára.” Orðum sínum tíl áherslu les hann fyrir mig upp- hátt nöfn fólksins á listanum og starfsheiti þess. Þar kennir margra grasa, ef svo má segja. Að beiðni minni fer hann að sækja fyrir mig þrjár pólskar konur. Ein þeirra er landbúnaðarverkfræðingur, önnur er hjúkrunarkona og sú þriðja er verslunarskólagenginn ritari. Skömmu síðar kemur í gættina lítil skolhærð kona með hátt nef og stór og viðkvæmnisleg augu. „Þetta er ábyggilega músíkölsk hjúkrunar- kona sem hefur séð of mikið,” hugsa ég, og minnist tregafullrar tónlistar pólska tónskáldsins Chopin. En þarna reynist ég vera á villigötum. Þetta er Teresa Naumowica land- búnaðarverkfræðingur. Hjúkrunar- konan Matgorzata Pietrowska, sem kemur á hæla hennar, er hins vegar langt því frá angurvær til augn- anna. Hún kann ensku og kynnir umsvifalaust fyrir mér þriðju kon- una, Wiestöwö Pruszynsku, hún er ritarinn verslunarskólagengni. Að kynningunum loknum göngum við í einni halarófu á eftir Leifi verksmið- justjóra upp á loft, inn í hvítmálaðan matsalinn þar sem ljósmyndir í smellirömmum prýða veggina. Flestir hvorki fátækir né ríkir Við setjumst allar við borð innst inn í salnum, bráðum kemur kaffi- tími og þá er gott að vera afsíðis. Konurnar þrjár fá sér kaffi og sækja appelsínudjús fyrir mig, svo ýtir Matgorzata hárnetinu og húfunni aftar á höfuðið og horfir á mig spurnaraugum. „í Póllandi fékk ég svo illa borgað að ég ákvað að fara til íslands til að vinna mér inn peninga- svo ég geti ferðast, það er eitt það skemmti- legasta sem ég geri," hefur Matgorz- ata frásögn sína. í fyrra kveðst hún hafa farið til Tyrklands til að heim- sækja vini sem þar búa en á þessu ári til Vestur-Þýskalands, sem var, og til Júgóslavíu. „I Júgóslavíu var ég skömmu áður en bardagar þar hófust, ég sá í sjónvarpinu hvernig menn börðust á götunum þar sem ég var að spóka mig sl. vor.” Matgorzata er 26 ára gömul og hefur undanfarin ár unnið á sjúkra- húsi í Biolystok, þar sem hún er fædd og uppalin. „Ég vann á deild þar sem lifrarsjúkdómar eru með- höndlaðir. Ég er reyndar ekki mjög hrifin af þeirri vinnu, mig langar til að verða skurðstofuhjúkrunarkona og stefni að því að verða það í fram- tíðinni,” segir hún ákveðin. Ég spyr hvort vinnan í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli sé áfangi á þeirri leið, en hún lætur tilraunir mínar til grárrar gamansemi sem vind um eyru þjóta. „Mér finnst gaman að koma á svo íjarlægan stað sem Is- land og sjá hvernig lífið gengur fyr- ir sig hér,” segir hún. „Mér finnst þetta að ýmsu leyti góður staður, fólkið hér er myndarlegt og kuldinn er hreint ekki eins mikill og ég hélt. Mér er þó sagt að veturnir geti orð- ið kaldir, en það er líka kalt á ve- turna í Póllandi, frostið getur farið niður í allt að 30 gráður. Hinn tíminn ársins er þó miklu heitari en hér.” Ég spyr um lífskjör manna í Pól- landi eftir þær miklu þjóðskipulags- breytingar sem orðið hafa upp á síðkastið. „Flestir eru hvorki fátækir né rík- ir í Póllandi. Þeir sem hafa vinnu reyna að láta launin duga fyrir líf- snauðsynjum, það hefur þó orðið æ erfiðara. Þar tíðkast þó ekki að fólk eyði kaupinu sínu öllu fyrirfram með því að versla með krítarkortum, eins og fólk gerir á íslandi. í Póllandi er erfitt fyrir alþýðu manna að fá lán í bönkum og þeir eru fáir sem eiga þar geymt sparifé.” Teresa á yndislegan mann Teresa Naumowica kemur frá Sokolka. Hún er landbúnaðarverk- fræðingur að mennt og starfaði sem slíkur við að ráðleggja fólki í land- búnaðarstörfum. Hún var fimm ár í háskóla í Varsjá. Hún sagðist hafa komið hingað m.a. til þess að kynn- ast landbúnaðarframleiðslu á Islandi og vinnubrögðum í sambandi við hana. „En auðvitað geri ég þetta ekki síður til þess að afla fjölskyld- unni peninga,” segir hún og brosir feimnislega. Hún er gift og móðir tveggja barna, á 8 ára dóttur og 6 ára son. „Börnin eru hjá föður sín- um,” segir hún. „Ef ég get ætla ég að vera hér næsta sumar líka.” Samningur Pólveijanna er til ma- íloka á næsta ári. Eg spyr hvort hún sé ekkert hrædd um að það komi los á hjónabandið ef hún verði svo lengi á íslandi. Við þessa spurningu upp- hefjast miklar samræður á pólsku milli kvennanna þriggja. Þær hlæja, yppta öxlum og gefa hver annarri skilningsríkar augngotur. Þó ég skilji ekki orðin átta ég mig talsvert á gangi samræðnanna, í vinkvenna- hópi eru konur hver annarri líkar, hvaða mál sem þær tala. Eftir að hafa rætt þannig málið stutta stund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.