Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 Almannavarnir Selfoss og nágrennis: Farið yfir sljórnunar- viðbrögð í jarðskjálfta Selfossi. KOMI til náttúruhamfara, jarðskjálfta eða steðji önnur hætta að, er unnt að ná til um 170 björgunarsveitarmanna einum og hálfum tíma frá útkalli. Ennfremur til 17 lögreglumanna, 30 slökkviliðs- manna og hjálparliðs af höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram á æfingu sem almannavarnanefnd Selfoss og nágrennis hélt nýlega. Þar var gert ráð fyrir að öflugur jarðskjálfti yrði á Suðurlandi. Æfingin var haldin í samvinnu við Almannavarnir ríkisins, björg- unarsveitir og lögreglu í Árnes- sýslu. Um svonefnda skrifborðsæf- ingu var að ræða þar sem almanna- varnanefndin fór yfir skipanir og aðgerðir miðað við aðstæður sem gefnar voru. Sýslumaður Árnes- sýslu stjórnaði æfingunni. Aðgerðir æfingai’innar miðuðust við að harður jarðskjálfti hefði orð- ið á svæðinu með upptök við Hest- fjall og annar með upptök nokkru vestar. Nefndin fór yfir og vann eftir þeim áætlunum sem fyrir liggja varðandi viðbrögð við hinum ýmsu aðstæðum sem settar voru upp til að líkja eftir mögulegum raunveruleika við náttúruhamfarir sem þessar. Útkall almannavarnanefndar- innar hófst klukkan 19.16. Fyrstu björgunarsveitarmenn tilkynntu komu sína 24 mínútum síðar og klukkan 20.37 höfðu 172 björgun- arsveitarmenn tilkynnt komu sína. 'Búnaður björgunarsveitarmanna var 18 bílar, 42 sjúkrabörur, 8 bátar, 35 vélsleðar, 4 sjúkraböru- sleðar, snjóbíll og vörubíll með krana. Auk þess náðist til 17 lög- reglumanna, 30 slökkviliðsmanna og hjálparliðs frá höfuðborgar- svæðinu. Að sögn Karls Björnssonar for- manns almannavarnanefndar Sel- foss og nágrennis fór æfingin aðal- lega fram í gegnum símkerfi og Ijarskiptakerfi. Fram komu ýmsir stjórnunarlegir hnökrar sem unnt er að bæta úr. Einnig sagði Karl að bæta þyrfti við búnaði í stjóm- stöð svo sem tækjum til fjarskipta. Að öðru leyti sagði hann æfinguna hafa gengið vel. Sig. Jóns. ■ BÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags um árið 1992, en aðalhluti þess ei' Almanak um árið 1992 sem dr. Þorsteinn Sæ- mundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hef- ur reiknað og búið til prentunar. Annað efni Þjóðvinafélagsalman- aksins að þessu sinni er Árbók Islands 1990 sem Heimir Þorleifs- son menntaskólakennari tók sam- an. Þetta er 118. árgangur Þjóð- vinafélagsalmanaksins sem er 172 bls., prentað í Odda. Umsjónarmað- ur þess er Jóhannes Halldórsson cand. mag., forseti Þjóðvinafélags- ins. Forstöðumenn Þjóðvinafél- agsins auk Jóhannesar (kosnir á Alþingi 5. nóvember 1990) eru: Dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, varaforseti; dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri; Heimir Þor- leifsson^ menntaskólakennari og Olafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð- ur. ■ BÓKA ÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér matreiðslubókina Villibráð og veisluföng úr nátt- úru íslands. Höfundarnir eru sjö íslenskir matreiðslumeistarar sem sl. vor tóku þátt í alþjóðlegu mat- reiðslukeppninni American Culin- ary Classic í Chicago. í kynningu Forlagsins segir: „í þessa glæsilegu- bók hafa matreiðslumeistararnir sjö safnað uppskriftum að 46 réttum handa þeim sem vilja spreyta sig á að matreiða villibráð eða aðrar nátt- úruafurðir. Hér eru forréttir og súpur, aðalréttir og ábætísréttir. Leiðbeiningar eru um úrbeiningu á fugli og fjallað er um soð og sósur. Bent er á ýmsar jurtir, ber og sveppi sem nota má við matreiðsl- una en auk þess gefa matreiðslu- meistararnir ýmis hagnýt ráð við matreiðslu. Sjömenningarnir fóru ekki erindisleysu vestur um haf, heldur unnu bæði til silfur- og' bronsverðlauna. Þeir eru Ásgeir H. Erlingsson, Baldur Öxdal Halldórsson, Bjarki Ingþór Hilm- arsson, Sigurður L. Hall, Sverrir Þór Halldórsson, Úlfar Finn- björnsson og Örn Garðarsson. Þetta er samhentur hópur mat- reiðslumeistara sem hafa sérstakan áhuga á að sækja sér hráefni og hugmyndir í íslenská náttúru og nýta þær fæðutegundir sem þar er að finna.” Villibráð og veisluföng úr náttúru íslands er 128 bls., prýdd íjölda litmynda. Þetta er önnur bók- in í ritröðinni íslenskt eldhús. Auk hf. / Elísabet Cochran hannaði útlit bókarinnar en Sigurgeir Siguijóns^-- son ljósmyndaði. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. AUGL YSINGAR A TVINNUHÚSNÆÐI Til leigu við Ármúla Stór 240 fm salur á götuhæð til leigu, til lengri eða skemmri tíma. Tilvalin fyrir veit- ingarekstur, jóla- eða útsölumarkað. Hús- næðið er vel innréttað og í góðu ástandi. Upplýsingar í símum 32244 og 624250 á skrifstofutíma. Austurstræti - til leigu Til leigu er nú þegar ca. 200 fm skrifstofu- hæð í góðu lyftuhúsi við Austurstræti. Hæð- inni má auðveldlega skipta í smærri einingar og kemur til greina að leigja allt niður í eitt til tvö herb. til nokkurra leigutaka. Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700 Til leigu við Ármúla 60 fm skrifstofuhúsnæði, sem skiptist þannig: Tvö herbergi, opinn salur, eldhúshorn og snyrting. Hagkvæmt og smekklega innréttað hús- næði. Laust strax. Upplýsingar í síma 679660 milli kl. 10 og 15. Óskasttil leigu Óskum eftir að taka á leigu um 200 fm iðnað- arhúsnæði í ca tvo mánuði. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. nóvember merkt: „I - 9625”. Óska eftir 50 fm til leigu Óska eftir húsnæði fyrir sjúkranuddstofu, helst á Skeifusvæðinu eða í „miðbænum”. Sturtu- og snyrtiaðstaða æskileg. Upplýsingar efur Jóhanna í síma 671648. Skrifstofuhúsnæði Til leigu skrifstofuhúsnæði með „stúdíó”- íbúð í miðbænum, 100 fm hæð. Símkerfi til staðar. Upplýsingar í síma 15222 frá kl. 9.00-18.00 virka daga. Frímerkjasafnarar Norskur frímerkjasafnari óskar eftir íslenskum frimerkjum í skiptum. Skrifið til Roar S. Nilsen, Skytt- ervn. 96, 1370 Asker, Noregi. HÚSNÆÐI í BOÐI Seyðisfjörður 90 fm íbúð til sölu er 90 fm ibúð á Seyðis- firði. Upplýsingar í síma 97-21229 og 91-12559. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 3 = 17311258 = ET 2 II I.O.O.F. 10 = 17311258'/z = E.T. 2, 9.0 □ GIMLI 599125117 = 6 HELGAFELL 599111257 IV/V 2 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Sunnudagaskóli kl. 11. Allir krakkar hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 • S: 11798 -19533 Hressandi útivera með Ferðaféalginu Sunnudagsferðir 24. nóv. kl. 13 a. Hellaskoðun og hellakönnun í Setbergshlfð. Farið í Kershelli og fleiri hella í nágrenninu. Hvar er Hvatshellir? Tilvalin fjöl- skylduferð. Hafið góð Ijós með. b. Búrfellsgjá - Húsfell - Vala- ból. Gengið um Búrfellsgjá yfir á Húsfellið og til baka um Vala- ból í Kaldársel. Verð 800 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Fjölbreytt gönguland við allra hæfi. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. (Á Kópavogshálsi og v/kirkjug. Hafnarfirði). Félagsvist Ferðafélagsins verður á miðvikudagskvöldið 27. nóv. kl. 20 (F.l. 64 ára). Spil- að verður í Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerðinni). Allir velkomnir, félagar sem aðrir. Munið aðventuferðina ( Þórs- mörk 30.11-1.12. Laugardaginn 30. nóv. kl. 14 verður stutt gönguferð um Elliðaárdalinn. Opið hús og kynning á félagsheimili Ferða- félagsins í Mörkinni 6 kl. 15-16. Verið með! Ferðafélag íslands. KFUK KFUM Kristniboðsféiag karla, Reykjavík Fundur verður mánudagskvöldið 25. nóvember kl. 20.30 í Kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Lesið úr bréfi frá Kenyu. Hugleiðing. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Félagsvist Miðvikudaginn 27. nóv. (FÍ 64 ára) efnir Ferðafélagið til félags- vistar og verður spilað í Borgar- túni 6 (Rúgbrauðsgerðinni). Samkoman hefst stundvíslega kl. 20.00. Allir velkomnir félagar og aðrir. Helgina 30.11.-1.12 verður „að- ventuferð til Þórsmerkur". Gönguferðir, kvöldvaka, jóla- glögg og piparkökur. Missið ekki af skemmtilegri ferð í skamm- deginu. Laugardaginn 30. nóv. verður stutt gönguferð um Elliðaárdal- inn. Lagt af stað kl. 14.00 frá Mörkinni 6. Að lokinni göngu verður opið hús kl. 15.00-16.00 og kynning á félagsheimili Ferðafélagsins að Mörkinni 6. allir velkomnir í létta göngu og kynningu á nýju húsnæði Ferða- félagsins. Ferðafélag (slands. Skipholti 50b, 2. hæð. Samkoma í dag kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tima. Allir innilega velkomnir. KFUK KFUM Almenn’ samkoma í kvöld kl. 20.30 í kristniboössalnum Háa- leitisbraut 58. Upphafsorð: Jón Ágúst Reynisson. Ræðumaður: Arnmundur Kr. Jónasson. Allir velkomnir. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA ÚTIVIST HALLVEIGARSTÍG 1 • SÍMI 14606 Dagsferð sunnudaginn 24. nóv. Kl. 13.00: Staðarborg - Keilis- nes - Flekkuvík. Skemmtileg gönguleið um minjaríkt svæði. Verð kr. 1.000,-, frítt fyrir börn 15 ára og yngri i fylgd með full- orðnum. Sjáumst! Útivist. Aglow - Reykjavík kristileg samtök kvenna Fundur verður í kaffisal Áskirkju mánudaginn 25. nóvember. kl. 20.00. Gestur þessa fundar verður Carolyn Kristjánsson frá ísafirði. Kaffiveitingar 300 kr.- Allar konur velkomnar og hvattar til að taka með sér gesti. VEGURINN v Krístið samfélag Kl. 11.00 Lofgjörð, fræðslu- stund, barnakirkja. Kl. 20.30 Kvöldsamkoma, lof- gjörð, fyrirbænir, predikun orðs- ins. „Guð elskar glaðan gjafara”. Vertu velkominn. Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Hjálpræðisherinn Sunnudagur kl. 16.30. Fjöl- skyldusamkoma. Síðasta sam- koma Venke og Ben Nygaard. Mánudagur kl. 16.00. Heimila- sambandið. Allir hjartanlega velkomnir. fíunhjálp Almenn samkoma i Þribúðum í dag kl. 16.00. Dorkas konur sjá um fjölbreytta dagskrá með miklum söng og vitnisburðum. Barnagæsla. Stjórnandi Ásta Jónsdóttir. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Sunnudagaskóli kl. 11.00. Allir krakkar hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Hafliði Kristins- son. Barnagæsla. Léttur kvöld- verður eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.